Morgunblaðið - 16.11.2000, Síða 54

Morgunblaðið - 16.11.2000, Síða 54
54 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mál HIY-smitaðs sjómanns gegn útgerð Rúm milljón í bætur fyrir brottvikningu ÞROTABÚ Vesturskips ehf. á Bfldu- dal var á mánudag dæmt 1 Héraðs- dómi Vestfjarða til að greiða sjó- manni tæpa 1,1 milljón króna í bætur fyrir að hafa verið knúinn til að yfir- gefa fiskiskipið Geysi þai- sem hann var ráðinn vélavörður þar sem hann hefði upplýst að hann væri með HIV- smit. Einnig var þrotabúið dæmt til að greiða stefnanda 250 þúsund krón- ur í málskostnað og staðfestur var sjóveðréttur hans í Geysi BA-25 fyrir hinni dæmdu skuld. Stefnandi var ráðinn símleiðis í skipsrúm á Geysi í ágúst 1999 og hóf störf 7. september við undirbúning sjóferðar. Hann hefði þann 9. sept- ember tjáð yfirvélstjóranum að hann væri með HlV-smit en sá hafi þá neit- að að starfa með honum. Skipstjóri hafi síðan kallað sig upp í brú og greint að hann yrði að yfirgefa skipið vegna fyrirmæla útgerðarmannsins. Komið hafi fram að stefnandi hafi verið 75% öryrki vegna HIV-smits og kransæðasjúkdóms og hann hafi ekki minnst á veikindi sín við ráðninguna og verið ráðinn til starfa á þeirri for- sendu að hann væri vinnufær, heilsu- hraustur og að sátt yrði um störf hans um borð. Hann hefði vísvitandi dulið heilsufar sitt og telur stefndi að hefðu komið fram réttar upplýsingar um heilsu sjómannsins hefði ráðning ekki komið til greina. Bréf frá lækni sjómannsins vai’ lagt fyrir dóminn þar sem kemur fram að ekki sé talin hætta á HIV- smiti við almenn störf og að það hljóti að gilda um störf vélstjóra í skipi. Einnig kom fram það álit læknisins fyrir dómi að hann myndi hvetja hann til að vinna ef honum liði vel og vildi vinna. Krafðist 1,6 milljóna króna Stefndandi krafðist bóta miðað við þriggja mánaða uppsagnarfrest, alls rúmlega 1,6 milljóna króna, og miðaði við meðallaun sem hann hefði mátt búast við á skipinu á 90 daga tímabili. Dómurinn taldi hins vegar rétt að ákveða bætur með hliðsjón af aflahlut vélavarðar í síðustu þremur veiði- ferðum skipsins og voru honum dæmdar 1.092.378 kr. 1 bætur. Einnig 250 þúsund krónur í málskostnað. Dóminn kvað upp Erlingur Sigurðs- son dómstjóri við Héraðsdóm Vest- fjarða. Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta íagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöld sem á voru lögð: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 16. nóvember 2000, og virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga tii og með 5. nóvember 2000, og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir, er fallið hafa í gjalddaga til og með 16. nóvember 2000, á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, aðstöðugjaldi, þróunarsjóðsgjaldi, kirkjugarðsgjaldi, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, við- bótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, virmueftirlitsgjaldi, vömgjaldi af innlendri framleiðslu, vömgjaldi af ökutækjum, eftirlits- gjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdóma- gjaldi og jarðarafgjaldi. Einnig áiögð opinber gjöld 2000 og fyrri ára sem í eindaga em fallin: tekjuskattur, útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, fasteignagjöld, tryggingagjald, íðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, búnaðargjald, iðgjald til lifeyrissjóðs bænda, ofgreiddar bamabætur, ofgreiddur bamabóta- auki og ofgreiddar vaxtabætur. Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftir- stöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjámám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjámám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Em gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vöragjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skráningamúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskoranar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. nóvember 2000. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgamesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum Fréttir á Netinu ^mbl.is Borgarkirkja á jólamerki UMSB JÓLAMERKIUMSB er komið út 14. árið í röð. Að þessu sinni er það Borgarkirkja sem prýöir merkið. Guðmundur Sigurðsson teiknaði myndina eins og aðrar kirkju á jdla- merkjum undanfarinna ára. Hægt er að kaupa merkin á skrif- stofu UMSB og kostar örkin 300 kr. Eldri upplög af merkjum eru einnig til. AHari nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu UMSB. Styrktarsýn- ing á kvik- myndinni „Nurse Betty“ LIONSKLÚBBUR Mosfellsbæjar og Sambíóin halda styrktarsýningu á kvikmyndinni „Nurse Betty“ í kvöld, fimmtudagskvöld 16. nóvem- ber, kl. 22 í Kringlubíói. Myndin er gamanmynd og íjallar um illa gifta gengilbeinu sem er