Morgunblaðið - 16.11.2000, Síða 76

Morgunblaðið - 16.11.2000, Síða 76
76 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK í dag er fímmtudagur 16. nóvem- ber, 321, dagur ársins 2000. Orð i dagsins: Eitt sinn voruð þér myrk- ur, en nú eruð þér ljós í Drottni. Hegðið yður eins og börn ljóssins. (Efes.5,8.) Skipin Reykjavikurhöfn: Detti- foss kemur og fer í dag. Skafti SKkemur í dag. Jóhanna ÁR, Sæbjörg ST og Helgafell fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Cape Ice kom í gær. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14-17. Félag frfmerkjasafnara. Opið hús laugardaga kl. 13.30-17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl. 10.20 boccia, kl. 13 vinnustofa og myndmennt. Laugar- daginn 25. nóvember verður opið hús. Þar * verður á vegum Reykja- vikur - menningarborg- ar 2000 sýndur afrakst- ur samvinnu ungra og eldri borgara afverkefn- inu kynslóðirnar mæt- ast. Húsið opnað kl. 14. Árskógar 4. KI. 9-12 baðþjónusta og bók- band, kl. 9-16.30 penna- saumur og bútasaumur, kl. 9.45 morgunstund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 opin smíða- stofa, kl. 13 pútt, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9-9.45 leikfími, kl. 9-12 myndlist, kl. 9-16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 13 glerlist. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslustof- an og handavinnustofan opnar, kl. 13 opin handa- vinnustofan, kl. 14.30 sögustund. Félagsstarf aldraðra Lönguhh'ð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 fondur og handavinna. Félagsst. Furugerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og útskurður, glerskurðamámskeið og leirmunagerð, kl. 9.45 verslunarferð í Austur- ver, kl. 13.30 boccia. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Ferð í Þjóð- leikhúsið að sjá Kirsu- berjagarðinn 18. nóv- v ember, pantið miða í Kirkjulundi s. 565-6622. Spilakvöld verður 16. nóv. kl. 19.30 í boði UMF Stjörnunnar í Stjömu- heimilinu. Rútuferðir samkvæmt áætlun. Félag eldri borgara í Hafnarfírði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfing í Bæjar- útgerðinni kl. 10-12. Op- ið hús kl. 14. St. Georgs- gildið (eldri skátar) sjá ^.(um skemmtidagskrá. Félag eldri borgara í Reykjavík, Asgarði Glæsibæ. Brids kl. 13 í dag. Bláa lónið og Þing- vallaleið bjóða eldri borgurum að heimsækja Bláa lónið á hálfvirði (ferð og aðgangur). Fyrsta ferð verður farin í dag kl. 13.30. Náð verð- ur í fólkið á tveim stöð- um í Reykjavík við íþróttahöllina i Laugar- dal og við Hlemm. Síð- asti fræðslufundurinn á haustönn undir yfír- skriftinni „Heilsa og hamningja á efri árum“ verður laugard. 18. nóv. kl. 13.30. Verður þá fjall- að um nýjar leiðir í með- ferð hjartasjúkdóma: Davíð Arnar, sérfræð- ingur um lyfjameðferð, og Bjarni Torfason, yfir- læknir í skurðaðgerðum á hjarta. Fræðslufund- irnir verða haldnir í As- garði, Glæsibæ, félags- heimili Félags eldri borgara. Allir eru vel- komnir. Silfurlínan opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10-12. Ath. skrifstofa FEB er opin er frá kl. 10-16. Uppl. í s. 588-2111. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, kl. 9.30, kl. 10.30 helgistund, um- sjón Lilja G. Hall- grímsdóttir djákni, frá hádegi spilasalur og og vinnustofur opin, veit- ingar í kaffihúsi Gerðu- bergs. Sunnud. 