Morgunblaðið - 10.12.2000, Side 6

Morgunblaðið - 10.12.2000, Side 6
6 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Hlutleysið úrelt en hvað svo? Þrátt fyrir breyttar aðstæður í varnar- samstarfí í Evrópu og fulla þátttöku Svía í því er umræðan um hlutleysisstefnuna og þátttöku landsins í hernaðarbandalögum takmörkuð, skrifar Urður Gunnarsdóttir. HLUTLEYSI og staða Sví- þjóðar utan hemaðar- bandalaga hefur verið til vaxandi umræðu í tengsl- um við nýtt vamarsamstarf Evrópu- sambandsins. Margir Sviar telja sam- starfið, svo og þátttöku sænska hersins í íriðargæslu Atlantshafs- bandalagsins, NATO, í Kosovo vera ógnun við þá stefnu að standa utan hemaðarbandalaga auk þess sem sú yfirlýsing Göran Perssons forsætis- ráðherra og flokkssystkina hans, að hlutleysi sé úrelt og eigi ekki lengur við, hefur vakið hörð viðbrögð á vinstri væng stjómmálanna. Á hægri vængnum leggja menn hins vegar til sem fyrr að Svíþjóð gangi í NATO þar sem landið sé nú þegar komið með annan fótinn inn fyiir skörina. „Þrátt fyrir að staðan nú sé allt önnur en fyrir nokkrum árum hefúr hún lítið breyst, er í anda kalda stríðs- ins. í Ijósi aðildarinnar að vamarsam- starfi ESB er hins vegar Ijóst að end- umýja verður umræðuna," segir dr. Mikael af Malmborg, sagnfræðingur og séríræðingur í utanríkismálum við háskólann í Lundi, í samtali við Morg- unblaðið. Malmborg furðar sig á því að enn skuli umræðan snúast um hvort Svíar eigi að ganga í NATO eða ekki, þegar um miklu nærtækari mál sé að ræða, nefnilega þróunina innan vamarsamstarfs ESB. Úrelt hugtak? Svíþjóð hefur ekki Ient í stríði frá árinu 1813 og hefur orðið hlutleysi lýst vamarsteíhu landsins sl. öld. í sænsku stjómarskránni segir að hún sé „vera utan hemaðarbandalaga með það að markmiði að land okkar sé hlutlaust verði stríð í nágranna- löndunum". Eftir lok kalda stríðsins, hrun Varsjárbandalagsins og þátt- töku í friðarsamstarfi NATO er hlut- leysishugtakið að margra mati úrelt. Jafnaðarmenn hyggjast fjarlægja það úr stefnuskrá sinni, nokkuð sem Vinstriflokkurinn með Gudmnu Schyman í broddi fylkingar hefur gagnrýnt mjög. Talsmenn jafnaðarmanna segja hlutleysishugtakið leifar frá kalda stríðinu og ekki lengur eiga við og for- sætisráðherrann Göran Persson lýsti því nýverið yfir í samtali við Financial Times að kominn væri tími til að taka það út úr stjómarskránni. Sú stað- reynd að hann hafði vart rætt málið opinberlega fór fyrir brjóstið á mörg- um landa hans en hefur þó ekki hrundið af stað þeirri miklu umræðu sem búist var við. Persson hefur enda sagt að ekkert liggi á, málið verði tek- ið fyrir á þingi næsta haust. Áðild Svía að hemaðarbandalögum er hins vegar allt annað mál og heldur ríkisstjómin fast við að standa utan þeirra þar sem hlutleysi Svíþjóðar sé nauðsynlegt til að viðhalda stöðug- leika í Norður-Evrópu. Hemaðar- sérfræðingar hafa hins vegar fullyrt að niðurskurður á framlögum til heraflans kunni að neyða Svía til að sækja um aðild að NATO. Þá efast margir um að Svíþjóð muni reynast hlutlaus í neyð, t.d. ef ráðist yrði á nágrannaríki á borð við Eystrasaltsríkin. Hægrimaðurinn Henrik Landerholm, formaður vam- armálanefndar sænska þingsins, seg- ir að vegna þessa verði að breyta nú- verandi skilgreiningu á stöðu Sví- þjóðar svo að þar segi að Svíþjóð útiloki ekki að koma öðru ríki Sam- einuðu þjóðanna til aðstoðar eða þiggja slíka aðstoð. Með eða án stuðnings SÞ Áætlanir stjómarinnar hafa fallið í grýttan jarðveg á vinstri væng stjómmálanna. Gudrun Schyman, Heimskupör guðanna Skemmtilegar frásagnir um losta, ágirnd og öfundsýki hinna grísku guða en heimskupör þeirra leiddu til þess að stjörnumerkin tólf festust á himninum. „Illugi Jökulsson hefur tekið saman þessar sögur og að mínu mati ferst honum það vel úr hendi. Hann hefur fynd- inn og skemmtilegan stil ... hann beitir kímninni óspart... mjög skemmti- leg og áhugaverð lesning...