Morgunblaðið - 16.11.2000, Side 57

Morgunblaðið - 16.11.2000, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 57 VÍFILSSTAÐASPÍTALI 90 ÁRA Myndin er tekin á fyrsta starfsári Heilsuhælisins. Aftast stendur Sigurður Magnússon, fyrsti yfirlæknir spít- alans, og hjúkrunarkonurnar fjórar. Hópurinn fyrir framan eru allir rólfærir sjúklingar Heilsuhælisins. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Viðamikil starfsemi er rekin á Vífilsstaðaspítala í dag þar sem tækni og hugvit haldast í hendur. í því að samvextirnir voru brenndir með rafmagnsbrennslu. Höggning var svo notuð þegar allar aðrar að- ferðir þraut, þegar ekki var hægt að nota blásningu, oftast vegna þess að sjúklingar höfðu fengið brjósthimnu- bólgu. Höggningin var mikil aðgerð þar sem efstu rifbeinin voru fjarlægð úr sjúklingnum - kannski sex, átta rifbein, og þá féll brjóstkassinn. Til- gangurinn og verkun höggningarinn- ar var því sú sama og hinna aðferð- anna, þ.e. að berklaholan lokaðist." Guðmundur Thoroddsen og Hall- dór Hansen sáu um þessar aðgerðir sunnanlands en síðar voru þær ein- göngu framkvæmdar á Akureyri. „Enn þann dag í dag verður fólk á vegi manns sem segir: „Ég var blás- inn, brenndur og höggvinn" og það er nauðsynlegt fyrir t.d. unga lækna- nema að vita hvað þetta þýðir,“ segh- Hrafnkell. Dægrastytting sjúklinga og kynlegir kvistir Sjúklingar dvöldust oft lengi á Heilsuhælinu á Vífilsstöðum. Þegar berklasjúklingur kvaddi heimilisfólk sitt var eins og um hinstu kveðju væri að ræða - fáir litu svo á að þeir ættu afturkvæmt heim af Hælinu. Sjúkdómsgreining jafngilti dauða- dómi. Berklaveiki lagðist eins og áður sagði þyngst á æskufólk og því var meðalaldur sjúklinga á Vífilsstöðum lágur og reyndi unga fólkið eftir megni að stytta sér stundir til að gera tilveruna ofurlítið skemmti- legri. Menningarlíf var með miklum ágætum, leikrit voru sett upp, spila- og taflklúbbar starfræktir auk þess sem hljóðfæraleikarar, söngfólk og upplesarar komu í heimsókn og skemmtu endurgjaldslaust. Vist- menn ráku fyrsta einkareknu út- varpsstöðina hér á landi og fengu nýjustu hljómplötur til spilunar. Með tilkomu Ríkisútvarpsins 1930 voru sett útvarpstæki með heyrnartólum við hvert rúm. Heilsuhælið átti kvik- myndavél og voru myndir fengnar að láni hjá bíóunum í Reykjavík og sýn- ingar haldnar við og við. Tómstundir voru notaðar til léttrar handavinnu og bókakostur sjúklinga óspart not- aður og mikið lesið. Þeir hraustari lögðu stund á róður og siglingar á vatninu. Sjúklingamir hlóðu líka vörðu uppi í hlíðinni fyrir ofan Víf- ilsstaði og var hún ætíð nefnd Gunn- hildur. Skýringarnar á nafngiftinni eru ekki einróma en var varðan not- uð sem eins konar hreystipróf. Ef sjúklingurinn gat gengið óstuddur að Gunnhildi, var hann á batavegi. Rómantíkinni var ekki heldur á kot vísað og var grunnurinn að ófá- um hjónaböndum lagður á Hælinu. Ymsir skrifuðu bækur um vist sína á Vífilsstöðum og er sú þekktasta ef- laust skáldsaga Kristmanns Guð- mundssonar „Armann og Vigdís". Þegar fyrrum berklasjúklingar vildu svo giftast eða kvænast voru brögð að því að þeir þyrftu vottorð upp á að þeir væru að fullu lausir við smit. Meðal þekktra dvalargesta Víf- ilsstaða var Haukur pressari sem dvaldist á Heilsuhælinu árum saman og flestir eldri Reykvíkingar kannast við. Haukur fékk viðurnefnið þar sem hann gekk alltaf um borgina með straujárn undir handleggnum og bauðst til að pressa buxur nokk- urra útvalinna borgarbúa. „Hann var ekki eins og fólk er flest,“ segir Hrafnkell, brosir að minningunni og