Morgunblaðið - 10.12.2000, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Fræðslufundur fyrir útlendinga um atvinnuleyfi, atvinnuleit, atvinnuleysisbætur og félagslega aðstoð
Eftir innlegg Páls voru upplýsingamar þýddar á pólsku og síðan
rússnesku.
Leon Markus, 2 V4 árs, lék á als oddi á meðan Yelena þýddi inn-
leggið á rússnesku.
Einbeitingín skein úr hverju andlrti.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fræöslufundir um íslenskt samfélag eru
samstarfsverkefni Miöstöövar nýbúa, Rauöa
krossins og Mannréttindaskrifstofu íslands
og hafa meö styrk frá félagsmálaráðuneyt-
inu verið haldnir í Miöstöö nýbúa viö Skelja-
nes frá því í haust. Nánast hvert einasta
sæti var skipað þegar Anna G. Ólafsdóttir
sótti fræöslufund um atvinnuleyfi, atvinnu-
leit, atvinnuleysisbætur ogfélagslega aö-
stoö fyrirskömmu.
MIÐSTÖÐ nýbúa við Skeljanes er
uppljómuð og nánast hvert einasta
sæti í kennslustofunni á annarri hæð
er skipað. Annar fræðslufundurinn
um atvinnuleit, atvinnuleyfi, at-
vinnuleysisbætur og félagslega að-
stoð er að hefjast. Fyrri fundurinn
var túlkaður á ensku og taílensku.
Nú á að túlka erindi Páls Ólafssonar,
félagsráðgjafa í fjölskylduþjónust-
unni Miðgarði í Grafarvogi, á pólsku
og rússnesku. Pólskumælandi hafa
komið sér fyrir gluggamegin. Rúss-
neskumælandi sitja fjær og nokkrir
hafa seilst í ilmandi kaffisopa í horn-
inu. Freistingin er sterk enda níst-
ingskuldi úti og augljóslega algengt
að komið sé beint úr vinnu þó liðið sé
fram á kvöld. Fundargestir halda
áfram að streyma inn á fundinn eftir
að Páll hefur hafið mál sitt. Einbeit-
ingin skín úr hverju andliti þegar
hann segir frá því að til séu fjórar
leiðir fyrir útlendinga til að fá at-
vinnuleyfi á íslandi, þ.e. óbundið at-
vinnuleyfi, tímabundið atvinnuleyfi,
sérstakt námsmannaatvinnuleyfi og
atvinnurekstrarleyfi. Hann hikar og
snýr sér að pólska túlkinum Stanisl-
aw J. Bartoszek. Sá kinkar kolli,
þýðir klausuna fumlaust yfir á
pólsku og gefur rússneska túlkinum
Yelenu Yershova orðið. Nú sperra
hinir rússneskumælandi eyrun og
nokkrir grípa til lítilla upptökutækja
til að ná örugglega hverju einu ein-
asta orði.
Rautt og grænt kort
„Hvernig er hægt að fá tímabund-
ið atvinnuleyfi?" spyr Páll um leið og
nokkrir Pólverjar birtast í dyragætt-
inni og fá sér hljóðlega sætu í öftustu
röðunni. „Fyrst verður atvinnurek-
andi að auglýsa starfið hjá viðkom-
andi vinnumiðlun. Hann fyllir út um-
sókn fyrir útlendinginn og óskar
eftir umsögn hlutaðeigandi stéttar-
félags eða landsambands. Ef útlend-
ingurinn á að starfa í löggiltri starfs-
grein verða að fylgja með gögn um
iðnréttindi, t.d. húsasmíði. Sam-
kvæmt lögum verður að vera búið að
veita umsögnina um umsóknina' inn-
an 14 daga,“ segir Páll og bíður eftir
því að túlkamir þýði klausuna hvor á
sitt tungumálið.