19. nóv. syngur Gerðubergs- kórinn við guðsþjónustu í Kópavogskirkju kl. 14, prestur sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- um kl. 9-15, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, leik- fimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 13 klippi- myndir og taumálun. Söngfuglarnir taka lagið kl. 17, Guðrún Guð- mundsd. mætir með gítarinn. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Matar- þjónusta er á þriðju- og föstudögum. Panta þarf fyrir kl. 10 sömu daga. Postulínsmálun kl. 9 jóga kl. 10, brids kl 13. Handavinnustofan opin kl. 13-16. Fótaaðgerða- stofan opin kl. 10-16 miðviku-, fimmtu- og föstudaga. Hraunbær 105. Kl. 9- 16.30 bútasaumur, perlu- saumur og kortagerð, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Hæðargarður 31. Kl. 9- 16.30 opin vinnustofa, glerskurður, kl. 9-17 hárgreiðsla og böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bókabíll, kl. 15.15 dans. Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 opin handavinnustofa búta- og brúðusaumur, böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9 handavinnustofumar opnar, útskurður, kl. 10 leirmunanámskeið, kl. 13.30 stund við píanóið. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15-12 aðstoð við böðun, kl. 9.15-15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13-14 leikfimi, kl. 13-16 kóræfing. Kl. 10.30 er fyrirbænastund í umsjón sr. Jakobs Ágústs Hjálmarssonar Dómkirkjuprests. Á morgun kl. 14.30-16 spilar Ragnar Páll Ein- arsson fyrir dansi. Pönnukökur með rjóma í kaffitímanum. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, fatasaumur og morgunstund, kl. 10 boccia og fótaaðgerðir, kl. 13 handmennt, körfu- gerð og frjálst spil. Bridsdeild FEBK, Gull- smára. Spilað mánu- og fimmtudaga í vetur í Gullsmára 13. Spila- mennska hefst kl. 13, mæting 15 mínútum fyrr. Kristniboðsfélag Kvenna, Háaleitisbraut 58-60. Biblíulestur í dag kl. 17 í umsjá Benedikts Arnkelssonar. GA-fundir spilafikla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3-5, og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Kvenfélag Kópavogs fundur í kvöld fimmtu- dag kl. 20.30 í Hamra- borg 10, Vörukynning. Neistinn. Styrktarfélag hjartveikra barna, held- ur félagsfund í Selja- kirkju í kvöld kl. 20:30. Kynnt verður fjáröflun- arátak sem fara á í á næsta ári, pistill um boð til finnska systurfélags- ins og jólakort og jóla- merki afhent félags- mönnum til sölu. Kaffiveitingar. Púttklúbbur Suðurnesja heldur opið púttmót í dag, fimmtudaginn 16. nóv., í Röst, Reykja- nesbæ, og hefst kl. 13. Allir eldri borgarar vel- komnir. Laugvetningar. Munið kirkjuferðina í Bústaða- kirkju sunnudaginn 19. nóv. kl. 14. Kaffi eftir messu í safnaðarheimil- inu. Látið vita um þátt- töku hjá Þórólfi s. 565- 2068 Olöfu s. 553-6173 eða Gunnari 553-3299. Húnvetningafélagið. Félagsvist í Húnabúð, Skeifunni 11, í kvöld ki. 20. Þriðja kvöld í fjög- urra kvölda keppni. Kaffiveitingar. Állir vel- komnir. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgar- svæðinu, Hátúni 12.1 kvöld kl. 19.30 tafl. Múlsveitungamót. Burt- fluttir íbúar og aðrir vel- unnarar Múlahrepps, Austur-Barðastrandar- sýslu, ætla að gera sér glaðan dag í Þinghóli, Hamraborg 11, Kópa- vogi, laugardaginn 18. nóvember kl. 20.30. M.a. verða sýndar myndir úr sveitinni og farið með gamanmál. