Morgunblaðið - 10.12.2000, Page 4

Morgunblaðið - 10.12.2000, Page 4
4 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 3/12-9/12 ► STURLA Böðvarsson samgönguráðherra segir að samkomulag sem náðst hefur milli stjómarflokk- anna um sölu Landssimans þýði að fyrirtækið verði selt í heilu lagi og grunn- net Landssimans verði því ekki skilið frá við söluna. ► ÍSLANDSBANKI-FBA fyrirhugar kaup á meiri- hluta í' bankanum Rietumu í Lettlandi. Áformin ganga út á það að Islandsbanki- FBA kaupi 56,2%. ► FORSVARSMENN samninganefnda Félags grunnskólakennara, Skólastjórafélags Islands og launanefndar sveitarfé- laga stefna ákveðið að því að ljúka gerð kjarasamn- ings fyrir jól og hafa gefið út stefnuyfirlýsingu sem leggja á til grundvallar í væntanlegum kjarasamn- ingi. ► STJÓRN veitustofnana hefur ákveðið að lækka verð á raforku til almenn- ings á svæði Orkuveitu Reykjavíkur um 10% frá og með 1. mars nk. Ástæða þess er tilkoma raforku- versins á Nesjavöllum. ► LÆKNASTÖÐVARí Reykjavík hafa ákveðið að stofna félag til að kanna hagkvæmni þess að þær sameinist um nýja miðstöð fyrir sérhæfða heilbrigðis- þjónustu. ► INGIBJÖRG Pálmadótt- ir heilbrigðisráðherra hef- ur brugðist hart við hug- myndum um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu og seg- ist ekki ætla að heimila byggingu einkasjúkrahúss í ráðherratíð sinni. Banna ekki fiskimjöl í svína- og alií'uglafóður LANDBÚNAÐARRÁÐHERRAR Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum í vikunni að undanskilja fískimjöl frá allsherjarbanni við dýra- mjöli í skepnufóðri. Verður áfram heimilt að nota fiskimjöl í fóður fyrir svín, alifugla og físk, en mestur hluti þess fiskimjöls sem selt er héðan í skepnufóður fer í svína- og alifugla- fóður. Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti ánægju sinni með ákvörðunina og segir hana nánast fullan sigur fyr- ir Islendinga. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir niðurstöðuna viðunandi miðað við aðstæður. Slæmt sé að fiskimjöli sé blandað í umræð- una en komið hafi fram að það sé ein- göngu vegna ótta við að öðrum mjöl- tegundum sé blandað saman við það. Dökkt útlit í deilu kennara og ríkis VERKFALL framhaldsskólakenn- ara hefur staðið í meira en fjórar vik- ur og ber enn mikið í milli. Samn- ingafundir hafa engan árangur borið og segir formaður samninganefndar ríkisins að útlitið sé mjög dökkt. Formaður félags framhaldsskóla- kennara segir að í tilboði sem kenn- arar lögðu fram á sunnudag felist 10% tilslökun frá fyrri kröfum, en að gagntilboð samninganefndar ríkisins beri vott um lítinn samningsvilja og sé í raun verra en svartsýnustu menn áttu von á. Samninganefnd skólanefndar Verzlunarskóla íslands hefur gert kennurum við skólann tilboð sem fel- ur í sér að meðalmánaðarlaun þeirra verði komin upp í 263.000 krónur í lok samningstímans árið 2003. Er þá gert ráð fyrir að launaupphæðin inni- haldi greiðslur til kennara fyrir alla kennslu og tengd störf. Er þetta 103,3% hækkun á kauptaxta. * Ovissa í Bandaríkjunum MUNUR milli forsetaframbjóðend- anna tveggja í Bandaríkjunum minnk- aði í 154 atkvæði á föstudag eftir að hæstiréttur Flórída komst að þeirri niðurstöðu að 383 atkvæði sem A1 Gore, forsetaframbjóðandi demó- krata, hreppti í endurtalningu í Miami-Dade og Palm Beach skyldu reiknuð honum. Einnig var fallist á að verða við kröfu lögmanna Gores og láta telja 9.000 vafaatkvæði í Miami- Dade-sýslu. George W. Bush, forsetaframbjóð- andi repúblikana, áfrýjaði úrskurð- inum til alríkishæstaréttar í Wash- ington. Alríkishæstirétturinn ógilti fyrr í vikunni úrskurð hæstaréttar Flórída um að heimilt væri að endur- telja atkvæði þegar komið væri fram yfir settan tíma úrslita. Flórídaþing samþykkti á föstudag tilnefningar á kjörmönnum ríkisins sem eru 