Morgunblaðið - 16.11.2000, Síða 88
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Morgunblaðið/Rax
Tekjur af áli
gætu numið
100 milljörð-
um árið 2010
TEKJUR íslendinga af útflutningi á
áli verða 100 milljarðar króna árið
2010 verði af þeirri uppbyggingu
álframleiðslu í landinu sem nú er
stefnt að. Verði hins vegar ekki af
frekari uppbyggingu munu útflutn-
ingstekjur nema um 50 milljörðum á
sama tíma.
Þetta kemur fram í máli Þórðar
Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhags-
stofnunar, í greinaflokknum ísland
og álið í Morgunblaðinu í dag.
■ Þjóðarhagur/42
------*.+_♦-----
Kristján
syngur í
Vatíkaninu
KRISTJÁNI Jóhannssyni tenór-
söngvara hefur verið boðið að
syngja í hádegismessu í Páfagai'ði á
aðfangadag.
Messunni verður sjónvarpað víða
um heim og að sögn Kristjáns er
talið að'um tveir og hálfur milljarð-
ur manna muni fylgjast með út-
sendingunni. Kristján mun syngja
eitt eða tvö lög.
Tenórsöngvarinn er væntanlegur
til Islands í næstu viku en hann
mun halda tónleika í Háskólabíói
laugardaginn 25. október kl. 17. Þar
kynnir hann nýja geislaplötu,
Hamraborgina, þar sem hann syng-
ur íslensk lög.
■ Að knúsa/36
--------------
Olíuflutninga-
skip frá Kína
SAMIÐ hefur verið við skipasmíða-
stöð í Sjanghai í Kína um að smíða
nýtt olíuskip fyrir Olíudreifíngu hf.
Skipið mun kosta 9 milljónir Banda-
ríkjadala eða sem nemur um 780
milljónum íslenskra króna.
Mun ódýrara er að smíða skipið í
Kína en Evrópu og munar þar 5rí>00
milljónum króna.
■ Fyrsta nýsmíði/C2
Dómari tekur af-
stöðu til gæslu-
r varðhalds í dag
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness tek-
ur í dag afstöðu til gæsluvarðhalds-
beiðni lögreglunnar í Kópavogi yfír
rúmlega þrítugum karlmanni. Mað-
urinn var handtekinn síðdegis á
þriðjudag, grunaður um að eiga þátt í
hvarfi Einars Amar Birgissonar,
sem saknað hefur verið frá því á mið-
vikudaginn í síðustu viku. Jafnframt
var gerð húsleit á heimili mannsins
og á vinnustað. Jónas Jóhannsson
héraðsdómari tók sér frest til að
kveða upp úrskurðinn til kl. 15 í dag.
Lögreglan í Kópavogi verst að
lU^iíestu fregna af rannsókn málsins.
Morgunblaðið hefur heimildir fyrir
því að maðurinn hafi orðið tvísaga við
yfirheyrslur lögreglu.
Fjölskylda og unnusta Einars
Amar sendu í gær frá sér yfirlýsingu
um fjármál verslunarinnar „Gap
Collection“ við Laugaveg, sem Einar
á stærstan hlut í. Þar segir m.a.: „Það
fór svo á endanum að sá aðili sem í
dag er meðeigandi Einars Arnar að
versluninni tók að sér að útvega fjár-
magn til rekstursins. Það fjármagn
^■Blfur hins vegar ekki skilað sér. Það
varð að samkomulagi þeirra á milli að
eignaskipting félagsins yrði þannig
að Einar Öm ætti 80% en meðeig-
andinn 20%. Það samkomulag stend-
ur óhaggað.“ Þá segir ennfremur að
nákvæm athugun á fjármálum versl-
unarinnar hafi staðfest að allt sem
snýr að fjármálum fyrirtækisins sé
með eðlilegum hætti.
Leit við Grindavík hélt áfram
í gær en bar ekki árangur
I gærmorgun hófst leit rúmlega 80
félaga í Slysavamafélaginu Lands-
björg að Einari Emi. Fimm leitar-
hundar vom þeim til aðstoðar. Leitað
var á sunnanverðu Reykjanesi vest-
an Grindavíkur að Reykjanesvita.
Lögreglumenn tóku einnig þátt í leit-
inni ásamt köfumm. Vegna myrkurs
var leit hætt skömmu fyrir kl. 18 en
henni verður haldið áfram á svipuð-
um slóðum í birtingu í dag.