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SlMAR: Skiptiborð: 669 1100. Augiýaingar: ,669 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 669 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1166, ' ""‘^sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innaníands. í lausasölu 150 kr. eintakið. VIIVAkWIII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Nýyrðið innherji NÚ blæs gegn því ágæta nýyrði innherja. Með því var átt við starfsmenn með vitneskju um stöðu og horf- ur sem áhrif hafa á verð- mæti fyrirtækja. Því eru innheijaviðskipti óheimil eða ættu að vera það. Við- spyrna laga og reglna er þó ómarkviss eins og Jóhann Pétur Harðarson segir í góðri grein um lögfræðihlið málsins í Viðskiptablaði Mbl. 9. nóv. Tunga og siðferðisvitund er undirstaða laga og reglna. Til ólukku tók Viðskipta- blaðið upp á þeim skolla að skrifa ritstjórnargreinar undir dulnefninu innhetji. Nú bættist grátt á svart er getið var um ræðu Sig- urðar í Kaupþingi þar sem hann segir að innherjavið- skipti séu eðUleg og æski- leg. Innherjasvik væru vandinn en „ruglingur með þessi hugtök.“ Mbl. 11. nóv. Spémæli segir: Ef ekki er hægt að sannfæra má reyna að rugla! Eggert Ásgeirsson. Einn í friminútum KENNARAR vilja hærra kaup og allt gott um það að segja. En sárt fannst mér að vita af barnabarni mínu, sem er á hækjum og kemst ekki út, að vita af honum einum inni í fríminútum. Er þetta ekki liður í þeirra starfi, að sex ára barn sé ekki eitt inni í skólastofu? Á þriðja degi var talað við þriðja aðila og mig langar að þakka fyrir skjót við- brögð skólayfirvalda. Úr þessu var bætt. Amrna. Skortur á skemmti- stöðum fyrir fólk á miðjum aldri ÉG veit að ég tala fyrir munn margra, þegar ég vek athygli á skorti á skemmtistöðum fyrir fólk á miðjum aldri. Það er allt yf- irfullt af krám og skemmti- stöðum fyrir yngra fólkið með ævarandi hávaða. Til skamms tíma var Kringlu- kráin góður valkostur, en nú er þar boðið upp á skemmtidagskrá með mat og tilheyrandi. Það er til dæmis mikil eftirsjá að Morgunblaðið/Ásdís Mímisbar. Það væri gleði- legt ef einhver veitinga- húsaeigandi sæi sér hag í því að opna svipaðan stað. G.S. íslendingar kaupi víkingaskipið AUÐVITAÐ eiga íslend- ingar sjálfir að kaupa vík- ingaskipið, frækna og hugumstóra, Islending, og varðveita það um ókomna framtíð. Annað væri algjör aulaháttur og ég hygg að Islendingar kjósi flest fremur en láta kalla sig aula! Vigfús Björnsson, Snægili 10, Akureyri. Star Trek þættirnir áRUV LESANDI hafði samband við Velvakanda og vildi benda aðdáendum Star Trek þáttanna á, að nú væru þeir sýndir á mánu- dagskvöldum kl.18.10 í stað sunnudaga, eins og verið hefur til margra ára. Tapað/fundid Heyrnartæki 1 óskilum HEYRNARTÆKI fannst á göngustígnum fyrir neð- an Hvassaleiti sunnudag- inn 12. nóvember sl. Upp- lýsingar í síma 568-4548. Dýrahald Kisa á þvælingi í Hafnarfirði GRÁBRÖNDÓTT læða með gyllta, snjáða ól settist upp hjá fólki í Fagra- hvammi í Hafnarfirði sl. fimmtudag. Hún er mjög gæf og áreiðanlega heimil- isköttur, en hefur líklega verið á þvælingi einhvern tíma því hún er mjög horuð. Þótt húsráðendur vildu hafa hana þá geta þeir það ekki vegna ofnæmis og hví er hér með lýst eftir eig- endum hennar. Upplýsing- ar um kisu fást í síma 555- 4492 eftir kl. 19. Gulbröndóttur fress hvarf að heiman GULBRÖNDÓTTUR fress, með hvítar loppur og brúnan blett á trýni, hvarf frá heimili sínu í Goðheim- um hinn 9. nóvember sl. Þeir sem hafa upplýsingar um hann vinsamlegast haf- ið samband í síma 899-3637. Krossgáta LÁRÉTT: 1 hörfar, 4 bolur, 7 hlaupi, 8 stormurinn, 9 útlim, 11 boli, 13 ástund- unarsama,14 erfiður við- fangs, 15 bijóst, 17 ljósk- er, 20 mann, 22 sti'fla, 23 snákur, 24 tijágróður, 25 haldast. LÓÐRÉTT: 1 skækjan, 2 ræðustóls, 3 sleit, 4 brott, 5 fúskið, 6 aflaga, 10 ógöngur, 12 auð, 13 vond, 15 kæna, 16 niðurgangurinn, 18 mcrgð, 19 grassvarðar- lengja, 20 karlfugl, 21 taugaáfall. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 vindhöggs, 8 unnar, 9 umber, 10 kál, 11 dorga, 13 leiða, 15 skerf, 18 gi-áða, 21 jór, 22 logna, 23 óviti, 24 villingur. Lóðrétt: 2 iðnar, 3 dýrka, 4 ötull, 5 gubbi, 6 sund, 7 hráa, 12 gær, 14 eir, 15 sult, 16 eigri, 17 fjall, 18 gróin, 19 álitu, 20 akir. Víkverji skrifar... AÐ hefur verið með ólíkindum að fylgjast með bandarísku forsetakosningnum á síðustu dög- um. Víkverji átti von á að á þessari tölvuöld myndu úrslit liggja fyrir nokkrum klukkutímum eftir að kjörstöðum var lokað, en niðurstað- an liggur ekki enn fyrir, nú einni og hálfri viku eftir kjördag. Þetta er líkt og var á 18. og 19. öld þegar menn þurftu að bíða í marga daga eftir að hestvagnar og lestir skiluðu kjörgögnum áður en úrslit urðu ljós. Annars hafa möguleikar manna á að skoða úrslit í kosningnum aukist mikið með tilkomu Netsins. Hægt er að skoða á erlendum netmiðlum úrslit í einstökum ríkjum og jafnvel einstökum kjördæmum. Þarna má sjá að ekki var alls staðar jafn mjótt á munum og í Flórída þar sem ein- ungis nokkur hundruð atkvæði skildu Gore og Bush að. Gore fékk t.d. 86% atkvæða í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC, en Bush fékk einungis 9% atkvæða þar. Bush gekk almennt betur í fá- mennum ríkjum þar sem margt fólk býr í strjálbýli. Þannig fékk hann 67% atkvæða í Utah, en Gore aðeins 26%. I einstökum kjördæmum í Ut- ah fékk Bush um 80% fylgi. Sagt hefur verið að hægt sé að draga þann lærdóm af þessum kosningum að hvert einasta atkvæði skipti máli. Meðan kjörmannakerfið er við lýði getur hins vegar orðið erfitt að sannfæra repúlikana í Washington DC og demókrata í Ut- ah um að þeirra atkvæði skipti máli. Flokkarnir eru einfaldlega í svo miklum minnihluta í þessum ríkjum að nánast vonlaust er fyrir þá að vinna sigur á andstæðingnum í þessum ríkjum enda hefur það ekki gerst í síðustu forsetakosningum. Á netmiðlunum er einnig hægt að fá upplýsingar um úrslit í kjöri til öldungadeildarinnar og fúlltrúa- deildarinnar, svo og um kjör ríkis- stjóra. Þar er einnig hægt að kynn- ast stefnumálum frambjóðenda. Þá er hægt að kynnast viðhorfum kjós- enda miðað við svör í skoðanakönn- un sem gerð var á kjördag. ítarleg- ar upplýsingar er einnig hægt að sækja á Netið um úrslit í forseta- kjöri frá því að byrjað var að kjósa forseta í Bandaríkjunum. XXX OLAFUR Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Islands, benti á það í umræðuþætti í Ríkisútvarpinu sl. laugardag að harkan í samskiptum demókrata og repúblikana í Bandaríkjunum ætti sér ýmsar skýringar. Repúblikanar héldu því fram núna að Gore ætti að viðurkenna ósigur sinn. Málarekst- ur og lagaklækir væru hættulegir lýðræðinu og það væri í þágu þjóð- arhags að demókratar sættu sig við niðurstöðu talningar. Ólafur benti á að það væru ekki nema tvö ár síðan repúblikanar hikuðu ekki við að hefja málarekstur og beita ýtrustu lagaklækjum til að reyna að hrekja sitjandi forseta úr embætti fyrir litl- ar sakir. Það þyrfti því kannski ekki að koma á óvart að demókratar væru ekki tilbúnir að gefast upp strax í baráttunni um forsetaemb- ættið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.