segir kankvís: „Það þótti mikill heiður ef Haukur press- aði fyrir mann. Ég held meira að segja að ég eigi ennþá buxur sem hann setti þvílíkt þverbrot í að ég hef aldrei getað farið í þær síðan, og svo átti hann það líka til að gleyma pressujáminu á buxunum í svolítinn tíma með afdrifaríkum afleiðingum." Breyttir tímar - nýtt hlutverk Með markvissum aðgerðum berklayfirlæknis ríkisins, starfsfólks hans auk umfangsmikilla rannsókna á heilsufari fólks minnkaði fjöldi nýskráðra sjúklinga og berklasjúkl- inga í heild. Sigurður Sigurðsson ferðaðist um landið allt til að skoða fólk og voru skoðunarferðir hans með varðskipunum víðfrægar. Gegn- umlýsingar, röntgenmyndir og berklaprófun grunnskólabarna sýndu berklaveiki á frumstigi sem auðvelt var að lækna. Árangursrík lyfjameðferð og bættur aðbúnaður og húsakynni almennings leiddi smám saman til þess að ekki var lengur þörf á sérstöku berklasjúkra- húsi og var Heilsuhælinu fundið nýtt hlutverk og nýtt nafn - Vífilsstaða- spítali. Upp úr 1970 fór að bera mikið á Iungnasjúkdómum af öðrum toga. Áhrif stóraukinna reykinga þjóðar- innar á liðnum áratugum fóru að koma í Ijós með síhækkandi tíðni lungnakrabbameins og annarra al- varlegra lungnasjúkdóma. I dag er starfsemi sjúkrahússins þríþætt. Öflug lungnalækningadeild er rekin við sjúkrahúsið þar sem fengist er við langvinna lungnasjúk- dóma, langvinna teppusjúkdóma eins og lungnaþembu og berkjubólgu. Greining ofnæmis og ofnæmis- sjúkdóma á vel búinni göngudeild er annar liður í starfinu. Loks má telja deild sem hefur umsjón með sjúkl- ingum sem eiga við öndunartruflanir í svefni að stríða en rúmlega 700 sjúklingar eru með öndunarvélar vegna kæfisvefns og 70 til viðbótar með flóknari öndunarvélar vegna minnkaðrar öndunargetu. „Það er viðamikil starfsemi í kringum þetta en einnig fáumst við við astma og lungnabólgu og þess lags sjúkdóma sem alltaf koma upp,“ segir Þórarinn en Vífilsstaðaspítali er í dag hluti af Landspítala Islands - háskólasjúkrahúsi. „Ef berklar væru sami vágestur í dag og þeir voru fyrirseinna stríð þá væru um 400-500 íslendingar að falla í valinn af völdum þeirra ár hvert, megnið fólk í blóma lífsins," segir Þórarinn feginn því að raunin er önnur og öllu betri. Island er í dag í hópi landa með lægstu tíðni berkla- smits. Þórarinn segir níutíu ára starfsaf- mælið vera verðugt tækifæri til að geta þess mikla starfs sem unnið hef- ur verið á Vífilsstöðum og allra þeirra sem þar hafa dvalist eða starf- að. „Spítalinn auglýsti fyrir nokkrum vikum eftir myndum og munum frá gamalli tíð og hefur margt skemmti- legt komið til okkar. Við fengum sendar myndir frá lífi þessa fólks sem reyndi að lifa lífinu af gleði í skugga erfiðs sjúkdóms og eru þær ómetanleg heimild um þennan tíma í íslensku þjóðlífi þegar hræðilegur sjúkdómur snerti flestar íjölskyldur landsins. Spítalinn verður opinn gestum á föstudag á milli 14 og 18 þar sem gefst færi á að skoða þessar minjar.“ Vönduð íslensk innimálning á einstöku tilboðsverði. Verð á 4 lítra dós í verslunum HÖRPU veita reyndir sérfræðingar þér góða þjónustu og faglega ráðgjöf við val á hágæða málningarvörum. HARPA MÁLNINGARVERSLUN, BÆJARLIND 6, KÓPAVOGI. Sími 544 4411 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, SKEIFUNNI 4, REYKJAVÍK. Sími 568 7878 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, STÓRHÖFÐA 44, REYKJAVÍK. Sími 567 4400 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, DROPANUM, KEFLAVÍK. Sími 421 4790 IYIÁLHINQARUERSLAIIIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.