Morgunblaðið - 16.11.2000, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 16.11.2000, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Móðurinni stillt upp á vegg s * I Ljósmyndasafni Islands, Grófarhúsinu við Tryggvagötu, verður í dag opnuð sýningin Móðirin í íslenskum ljósmyndum. Ragna Garðarsdóttir fór og kynnti sér sýninguna. Móðirin. Ljósmyndastofa ASIS ETTA er fyrsta stóra verk- efni ljósmyndasafnsins í nýj- um húsakynnum og hvílir áherslan bæði í senn á Ijósmyndun sem listrænum miðli og sem heimild. Fjölmargir hafa komið að þessari sýningu, opinberir aðilar jafnt sem einka, en markmiðið er að rekja sögu móðurinnar í ljósmyndum allt frá seinni hluta 19. aldar til dagsins í dag. Leitað var fanga í myndasafni Ljósmyndasafnsins og hjá Pjóð- minjasafni Islands og Arbæjarsafni en einnig var leitað í einkasöfn. Þótt undarlegt megi virðast reyndist það töluverðum erfíðleikum bundið að komast yfir nýrri ljós- myndir, en einstaklingar úti í bæ hlupu undir bagga og komu með persónulegar ljósmyndir úr fjöl- skyldualbúmum samtímans, sagði Ósk Vilhjálmsdóttir, myndlistar- kona og sýningarstjóri. „Hugmyndin að sýningunni er ekki mín,“ sagði hún umbúðalaust, hana átti Sigurjón Baldur Haf- steinsson, fyrrverandi forstöðumað- ur safnsins, sem fékk til liðs við sig félagsfræðinginn Önnudís G. Rúd- ólfsdóttur. Þau fengu styrk frá Reykjavík-menningarborg Evrópu 2000 og einnig styrkti Pharmaco verkefnið. María Karen Sigurðar- dóttir tók við starfí Sigurjóns sem forstöðumaður safnsins og fylgdi verkefninu eftir sem verkefnisstjóri. Ósk sagði Önnudís hafa gefið sig all- mikið að kvennarannsóknum og var meiningin að segja sögu móðurinnar í formi Ijósmynda. Athyglisvert væri að skoða með hvaða móti sjálfsmynd móðurinnar birtist í rás tímans og hvaða nillu fyrirfram gefnar hugmyndir um hlutverk hennar spila hverju sinni. Að sögn Óskar er söguleg ljós- myndasýning aðgengileg leið til þess að ná fram slíkum markmiðum. Ósk kvaðst hafa þurft að leggjast í heilmikið rannsóknarstarf þegar hún tók sýninguna upp á sína arma. Mesta vinnan fór í að leita að mynd- unum, síðan þurfti að skanna þær inn og fínna rétta formið fyrir upp- setningu. Þess ber að geta að ljós- myndari safnsins, Sigríður Kristín Donald, tók að sér að skanna inn all- ar myndirnar og litgreina þær, og var yfirhöfuð feiknamikil vinna innt af hendi af hálfu aðstandenda safns- ins. Ósk segist hafa tekið þann pól- inn í hæðina að lagfæra hvorki myndirnar né skýra þær. Hún telur fíngraför tímans vera ómissandi hluta af sýningarheildinni og segist ekki vilja þurrka þau út. Sumar ljós- myndanna séu upplitaðar, máðar og jafnvel „illa teknar". f þessu skapist framandi and- rúmsloft, sem ekki sé laust við dulmögnun og andstæð- ur eða kannski átök í rýminu með gömlum og máðum myndum í bland við nýjar og skarpar. Svart-hvítar myndir og í lit hvíslast á um sjálfs- mynd móðurinnar, hamingju hennar og harma. „Myndunum verður rað- að upp í tímaröð," útskýrði Ósk, „en ekki eftir einstökum áherslum, þótt þeim sé vissulega til að dreifa." Sumar myndirnar eru til dæmis teknar á ljósmyndastofu, aðrar úti við af fólki við leik og störf, enn aðr- ar inni fyrir við hátíðleg tækifæri og þannig mætti lengi upp telja. Og þarna eru ekki bara myndir af mæðrum með ungabörn, þegar ellin færist yfir kemur það í hlut bam- anna, yfirleitt