yfir sig ástfangin af leikara í sápuóperu. I aðalhlutverkum eru Morgan Freeman, Renée Zekkweger, Chris Rock og Greg Kinnear Þetta samstarf Lionsklúbbsins og Sambíóanna hefur á undanförn- um árum gefið af sér margar og góðar tækjagjafir til endurhæfing- ardeilda Reykjalundar og svo mun einnig verða í þetta sinn. Allur ágóði rennur til tækjakaupa fjn'ir Hlein sem er heimili fjölfatlaðra á Reykjalundi. Félagar klúbbsins hafa að undan- förnu verið að selja aðgöngumiða og eru enn að, en miðar verða einn- ig seldir við innganginn. I fréttatil- kynningu þakka Lionsfélagar Sam- bíóunum og áhorfendum fyrir veittan stuðning við þetta verðuga verkefni. Málþing um mat og þróunarstarf í skólum UPPELDIS- og menntunarfræði- skor við félagsvísindadeild Háskóla íslands stendur að málþingi um mat og þróunarstarf í skólum 24. nóvem- ber næstkomandi í Odda, Háskóla íslands, stofu 101, kl. 14-16.30. Sérstakt tilefni málþingsins er dvöl dr. Penelope Lisi prófessors hér á landi sem Fulbright-kennari við uppeldis- og menntunarfræðiskor haustmissserið 2000, en hún hefur sérhæft sig á sviði mats í skólastarfi. Tilefnið er einnig breytingar á námi um „Mat og þróunstarf í skóla- starfi," sem skorin stendur að. Næsta háskólaár verður 45 ein- inga mastersnám í boði sem hægt er að taka á einu ári. Þá verður einnig í boði 15 eininga námsbraut með áherslu á mat og þróunarstarf. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófess- or, formaður uppeldis- og menntun- arfræðiskorar, setur fundinn og að því loknu ílytur Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, ávarp. Því næst taka til máls: Jón Torfi Jónas- son, prófessor, deildarforseti félags- vísindadeildar. Penelope Lisi, pró- fessors: „Þankar um mat og þróun í skólastarfi: Beggja skauta byr.“ Umræður og fyrirspurnir, María Gunnlaugsdóttir, deildarsérfræðing- ur við menntamálaráðuneytið: „Markmið og tilgangur mats á skóla- Sorgin og fjölskyldan NY dögun, samtök um sorg og sorg- arviðbrögð, efna til fyrirlesturs í kvöld, 16. nóvember kl. 20, í safnað- arheimili Háteigskirkju. I fyrirlestrinum, Sorgin og fjöl- skyldan, mun Nanna K. Sigurðar- dóttir félagsráðgjafi koma inná hvernig sorgin snertir hvem ein- stakan fjölskyldumeðlim og hvaða áhrif hún getur haft á samskipti íjöl- skyldunnar í heild. Þegar fjölskyld- umeðlimur er kvaddur geta orðið töluverðar breytingar á samskiptum innan fjölskyldunnar og þau orðið mjög viðkvæm og sársaukafull. Félagsskapur við sína nánustu er mikill styrkur í sorg og mikilvægt að þar ríki gagnkvæm virðing og skiln- ingur fyrir stöðu og tilfinningum hvers og eins. Sorgin hefur margbreytileg birt- ingarform og sorgarferlið er langt frá því að vera það sama hjá öllum, innan fjölskyldunnar. Hvernig syrgjandi vinnur úr sinni sorg er líka mjög einstaklingbundið og enginn einn sannleikur til um hvernig unnið skuli úr slíkri reynslu sem sorgin er. starfi,“ Sigurður Sigursveinsson, skólameistari við Fjölbrautaskólann á Selfossi: „Getur mat verið ögrun við samstarfsanda skólans?" Birgir Einarsson, MA í uppeldis- og mennt- unarfræði og grunnskólakennari, núverandi skólafullti'úi í Mosfellsbæ: „Hverjir meta hvaða þörf er á sér- fræðingum í mati á skólastarfi?" Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslust- jóri Reykjavíkur: „Mat á skólastarfi - gæðamat - ái'angursmælingar11 og Sigurlína Davíðsdóttir, lektor í upp- eldis- og menntunarfræði: „Er eftir- spum eftir sérfræðingum í mati á skólastarfi?“ Fundarstjóri er Sigrún Aðalbjarn- ardóttir, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði. ----------------- * Arétting Villandi fyrirsögn FYRIRSÖGN fréttar á bls. 14 í Morgunblaðinu í gær gaf ekki alls kostar rétta mynd af þeim ummæl- um sem vísað var til. Fjallað var um viðbrögð Einars Odds Kristjánssonar og Ögmundar Jónassonar við frásögn í ævisögu Steingríms Hermannssonar af að- draganda útgáfu bráðabirgðalaga árið 1989. Fyrirsögnin var svohljóð- andi: Rangt að VSI hafi krafist laga í nafni verkalýðshreyfingar. Við lestur fréttarinnar kemm' í ljós að í fyrirsögninni var ályktað út frá orðum viðmælendanna en ekki byggt á ummælum þeima. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þeim mis- tökum. LEIÐRÉTT Jólakort Landssamtaka hjartasjúklinga kosta 350 kr. í tilkynningu í blaðinu í gær var sagt frá jólakortasölu Landssam- bands hjartasjúklinga. Þar kom fram að pakkinn með fimm kortum kostaði 500 kr. en hið rétta er að hann kostar 350 kr. Rangur myndatexti í blaðinu í gær var sagt frá Dans- hátíð Jóns Péturs og Köru. Á einni myndinni var rangt farið með nöfn á danspari og voru þau sögð heita Atli Björn og Lovísa Ósk en átti að vera Jón E. Gottskálksson og Elín H. Jónsdóttir. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.