Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 20

Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Flugleiðir kynna tveggja ára áætlun til að bæta reksturinn og snúa tapi í hagnað Oarðbæru innanlandsflugi hætt og dregið úr vetrarflugi FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að hefja aðgerðir til að draga úr tap- rekstri félagsins, en níu mánaða reikningsskil félagsins benda til að tap verði af rekstrinum á þessu ári, þrátt fyrir að greina megi ákveðin batamerki í rekstrinum á tímabil- inu júlí til september. Helstu ástæður tapreksturs eru sagðar miklar hækkanir á eldsneytisverði, óhagstæð gengisþróun og innlend- ar kostnaðarhækkanir. Til þess að bregðast við tap- rekstrinum hefur fyrirtækið sett upp tveggja ára áætlun, þar sem m.a. er gert er ráð fyrir að draga úr vetrarflugi til Ameríku og Evrópu og að gerðar verði tals- verðar breytingar á starfsemi Flugfélags Islands. Þá stendur til að auka umsvif í hótelrekstri á Reykjavíkursvæðinu, herða sókn á alþjóða fragtmarkaðinn og árang- urstengja launagreiðslur stjórn- enda hjá samstæðunni. Batamerki í rekstrinum á þriðja ársfjórðungi Það sem af er þessu ári hefur af- koma Flugleiða verið talsvert lak- ari en á sama tíma í fyrra. Fyrstu níu mánuði ársins nam hagnaður af reglulegri starfsemi Flugleiða fyrir skatta, móður- og dótturfélaga, 507 milljónum króna en á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 1.492 millj- ónum króna. Hagnaður af reglu- legri starfsemi eftir skatta var 383 millj- ónir króna, en var á sama tímabili í fyrra 1.074 milljónir króna. Heildarniður- staða rekstrarreikn- ings félagsins versn- aði hins vegar meira en sem þessu nam, vegna þess að á fyrri hluta ársins 1999 urðu tekjur félagsins af söluhagnaði um 983 milljónir króna, en í uppgjöri þessa árs er söluhagnaður aðeins um 20 milljón- ir króna. Hagnaður fyrstu níu mánuði þessa árs er því 403 millj- ónir króna en var 2.057 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Astæður fyrirsjáanlegs taprekst- Morgunblaðiö/Baldur Sveinsson — . Hafdís, ein af Boeing 757-200-þotum Flugleiða. ÍCELANDAIR ÖROSENGRENS i9 co CP C9 BEDCO k M4THIESEN EHF B.T j«uhr«nm 10 - Sími !k>5 1000 urs á þessu ári eru einkum miklar hækkanir á eldsneytisverði, óhag- stæð gengisþróun og innlendar kostnaðarhækkanir, að sögn Sig- urðar Helgasonar, forstjóra Flug- leiða. Fyrstu níu mánuði ársins var velta Flugleiða 27.632 milljónir, en það er 16% aukning á milli ára. Hins veg- ar jókst beinn rekstrarkostnaður um 21% og þar hækkaði kostnaður vegna eldsneytis mest. Sigurður segir að eldsneytiskostn- aður á fyrstu níu mánuðum ársins hafi verið um 1.493 millj- ónum króna hærri en á sama tímabili og í fyrra, sem er 96% hækkun, en þá er ekki tekið tillit til eldsneytisvama sem koma til hækkunar á tekjum og lækkun- ar á rekstrargjöldum í rekstrar- reikningi. Þegar tekið hefur verið tillit til áhættuvama er hækkunin 56%, eða 877 milljónir samanborið við 58 milljónir króna á sama tíma- bili árið 1999. Sigurður segir að að- gerðir félagsins til að sporna gegn afleiðingum hækkandi eldsneytis- verðs hafi þó gengið vel, og megi líkja því við árangur flugfélaga eins og Delta og Lufthansa. Hluti af uppgjöri Flugleiðasam- stæðunnar er uppgjör dótturfélaga, en afkoma þeirra hefur versnað