dætranna, að hugsa um mæður sínar og hefur móður- hlutverkið þá snúist við. Ósk sagði það til dæmis vera slá- andi að sjá sömu stellingar og jafn- vel svipbrigði móðurinnar í rás sög- unnar, þegar hún stillir sér upp fyrir ljósmyndarann með barn sitt við hlið. Teinrétt, alvöruþrungin móðir með barn, sem virðist þekkja hlut- verk sitt út í ystu æsar. Tímamir hafa þó bersýnilega breyst, en þótt undarlegt megi virðast er klæðnað- urinn, myndsviðið og ástand ljós- myndarinnar oft einu merkin um það. óðirin sjálf virðist aftur á móti hafa tilhneigingu til að stilla sér upp til samræmis við tímalausa goðsagnaímynd, í það minnsta þegar á að festa hana á filmu. Á flestum elstu myndunum em fyrirsæturnar alvömgefnar, stífar og vandvirknislega uppstilltar, enda myndavélin fágæti og viðburður þegar gera átti fjölskylduna ódauð- lega á mynd. Ég vék að þvi að marg- ar mæðumar kæmu fyrir sjónir líkt og væm þær hengdar upp á þráð, og svaraði Osk því til að þær væru ein- mitt hengdar upp á þráð. Fyrstu vélamar vom þungar í vöfum og seinvirkar og gat liðið dágóð stund áður en auðnaðist að smella af. Var því iðulega gripið til þess ráðs að hreinlega festa fólk kyrfílega, með tækjum og tólum, í hinni eftirsókn- arverðu stellingu og er því ekki að undra að fyrirsæturnar komi stund- um spánskt fyrir sjónir. Þegar nær dregur nútímanum léttist á tækja- kostinum og hann verður fljótvirkari og algengari. Að sama skapi virðist mönnum þykja sífellt minna mál að vera festir á filmu, og ekki heldur nein ástæða til að fara sparlega með filmuna. Mæðurnar stilla sér frjáls- legar upp, gerast gáskafullar eða em önnum kai'nar við leik og störf á meðan ljósmyndarinn stelur mynd af þeim. Ekki er vitað hvað konumar og börnin heita nema á hluta af mynd- unum og af þeim sökum em þær ekki merktar með nöfnum heldur látið nægja að skipta þeim gróflega niður eftir tímabilum. Hins vegar geta sýningargestir fært inn nöfnin á fólkinu sem þeii- þekkja á þar til gerða miða. Þannig verða sýningar- gestirnir sjálfir þátttakendur í rann- sókn á þessum myndum. Lagt verður út af sýningunni með tvenns konar hætti. í aðskildu rými innan veggja ljós- myndasafnsins verður verkum nú- tíma fagljósmyndara komið fyrir, og hafa þeir sjálfir valið sér ramma og gengið endanlega frá myndum sín- um. Þá verður hægt að tylla sér nið- ur í upplýsingahomi og þiggja þar ýmiss konar fróðleik um móðurina og skyld viðfangsefni sem hafa verið kvennafræðingum hugleikin. erið er að gefa út 260 síðna bók í tengslum við sýning- una, og er hún sjálfstæð út- færsla á upphaflegri hugmynd að heildarverkefninu. I bókinni er rak- in saga móðurinnar í íslenskum Ijós- myndum í máli og myndum, og hef- ur Hanna Guðlaug Guðmundsdóttii', listfræðingur og ritstjóri, borið hit- ann og þungann af því verki. Hanna leggur einkum áherslu á þróun portrettljósmyndunar atvinnuljós- myndara í myndavali sínu, en Ósk aftur á móti á ljósmyndir í fjöl- breyttri mynd, þá sérstaklega úr einkasöfnum áhugaljósmyndara. í ofangreindri bók birtist greinin \\\,,Lengi man móðir: Um mæður í íslenskum ljósmyndum\\\“ eftir Önnudís G. Runólfsdóttur. Þar er m.a. að finna hugmyndir hennar um gildi ljósmyndarinnar annars vegar og hugmyndir samfélagsins um móðurhlutverkið hins vegar. Anna- dís telur ljósmyndir vissulega vera ábyggilega heimild um hlut mynd- væðingarinnar í lífi