“ Jón SvanurJóhannsson/ Viðskiptablaóið Saga stjömumerkjanna „lllugi kryddar texta sinn með ironiskum samlikingum og hæfilega alvörulausum útiistunum og tengir efnið þannig við veru- leika sem lesandinn þekkir af eigin raun.“ Erlendur Jónsson/Morgunblaðið ERLENT Presalink Tune Tinskart, sem sæti á í vamarmálanefnd sænska þingsins, við Viggen-orrustuvél frá sænska hemum. Myndin var tekin er sænsk sendinefnd heimsótti Nívenskí-flugstöð rússneska Eystrasaltsflotans í Kah'níngrad. í Svíþjóð fer nú fram umræða um hvort hlutleysið sé úrelt á tímum breyttra aðstæðna. formaður Vinstriflokksms, segir stjómina vera á góðri leið með að láta hlutleysi sitt af hendi, þar sem hið nýja vamarfyrirkomulag ESB feli í sér nána samvinnu við NATO og Bandaríkin. Efast hún stórlega um að Svíar muni neita að taka þátt í hem- aðaraðgerðum ESB þótt SÞ standi þar ekki að baki eins og Persson hef- ur lýst yfir. „Hvers vegna skyldum við taka þátt í uppbyggingu þessa hemaðar- tækis ef við höfúm hugsað okkur að standa til hliðar þegar ESB nýtir sér möguleikann á því að grípa sjálfstætt til aðgerða, án SÞ? Og hvað á Svíþjóð að segja ef önnur lönd ákveða að koma á friði með valdi án þess að samþykki öryggisráðs SÞ sé fyrir hendi? Eigum við að mótmæla? Eig- um við að halda frammi grandvallar- reglum SÞ?“ spyr Schyman. Hafa flokksmenn hennar minnt á að eitt aðildarland geti ekki stöðvað hemaðaraðgerðir ESB. Herman Schmid, þingmaður Vinstriflokksins, segfr greinilegt að innan ESB sé hóp- ur manna sem sjái sér hag í að „byggja upp öflugt, evrópskt stríðs- veldi í samvinnu við vopnaframleið- endur“. Vinstriflokkurinn hefur þó ekki lagt til að Svíar hætti við þátt- töku í vamarsamstarfinu. Á hinn bóginn era þeir sem vilja að Svíar noti tækifærið til að sækja um aðild að NATO nú þegar Svíar séu fuhgildfr meðlimir í vamarsamstarfi NATO sem felur í sér nána samvinnu við NATO. Hægrimaðurinn Lander- holm segir í nýlegri grein í Svenska Dagbladet að „stöðugleiki og öryggi í okkar heimshluta fæst með því að vera hluti af heild, ekki að standa ut- an hennar. Það er ekki vera Svíþjóðar utan hemaðarbandalaga, heldur upp- bygging borgaralegs og hemaðarlegs öryggiskerfis sem eykur öryggi og dregur úr spennu. Vera Svíþjóðar ut- an hemaðarbandalaga veldur sem stendur engum skaða en hún er held- ur ekki til nokkurs sýnilegs gagns,“ segir Landerholm og mótmælir þar með fúllyrðingu Önnu Lindh utanrík- isráðherra og Bjöms von Sydow vamai-málaráðherra sem lýstu því yf- ir fyrir skemmstu að vera Svíþjóðar utan hemaðarbandalaga yki stöðug- leika og öryggi á nágrannasvæðun- um. Landerholm segir að taka verði hlutleysishugtakið út, því það gefi skakka mynd af raunveralegri stefnu Svíþjóðar. „í raun er Svíþjóð siðferði- lega, pólitáskt og efnahagslega tengd hinum ESB ríkjunum. Með vamar- samstarfinu vinnum við að því að um 60.000 manna herstyrkur sé reiðu- búinn til að starfa utan ESB. Hvað er það annað er hemaðarbandalag, þótt takmarkað sé?