verulega á milli ára. Fyrstu níu mánuði ársins var 80 milljóna króna tap af rekstri dótturfélaga fyrir skatta, en á sama tímabili í fyrra var 150 milljóna króna hagn- aður af þeim rekstri. Astæðuna má fyrst og fremst rekja til versnandi afkomu Flugfélags íslands vegna hækkandi eldsneytisverðs og geng- isþróunar, auk þess sem að lögð hafa verið ný 40 milljóna króna op- inber útgjöld á rekstur félagsins, að sögn Sigurðar. Frá hugmynd aö fullunnu verki = HÉÐINN = Stórás 6 • IS-210 Garðabæ Sími: 569 2100 • Fax: 569 2101 • www.hedinn.is Morgunblaóiö/Þorkell Sigurður Helgason, forsljóri Flugleiða, kynnti í gær tveggja ára áætlun þar sem gert er ráð fyrir að snúa núverandi taprekstri félagsins í hagnað. Ákveðin batamerki em í rekstri Flugleiða á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Frá því að sex mánaða uppgjör félagsins var kynnt hefur þróun í rekstrinum breyst á þann hátt að á tímabilinu júlí til septem- ber var afkoma félagsins ámóta og í fyrra; 2.295 milljóna króna hagn- aður af rekstri fyrir skatta saman- borið við 2.268 milljóna króna hagnað á þriðja ársfjórðungi 1999, en á þessu þriggja mánaða tímabili falla til um 45% af veltunni það sem af er þessu ári. Dregið verður úr vetrarflugi til Ameríku og Evrópu Sigurður Helgason segir að þrátt fyrir jákvæð merki í rekstrinum á þriðja ársfjórðungi sé engu að síð- ur ástæða til að hagræða og breyta í rekstri Flugleiða, enda stæði af- koman ekki undir væntingum og markmiðum félagsins. Markmiðið sé því að snúa tapinu í hagnað með því að nýta þá miklu uppbyggingu sem verið hafí í starfsemi félagsins undanfarin ár, en Sigurður segir að fyritækið hafí vaxið mjög ört und- anfarin ár og ráðgert sé að hægja nokkuð á þeim vexti. Hann segir að félagið sé nú í góðri stöðu til að takast á við þetta verkefni. „í stuttu máli má segja að upp- gjörið beri með sér það tap sem við bárum fyrstu sex mánuðina. Það sem við sjáum á þessum þriðja árs- fjórðungi; júlí, ágúst og september, er að það fer ekki versnandi, þann- ig að níu mánuðirnir í heild eru hlutfallslega betri en fyrstu sex mánuðirnir. Við teljum samt sem áður að tilefni sé til þess að gera ákveðnar breytingar í rekstrinum.“ Til þess að bæta reksturinn og snúa taprekstri í hagnað hafa Flugleiðir sett sér tveggja ára áætlun um breytingar á rekstri fé- lagsins, sem snýr að ýmsum þátt- um í starfseminni. Gert er ráð fyrir að dregið verði úr vetrarflugi til Ameríku um 8-15% og um 8-10% til Evrópu. Þegar hefur verið dreg- ið úr flugi til Minneapolis og verða aðrir áfangastaðir teknir til endur- skoðunar um áramótin í Ameríku- fluginu. Jafnframt því hefur verið dregið úr vetrarflugi til Kaup- mannahafnar og Frankfurt, en að sögn Sigurðar er sætanýting yfír vetrarmánuðina jafnan mun lakari en yfir sumartímann. Markmiðið með því að draga úr sætaframboði á völdum leiðum er því að auka sætanýtinguna. „Það er rétt að hafa í huga að af- koma leiðakerfisins yfir sumar- mánuðina er afar góð, en hagnaður fyrirtækisins á tímabilinu júlí til september er 2.300 milljónir króna. Ef hægt er að draga úr taprekstri yfir veturinn með því að draga úr starfsemi á óarðbærum mörkuðum hefur það mjög jákvæð áhrif á heildararðsemi félagsins. Megin- áherslur okkar í alþjóðaflugi eru því eftir sem áður að byggja upp arðbærasta huta