Morgunblaðið - 21.11.2000, Page 33

Morgunblaðið - 21.11.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 33 um hvemig fólk notar og skilur texta og byggir upp frásögn. Slíkt útheimt- ir þjálfun og leiðsögn sem fæst með skólagöngu. Hér á landi kom í Ijós mikill munur á færni fólks að lesa texta og orða hugsanir sínar í rituðu og töluðu máli frá menntaskóla og upp í háskóla, en þetta stökk í þroska kom á tímabilinu frá 8. bekk og upp í menntaskóla víða í öðrum löndum. Heilu setningarnar á ensku Kristinn R. Ólafsson, fréttamaður, þýðandi og rithöfundur í Madrid gerði enskuskotið orðfæri íslendinga m.a. að umtalsefni, en hann kvaðst hlusta vel eftir málinu þegar hann væri hér á landi í heimsókn. Sér virt- ist sem börn á aldrinum 10 til 12 ára töluðu ágæta íslensku, en á unglings- árum, um 15 ára aldur, væri enska orðin ærið áberandi í málinu og „krakkarnir ropuðu upp úr sér heilu setningunum á ensku.“ Að sínu mati mætti sporna við, þó ekki væri nema öðrum fæti. Taldi hann að þarna ætti sjónvarpið einhvem hlut að máli, en efni á ensku væri þar áberandi. A Spáni væri allt efni talsett, en slíkt hefði ekki tíðkast hér á landi í miklum mæli. Af hverju í ósköpunum, spurði hann og svaraði því sjálfur til að lík- lega væri það svo dýrt. „Það er dýrt að vera Islendingur og tala íslensku," sagði hann og taldi þeim peningum ekki illa varið sem nýttir væru í að talsetja sjónvarpsefni. Ólafur Jensson hjá Landsvirkjun gerði gi'ein fyrir störfum orðanefnd- ar byggingaverkfræðinga og sagði frá fjölda nýyrða sem þar hafa orðið til. Góður stfll og vondur Þorsteinn Gylfason prófessor í heimspeki nefndi sitt erindi Mál er meira en orð. Hann tók undir orð skólameistara um að meira væri skrifað á íslenska tungu nú en áður og þýðingar væru einnig fleiri og vandaðri. Þakka mætti það öflugum þýðingarsjóði. Ymis stórvirki hefði verið hægt að ráðast í fyrir hans til- stilli. Það þyrfti þó ekki alltaf ríkis- valdið til sem bakhjarl menningar- innai’. Með því að efla íslenska menningu væri einnig verið að efla ís- lenska tungu, m.a. með leikritaskrif- um. Þá gerði Þorsteinn stíl að um- talsefni, en í góðum stíl væru rétt orð á réttum stöðum. Hann sagði vondan stíl verða höfuðeinkenni á ýmsu því sem frá hinu opinbera kæmi og las m.a. úr lögum um stjóm fiskveiða sem væri dæmi um vondan stíl. NÝR DÖMUILMUR Málstefnan Islensk tunga í lok aldar haldin í Menntaskólanum á Akureyri Orösending til kvenna frá HUGO BOSS Islenskt mál hefur ekki staðið sterkar Akureyri. Morgunblaðið. ÍSLENSK tunga í lok aldar var yfir- skrift málstefnu sem Menntaskólinn á Akureyri efndi til um helgina í sam- vinnu við menntamálaráðuneytið og íslenska málnefnd. Málstefnan var liður í 120 ára afmæli skólans í ár, en þess hefur verið minnst með marg- víslegum hætti á árinu. AUs voru flutth’ átta fyrirlestrar á málstefn- unni. Tryggvi Gíslason skólameistari setti málstefnuna og bar í upphafi saman stöðuna hér á landi við aldar- lok nú og um þarsíðustu aldamót, þegar síðustu stúdentamh- vom brautskráðir frá Hólaskóla, en Menntaskólinn á Akureyri er arftaki hins forna Hólaskóla. Sagði Tryggvi 18. öldina hafa verið eitt mesta hörm- ungarskeið íslandssögunnar og lágt risið á þjóðinni um þær mundir. Nú væri hins vegar öldin önnur og benti margt til þess að íslenskt mál hefði aldrei staðið sterkar sem lifandi tunga en nú. Listgreinar sem byggð- ust á tjáningu málsins stæðu í blóma, vandaðar bækur væm gefnar út, fleiri nytu nú kennslu í tungumálinu en áður og gróska væri í rannsóknum af ýmsu tagi, þá væri nýyrðasmíði öflug, þannig að segja mætti að fleiri notuðu nú ritað og talað mál en áður. Einhugur væri einnig meðal stjóm- valda á að efla stöðu íslenskrar tungu. Markmið í sjálfu sér að tala gott íslenskt mál Björn Bjamason menntamálaráð- herra ávarpaði málstefnuna og sagði að innan veggja skólans hefði mikil rækt verið lögð við íslenska tungu og nefndi hann að Gísli Jónsson mennta- skólakennari væri verðugur fulltrúi þeirra starfsmanna skólans sem staðið hefðu dyggan vörð um tung- una og halda merki hennar á lofti. Sagði ráðherra að innan skólans hefði verið lögð rækt við að kenna ungu fólki að vera vandlátt á íslenskt mál, að kunna að gera mun á góðu og slæmu máli. „Afstaða ungs fólks til gildis þess að vanda mál sitt er mis- munandi og ræðst jafnvel frekar af tíðarandanum en kunnáttu eða vilj- anum til að þjálfa sig í meðferð tung- unnar, ritmáh og talmáli. Mikils virði er, að innan skólanna gleymist ekki, að það er markmið í sjálfu sér að tala gott íslenskt mál - sé það viðhorf ríkjandi emm við á réttri braut við lok aldai\“ Utan skólanna sagði Björn að