Morgunblaðið - 16.11.2000, Síða 65

Morgunblaðið - 16.11.2000, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 65 SKOÐUN sóknum í hugvísindum og krefjist að jafnaði meiri einbeitingar, tíma og dýpri könnunar heimilda en önnur miðlun. íslenskur prófessor, sem vill einbeita sér að ritun fræðibóka að fyrirmynd erlendra starfsbræðra, þarf nú að rita 13-75 fræðibækur á starfsævi sinni til að komast í efsta launaflokk prófessora í Há- skóla íslands. Sé gert ráð fyrir því, að starfsaldur prófessora í skólanum sé 32-35 ár og þeir hafi gefið út doktorsritgerð og þrjár fræðigreinar, þegar þeir hefja störf, þurfa þeir nú að setja saman fræðirit á u.þ.b. tveggja og hálfs til þriggja ára fresti hið minnsta, en rösklega tvær bækur á ári hið mesta til að komast í efsta launa- flokk meðfram fullri kennslu. Óhætt er að fullyrða, að enginn prófessor Háskóla íslands, lífs eða liðinn, hefur náð því marki að skrifa svo margar bækur þeirrar gerðar, sem felst í skilgreiningu kjaranefndar á fræðiriti. Ef litið er á þann lágmarkstíma, sem tveir virtir háskólar í Bandaríkjunum áætla að prófessorar þurfi til að rita meiriháttar sagnfræði- eða bókmenntafræðiverk byggt á frumheimildum, þyrftu íslenskir starfsbræður þeirra að ná um 120 ára aldri til að uppfylla áðurnefnd- ar lágmarkskröfur kjaranefndar. Lífslíkur á íslandi þurfa því að batna allnokkuð frá því, sem nú er, og hámarksaldur embættismanna að hækka að sama skapi, svo að þessum kröfum verði fullnægt. Á hinn bóginn geta háskólastarfs- menn bætt sér upp í launastigum skort á doktorsprófi (metið til 30 eininga), þökk sé Prófessorafélag- inu og kjaranefnd, með því að skrifa tvær greinar í erlend tíma- rit eða þrjár í íslensk. Eiga háskdlastarfsraenn að hætta að rita bækur og greinar á íslensku? Allt hnígur þetta að einni niður- stöðu: Öfugt við erlenda starfs- bræður er háskólakennurum „bókaþjóðarinnar" í raun gert ókleift að fá eðlilegan framgang í launakerfi Háskólans, ef þeir ein- beita sér að því að rita bækur. Um hver mánaðamót eru þeir prófess- orar Háskólans, sem hafa einbeitt sér að mestu að bókaritun, hýru- dregnir í stórum stíl, einkum mið- að við þá starfsfélaga, sem hafa valið að miðla rannsóknum sínum með greinum í tímarit, umfram allt erlend tímarit. Ef hinir fyrrnefndu eiga að draga einhvern lærdóm af stigamatskerfinu - umgjörð rann- sóknastarfsins - er hann sá, að þeir eigi að hætta sem snarast að rita bækur á íslensku og snúa sér að greinaskrifum á ensku. En er þetta raunverulega sá lærdómur, sem Háskóli Islands, yfirvöld menntamála, Alþingi og þjóðin, sem greiðir kostnaðinn af háskóla- starfinu, vilja, að starfsmenn Há- skólans dragi af launakerfi sínu? Það kemur væntanlega í ljós, þeg- ar matsreglur kjaranefndar verða loks endurskoðaðar á næstu miss- erum í samráði við háskólayfir- völd, sem sniðgengin voru að mestu, þegar reglurnar voru sett- ar fyrir tveimur áram. MINI-KERZENUCHTERKEm MINI CANDtEUGHTSrr CATEMA A PICCOLE CANDElf 50 Ijósa jólasería 39?kf Jolasý 2 Bastpottur fylgir. Jólastjörnur I. flokkur 999 kr. II. flokkur 799 kr. III. flokkur 599 kr. olastemnin - engu lík C/f2*r 144 Ijósa útisería 5** l.99b“ 5 metrar (díóöur) Höfundur er rannsdknaprófessor í sagnfræði íHáskóla íslands. 3.000 kr. verða 1.183.306 kr. Með innleggi á Framtíðarreikning getur þú tryggt börnum gott fjárhagslegt veganesti. Það er þér í sjálfsvald sett hve mikið þú leggur fyrir í hvert skipti og með hve löngu millibili. Þannig verða 3.000 kr. mánaðarleg innlegg í 18 ár að 1.183.306 kr. , " miðað við 6,35% raunávöxtun allan tímann auk verðbóta sem bætast við. ISLAN DSBAN Kl ÍSLENSKA AUCIÝSINCASTOFAN EHF. / SÍA.IS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.