rekstrarins, flug til og frá Islandi, og jafnframt að auka hlut okkar á viðskiptamanna- markaðnum, sem er hlutfallslega lítill í starfsemi Flugleiða en hefur vaxið hratt,“ segir Sigurður. Stefnan að hætta óarðbæru flugi innanlands Vegna versnandi afkomu Flugfé- lags Islands verða gerðar breyting- ar á starfsemi félagsins. Flugfélag- inu hefur með útboði verið falið að þjóna á flugleiðum frá Akureyri um Norðurland, en án þess hefði starfsemin á Akureyri lagst niður. Verið er að meta möguleika á að snúa rekstri á öðrum tapleiðum í hagnað. Þróun í sölu á Netinu ger- ir félaginu fært að hætta þátttöku í alþjóðlegum bókunar- og dreifi- kerfum og byggja þess í stað á tækni sem sérstaklega hefur verið þróuð með innanlandsmarkaðinn í huga. Það eitt mun leiða til um 50 milljóna króna sparnaðar. Þá er gert ráð fyrir einhverjum almenn- um verðhækkunum í innanlands- flugi. Auk þess er verið að athuga úrræði vegna tapreksturs á flugi til Vestmannaeyja og óvíst er hvað verður um flug til Hornafjarðar, en að sögn Sigurðar er það stefna fé- lagsins að draga-úr óarðbæru flugi hér innanlands. Að sögn Sigurðar hafa frakt- flutningar Flugleiða aukist um 53% á árinu á leiðum til og frá íslandi og milli Ameríku og Evrópu, en stofnun Flugleiða-fraktar ehf., dótturfyrirtækis Flugleiða, hefur hleypt miklu lífi í þennan þátt starfseminnar. Sigurður segir að fraktflug vaxi hraðar en farþega- flug og að til standi að leggja aukna áherslu á frakílugið. Félagið hefur nú næstum fullnýtt flutn- ingsgetu tveggja fraktflugvéla og er ætlunin að kanna frekar mögu- leikana á að þjóna betur markaðin- um á milli Islands og Evrópu og á milli Evrópu og Ameríku. Stækkun hótela á höfuðborgar- svæðinu undirbúin Að sögn Sigurðar er ráðgert að gera breytingar á starfsemi Flug- leiðahótela í ljósi þess að talsverð umframeftirspurn er orðin eftir gistingu á höfuðborgarsvæðinu stærstan hluta ársins, á meðan hót- elin á landsbyggðinni eiga í erfið- leikum yfir vetrartímann. Sigurður segir að öll hótel félagsins á höfuð- borgarsvæðinu séu fullbókuð frá mars fram í nóvember, og að ónógt framboð á gistingu sé farið að há starfseminni. Verið er að undirbúa byggingu nýrrar álmu við Hótel Esju fyrir sumarið 2003 og nú stendur yfir athugun á möguleik- um þess að auka gistirými á Hótel Loftleiðum fyrir sumarið 2002. Jafnframt þessu er stefnt að breyt- ingum á rekstri hótela á lands- byggðinni. Um næstu áramót verður stofn- að nýtt dótturfyrirtæki Flugleiða sem hlotið hefur nafnið Flugþjón- ustan á Keflavíkurflugvelli ehf., en fyrirtækið mun sjá um alla starf- semi Flugleiða þar utan tækni- stöðvarinnar. Fyrirtækið mun ann- ast alla flugafgreiðslu og -þjónustu, framleiðslu og sölu á mat í flugvél- ar, veitingasölu í flugstöðinni og rekstur fraktmiðstöðvar. Um ára- mótin verður einnig stofnað nýtt tölvuþjónustufyrirtæki í samvinnu við Eimskip og Tölvumyndir, sem annast mun verulegan hluta þeirr- ar tölvuþjónustu sem upplýsinga- tæknideild Flugleiða hefur hingað til annast. Hafin er vinna við árangursteng- ingu launa innan Flugleiða sam- stæðunnar og verða laun stjóm- enda fimm dótturfélaga tengd árangri þeirra í rekstri frá næstu áramótum. Síðan verður haldið áfram með önnur dótturfélög og móðurfélagið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.