“ NATO-umræðan til hliðar Mikael af Malmborg tekur ekki undir með Landerholm hvað varðar umræðuna um aðild að NATO, þótt hann sé sammála honum um ESB. „NATO er ekki lengur meginmálið. Með tilkomu vamarsamstarfs ESB þarf að skilgreina stöðu Svíþjóðar upp á nýtt. Málið snýst ekki fyrst og fremst um hvort við eigum að sækja um NATO, heldur ESB-samstarfið þar sem engar takmarkanir era á þátttöku Svía. Það sem gerir mönn- um erfitt fyrir er að það hefúr ekki verið skilgreint nákvæmlega, enginn veit hvað í því felst og menn þurfa að gera sér grein fyrir því hvar mörkin á milli pólitíkur og vamarmála liggja. Því bíða menn átekta og sú umræða sem þó á sér stað er á sömu forsend- um og fyrr,“ segir Malmborg. Þótt vissulega sé tekist á um hlut- leysisstefnu Svíþjóðar virðist sú um- ræða hvorki hávær né víðtæk og var framan af áberandi sökum þess hve takmörkuð hún var. Það var hins veg- ar yfirmaður sænska heraflans, Johan Hederstedt, sem kom umræð- imni fyrir alvöra af stað með yfirlýs- ingu um að Svíþjóð yrði að skilgreina betur vamarstefnu sína. Hederstedt fúllyrðir að þátttaka Svía í friðar- gæslu í Kosovo sé ekki ógn við vera landsins utan hemaðarbandalaga. Hins vegar sé sú hætta sem að Sví- þjóð kunni að steðja ófyrirsjáanleg og við því verði að bregðast með sveigjanlegra kerfi en nú sé fyrir hendi. Umræðan hefur hingað til verið takmörkuð við stjómmálamenn og sérfræðinga í vamarmálum. Almenn- ingur hefur ekki látið mikið í sér heyra og segir Malmborg greinilegt að almenningur sé tortryggnari á brottkast hlutleysishugtaksins og að- ild að hernaðarbandalögum en stjóm- málamenn, en mikill meirihluti þeirra síðamefndu styðji ESB-vamarsam- starfið. „Þó er erfitt að segja ná- kvæmlega til um þetta, ótal skoðana- kannanir hafa verið gerðar á afstöðu fólks til NATO en ég veit ekki til þess að kannað hafi verið hvað fólki finnist um ESB-vamarsamstarfið.“ Barak segist helst vilja neyðarsljórn með Likud-flokknum Stj órnmálaflokkum tekst ekki að semja um kosningar Jerúsalem. AFP, AP. Reuters. STÆRSTU stjómmálaflokkunum í ísrael mistókst í vikunni að komast að samkomulagi um hvenær gengið yrði til boðaðra kosninga. Þær radd- ir verða sífellt háværari í landinu sem telja óskynsamlegt að halda kosningar nú, þegar ástandið sé svo ótryggt, og hvetja til myndunar neyðarstjómar. Fulltrúar Verkamannaflokks Ehuds Baraks forsætisráðherra, hins hægrisinnaða Likud-flokks og Shas-flokks strangtrúaðrá gyðinga sátu á ströngum samningafundum um tímasetningu kosninganna í gær, án árangurs, en viðræðunum verður haldið áfram á morgun. Haft er eftir mönnum nánum Barak að forsætisráðherrann vilji helst að kjördagurinn verði í lok maí svo honum gefist tfmi til að ná samn- ingum við Palestínumenn um að binda enda á uppreisnina, sem stað- ið hefur síðan í september, og jafn- vel undirrita friðarsamkomulag. Stjórnarandstöðuflokkarnir vilja hins vegar ganga til kosninga sem fyrst. Það flækir málin enn frekar að ýmis stjórnmálaöfl vilja afnema beina kosningu forsætisráðherrans, auk þess sem nokkrir flokkar hafa gefið til kynna að þeir muni ef til vill ekki samþykkja framvarp Likud- flokksins, um að þing verði leyst upp og kosningar boðaðar, við næstu umræðu. Þar á meðal er Shas-flokkurinn sem er tilbúinn að hafna frumvarpinu ef Barak fellst á að strangtrúaðir gyðingar verði áfram undanþegnir herþjónustu. Barak ítrekaði að hann kysi helst að mynda neyðarstjórn með þátt- töku Likud-flokksins en leiðtogi hans, harðlínumaðurin Ariel Shar- on, hefur slegið úr og í varðandi stjórnarþátttöku. En þó myndun neyðarstjómar jjæti afstýrt stjóm- arkreppunni í Israel er viðbúið að hún myndi hleypa illu blóði í Palest- ínumenn sem hafa lýst því yfir að þátttaka Sharons i stjórn yrði síð- asti naglinn í líkkistu friðaramleit- ananna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.