25 talsins. Repúblikanar eru í meirihluta á þinginu sem valdi kjör- menn hliðholla Bush. Þingið sagði í yf- irlýsingu að það myndi staðfesta val kjörmannanna á miðvikudag, yrði ekki komin niðurstaða í talningunni. Demó- kratar mótmæltu þessu ákaft, en repúblikanar sögðust vera að tryggja að kjörmenn Flórída yrðu með er for- seti Bandaríkjanna verður valinn 18. desember af kjörmönnum ríkjanna. Fréttaskýrendur telja nú ómögu- legt að segja hver verði næsti forseti, staðan sé svo óljós. Leiðtogar funda í Nice FUNDUR leiðtoga Evrópusambands- ins, ESB, hófst á fimmtudag. Eitt helsta markmið fundarins var að búa sambandið undir mikla stækkun, en allt að þrettán ríki verða tekin inn í það á næstu árum. Áform um stofnsetn- ingu sameiginlegra ESB-hersveita og nýjar aðgerðir til vamar kúariðu voru samþykktar á föstudag. ► MANNSKÆÐASTI dag- ur átakanna milli ísraela og Palestínumanna síðan 21. núvember var á föstu- daginn. Þá létust tíu manns. Dauðsfbllin drógu heldur úr friðarvonum. ► RÉTTARHÖLD yfir Jos- eph Estrada, forseta Fil- ippseyja, hófust í vikunni. Forsetinn er sakaður um að hafa þegið mútur, um spillingu, brot á stjórnar- skrá og trúnaðarbrest við almenning. Nægir að sak- fella hann í einu af ákæru- atriðunum til að honum verði vikið úr embætti. ► WILLIAM Cohen, vam- armálaráðherra Banda- ríkjanna, sagði í ræðu sinni á fundi varnar- málaráðherra NATO-ríkja að hann óttaðist að áform ESB um öryggismál gætu veikt NATO. Ummælin ollu miklu fjaðrafoki í Evrópulöndunum. Geoff Hoon, varnarmálaráð- herra Breta, sagði ekkert nýtt í ummælunum en líta mætti á þau sem viðvömn til þeirra afla í Frakklandi sem vildu stofna fastaher á vegum ESB. ► RÁÐGJAFANEFND Pútíns Rússlandsforseta hvetur hann til að náða bandaríska kaupsýslu- manninn Edmond Pope, sem í vikunni var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir njósnir. ► MORÐ á tíu ára níger- iskum dreng í London síð- ustu helgi vakti mikla um- ræðu um slæman aðbúnað innflytjenda í stórborgum Bretlands. Morgunblaðið/Sverrir Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra setur upp fyrsta merkið um skilarétt í Gallery Sautján í Kringlunni. I baksýn eru Ásgeir Bolli Krist- insson og Svava Johansen verslunareigendur. Mjólkin hækkar um tvær krónur Nýtt merki um skilarétt í verslunum NÝTT merki um skilarétt var í gær sett upp í einni af verslunum Kringlunnar, en merkið geta þær verslanir notað sem samþykkt hafa nýjar verklagsreglur um skilarétt, gjafabréf og inneignarnótur. Val- gerður Sverrisdóttir viðskiptaráð- herra afhenti forsvarsmönnum Samtaka verslunarinnar nýja merkið, en reglurnar eru árangur af starfi nefndar sem ráðherra skipaði 15. september sl. I verk- lagsreglunum er bætt úr því ósam- ræmi sem verið hefur víða varð- andi skilarétt kaupenda, og settar fram skýrari reglur um lágmarks- viðmið sem teljast mega viðunandi fyrir neytendur og seljendur. Meginatriði þessara reglna eru þau að réttur til að skila ógallaðri vöru er a.m.k. 14 dagar frá af- hendingu, vörur sem merktar eru með gjafamerki gera kassakvittun óþarfa við skil og inneignamótur skulu miðast við upprunalegt verð vörunnar. Gjafabréf og inneignar- nótur eiga að gilda í allt að fjögur ár frá útgáfudegi, en skilaréttur tekur ekki til útsöluvöru. Verslanir sem samþykkt hafa að starfa sam- kvæmt reglunum fá til afnota sér- stakt skilaréttarmerki. VERÐLAGSNEFND búvara hefur nýlokið við að gera nýjan verðlags- grundvöll fyrir mjólk og miðað við hann mun lítrinn af nýmjólk og létt- mjólk í almennum umbúðum hækka úr 79 krónum lítrinn í 81 krónu, mið- að við óbreytt hlutfall smásöluálagn- ingar. Er þetta 2,53% hækkun, en aðrar mjólkurvörur hækka um 4,8 til 4,9%. Mun verð til bænda hækka um 3,38 krónur á hvem lítra, eða um 4,99%, frá því verði sem tók