Morgunblaðið - 16.11.2000, Page 38

Morgunblaðið - 16.11.2000, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Haustverkefni Leikfélags Sauðárkróks Rússneska þjóðsagan um nornina Baba Jaga Sauðárkrókur. Morgunblaðið. EINS og svo mörg leikfélög önnur hefur Leikfélag Sauðárkróks á undanförnum árum hugað í æ rík- ara mæli í verkefnavali sínu að þörfum yngri leikhúsgesta og sett upp verk sem sérstaklega eru ætl- uð þeim. Að þessu sinni er haustverkefni félagsins leikgerð Jevgini Schwarz á rússnesku þjóðsögunni um norn- ina Baba Jaga, í þýðingu Ingi- bjargar Haraldsdóttur, en nornin ríkir með harðstjórn yfir öllu lif- andi í skóginum og segir ævintýr- ið frá því hvernig skógarbúarnir losna að lokum undan ógnar- stjórninni. Eins og öll góð ævintýri um baráttuna milli góðs og ills, þar sem það góða sigrar að lokum. Skúli Gautason leikstýrir verk- inu, en leikendur eru tólf, bæði gamalreyndir félagar á Ijölunum ásamt nýliðum sem eru að stíga sín fyrstu skref þar. Guðbrandur J. Guðbrandsson er formaður Leikfélags Sauðárkróks og sagði hann að mjög væri ánægjulegt að fá jafn ágætan fag- mann sem Skúla til leikstjórnar sem legði faglegan metnað í verk- ið og sagði Guðbrandur að allir þeir sem að sýningunni kæmu mundu búa lengi að verkstjórn hans. Frumsýning er ráðgerð á morg- Ljósmynd/Pétur Ingi Bjömsson un, fimmtudag. Atriði úr sýningu Leikfélags Sauðárkróks, Nornin Baba Jaga. Sonur skólastjór ans o g dóttir bflapartasalans LEIKLIST L e i k f é 1 a g Keflavíkur KRUMMASKUÐ Höfundur og leikstjóri: Guðjón Sigvaldason. Sunnudagur 12. nóvember 2000. EF hugmyndaríkur teiknimynda- smiður afréði að gera íslenska sjáv- arþorpinu svipuð skil og Matt Groening hefur gert bandarísku smáborginni í sjónvarpsþáttunum um Simpson-fjölskylduna yrði út- koman hugsanlega ekki svo sérstak- lega ólík leikriti og sýningu Guðjóns Sigvaldasonar, Krummaskuði. Hæfi- legar (stundum reyndar óhæfilegar) ýkjur, væntumþykja og háð til helm- inga og grallaralegur húmor ein- kenna þetta sjónarspil á öllum svið- um; búningar, leikstíll, tónlist, texti og efnisþráður. Meira að segja nöfn persónanna (Desibel Rósamunda og Dósóþeus Víglundur). Gamlar klisjur eru viðraðar og snúið upp á þær, fúiir brandarar ganga í endurnýjun lífdaganna. Og allt er þetta svo ljómandi skemmti- legt að alvörugefnum gagnrýnanda fallast hálfpartinn hendur. Pví vissulega mætti að ýmsu fínna. Stundum virðist mér að hefði mátt staldra meira við lykilaugna- Risaeðlur í máli og myndum BÆKUR IVáttíirufræði RISAEÐLUR Eftir David Lambert. Árni Óskarsson þýddi. Utgefandi Mál og menning. 64 bls. KVIKMYNDIR Steven Spielbergs um Júragarðinn eftir sögu Michael Crichton hafa líklega átt stærri þátt en flest annað í að opna fyrir flóð- gátt af bókum, myndböndum og allra handa upplýsingum um hinar forsögulegu risaeðlur sem þrömm- uðu um jörðina fyrir 65-230 milljón- um ára. Bókin um risaeðlur er kærkomin viðbót fyrir alla áhugasama um risaeðlur og þó bókin sé greinilega sniðin að þörfum áhugasamra barna og unglinga er ekki að efa að margir fullorðnir munu fá áhuga sínum svalað af lestri hennar. Bókin er afar skilmerkilega upp sett og geysilega fallega unnin. Myndvinnsla og myndskreytingar eru með því besta sem undirritaður hefur séð og samspil texta og mynda er afar vel heppnað. Hafa möguleikar nýjustu tölvutækni við teikningar og útfærslu verið nýttir til hins ýtrasta ojg ekkert til sparað í þeim efnum. Utkoma bókarinnar hér er greinilega hluti af alþjóðlegri útgáfu hennar og er það ekki sagt til lasts, heldur er greinilegt að samstarf M&M við hinn erlenda rétthafa gerir útgáfu hennar á ís- lensku mögulega. Bókin er í stóru broti og hörðum spjöldum og þannig skipulögð að á hverri opnu er tekinn fyrir nýr þáttur undir sérstöku