Morgunblaðið - 16.11.2000, Side 80

Morgunblaðið - 16.11.2000, Side 80
,<§0 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM LJósmyncl/Þóra Þórisdóttir Frá opnun sýningarinnar Opið/lokað: I forgrunni eru Guðrún Vera og Sðla að skoða möppur frá listamönnum. Gallerí af guðs náð Um síðustu helgi var opnuð sýningin Opið/lokað í gallerí@hlemmur.is sem er gallerí rekið af tveimur myndlistar- mönnum, þeim Þóru Þórisdóttur og Valgerði Guðlaugsdóttur. Unnar Jónasson kom við og spurði Valgerði út í sýninguna og rekstur gallerísins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Valgerður, annar af eigendum gallerísins, lætur fara vel um sig á sýningunni Opið/lokað SÝNINGIN Opið/lokað er nokkurs konar uppgjör gallerísins við for- tíðina svo að auðveldara sé að skipuleggja framtíðina og er sýn- ingunni stillt upp sem kaffistofu, skrifstofu og sýningarrými, allt í sömu andrá. Einnig verður leitast við að opna umræðu um stöðu myndlistar á breiðum grundvelli út sýningartímabilið. A opnunar- tíma gallerísins er opin málstofa, þar sem listamenn og annað áhugafólk um myndlist er hvatt til að koma og viðra skoðanir sýnar Straumur á síðasta snúningi LLM síðustu helgi var opnuð sýn- ing tvíeykisins Libiu Perez de Siles de Castro og Ólafs Árna Ól- afssonar „The Last Minute Show“ í listamiðstöðinni Straumi í Hafn- arfirði. Síðustu tvo mánuði hafa þau verið gestalistamenn í vinnu- stofunni í Straumi og er sýningin afrakstur vinnu þeirra á þvf tíma- bíli. Þau eru búsett í Hollandi og hafa haldið fjöldann allan af sýn- og hugmyndir um stöðu þessara mála. Galleríið hóf starfsemi sína í september 1999 og eru því tæpir 13 mánuðir síðan það var opnað sem er svona meðganga fílsunga. A þessu ári hafa um 20 lista- menn sýnt hér í galleríinu og eru þeir allirmeð verk hér á sýning- unni. Gallerí í naflaskoðun „Við skipulögðum sýninguna með stuttum fyrirvara af því að það losnaði tímabil og þá ákváðum ingum bæði hér á Iandi sem er- lendis. Sýningin er opin alla daga frá við Þóra að nota tímann í þágu gallerísins og þeirra listamanna sem hafa sýnt þar síðasta árið,“ svarar Valgerður um tilurð sýn- ingarinnar sem nú stendur yfir. „Þetta er bæði upprifjun á því sem er liðið og svo erum við líka að reyna að horfa fram á veginn og gefa tóninn um framhaldið. Flest verkin á sýningunni eru tengd fyrri sýningum listamannanna á staðnum og eruverkin til sölu. Gef- ur þetta því listáhugafólki og al- menningi annaðtækifæri til að 14 til 19 og er síðasti sýningar- dagur sunnudagurinn næstkom- andi. fjárfesta í þessari myndlist. Það hefur alltaf verið markmið hjá okkur að verkin ásýningunum væru til sölu en það gengur svona upp og niður að seljamyndlistina hér. Það þarf líka að beita ákveð- inni tækni til að seljamyndlist, eitthvað sem við erum að læra smátt og smátt. Við ákváðum að setja sýninguna upp eins og heim- ili eða búðarglugga séð frá götunni þannig að fólk geti komið inn og sest niður og spjallað og svo líka til að sýna fram á að nútímamynd- list eigi sinn stað inni á heimilinu." Opið og lokað á sama tíma Valgerður segir að á sýningunni vilji þær Þóra líka opna inn á sig - að minnsta kosti í hálfa gátt: „Okkur fannst titillinn líka skemmtilegur af því að það er hægt að hugsa sér myndlist sem opna og lokaða og þótt myndlist sé opin er hún oftlokuð fyiir mörg- um. Galleríið hér má kannski sjá sem eins konar og leiksvið, glugg- arnir eru mjög stórir og snúa beint út á Hlemm og allir geta horft inn.