gildi 1. janúar á þessu ári. Verðhækkun til iðnaðarins er áætluð 46 aurar á hvern lítra, sem nemur um 2,8% hækkun á vinnslu- og dreifingar- kostnaði mjólkur. Meginatriði nýja verðlagsgrundvallarins eru þau að miðað er við 40 kúa bú með fram- leiðslu sem nemur 188 þúsundum lítra mjólkur, en í eldri grundvellin- um er miðað við 22 kúa bú með 79.443 lítra framleiðslu. Stækkun búsins er að mestu byggð á tækninýjungum við heyöfl- un, mjaltir og hirðingu og auknum afurðum eftir hvern grip. LOGI Einarsson, fyrrverandi hæsta- réttardómari, lést á heimili sínu í Reykja- vík 29. nóvember. Logi fæddist í Reykjavík 16. október 1917. Logi lauk prófi frá Verslunarskóla Is- lands 1936, varð stúd- ent frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1939 og cand. juris frá Há- skóla íslands 1944. Hann stundaði fram- haldsnám í Svíþjóð 1946-1947, hdl. 1949. Hann var fulltrúi hjá sakadómaranum í Reykjavík frá 1944 til 1951, fulltrúi í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu frá 1951 til 1961 og fékkst jafnframt nokkuð við mál- flutning. Á árunum 1944 til 1964 kenndi hann verslunarrétt við Verslunarskóla íslands. Árið 1961 var hann skipaður yfirsakadómari í Reykjavík. Hann var skipaður hæstaréttardómari árið 1964 og gegndi því embætti þar til honum var veitt lausn fyrir aldurs sakir í janúar 1983. Hann gegndi jafnframt starfi vararíkissátta- semjara í vinnudeilum frá 1962 til 1978. Logi var virkur í skátahreyfingunni á sínum yngri árum auk þess sem hann var mikill sund- maður og synti um árabil með Sundfélaginu Ægi. Hann var í keppnisliði Islendinga á Olympíu- leikunum í Berlín árið 1936. Logi lætur eftir sig eiginkonu og þrjár uppkomnar dætur. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ferju- aðstaða við Bakka- fjöru verði rannsökuð ALÞINGI samþykkti ályktun þess efnis í vikunni að samgönguráðherra verði falið að hlutast til um við Sigl- ingastofnun Islands að hún hefji sem fyrst rannsóknir á ferjuaðstöðu við Bakkafjöru í tengslum við ferjuleið frá Vestmannaeyjum að Bakkafjöru. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var Árni Johnsen, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, en í greinargerð hans með tillögunni segir m.a. að möguleiki sé á að stytta verulega ferjusiglingu milli lands og Eyja með feijuaðstöðu á Bakkafjöru, eða alls niður í 20 mínútna siglingartíma. „Um 150 þúsund manns ferðast árlega til Vestmannaeyja, en þær eru meðal þriggja fjölsóttustu ferða- mannastaða á Islandi," segir enn- fremur í greinargerð. „Hugmyndin að ferjusiglingu stystu leið milli lands og Eyja miðast við að flytja fólk, bíla og gáma. Slík framkvæmd mundi gjörbylta sam- göngum milli lands og Eyja og að- stöðu allri á Suðurlandsundirlendinu því þá yrðu farnar ferðir á 30-60 mínútna fresti og siglingartími yrði ekki fjarri þeim tíma sem tæki að aka göng til Eyja.“ ---------------- Uppsagnir í rækjuvinnslu á Eskifirði SEX manna áhöfn rækjutogarans Hólmaness, sem Hraðfrystihús Eski- fjarðar gerir út, hefur verið sagt upp störfum. Þá hefur 17 starfsmönnum í rækjuverksmiðju fyrirtækisins verið tilkynnt að vinna muni leggjast niður í allt að tvo mánuði eftir áramót. Emil Thorarensen útgerðarstjóri segir ástæðuna vera niðurskurð í rækjuút- hlutun og olíuverðshækkanir síðustu tólf mánuði. Að sögn Emils verður reynt að koma fólkinu í önnur störf hjá Hraðfrystihúsinu, og hugsanlega við frystingu á loðnu eftir áramót. BQKM 3.490.- Ríkulega myndskreytt bók sem inniheldur skemmtilegan fróðleik um algengustu krydd- jurtirnar, uppruna og notkun. Falleg, fróðleg og hagnýt bók fyrir almenning og fagmenn. Mál og mennfng malogmonning.is tt Laugavegl 18 • Slml 515 2500 • Slðumúla 7 • Síml 510 2500 Andlát LOGI EINARSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.