Morgunblaðið - 16.11.2000, Page 64

Morgunblaðið - 16.11.2000, Page 64
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 (JMRÆÐAN Meðferð MS sjúk- Mómsins síðan 1993 GREININ í Morg- unblaðinu sunnudag- inn 29. október vakti athygli mína vegna þess, að þar kemur fram, að MS-sjúkling- ar hér á landi virðast ekki vera nægilegar upplýstir um þau meðferðarúrræði sem voru og eru fyrir hendi. í viðtali við Valdim- ar Valdimarsson, rekstrarfulltrúa íþrótta- og tóm- stundaráðs Kópavogs, kom fram, að 1996 hefðu engin lyf verið til á markaðnum til að hægja á gangi sjúkdómsins. Ég vil leyfa mér að nefna, að fyrstu tímaritsgreinar um árangur innspýtingarmeðferðar með Inter- feron beta birtust í ársbyrjun 1993. Þar var lýst niðurstöðum banda- rískrar rannsóknar á Interferon beta lb hjá 372 sjúklingum með sjúkdómsgerð sem einkennist af köstum með bata á milli (relapsing- "í^mitting) MS sem hófst árið 1988. Sjúklingarnir voru ýmist með- höndlaðir með 1,6 milljón eining- um, 8 milljón einingum af efninu eða lyfleysu annan hvern dag í um 2-3 ár allt að 5 ár. í ljós kom, að dregið hafði úr fjölda og alvarleika kasta hjá hópnum sem fengið hafði 8 milljón einingar miðað við lyf- leysuhópinn. í júlí 1993 samþykkti síðan mat- væla- og lyfjaeftirlitsstofnunin (FDA) í Bandaríkjunum lyfið Int- prferon beta lb (Betaferon) til meðferðar á MS-sjúkdómnum. Vala Hafsteinsson í lok nóvember 1995 var Interferon beta lb skráð í öllum löndum innan Efnahagsbanda- lags Evrópu nema á íslandi, Noregi, Sviss og Lichtenstein því að löndin tilheyra (til- heyrðu) EFTA. Fleiri tugir þúsunda sjúklinga víða um heim fengu og fá enn meðferð með Interfer- on beta lb vegna MS- sjúkdómsins skv. al- þjóðlegum viður- kenndum mælikvarða EDSS sem stendur fyrir „Expanded Disa- bility Status Scale“ og hjá 33 % þeirra sjúklinga dró verulega úr framvindu sjúkdómsins. Interferon beta lb hefði verið hægt að afgreiða með undanþágum til Islands frá því lyfið var skráð í Bandaríkjunum 1993 og að sjálfs- sögðu án þeirra frá miðju árinu 1997, þegar lyfið var skráð hér á landi. Mælt var með sömu skammta- í dag, segir Vala Hafsteinsson, eru þrjú lyf til meðferðar á MS-sjúkdómnum skráð hér á landi > -o QJ.h ■M i- Ofnæmi eóa óþoli gagnvart hreinsiefnum I heimilishaldi og iðnaði. Tíðum þvotti með sótthreinsandi efnum. Óhreinindum, málningu, ollu, kítti, sementi o.þ.h. Húðþurrki vegna vinnuumhverfis. stærðum - 8 milljónir eininga gefn- ar undir húð annan hvern dag - frá því Interferon beta lb var sam- þykkt af hálfu matvæla- og lyfja- eftirlitsstofnunar (FDA) Banda- ríkjanna 1993. I dag eru þrjú lyf til meðferðar á MS-sjúkdómnum skráð hér á landi: I mars 1999 var Avonex (Interfer- on beta la) skráð og í maí 1999 Rebif (Interferon beta la). Inter- feron beta lb (Betaferon) fékk samþykki 1997, eins og fram hefur komið áður. í lok vil ég benda á, að verðið fyrir Interferon beta lb (Betafer- on) meðferðina hefur verið nær óbreytt frá því það var flutt inn fyrst 1995. Verðið fyrir Interferon beta la (Avonex, Rebif) meðferð- ina, sem ráðlögð er, er sambæri- legt. Höfundur er lyfiafræðingur MORGUNBLAÐIÐ +J SKODUN BLINDUR ER BOK- LAUS HÁSKÓLI Á ÞESSUM degi ís- lenskrar tungu mun, ef að líkum lætur, ekkert skorta á há- fleygar ræður og rit- gerðir um nauðsyn þess að varðveita tungu okkar og bók- menningu á tímum al- þjóðavæðingar og nýrrar tæknibylting- ar. En hver skyldi vera raunveruleg staða íslenskrar tungu og fræðibóka í mati á rannsókna- störfum kennara í Háskóla Islands, sem kallaður er á tyllidög- um „brjóstvörn íslenskrar menn- ingar og sjálfstæðis"? Þessi spurn- ing hefur lítt verið til umræðu utan skólans, þótt það sé löngu tímabært. Skemmst er frá að segja, að fyrir fáum árum urðu þau gleðilegu tímamót að kjara- nefnd var falið að úrskurða um laun prófessora. Komið var upp nýju launakerfi með fimm launa- flokkum, sem miðuðust að nokkru við afköst í rannsóknum, en það er í fullu samræmi við alþjóðlega þró- un. Verr tókst hins vegar til um að semja reglur um það, hvernig meta skyldi afköst. Þessar reglur, sem hljóta að móta mjög rann- sóknastörf í Háskóla íslands, gera íslenska tungu í raun að annars flokks tungumáli og vinna mark- visst gegn því, að prófessorar riti bækur um viðfangsefni sín. Það gengur þvert á alþjóðlegar venjur. Þetta eru stór orð og þung, en þau skulu rökstudd. Þótt ótrúlegt megi virðast, voru reglur þessar samdar af hagsmunafélagi prófessora, án þess að vera