“ Og Valgerður heldur áfram: „Fljótlega skiptum við galleríinu í tvennt, skrifstofu og sýningarsal og oft þegar fólk kemur inn verður það svolítið skrítið því að það labb- ar beint inn á skrifstofuna og kannski upplifir það stíft andrúms- loft, svona lokaðskrifstofuumhverfi og þótt að hægt sé að sjá flestar sýningarnar inn um gluggann kemur samt oft fólk inn og spyr hvort það kosti eitthvað að sjá list- ina en hjá okkur er það frítt. Öðr- um finnast allir þessir gluggar vera merki um hvað við erum opin og kallandi út á götuna. Það hafa líka listamenn nýtt sér, en á einni sýningu hér voru mjög lítið áber- andi verk og þá var fólk á glugg- anum að leita að verkunum og kom svo kannski inn og spurði hvort það væri engin sýning. Þá sá fólkið fyrst verkin en í því tilviki var listamaðurinn kannski að vinna með gluggana og nýta sér það hvað fólk sér þegar það geng- ur fram hjá, ekki með því að reyna að tæla það inn heldur meira að vekja forvitni þess.“ Valgerður segir að mjög margar einkasýningar hafi verið í galler- íinu en í framtíðinni langi þær að hafa meira af samvinnuverkefnum á milli listamanna þó að hlutfallið af einkasýningum verði örugglega hæiTa. Þær eru líka farnar að setja upp næsta ár og er það smátt og smátt að fyllast en allir geta sótt um að sýna og þær fá mikið af tölvupósti frá fólki sem er að spyrja um galleríið en netfangið er galleri@hlemmur.is. Einnig getur fólk sent þeim eða komið með möppu með verkunum sínum og sýnt þeim ef það hefur áhuga. „Við tókum ákvörðun núna í haust að halda rekstrinum áfram því þá fengum við leigusammning til lengri tíma og fengum því tæki- færi til að skipuleggja meira en eitt ár í einu, sem er miklu betra og gefur okkur meiri tækifæri til að fá fjármagn inn í reksturinn. Þegar við byrjuðum var opið hjá okkur 6 daga vikunnar en fljótleg breyttum við því og núna er opið fimmtudaga til sunnudaga frá 14 til 18.“ Yfirsetukvöð er á lista- mönnum sem sýna í galleríinu en Valgerður segir það fyrst og fremst vera vegna þess að þeim finnist nauðsynlegt að fólk geti farið á sýningar þar sem það hafi tækifæri til að hitta listamanninn en einnig séu margir listamenn sem að vilji fylgjast með viðbrögð- um fólks við sýningum sínum. Galleríið er skóli „Alveg frá því að við byrjuðum að reka þetta gallerí hef ég hugsað að þetta væri eins konar skóli og þótt við borgum leiguna úr eigin vasa þá getum við litið á það sem eins konar skólagjöld." útskýrir Valgerður. „Maður lærir líka ótrú- lega mikið og allt annað en en kennt er í myndlistarskólum. Mað- ur lærir alltaf eitthvað með því að fylgjast með þeim myndlistar- mönnum sem eru að sýna hér og lærir líka að vinna með ólíku fólki. Það er líka mjög mikill skóli að sjá hvernig myndlistarmenn standa á ólíkan hátt með verkunum sínum, hvað þeir segja um sín verk og hvernig þeir vinna, bæði í sam- skiptum sínum við áhorfandann og við fjölmiðla en þetta eru allt hlut- ir sem að maður lærir þegar mað- ur rekur gallerí eins og þetta.“ Manni var aldrei kennt í skóla að gera möppu og samskipti við fjölmiðla en ég veit að núna eru þessi atriði komin inn í kennslu í Listaháskólanum. Við viljum líka nota þennan tíma á meðan sýning- in stendur, til 3. desember, til þess að opna á umræðu um myndlist. Sem dæmi ætlum við að bjóða hópi af myndlistarkonum sem hittist reglulega að koma hingað og ræða við okkur. Eins langar okkur til að bjóða því fólki sem að hefur rekið gallerí hér á Islandi til að kynna galleríin og rekstur þeirra, hvaða hugmyndir lágu að baki og hvern- ig reksturinn gekk. Vonandi opn- ast þá einhver umræða um stöðu íslenskra gallería en þessi dagskrá verður auglýst sérstaklega," segir Valgerður að lokum. Sýningargestir virða fyrir sér verkin á opnuninni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.