almennra borg- ara, en telur túlkun á myndefninu aftur á móti vera vandasama. yrst beri að gefa gaum að stöðu hins sjónræna í vest- rænum menningarsamfélög- um, en það hefur jafnan notið mikill- ar virðingar. Þess séu jafnvel dæmi að menn taki vitnisburð Ijósmyndar- innar fram yfir annars konar reynslu. Þær varðveita eitt augna- blik sem líti út fyrir að standa óhaggað, hvað sem líður því sem á undan og á eftir gekk. Af þeim sök- um koma þær mörgum fyrir sjónir sem tímalausar og umgengst fólk þær í framhaldi af því sem goð- sagnakenndar ímyndir. Imynd sem er sönn og stendur óhögguð mitt í hringiðu umbreytinganna. Er þvi ekki að undra að Ijósmyndun kalli fram skilyrt hegðunarmynstur hjá fólki sem situr fyrir. Menn setja sig í stellingar vitandi að sú ímynd sem þeir skapi sér þessa stundina muni kannski koma til með að varðveitast um aldur og ævi. „Ljósmyndin er ekki hlutlaus speglun á veruleikanum," segir Ánnadís og bendir á að þær séu í of- análag „lesnar af viðtakendum. Það er semsagt ekki nóg með það að fyr- irsæturnar setji sig í æskilegar stell- ingar, heldur bregðast áhorfendur við á svipuðum nótum. Það má t.d. vel vera að sumum viðtakendum nægi að sjá mynd af móður og barni til að geta fyllt í eyðurnar með goð- sagnakenndum viðmiðum um móð- urhlutverkið". Annadís bendir á að hugmyndafræði samfélagsins myndi óhjákvæmilega baksvið túlkunarinn- ar, þótt vissulega velti endanlega á hverjum og einum að umgangast bæði hugmyndafræðileg viðmið sem og vitnisburð ljósmyndarinnar. Annadís telur Ijósmyndir af mæðrum vera sérstaklega erfiðar viðfangs þar sem vissar ímyndir og hugmyndir eru fastbundnar „móð- urhlutverkinu sem stofnun". Mörg- um sé fyrirmunað að líta móðurina öðrum augum en þeim sem æskilegt er og telur Annadís það m.a. hafa verið dragbít á breytingu móður- hlutverksins í tímans rás. Hún gefur stutt ágrip af breytilegum ímyndum móðurinnar í grein sinni og sýnir fram á það sláandi einkenni, að ímynd móðurinnar reynist vera fremur einsleit í vestrænum sam- félögum. Islensku ljósmyndirnar á sýning- unni spanna breitt og umskiptamik- ið tímabil og gefur vissulega að líta umtalsverðar breytingar á ímynd móðurinnar. Eftir sem áður bregður fyrir sömu ímyndunum oftar en margur gæti átt von á. að er þó engan veginn loku fyrir það skotið að rýna í ljósmyndirnar og lesa meira úr en hefðbundnar móðurímyndir. „Sumar ljósmyndir virðast yfir- borðskenndar og fyrirsjáanlegar en aðrar hafa mikla dýpt, koma á óvart og sitja í huga áhorfanda eftir að hann hefur lagt myndina frá sér. Ljósmyndir afhjúpa ekki síður en þær fela. Annadís telur ljósmyndir verða sérstaklega eftirtektarverðar, þegar ekki er ætlunin að beina lins- unni að móðurinni sérstaklega. Birt- ast þá oft andstæðurnar á milli raunveruleika og ímynda í allri sinni dýrð og ljóst að ekki sé allt sem sýn- ist þegar uppstillt móðir á ljósmynd á í hlut. Einnig gerist það sífellt oft- ar að ljósmyndirnar tákni ekki síður andstöðu við móðurímyndina en að þær staðfesti hana. Mæðurnar geta tekið upp á því að bregða á gáska- fullan leik fyrir framan myndavélina og snúa út úr móðurhlutverkinu með ýmsum tilþrifum. Annadís bendir á að „leiknum sé gjarnan beitt til að losna úr viðjum móður- hlutverksins, teygja það til og toga svo að úr verður nánast óþekkjanleg móðir“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.