formlega bornar und- ir vinnuveitanda þeirra, Háskóla Islands, rannsóknastofnanir hans eða yfirvöld menntamála í landinu. Reglurnar hafa nú einnig verið teknar upp í launakerfi annarra háskólakennara og starfsmanna rannsóknastofnana Háskólans, án þess að yfirvöld skólans hreyfðu mótmælum. Þó virðist ljóst, að þau eru ekki sátt við ofangreinda ágalla fremur en menntamálaráð- herra, Hugvísindastofnun og Sagnfræðistofnun, sem hafa hvað eftir annað mótmælt vanmati á bókum og greinum í íslenskum tímaritum. Háskóla íslands mörkuð sérstaða Þór Whitehead Fjórir regingallar á matsreglum kjara- nefndar skapa Há- skóla íslands mjög vafasama sérstöðu í vestrænum háskóla- heimi: 1. Kjaranefnd úr- skurðaði að sömu reglur skyldu notaðar til að mæla rann- sóknaafköst í öllum fræðigreinum, sem stundaður eru í Há- skóla íslands, þó að þessar fjöl- breytilegu greinar styðjist við gjörólíkar hefðir um birtingu rannsóknaniðurstaðna. Dæmi: stærðfræði og sagnfræði, lyfja- Háskólakennurum „bókaþjóðarinnaru er í raun gert ókleift að fá eðlilegan framgang í launakerfí Háskólans, segir Þór Whitehead, ef þeir einbeita sér að því að rita bækur. fræði og lögfræði. 2. í matsreglum er kveðið á um stig, sem kjaranefnd er ætlað að gefa fyrir einstök rannsóknaverk (bækur, greinar o.s. frv.), og legg- ur nefndin þau síðan saman ásamt stigum fyrir kennslu- og stjórn- sýslureynslu til að skipa mönnum í launaflokka. Matið er næsta vél- rænt og áherslan er á fjölda verka, en ekki gæði eða umfang. Nú var mönnum að vísu gefinn kostur á því að óska eftir leiðréttingu á mati á einstökum verkum, sem tekin voru til athugunar af fræði- mönnum á vegum nefndarinnar, en þetta hefur litlu breytt. Stigafjöldi hefur í aðalatriðum verið njörvað- ur niður í reglunum og samlagn- ingin blífur. 3. Samkvæmt matsreglum hljóta Bílavara- hlutaverslun fyrir japanska og kóreska bíla greinar, sem birtast í tilteknum erlendum tímaritum tengdum bandarískum bókfræðistofnunum 15 stig, en greinar í fremstu fræðatímaritum Islands, svo sem Sögu og Skírni, 10 stig. Greinar í öðrum íslenskum tímaritum hljóta færri stig. Röksemdin fyrir því að setja íslensk tímarit skör lægra en erlend er sú, að hin íslensku stundi ekki svonefnda ritrýningu að hætti erlendra tímarita, þ.e. sérfræðingar hefðu ekki lesið greinar yfir og staðfest fræðilegt gildi þeirra, áður en þær birtust. Hvort þessi mismunun kjaranefnd- ar á að einhverju leyti rétt á sér um tímarit í raunvísindum skal ósagt látið, en eitt er víst: miðstöð rannsókna á íslandssögu og á ís- lenskum bókmenntum er á Islandi, og engin erlend tímarit geta boðið upp á traustari ritrýningu í þeim fræðum en Saga og Skírnir. I rit- stjórnum þessara tímarita hafa oftast setið góðkunnir fræðimenn, sem um árabil hafa leitað eftir áliti sérfræðinga á greinum, sem þar birtast, og þeir telja sig ekki dóm- bæra um. 4. Samkvæmt endurskoðuðum matsreglum skyldi kjaranefnd gefa mest 10-60 stig (átti að vera 10-30 stig, áður en til mótmæla kom!) fyrir fræðibók, „þar sem fram kemur ný þekking á fræða- sviði, þar sem beitt er vísindalegri aðferðafræði, sem hefur haft áhrif í vísindasamfélaginu. íslenskir há- skólakennarar uppskera þannig sama stigafjölda fyrir gildustu fræðibók og fjórar greinar í er- lendum tímaritum. Hugsanlega er hægt að réttlæta þessa reglu á einhverjum fræðasviðum, en í flestum greinum hugvísinda er hún með öllu fráleit. Hún lýsir sannast sagna ótrúlegu skilnings- leysi á þeirri vinnu og tíma, sem samning meiriháttar fræðibókar krefst, en er jafnframt dapurlegur vitnisburður um metnaðarleysi það, sem Prófessorafélagið og nefndin sýnir fyrir hönd íslenskra háskólakennara á sviði hugvísinda. Ritum þeirra er almennt ekki ætl- að að vera upp á marga fiska, þeg- ar litið er til jafngildis þeirra í greinum, þó að auðvitað sé ljóst, að ein grein geti í stöku tilvikum verið margfalt meira virði en þykkustu doðrantar. En hér er ekki spurt um gæði. í helstu háskólum Vesturlanda er nú svo komið, að næsta óhugs- andi er, að menn geti fengið fasta háskólastöðu í megingreinum hug- vísinda, án þess að hafa komið út a.m.k. einni frambærilegri bók. Framgangur í æðri stöður og launahækkanir er oftast bundinn því skilyrði, að mönnum takist að skrifa fleiri bækur, sem metnar eru að gæðum einvörðungu. Er- lendir háskólar meta það svo, að bækur séu hinn æskilegi vettvang- ur til miðlunar á viðamiklum rann-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.