Morgunblaðið - 16.11.2000, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 37
LISTIR
Leiklistarráð
Ráðstefna um fjár-
mögnunarleiðir
Magnús
Ragnarsson
Leiklistarráð
gengst fyrir ráð-
stefnu næstkom-
andi laugardag,
18. nóvember,
undii’ yfirskrift-
inni Fjármögnun-
arleiðir sjálf-
stæðu leikhús-
anna. Að sögn
Magnúsar Ragn-
arssonar, for-
manns leiklistarráðs, er ætlunin með
málþinginu að leiða saman fólk úr at-
vinnulífinu og leikhúsinu og fá það til
viðra skoðanir sínar á þessu málefni.
„Við höfum einnig fengið fulltrúa
Reykjavíkur - menningarborgar
Evrópu 2000 til þess að lýsa reynslu
þeirra af samstarfi við atvinnulífið en
það heppnaðist mjög vel og stuðn-
ingur fyrirtækja við verkefni menn-
ingarborgarinnar hefur verið um-
talsverður og skilað báðum aðilum
eftirtektarverðum árangri," segir
Magnús.
Dagskrá ráðstefnunnar er þessi:
Magnús Ragnarsson, formaður
Leiklistarráðs, opnar ráðstefnuna.,
og erindi flytja Karitas H. Gunnars-
dóttir, deildarstjóri lista- og safna-
deildar menntamálaráðuneytisins
Ágúst Einarsson, prófessor við við-
skipta- og hagfræðideild Háskóla ís-
lands, Tinna Gunnlaugsdóttir, for-
seti Bandalags íslenskra listamanna,
María E. Ingvadóttir, fjármálastjóri
Jhjyi-
2000
Fimiiitud. 16. nóv.
LANDSBÓKASAFN-
HÁSKÓLABÓKASAFN
Frá huga til huga
Á degi íslenskrartungu, veröuríÞjóð-
arbókhlööu haldln sýning og ráö-
stefna sem beryfirskriftina Frá huga
til hugar. Á sýningunni veröursaga
prents og bókaútgáfu á íslandi í
sviðsljósinu meö sérstakri áherstu á
útgáfu Biblíunnar. Gamlar Biblíuút-
gáfur veröa til sýnis og í máli og
myndum gerð grein fýrirþeim áhrif-
um sem þýöing Biblíunnar á íslensku
haföi á varöveislu tungumálsins.
Munirsem varöveist hafa úrsögu
prentiönaöarins ígegnum tíöina
veröa til sýnis og notkun þeirra skýrð
auk þess sem þróun prents á íslandi
verðurrakin fram til dagsins í dag.
Samhliöa opnun sýningarinnar verö-
ur efnt til málþings þar sem fræöi-
menn fjalla um efni hennar og leggja
áherslu á hvernig lestrarkunnátta ís-
lensku þjóöarinnar hefur þróast frá
fyrstu tíð.
Sýningin stendur út janúar árið
2001.
ÍSLENSKA ÓPERAN KL. 20
Stúlkan í vitanum
Hátíöarsýning í íslensku óperunni á
Stúlkunni í vitanum, nýrri óperu fyrir
börn sem erbyggö á ævintýri Jónas-
ar Hallgrímssonar. Sögusviöið færir
Böövar Guðmundsson til samtímans
en þungamiöja verksins er hin eilífa
baráttagóðs ogills. Tónlistin ereftir
Þorkel Sigurbjörnsson sem jafnframt
stjórnar kór og hljómsveit, sem skip-
uö er nemendum ogkennurum Tón-
menntaskóla Reykjavíkur. Leikstjóri
er Hlín Agnarsdóttir. Þetta erjafn-
framt lokasýning á óperunni.
UÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR,
GRÓFARHÚSINU V. TRYGGVAGÖTU
Móðirin í íslenskum Ijósmyndum
Mæöur hafa alla tíð verið 1 miklu upp-
áhaldi hjá Ijósmyndurum og á þess-
ari áhugaverðu sýningu í Ljósmynda-
safni Reykjavíkur í Grófarhúsinu
birtist sögulegtyfirlityfir ímynd móö-
urinnar í íslenskri Ijósmyndasögu.
Sýningin samanstendur af upp-
runalega prentuöum myndum og
samtíma prentuöum Ijósmyndum og
stendur til 3.12.
Reykjavíkur menningarborgar
Evrópu árið 2000, Kristinn Tryggvi
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
markaðssviðs SPRON, og Magnús
Geir Þórðarson leikhússtjóri Leikfé-
lags íslands. Að loknum erindum
svara framsögumenn spurningum úr
sal.
Fundarstjóri er Hávar Sigurjóns-
son blaðamaður og leikhúsfræðing-
ur. Ráðstefnan stendur frá kl. 10-13
i ráðstefnusölum ríkisins Borgartúni
6 og er öllum opin.
Læknaskop í Fossvogi
FARANDSYNINGIN
Hláturgas verður sett
upp á tíu sjúkrahúsum
víðsvegar um iandið á
árinu 2000 í boði lyfja-
fyrirtækisins Glaxo
Wellcome á íslandi.
Tfundi og síðasti
áfangi sýningarinnar
verður opnaður á
Landspítala - háskóla-
sjúkrahúsi í Fossvogi
föstudaginn 17. nóv-
emberkl. 15.
Af þessu tilefni mun
háðfuglinn Flosi Ólafs-
son skemmta gestum
og gangandi, en Magnús Pétursson,
forstjóri Ríkisspítala, opnar sýning-
una. Hláturgas kemur
í framhaldi af sýning-
unni Lífæðar sem sett
var upp á ellefu
sjúkrahúsum hringinn
í kringum landið árið
1999 af íslensku
menningarsamsteyp-
unni art.is, en hún
samanstóð af verkum
eftir nafnkunna mynd-
listarmenn og ljóð-
skáld.
Hugmyndin að baki
þessum sýningum er
að lífga upp á yfir-
brágð sjúkrastofnana
og gera þannig sjúklingum og að-
standendum dvölina þar bærilegri.
VELKOMNAR
Á
(3L Hijlcídciij
ORD
NIN
G&R
SWEOISH
AND D€$IGN
V/ORIOWIDE
[glNötUNNl SÍ Mi S 3 3
* ' ' '' " 1 ' A
' KÍ'P-CW'-F '
Starf
í þágu þjóðar.
Rúmt ár er nú liðið síðan
Slysavarnafélag íslands og
Landsbjörg, landssamband
björgunarsveita, sameinuðust
í ein öflug björgunar- og
•
slysavarnasamtök.
Víðtækt starf Slysavarna-
félagsins Landsbjargar miðar
að því að bjarga mannslífum og
verðmætum og koma í veg fyrir
slys. Þar byggir hið nýja félag
á áralangri reynslu þeirra 250
félagseininga og þúsunda
einstaklinga sem inna af hendi
fórnfúst starf um allt land.
Þetta er sjálfboðastarf sem
unnið er í þágu þjóðarinnar
og byggist á öflugum
stuðningi hennar.
Því leitum við nú til þín.
ÞU VINNUR!
- hvernig sem á það er litið!
T23 ;
0*“«“ A
rr«ri; í~~tS?—i
& ,77. sc— **»**m>*m
360 vinnlngar aðverðmaetl kr. 35.700.000
HMmwruvem ........... ......
316 vinningar að
verðmæti kr. 35.700.000
SLYSflVflRNflFELflGIÐ
LflNDSBJÖRG
Dregið 15. desember
UA IICTUA DDPlQÆTTI
n/iL/j 111/\ irUixAtl III
SLYSAVARNAFÉLAGSINS LANDSBJARGAR