daglegt umhverfi unga fólksins mótaðist sífellt meira af hnattrænum menningarlegum áhrif- um enskunnar og sæist það best þeg- ar hugað væri að því hve lítil rækt væri lögð á að íslenska heiti kvik- mynda og myndbanda. „Meh-a að segja hið vandláta Morgunblað, sem krefst íslensku í auglýsingum sínum, víkur frá þeirri kröfu gagnvart kvik- myndum og myndböndum." Staða íslenskunnar í tungutækniiðnaði Greindi ráðherra frá því að áætlað væri að leggja 104 milljónir króna á næsta ári til verkefnastjórnar sem ætlað er að vinna að því að styrkja stöðu íslenskunnar í svonefndum tungutækniiðnaði, þ.e. tækni við meðferð málsins í tölvum og hugbún- aði. Þó væri aðeins um að ræða brot af þeim kostnaði sem talinn er fylgja því að gæta hagsmuna íslenskunnai- í tölvuheiminum, en með þessum fjár- munum væri fyrsta skrefið stigið og grunnur lagður að frekari sókn „sem lýkur aldrei á meðan íslendingum er metnaðarmál að nýta eigin tungu sem tæki til allra verka“. Andri Snær Magnason rithöfund- ur gerði málfar á útvarpsstöðum m.a. að umtalsefni, einkum þeirra sem unglingar hlusta á og gaf málstefnu- gestum nokkur dæmi. Hann sagði mælistikuna miðast við hressileika í sem lifandi tunga en nú Morgunblaðið/Kristján Islensk tunga við lok aldar var yfirskrift málstefnu sem haldin var í tilefni af 120 ára afmæli Menntaskólans á Akureyri. Gísli Jónsson Kí'istján Árnason Kristinn R. Ólafsson Björn Bjarnason Hollywood, frá mjög hressu upp í geðveikt stuð og sér fyndist á stund- um sem til hefði orðið svokallað nýtal, nýtt tungumál sem gi-eint er frá í bókinni 1984 sem miðaði að takmörk- un orðaforðans. Bað hann menn að íhuga að það væru miðaldra menn sem ættu þessar unglingaútvarps- stöðvar og þættirnir á þeim væru í boði ýmissa fyrirtækja, en hann efað- ist um að forsvarsmenn þeirra hefðu hugmynd um þvílíkt bull kæmi þar fram. Mikilvægt að styrkja innflytjendur Dr. Birna Ambjörnsdóttir, mál- fræðingur ræddi um stöðu nýbúa og tvítyngdra en hún sagði að komið hefði í ljós að námsframvinda þeirra væri ekki nægilega góð. Margir hefðu ekki náð þeirri lestrarfæmi sem þyrfti til að tileinka sér málið. Sagði hún ástæðu til að hafa áhyggj- ur af því að ólæsi væri mikið meðal innflytjenda, því það hefði í för með sér að stór hópur manna hefði tak- markaðan aðgang að menningu landsins og væri útilokaður frá rit- málinu. Sagði hún mikilvægt að styrkja innflytjendur til að læra sem mest í tungumálinu, það kostaði vissulega nokkra fjámuni, en kostn- aðurinn yrði enn meiri til lengri tíma litið ef það yrði ekki gert. Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur ræddi um þá mál- stefnu sem hefði einkennst af því að uppræta illgresi tungunnar, málvill- ur og slettur og áhersluna á það sem hreint er og hvemig þessi stefna hefði mótað sjálfsmynd íslendinga. Menningarlegt heimavamarlið legði allt í sölurnar til að vernda tunguna fyrir spillingu og það þætti merki um gáfur að tala lýtalausa íslensku. í versta tilviki leiddi þessi stefna til málótta. Hún sagði hreintungustefnu sam- ofna sjálfstæðisbaráttu Islendinga og hana hefðu íslenskir menntamenn innleitt og viðhaldið. Hún hefði verið tæki til að bola Dönum burt úr stjórnkerfinu á sínum tíma og þannig þjónað tilgangi sínum en sú staða væri ekki upp á teningunum nú. Taldi Hallfríður að íslensk tunga með öll- um sínum afbrigðum lifði góðu lífi og væri ekki í útrýmingarhættu. Viður- kenna ætti margbreytileika tungu- málsins, málafbrigði ýmiskonai- auðguðu málið og gerðu það fjöl- breyttara og skemmtilegra. Margt líkt með peningum og tungumáli Dr. Kristján Ámason prófessor í málfræði talaði um alþjóðlega hrein- tungustefnu og gengi íslensku tung- unnar, en hann sagði margt líkt með peningum og tungunni, peningar misstu verðgildi sitt ef enginn vildi nota þá og hið sama gilti um tunguna. Hefðu menn trú á tungumálinu væri það sterkt. Hann sagði ekki nægilegt að setja lög um tungumál, svo sem dæmi um gelísku og velsku hefðu sannað, en þau eiga lögum sam- kvæmt að vera jafnrétt há enskunni. Sagði Kristján mikilvægt fyrir þjóðfélög að allir töluðu sömu tungu og stæðu þannig jafnir. Að öðrum kosti væri ástæða til að óttast að sam- félagið gæti klofnað. Taldi hann því mikilvægt að nýbúar fengju tækifæri til að læra málið og fá þannig fulla hlutdeild í íslensku samfélagi. Dr. Hrafnhildur Ragnarsdóttir prófessor greindi á málstefnunni frá rannsókn á langtímaþróun læsis og málnotkunar, en í henni tóku þátt nemendur í 5. bekk, 8. bekk, mennta- skólanemar og fólk með háskólapróf. Sams konar rannsókn hefur verið gerð í 7 löndum. Rannsóknin snýst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.