Morgunblaðið - 16.11.2000, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 6£
UMRÆÐAN
Kjarnaskóg þar sem Valgerður
Jónsdóttir sýndi hópnum gróðrar-
stöð Skógræktarfélags Eyfirðinga
og Hallgrímur Indriðason bauð
öllum gönguferð um skóginn.
Á föstudegi var hópnum skipt í
tvennt, nemendur skrúðgarð-
yrkjubrautar hittu skrúðgarð-
yrkjumeistara á Akureyri og skoð-
uðu helstu verk þeirra. Nemendur
garðplöntu- og ylræktarbrauta
héldu inn að Grísará þar sem feðg-
arnir Eiríkur Hreiðarsson og
Snjólíúr Eiríksson sýndu gróðrar-
stöð sína. Að þeirri heimsókn lok-
inni var brunað yfir í Aðaldalinn og
ylræktarstöð Garðræktarfélags
Reykhverfinga að Hveravöllum
skoðuð undir leiðsögn Ólafs Atla-
sonar.
Hóparnir sameinuðust aftur í
hádegisverði hjá umhverfisdeild
Akureyrai-bæjar og þar með var
formlegri dagskrá lokið. Eftir
hádegisverðinn var svo lagt af stað
heimleiðis. Ferð þessi tókst ákaf-
lega vel og voru nemendur og
kennarar sérlega ánægðir með
hvernig til tókst. Hér með er miklu
þakklæti komið á framfæri til allra
þeirra sem tóku á móti hópnum og
sýndu og sönnuðu að íslensk gest-
risni er afbragð. Það eina sem ekki
var nógu gott var veðrið, hin róm-
aða norðlenska veðurblíða var víðs
fjarri, það rigndi hrosshausum og
klakatorfi allan tímann. Norð-
lenskir nemendur Garðyrkjuskól-
ans halda því fram að þetta hafi
verið skipulagt til að Sunnlending-
arnir fengju ekki fráhvarfsein-
kenni en Sunnlendinga grunar að
kannski sé þessi norðlenska veður-
blíða einhvers konar hugarástand.
Guðríður Helgadóttir,
fagdeildarstjóri
garðplöntbrautar.
Foreldrarölt
í Hafnarfirði
ÆSKULÝÐS- og tómstundaráð
Hafnarfjarðar ásamt Foreldraráði
Hafnarfjarðar hafa ákveðið að
koma á fót foreldrarölti á næst-
unni. Farið er á föstudags- og laug-
ardagskvöldum. Þessir aðilar hafa
á liðnum árum staðið fyrir rölti
þegar þurfa þykir og er reynslan af
þessu tiltaki afar góð, segir í
fréttatilkynningu.
Röltið fer þannig fram að starfs-
fólk ÆTH hefur samband við
nokkra foreldra í hvert sinn og er
síðan hist yfir kaffibolla í einhverri
af félagsmiðstöðvum ÆTH áður en
lagt er af stað.
Nú þegar eru allmargir foreldr-
ar á skrá. Þeir foreldrar sem óska
eftir þátttöku er bent á að skrá sig
á skrifstofu ÆTH eða í eftirfarandi
netföng: vitinn@hafnarfjordur.is
eða arni@hafnarfjordur.is
-----------------
Fyrirlestur um
ástarfíkn og
flóttafíkn
FYRIRLESTUR um ástarfíkn og
flóttaffkn verður haldinn í kvöld,
fimmtudagskvöldið 16. nóvember,
kl. 20.30 í Gerðubergi. Fjallað
verður um eiginleika ástarfíkla og
flóttafíkla, orsakir þessarar fíknar
og afleiðingarnar. Einnig verður
komið inn á bata, heilbrigð sam-
bönd og leiðir út úr mynstrinu.
Aðgangseyrir er 1.000 kr.
Fyrirlesari er Þórunn Helga-
dóttir, stjörnuspekingur og um-
sjónarmaður Ævintýraklúbbsins,
en hún hefur kynnt sér málefnið
undanfarin ár, m.a. í Bandaríkjun-
um.
AUÐBREKKU 1 200 KÓPAVOGI
SlMI: 544 S330 FAX: 544 5335
I www.straumur.is I
I)
RMUI
Nýskr. 5. 1999, 2500cc vel, 4 dyra,
sjálfskiptur, silfurgrár, ekinn 9 þ.
Steptronic, leður, viðarinnrétting,
k 17" álfelgur, aðgerðastýri o.m.fl
Verð 3.370
Þ
Grjóthólsi 1
Sími 575 1230/00
M O N S O O N
M A K E U P
lifandi litir
www.mbl l.is
Engin aukaefni.
Enginn viðbættur sykur.
Eins og heimatilbúinn matur.
Fyrir börn á öllum aldri.
OROÁNIC;
fröjK
0«GÁN1«
ORgÁNICÍ
ORQÁNIC;
HAGKAUP
Imm Bragð náttúrunnar
- og ekkert annað
Niko heildverslun hf • Sími 568 0945
Meira úrval - betri kaup
betra í baksturinn