Morgunblaðið - 16.11.2000, Síða 69

Morgunblaðið - 16.11.2000, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 69' FRÉTTIR Islensk stjórnvöld standi vörð um Kyotobókunina LANDVERND hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Aðildarríkjaþing Rammasamn- ings Sameinuðu þjóðanna um lofts- lagsbreytingai' hófst 13. nóvember í Haag. A fundinum er stefnt að því að leiða til lykta ýmis útfærsluatriði er varða framkvæmd Kyotobókunarinn- ar sem samþykkt var í árslok 1997. Loftslagsbreytingar af mannavöld- um eru eitt mikilvægasta og erfiðasta viðfangsefni sem samfélag þjóðanna tekst á við um þessar mundir. Kyoto- bókunin er skref í átt að lausn á þessu viðfangsefni. Landvemd beinir þeirri eindregnu áskorun til ríkisstjómarinnar að vinna markvisst að aðild íslands að Kyotóbókuninni. I þessu sambandi vísar Landvemd í nýlega skýrslu ráð- gjafanefndar þar sem segir m.a. að að því gefnu að ekki verði ráðist í stór- Námskeið um alþjoðleg- an fjármagns- markað Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands heldur námskeið um alþjóðlegan fjármagnsmark- að síðdegis dagana 27. og 28. nóv- ember. Fyrirlesari er dr. Daniel Levin, sem er ráðgjafi ýmissa rík- isstjóma við laga- og reglugerð- arsmíð um verðbréfaviðskipti. Fjallað verður um framvindu á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði og þróun í fjármagnseftirliti og rafrænum viðskiptum. Itarlega verður greint frá þróun öryggis- laga og reglugerða, notkun fjár- magnstælqa og rætt um við- skiptaflæði og svokallaða skjal- festingu með samanburðargrein- ingu á íslenskum fjármagns- markaði og stjómarreglugerð- um. Einnig um stefnur og strauma í alþjóðlegum fjármála- viðskiptum og ný viðfangsefni fjármálasérfræðinga. Námskeiðið er ætlað sérfræð- ingum á öllum sviðum í íjármál- astofnunum, fjárfestingarsjóð- um, tryggingafélögum og ráðu- neytum. Unnu vikuferð til Portúgals NÝLEGA var dregið úr ferðapotti Úrvals-Útsýnar og Sjóvár-Al- mennra trygginga hf. en allir þeir sem höfðu keypt ferða- eða forfalla- tryggingu frá áramótum vora með í úrdrættinum. Það var Elín Karol Guðmundsdóttir íbúi í Breiðholti sem var sú heppna að þessu sinni en að launum fékk hún vikuferð fyrir tvo til Portúgals. Ferðapotturinn er samstarf íyrirtækjanna til að minna á gildi góðrar ferðatryggingar en það vora markaðsstjórarnir Ómar Svavarsson hjá Sjóvá-Almennum og Páll Þór Armannsson hjá Úrvali-Út- sýn sem afhentu Elínu Karol gjafa- bréf á ferðavinninginn. iðju, umfram þau verkefni sem þegar era ákveðin, bendi niðurstöður til þess að hægt verði að mæta skilyrð- um Kyótobókunarinnar án þess að það verði mjög íþyngjandi íyrir ís- lenskt efnahagslíf. Fylgja þarf eftir framkvæmdaáætlun ríkisstjómarinn- ar um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Landvemd varar stjómvöld við því að semja um umfangsmeiri rekstur stóriðju hér á landi ef ekki liggur Ijóst fyrir hvemig verður hægt að mæta þeirri miklu aukningu í losun gróður- húsalofttegunda sem honum kann að fylgja. Þá bendir Landvemd á að tækifæri era til að auka bindingu kolefnis á ís- landi til mikilla muna og beinir því til stjórnvalda að efla áætlanir sem miða að því að auka bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi." Kvikmyndin Tsjaíkovskí í biösal MÍR RÚSSNESKA kvikmyndin Tsja- íkovskí frá árinu 1970 verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, laugardag- inn 19. nóvember kl. 15. Leikstjóri myndarinnar er Igor Talankin er tit- ilhlutverkið leikur Innókentí Smokt- únovskí og aðrir helstu leikendur era Antonína Shúranova, Alla Demid- ova, Vladislav Strselik og Jevgení Evstignejev. Kvikmynd þessi hlaut á sínum tíma verðlaun og viðurkenningar á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. I fréttatilkynningu segir: „í kvik- myndinn era raktir ýmsir þættir úr ævisögu rússneska tónskáldsins Pjotrs Tsjaíkovskís, sagt er frá bernsku hans, æsku og fullorðinsár- um. Talsverður hluti myndarinnar fjallar um vináttu tónskáldsins og barónessunnar von Meeh, sem var mikill aðdáandi Tsjaíkovskís og góð- ur vinur í raun. Rússneskt landslag þykir njóta sín vel í myndinni, skóg- ar, birkitré og víðáttumiklar sléttur og engi. Sýnd era atriði úr óperam og ballettum tónskáldsins, flutt af ýmsum fremstu söngvuram og döns- uram sem uppi vora í Sovétríkjunum um og eftir miðja öldina." Myndin er talsett á ensku. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Lýst eftir vitnum ÁREKSTUR varð á Kringlumýrar- braut mánudaginn 13. nóvember sl. kl. 17.47 á milli þriggja bifreiða sem ekið var í suður í átt að Kópavogi á móts við Nesti í Fossvogi. Um var að ræða Skoda bifreið, Hyundai Pony og Toyota Land Craiser jeppa, þ.e. þrjár bifreiðir. Fremsta bifreiðin,, þ.e. sú fjórða, er talin vera hvít að lit, en vélarhlíf þeirrar bifreiðar hafði fokið upp og byrgt ökumanni sýn. Ökumaður þessarar bifreiðar er beðinn um að gefa sig fram við lögregluna í Reykjavík og einnig þeir sem hafa orðið vitni að óhappinu og geta gefið upplýsingar um þessa bifreið. Hvað viltu fá að vita um tónlistina á Topp 20? Sendu póst til Sðleyjar á mbl.is. Taktu þátt í vali Topp 20 á mbl.is! Vinnur þú geisladisk frá Skífunni? Vikan 15.1 1. - 22.11 1. My Generation Limp Bizkit ggg | s. Again Lenny Kravitz -► 3. The Way 1 Am Eminem 4. 1 Disappear Metallica t) 5. Music Madonna (® ' G. Gould 1 Have This Kiss Forever Whitney & Enrique t) 7. Dont Mess With My Man Lucy Pearl t) B. Take a Look Around Limp Bizkit G. Beautiful Day U2 10. Dadada Ding Dong & Naglbítarnir 4 11. Come On Over Christina Aguilera >4 1E. Spanish Guitar Toni Braxton . ® I O. Carmen Queasy Maxim ® 14. Testify Rage Against the Machine V 15. 1 Have Seen It All Björk l ^ J 1G. BHH Who Let The Dogs Out Baha Men s 17. Lucky Britney Spears 4 1B. Change Deftones ®) 19. Most Girls Pink V SD. Groovejet Spiller & Sophie Ellis © SKJAREINN Listinn er óformleg vinsældakönnun og byggist á vali gesta mbl.is. Nú er líka hægt að kjósa á mbl.is AVIS Sími: 533 1090 Fax:533 1091 E-mail: avis@avis.is Dugguvogur10 Þrír dagar á aðeins kr. 9.999,- Innifalið: 200 km akstur, tryggingar og skattur. Glaðningur frá McDonald’s fylgir hverjum leigðum bíl
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.