Ættingjar og vinir Einars, sem
hafa leitað hans frá því hann hvarf,
em hættir leit. Hjalti Ástbjömsson,
sem hefur séð um skipulagningu leit-
arinnar fyrir hönd aðstandenda, seg-
ir að þar sem málið sé nú rannsakað
sem sakamál sé vart verjandi að að-
standendur og vinir haldi leitinni
áfram.
■ Yfirlýsing/4
Framhaldsskólanemar
í fjármálaráðuneytinu
Milli 60 og 70 framhaldsskóla-
nemar heimsóttu fjármálaráðu-
neytið í gær og settust þar að um
tíma. Vildu nemendur með þessu
koma á framfæri óánægju með af-
stöðu fjármálaráðherra til verk-
falls kennara.
Geir H. Haarde fjármálar-
áðherra ræddi við nemendur um
verkfallið. Viðvera nemenda rask-
aði ekki vinnufriði starfsmanna
og héldu þeir á braut þegar lokað
var. Nemendur áforma að heim-
sækja ráðuneytið aftur í dag.
Áttatíu nemar hafa skráð sig
hjá Atvinnumiðstöð stúdenta.
■ 80 nemar/6
Grétar Þorsteinsson var endurkiörinn forseti ASÍ með 66,5% atkvæða
O vissa um kj ör vara-
forseta og miðstjórnar
GRÉTAR Þorsteinsson var endur-
kjörinn forseti Alþýðusambands ís-
lands til næstu tveggja ára á þingi
ASÍ í gær. Grétar hlaut 325 at-
kvæði eða 66,5% en Ari Skúlason
hlaut 157 atkvæði eða 33,5%. Mikil
óvissa og spenna er meðal þingfull-
trúa vegna kjörs varaforseta og 15
manna miðstjórnar sem fram á að
fara á þinginu í dag og er búist við
átökum um framboð og uppstill-
ingu kjörnefndar.
Hópur fulltrúa félaga af lands-
byggðinni stendur að framboði
Signýjar Jóhannesdóttur, for-
tlHBmns Vöku á Siglufirði, til vara-
forseta í dag vegna óánægju meðal
þessara félaga vegna tillagna sem
ræddar hafa verið um uppstillingu
í miðstjórn. Þá munu fulltrúar fé;
laga sem eiga beina aðild að ASÍ
Morgunblaðið/Jim Smart
Grétar Þorsteinsson og Ari Skúlason eftir að úrslit forsetakosninganna
lágu fyrir á þingi ASÍ síðdegis í gær.
MITSUBISHI
A
MÍTSUBISHI
- demantar í umferö
HEKLA
- /forystu á tiýrri öld !
koma með sérstakt framboð til
miðstjórnar en óvissa er um hver
verður tillaga kjörnefndar þings-
Úrslit gengu þvert
á tillögu kjörnefndar
Niðurstaða forsetakosninganna
er á öndverðum meiði við tillögu
sem kjörnefnd lagði fyrir þingið í
gær en sex kjörnefndarfulltrúar
gerðu tillögu um Ara en þrír lögðu
til að Grétar yrði kjörinn.
Grétar sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hann hefði metið stöð-
una þannig að kjörið yrði tvísýnt
og því hefði niðurstaðan komið sér
á óvart. Grétar sagði það ögrandi
verkefni fyrir sig að fá að leiða Al-
þýðusambandið áfram næstu tvö
ár.
Ari ávarpaði þingheim þegar úr-
slit lágu fyrir og sagðist m.a. vona
að þingfulltrúar kæmu heilir og
sameinaðir frá þessu þingi. „Við
höfum náð miklum árangri á þessu
þingi, þetta er stefnumótandi þing.
Ég vona að við höldum áfram að
gera góða hluti og ná árangri,"
sagði hann.
Ný Iög og ályktun í
Evrópumálum samþykkt
Samþykkt voru ný lög Alþýðu-
sambandsins á þinginu í gær sem
fela í sér miklar breytingar á
skipulagi samtakanna. Fela þær
m.a. í sér að haldnir verði árs-
fundir í stað ASÍ-þinga og fækkað
verði í miðstjórn úr 21 í 15 fulltrúa.
Þá var samþykkt breytingartillaga
sem fram kom við lagafrumvarpið
sem veitir aðildarfélögunum m.a.
heimild til að mynda með sér
svæðasambönd.
Einnig var samþykkt samhljóða
tillaga sem miðstjórn lagði fyrir
þingið um áherslur í alþjóðamálum,
þar sem segir m.a. að verkefni ASI
sé að taka frumkvæði í Evrópuum-
ræðunni og stuðla að því að spurn-
ingin um aðild að ESB og skil-
greining á samningsmarkmiðum
komist fyrir alvöru á dagskrá.
■ Grétar/44
■ (Jndirbúa/2