Morgunblaðið - 16.11.2000, Page 41

Morgunblaðið - 16.11.2000, Page 41
MORGUNB LAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 41 LISTIR Sá á kvölina... Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson íkonar Kristúiar Gunnlaugsdóttur. Golgata, 1996-2000, eftir Sigurð Örlygsson. Erla Axels við eitt verka sinna. Erla sýnir í Banda- ríkjunum ERLA Axels opnaði sýningu á verkum sínum í Global Art Venue í Seattle 1. nóvember sl. Á sýningunni eru 16 olíumál- verk og 21 pastelmynd. I verkum sínum fjallar Erla um íslenska náttúru: birtu, grósku og kraft. Það má einnig greina ör- smáar mannverur sem birtast léttar og svífandi og vega létt í sterku landslaginu. Þetta er fyrsta einkasýning Erlu í Bandaríkjunum en síðast sýndi hún í Is-Kunst í Oslo í sept- ember sl. Áður hefur Erla haldið 12 einkasýningar hér á landi og tek- ið þátt í fjölmörgum samsýning- um bæði hérlendis og erlendis. Sýningin í Global Art Venue, 314 lst. Avenue South, stendur til 27. nóvember 2000. MYNDLIST Menninjrarmiðstöðin Gerðubergi BLÖNDUÐ TÆKNI Anna Jóelsdóttir; Guðrún Krist- jánsdóttir; Hafsteinn Austmann; Helgi Þorgils Friðjónsson; Jón Jó- hannsson; Kristín Gunnlaugsdótt- ir; Kristín Þorkelsdóttir; Rína Rut Wilberg; Páll Guðmundsson; Ráð- hildur Ingadóttir; Sigurður Ör- lygsson; Soffía Sæmundsdóttir & Þóra Sigurþórsdóttir. Til 19. nóvember. Opið mánudaga til Fimmtudaga frá kl. 9-21; föstudaga 9-16:30 og laugar- daga kl. 12-16:30. SIGRÚN Hjálmtýsdóttir - Diddú - hefur valið 13 íslenska listamenn til að prýða Gerðuberg undir rúbrikunni Þetta vil ég sjá. Ég hef áður látið í ljós álit mitt á þessari sýningaröð Gerðubergs þar sem ég tel að reynt sé að mæla upp snobbnáttúruna í gest- um með því að fela nafnkunnum mönnum af alls konar toga valið á verkunum. Það er nefnilega svo með nafn- togað fólk að mér sýnist það ekki hótinu læsara á myndlist en hver óbreyttur maðurinn á förnum vegi. Sé það rétt til getið þykir mér absólútt kominn tími til að hvfla þá frægu og leyfa hinum óbreyttu að spreyta sig. Vandinn við íslenskt þjóðfélag er að hér er alltof mikil ásókn í fræga fólkið, sem hefur ekki annað upp á sig en brenna því - og raunveruleg- um hæfileikum þess - út á ör- skömmum tíma. Okkar litla sam- félag þolir afar illa sömu andlitin á öllum vígstöðvum, eins og reyndin vill vera þegar öll glans- tímaritin birtast í einu og allir spjallþættimir gjalla samtímis á öldum ljósvakans: Sjáið manninn! En hvað varðar Diddú og sýn- inguna hennar þá er margt prýði- legt í vali hennar, þótt eitt megi vissulega missa sín og annað sé í besta falli slarkfært. Það sem kemur mér þægilegast á óvart er hve innilega divan okkar veifar óskasprotanum. Val hennar er einhvern veginn hafið yfir allan augljósan smekk en tekur þess í stað mið af ómældum tilfinning- um og náinni viðkynningu við við- komandi listamenn og verk þeirra. Fígúratíf myndlist virðist höfða einkar sterkt til hennar þótt vissulega séu óhlutbundin verk til staðar hér og þar. Óbeisluð fanta- sía með dramatískum og hátíðleg- um yfirtónum - jafnvel ögn af ragnarökkursstemningu - virðist eiga einkar greiða leið að hjarta Diddú. Hið skondna, skrýtna og skemmtilega á sér einnig skjól á veggjum söngkonunnar, sem og landslagslist, íkonar og leirlist. Ef til vill mætti - að öllu gamni slepptu - kalla val hennar ópera- tískt. Það er ekki svo fjarri lagi þegar þess er gætt að flest verkin eru skýrt planlögð, undanbragða- laus og opin. Með því er átt við að formbygging þeirra og litir eru sjaldnast á reiki, og oftar en ekki koma þau gestinum fyrir sjónir sem sviðsræn og frásagnarleg kraftbirting. Það væri vissulega gaman að sjá Diddú sjálfa bregða upp pensli eins og hún lætur að liggja að hvarflað hafi að henni. Víst er að ef útkoman líktist eitt- hvað rödd hennar og náttúruleg- um sjarma væru þau ekkert minna en meistaraverk. Halldór Björn Runólfsson • " ’ÆV'. Indriöa GaíÞöfsteir? AöallifíjivibrH i g urdu M (j ó n I <íi|f,1jóri Ágú4l Gíiömiirul n.sælasta mynd sern sýnd hríínr veriö l#r á ife^lkfeiáLk>óJahíói t£ö||É nove.ntM Wfjji VÍWýÁ Wkw ú ■' r-:-v,. 'JákmMEífl* 'QKm FILMUNDUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.