Morgunblaðið - 16.11.2000, Side 79

Morgunblaðið - 16.11.2000, Side 79
MORGUNB LAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 FÓLK í FRÉTTUM Latínsk lyftutónlist TONLIST Geisladiskur TIMBÚKTÚ OG TÓLF ÖNNUR Tirabúktú og tólf önnur, geisladisk- ur Páls Torfa Önundarsonar. Páll Ieikur á gítar en með honum eru þau Aðalheiður Þorsteinsdóttir (píanó), Jóei Pálsson (sópran- saxófónn, tenórsaxófónn og kontra- bassaklarinett), Matthías M.D. Hemstock (trommur og slagverk), Olivier Manoury (bandoneon), Snorri Sigurðarson (trompet), Tómas R. Einarsson (bassi), Þórdís Claessen (slagverk), Þórir Baldurs- son (píanó og bakrödd), Egill Ólafs- son (söngur), Jóhanna V. Þórhalls- dóttir (söngur og bakrödd) og Kristjana Stefánsdóttir (söngur og bakrödd). Lög og textar eru eftir Pál fyrir utan textann við „Djákn- inn og Guðrún (Zombie)“ sem er þjóðvísa með innskotum eftir Pál og textann við „Miðsumarnótt" á Arinbjörn Vilhjálmsson. Upptökum stýrði Þórir Baldursson. 49,08 mín. Páll Torfi Önundarson gefur út. PÁLL Torfi Önundarson er eins og margir, forfallinn áhugamaður um tónlist, og hefur „tekið vírusinn ólæknandi", eins og segir skemmti- lega í upplýsingabæklingi disksins. Páll er læknir að mennt og starfar sem slíkur þótt tónlistin hafi aldrei vikið langt frá honum. I eina tíð var hann hluti tónlistarhópsins Diabolus in Musica og síðasta áratug hefur hann sinnt áhugamálinu af nokkurri elju; gaf til að mynda út hljómdisk á síðasta ári sem einn af meðlimum latínsku sveitarinnar Six pack latino. Suðræn tónlist er Páli hugleikin hér, formum eins og cha cha cha, mambó, salsa og tangó bregður fyrir en annars er farið um afar víðan völl, m.a. snert vel á djassi, hér er vals á kreiki og einnig það sem best færi á að kalla hreint og beint popp. Hér eru meira að segja gerðar tilraunir til stílasplæsinga, í lögum eins og „Mam- bo alla turca“, þar sem arabískir hljómar mæta mambómenningunni á miðri leið, og „Mexicubana", sem, eins og nafnið gefur til kynna, er tilraun til að sjóða mexíkanska tónlist saman við kúbverska. Ég hef löngum verið tor- trygginn á svona tilraunastarfsemi en viðurkenni að það hefur slaknað á tor- tryggninni í seinni tíð, og þykir mér fyrra lagið sem ég nefndi t.d. vera ein best heppnaða tónsmíð disksins. Þessi fjölbreytileiki disksins er og hans helsti styrkur. Aðrar lagasmíðar sigla í liðugum vindi ofangi-eindra strauma þótt sjaldnast risti þær djúpt. Þótt Páll virðist hafa dágóða þekkingu á formi og uppbyggingu þessai-a suðrænu stílbrigða nær hann hvorki að gæða þær nægilegu lífi né persónulegum Páll Torfi Önundarson, læknir og tónlistarmaður, leitar víða fanga á hljómdiski sinum Tim- búktú og tólf önnur. blæ - lögin eru bæði fulleinföld og íyr- irsjáanleg og einhver meinleysisbrag- ur er yfir öllu saman. Það er og sterk- ur létthlustunarkeimur (e. easy listening) á tónlistinni sem er henni nokkuð til vansa. Létthlustunarform- ið er vandmeðfarið og hér er eins og flestar lagasmíðarnar séu andvana fæddar og þær renna fremur auðveld- lega inn um annað eyrað og út um hitt. Hljóðfæraleikaramir eru valin- kunnir og færir í flestan sjó og ekki hægt að kvarta undan þeim þættin- um. En þeir hafa ekki mikið úr að moða og því fellur spilamennskan oft dulítið ílatt. Það vantar einfaldlega hitann, ærslin og fjörið sem er eitt af sterkari einkennum suðrænnar tón- listar. Akkilesarhæll leiguspilamennskunnar (e. session playing) eins og hún er stunduð á þess- um diski, er sá að það er ekki beint verið að spila út frá sameiginlegri þörf. Efalaust hefur það eitthvað að segjalíka. Endurunnu Diabolus in Musica lögin, „Sautján stig og sól (17°C)“ og „Pétur Jónatans- son“ eru líka heldur kauðsleg. Söngur Jóhönnu V. Þórhallsdóttur í fyrra lag- inu svo og öðrum lögum er líka í brokkgengara lagi, tilraunir hennar til djasssöngs eru miður vel heppnað- ar. Það má segja að Páli takist best upp í síðustu tveimur lögunum en þar er hann aldrei þessu vant ekki að gæla við suðræna strauma. „Mið- sumamótt (Valse funebre)" er fallega sorgbundin smíð og í „Djákninn og Guðrún (Zombie)“ ber íyiir gotneska snilldartakta. Einnig fer mannskap- urinn á sæmilegasta flug í djassað- asta laginu, „Timbúktú", hvar Egill Ólafsson stendur sig með prýði. Útþrá sköpunarinnar er af hinu góða og þetta einherjaframtak Páls er sannariega lofsvert. Það breytir því þó ekki að þrátt fyrir einstaka spretti hér og þar er lunginn af þess- ari plötu einhvers konar latínsk lyftu- tónlist sem h'ður fullauðveldlega gegnum tóneyrað og sldlur fremm- lít- ið eftir sig. Arnar EggertThoroddsen Allra síðustu dagar lagerútsölunnar! Mizuno/Errea/Uhlsport Vandaðar vörur á frábæru verði, dæmi: Úlpur frá.................. 990 Gallar frá................1.990 Toppar frá................. 500 Skór frá................... 500 Stuttbuxur frá............. 790 Bakpokar frá............... 790 Tökum debet- og kreditkort. Sendum í póstkröfu. Opið laugardaginn 18. nóv. kl. 10—16 og virka daga kl. 10—17. KJ. Kristjánsson hf., íþrótavörudeild Skipholti 35 - 3. hæð - sama hús og Gúmmívinnustofan, sími 581 1212. Funai myndbandstæki frá þýskalandi 6 hausa Nicam Stereo Long play NTSC afspilun Góð kyrrmynd, og m.fl. Tilboð kr. 18.900,- ON OFF Smiðjuvegi 4, græn gata, Kópavogi, Slmi: 577 3377 Nýtt kortatímabil ÖTSHLfl flilSil Laugavegi 54, sími 552 5201. 30/. afsláffur í 3 daga fim.-lflu. £

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.