kaflaheiti. Saga risaeðlnanna er rakin, fjöl- breytileika þeirra gerð góð skil, t.d. kemur fram að risaeðlur voru mjög misstórar; þær minnstu á við kól- íbrífugl og þær stærstu á við 4 hæða hús. Til að gefa hugmynd um hversu mörgum atriðum eru gerð skil má nefna kaflaheitin Hvað er risaeðla?, Stærð og þyngd, Gíraffar Júratímans, Kýr Krítartímans, Veiðar í hópum, Drápseðli, Brynj- ur, Litur og felubúningur, Óvenju- leg egg, Fomfuglar, Endursköpun fortíðarinnar, Risaeðluspæjarar. Þá er birtur fróðlegur nafnalisti yfir allar risaeðlutegundir, bæði latneska heitið og hið íslenska, ásamt atriðaskrá. Aðferðum vís- indamanna við endursköpun beina- grinda eftir steingervingum er lýst á myndrænan hátt og ekki er reynt að gera meira úr vitneskju nútím- ans um risaeðlurnar en efni standa til. Allar upplýsingar í bókinni styðjast þó greinilega við traustan vísindalegan bakgrunn þó eðli máls- ins samkvæmt sé ekki kafað djúpt í hlutina. Þó fæst af bókinni ágæt- lega heilstæður fróðleikur og mjög aðgengilegur. Það er sannarlega fengur að þessari bók, og ekki að efa að börn og fullorðnir geta sótt þar sameig- inlega fjöbreyttan fróðleik um for- sögulega tíma, skrýtnar og dular- fullar skepnur. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá hversu vel hefur til tekist með prentun og frágang bókarinnar. Textinn er á lipru og góðu máli, auðlesinn án þess að vera til baga einfaldur. Vel læs börn ættu að hæglega að geta lesið hann sér til gagns og ánægju. Hávar Sigurjónsson blik, oft hefði sýningin grætt á strangari umferðarstjóm, og óþarf- lega oft skildist ekki textinn. Leik- hópurinn er greinilega ekki allur með langa reynslu og þjálfun að baki. Ekkert af þessu skiptir hins vegar endanlega máli. Það er Guðjón Sig- valdason sem setur leikreglui-nar í Krummaskuði, hann teiknar bæinn svona og það er áhorfandanum bæði skylt og ljúft að gangast inn á þær forsendur. Það er líka vel þess virði, eins og aðkomudrengirnir sem leik- ritið hverfist um, komast að um síðir. Persónugalleríið er eins fjölskmð- ugt og hægt er að óska sér, litríkt eins og nöfnin og allt málað með breiða penslinum. Geðillur póst- meistari, heyrnardaufar og eftir því háværai- bílapartasölumæðgur, ver- gjarnar unglingsstúlkur og kjafta- kerlingar eins og hver vill. Leikstjórinn nær að láta hvern einasta leikara „virka“; standa fyrir sínu. Hvort sem hlutverkin era stór eða smá og án tillits til reynslu og getu. Og þetta er enginn smá skari, þrjátíu og sex persónur. Sum hóp- atriðin vora hreinlega óborganleg, testósterónþranginn mansöngur unglingspiltanna gleymist seint, og hvað þá þegar allur skarinn stígur dans íklæddur skíðaklossum. Búningarnir væra kapítuli útaf fyrir sig ef þeir væra ekki svona ómissandi hluti af heildaráhrifum sýningarinnai'. Búningasafn hvers einasta áhuga- leikfélags er fullt af tískufötunum frá í fyrradag, eins ósmekklegum og hugsast getur, og sem alla jafnan era fullkomlega ónothæf sem leik- búningar. Ibúar Krummaskuðs hafa hins vegar ekki frétt af nýjustu tískustraumum og líður greinilega ákaflega vel í sínum búninga- geymsluklæðum. Og þegar þrjátíu manns mæta kát í tísku gærdagsins er þá ekki komin ástæða til að taka hana í sátt? Það er eiginlega út í blá- inn að tala um frammistöðu ein- stakra leikara. Þó verð ég að þakka Ingibjörgu Ósk Erlendsdóttur og Marinó Gunn- arssyni sérstaklega fyrir skemmtun- ina. Tilhugsunin um samdrátt ofvitans Erps Snæs og hinnar upprennandi ofurljósku Melkorku Raf er einmitt svona hrollblandin sæla sem ein- kennir endurminninguna um dvölina í Krammaskuði. Eg hvet Keflvíkinga til að kíkja í heimsókn þangað, en reyna að spilla ekki hinu harmóníska samfélagi um of. Það er nefnilega fá- gætt, líklega hvergi til, frekar en Springfield