Fundurinn heldur áfram og Páll
tekur fram að atvinnurekandi sæki
um dvalarleyfi til útlendingaeftirlits-
ins í Borgartúni 30. „Ef útlendinga-
eftirlitið synjar útlendingnum um
dvalarleyfi er umsóknin endursend
til atvinnurekandans. Annars eru
pappírarnir sendir til Vinnumála-
stofnunar. Eftir að vinnumiðlun hef-
ur staðfest að ekki hafi tekist að ráða
íslending í starfið veitir Vinnumála-
stofnun útlendingnum atvinnuleyfið.
Tilkynning er send bæði til atvinnu-
rekanda og útlendings og afrit til út-
lendingaeftirlitsins.“
Spurt er hvort átt sé við hið svo-
kallað rautt kort. „Já,“ segir Páll.
„Útlendingaeftirlitið gefur út skír-
teini fyrir útlending til sönnunar á
veittu tímabundnu atvinnu- og dval-
arleyfi - svokallað rautt kort. At-
vinnurekandinn fær skírteinið hjá
útlendingaeftirlitinu gegn 500 kr.
greiðslu,“ segir hann og vekur at-
hygli á því að umsókn um atvinnu-
leyfi fyrir útlending sem sé kominn
til landsins án tilskilinna leyfa sé
synjað. Læknisvottorðs sé krafist
samkvæmt fyrirmælum Landlækn-
isembættisins.
„Hugsanlegt er að mökum og ætt-
ingjum sé veitt dvalarleyfi og alveg
sérstaklega ef um foreldra eða
afkomendur er að ræða. Eins ef
maka útlendingsins hefur verið veitt
óbundið atvinnuleyfi. Ef slitnar upp
úr ráðningarsamningum við útlend-
inga með tímabundið atvinnuleyfi
geta aðrir atvinnurekendur sótt um
að ráða útlendinginn til starfa hjá
sínu fyrirtæki. Almenna reglan er sú
að Vinnumálastofnun krefjist skýr-
inga hjá upphaflega atvinnurekand-
anum. Hægt er að framlengja tíma-
bundið atvinnuleyfí um allt að tvö ár
ef fyrir liggur ráðningarsamningur,"
segir Páll og vekur sérstaka athygli
á því að fundargestum sé óhætt að
varpa fram spumingum. Einum
fundargestanna leikur forvitni á að
vita hver séu aldursmörkin varðandi
veitingu atvinnuleyfa. Hann fær þau
svör að neðri aldurstakmörkin séu
16 ár og efri aldursmörkin 70 ár.
Páll varpar þeirri spurningu fram
hvernig útlendingur öðlist óbundið
atvinnuleyfi. Svarið fylgir í kjölfarið
og felst í því að útlendingur verði að
nálgast eyðublað um óbundið at-
vinnuleyfi, fylla út og senda til út-
lendingaeftirlitsins. „Ef útlending-
urinn hefur óbundið dvalarleyfi er
umsóknin send beint til Vinnumála-
stofnunar. Ef Vinnumálastofnun
synjar útlendingnum um óbundið at-
vinnuleyfi er umsóknin endursend.
Annars sendir Vinnumálastofnunum
útlendingnum tilkynningu um að
óbundið atvinnuleyfi hafi verið veitt
og óskar eftir því að hann sendi út-
lendingaeftirlitinu tvær andlits-
myndir. Útlendingaeftirlitinu er
gert viðvart um niðurstöðu Vinnu-
málastofnunar. Útlendingurinn fær
síðan skírteinið - svokallað grænt
kort - hjá útlendingaeftirlitinu gegn
500 kr. greiðslu," segir Páll.
Hann er spurður að því hvenær
hægt sé að sækja um óbundið at-
vinnuleyfi. „Ef þú hefur fengið tíma-
bundið atvinnuleyfi getur þú sótt um
óbundið atvinnuleyfi hefur þú átt
heima á íslandi samfleytt í þijú ár
enda hafa þá flestir áunnið sér
ótímabundinn dvalarrétt."
Páli berst spurning frá rússnesku-
mælandi konu. „Ef erlend kona vill
fara út á vinnumarkaðinn eftir að
hafa verið heimavinnandi með ung
börn á íslandi í þrjú ár getur hún þá
fengið græna kortið?"