Groenings. Þorgeir Tryggvason Að nálgast það besta í söng slíkra kóra TOIVLIST lláteigskirkja KÓRTÓNLEIKAR Vox feminae flutti trúarlega tónlist. Stjérnandi Margrét J. Pálmadóttir. Mánudaginn 13. nóvember. SÖNGHÓPURINN Vox feminae undir stjóm Margrétar J. Pálma- dóttur er á leið út í lönd að keppa við aðra kóra og vinna sér nafn í hinum stóra heimi söngsins. Það að vinna til verðlauna er markmið en mikil- vægust er þó sú vinna er hefur verið lögð í undirbúninginn, sem svo skilar sér í betri söng og eflir allan metnað til frekari afreka og eflir vissuna um að vera gjaldgengur þar sem þeir bestu koma saman. Vox feminae hóf tónleikana með Regina coeli, verki eftir Giovanni Pierluigi frá Palestrina, einhvem mesta snilling katólsku kirkjunnar, er hefur þar sömu stöðu og J.S. Bach í kirkju mótmælenda. Til era sex verk eftir Palestrina um drottn- ingu himnanna og var mótettan sem hér var sungin mjög fallega flutt, enda dýrðleg tónlist. Annað verkið var finnsk útsetning á Ave maris stella, úr finnsku söngvasafni, „Pia Cantinoes", sem var gefið út 1582 og hefur verið viðfangsefni tónskálda alla tíð síðan, fallegt verk, sem var mjög vel sungið. Þriðja verkið var Adoramus te Christe eftir snilling- inn Orlandi di Lasso og þar eftir Gloria in excelsis eftir Giovanne Maria Nanini (1545-1607), er var söngvari í kapellu páfans í Róm. Hann stofnaði söngskóla ásamt bróður sínum og með aðstoð Palestr- ina og gegndi frá 1604 sama embætti og Palestrina við Sistínsku kapell- una. Það sama má segja um þessa fögra tónlist, að kórinn söng hana hið besta. Síðasta sextándu aldar tónverkið sem kórinn söng var Mar- ia wallt zum Heiligtum eftir þýska tónskáldið Johann Eccard (1553- 1611). Öll þessi lög vora mjög vel sungin og auðheyrt að kórinn er að ná því þjálfunarstigi, að syngja af ör- yggi og með sérlega þéttum og fal- legum hljómi. Frumflutt var tónverkið Beatur vir eftir John Speight, fallegt verk, sem er byggt á stuttum þrástefjum sem tónbálkurinn er ofinn utan um (fallandi moll-þríund), og þegar ris- inu er náð er leitað.-til niáurlagssetn- ingarinnar. Þessi aðferð er notuð oftar og undir það síðasta er fram- hugmyndin endurtekin, svo að form verksins verður eins konar ABA- form. Falleg verk er var sannfær- andi í flutningi kórsins. Maríulögin eftir Atla Heimi Sveinsson, Haust- vísur til Maríu eftir Einar Ólaf Sveinsson og Maríukvæði Halldórs Laxness, era einstaklega fagrar tónsmíðar, er voru afburðavel flutt- ar. Tveir af frægustu sálmum Þork- els Sigurbjömssonar, Til þín, Drott- inn og Heyr himnasmiður, vora næst á efnisskránni og var flutning- ur þeirra aldeilis frábær. íslenska hlutanum lauk með Salve regina eft- ir Hjálmar H. Ragnai'sson,-*glæsi- legu verki, sem var mjög vel flutt. Þrjú trúarleg kórlög eftir Brahms vora eini veiki hlekkurinn í þessari efnisskrá og líklega er hið króma- tíska tónferli hjá Brahms erfitt í inn- tónun. Ave Marian fræga eftir Kodály var fallega sungin og tónleik- unum lauk með verki sem nefnist An Alleuia Super-Round eftir William Albreight, þrástefjaðri tónhugmynd, sem kórkonurnar sungu um leið og þær dreifðu sér um kirkjuna, svo að áhrifin vora bergmálandi í hljóman. Vox feminae er vaxandi kór og nú að nálgast það sem best er að heyra í söng slíkra kóra, tónmyndunin syngjandi falleg, þar sem þroski raddanna byggir upp þéttan sam- hljóm. I mótun tónhendinga vantar enn það „spontant" öryggi sem er mikilvægt í tóntaki tónhendinga og hefur áhrif á drifkraft og hrynsk- erpu tónlistarinnar. í heild vora tón- leikarnir fallegir og vel mótaðir und- ir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur og fylgja henni og kórnum óskir um góða og fengsæla ferð. Moa Jón Ásgeirsson «»i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.