Morgunblaðið - 10.12.2000, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 10.12.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000 11 Ails sóttu fundinn á bilinu 40 til 50 manns. „Á hún eiginmann með óbundið at- vinnuleyfi?" „Já, eiginmaður hennar er útlend- ingur með græna kortið.“ „Best er að bera svona fyrirspurn- ir undir lögfræðing Vinnumála- stofnunar. Hann getur gefið ykkur bestu svörin og munið að þið eigið rétt á ókeypis túlkaþjónustu. Engu að síður tel ég líkiegt að konan fengi græna kortið ef hún sækti um.“ 65% starfa ekki auglýst Nú er komið að atvinnuleitinni. Áhugi íúndargestanna er greinilega ekki jafnmikill og á fyrra viðfangs- efninu. Einn hvíslar að vini sínum að tæpast þurfi að hafa miklar áhyggj- ur af því að finna ekki vinnu á Is- landi. Páll segir að atvinnulausir út- lendingar með rautt kort geti ekki skráð sig hjá vinnumiðlun. „Ef ráðn- ingarsamningur útlendings með rautt kort er runninn út eða orðinn ógildur er atvinnuleyfið fallið úr gildi og honum því ekki heimilt að dvelja lengur í landinu. Hins vegar geta út- lendingar með grænt kort skráð sig hjá vinnumiðlun og fengið þar sömu þjónustu og ríkisborgarar innan Evrópska efnahagssvæðisins," segir hann og er spurður að því hvað ger- ist ef nýtt atvinnuleyfi hafi ekki bor- ist í tæka tíð áður en starfsmaður hefji störf í nýrri vinnu. „Ef atvinnu- leyfið berst ekki í tæka tíð er starfs- maðurinn ólöglegur," svarar hann hiklaust. „Best er að sækja um at- vinnuleyfi með góðum fyrirvara. Af- greiðslan á að taka 10 daga. Engu að síður er gott að gera ráð fyrir því að hún geti tekið allt upp í 2-3 vikur.“ Hann vekur athygli á því að á svæðisvinnumiðlunum sé hægt að fá ókeypis aðstoð, t.d. upplýsingar um atvinnuástand og atvinnuhorfur. Ásamt því að ráðgjafar veiti upplýs- ingar og ráðgjöf um náms- og starfs- val og hvernig best sé að haga at- vinnuleit. „Svæðismiðlun berst fjöldi óska um starfsmenn til ýmissa starfa og er því hægt að leita þar upplýs- inga um laus störf á svæðinu eða landinu öllu,“ segir Páll og bætir því við að talið sé að aðeins 35% starfa séu auglýst opinberlega. „Þess vegna þarf starfsmaðurinn sjálfur að vera duglegur að finna hin störfin." Páll segir að Starfsvísir sé listi yfir laus störf á svæðismiðlunum um land allt. „Starfsvísirinn hefur að geyma upplýsingar um starfshlutfall, um- sóknarfrest, hvenær æskilegt sé að ráðning fari fram og hvar starfið sé unnið. Frekari upplýsingar um starf- ið er hægt að fá hjá viðkomandi svæðismiðlun. Ef ætlunin er að leita að starfi annars staðar innan EES er hægt að leita til EES vinnumiðlunar- innar. Þar er hægt að fá upplýsingar um staðhætti og vinnumarkað i við- komandi löndum ásamt upplýsing- um um laus störf í öllum aðildarríkj- um EES. Einkareknar ráðningar- þjónustur eru aðallega á höfuðborg- arsvæðinu.“ Geimfarastarf ekki raunhæft Nú er komið að kaffihléi og fund- argestir nota tækifærið til standa að- eins upp og liðka sig. Eins og gengur er um ýmislegt spjallað og nokkra stund tekur að koma ró á salinn til að hægt sé að halda áfram. Páll vekur athygli á því að launamaður eigi rétt á atvinnuleysisbótum eftir að hafa skráð sig hjá vinnumiðlun ef hann hafi unnið a.m.k. í tíu vikur sl. 12 mánuði. Upphæð atvinnuleysisbóta sé 2.752 kr. á dag eða um 64.000 á mánuði miðað við fulla vinnu sl. 12 mánuði. „Ef viðkomandi hefur að- eins unnið 6 mánuði undanfarið ár á hann aðeins rétt á helmingi þessarar upphæðar. Lágmarksbætur eru um 16.000 kr. á mánuði. Fjölskyldufólk með böm undir 18 ára aldri á fram- færi fær 4% af veittum atvinnuleys- isbótum með hverju barni. Af at- vinnuleysisbótum dragast gjöld í lífeyrissjóð og gjöld í atvinnuleysis- tryggingasjóð," segir Páll og fram kemur að sá atvinnulausi geti sjálfur ákveðið hvort hann borgi gjald til stéttarfélags. Hámarkslengd bóta sé 5ár. „Réttur til atvinnuleysisbóta er háður því að viðkomandi fylgi starfs- leitaráætlun og skráningum vinnu- miðlunar,“ segir Páll og er spurður að því hvort að einhveiju skipti af hverju sá atvinnulausi hafi orðið at- vinnulaus í tengslum við rétt til at- vinnuleysisbóta. „Já,“ segir Páll. „Ef starfsmaðurinn hefur sjálfur sagt upp eða gert slíkt glappaskot í vinn- unni að honum hafi verið sagt upp fær hann ekki atvinnuleysisbætur fyrr en eftir 40 launalausa daga.“ Annai- fundargestur vill fá að vita hvort að hinum atvinnulausa sé skylt að taka öllum störfum sem bjóðast. „Já, í rauninni," segir hann. „Annars hefur ferlið gengið þannig fyrir sig að starfsmaðurinn hefur fyllt út í reiti upplýsingar um hvers konar störf komi til greina. Ef honum er boðið starf á öðru sviði hefur hann getað hafnað því á grundvelli þeirra upplýsinga. Þarna kemur svo auðvit- að inn í á hvaða sviði raunhæft er að ætla að fá starf, t.d. er ekkert sér- staklega raunhæft að ætla sér að starfa sem geimfari á íslandi!" Hlátrasköll glymja um allan salinn. Ókeypis flölskylduráðgjöf Páll vindur sér í síðasta hlutann og tekur að að eina skilyrðir fyrir því að eiga rétt á félagslegri þjónustu sé að eiga lögheimili á íslandi. „Félagsleg þjónusta skiptist í fjárhagsaðstoð og félagsaðstoð," segir Páll. „Fjárhags- aðstoð felur í sér aðstoð við fram- færslu fjölskyldna vegna fjárskorts og er miðað við 60.136 kr. á mánuði. Umsóknum til einnar af fjórum hverfaskrifstofum Félagsþjónust- unnar í Reykjavík þurfa að fylgja gögn um tekjur og eignir ákveðið tímabil. Ef umsækjandi er atvinnu- laus og á ekki rétt á fullum atvinnu- leysisbótum getur hann sótt um að- stoð hjá Félagsþjónustunni. Hann þarf þá að framvísa stimpilkorti og dagpeningavottorði frá vinnumiðlun til staðfestingar um atvinnuleit. Ef hann er óvinnufær þarf hann að framvísa læknisvottorði." Páll tekur fram að hægt sé að sækja um viðbótarfjárhagsaðstoð vegna sérstaks kostnaðar, t.d. sé hægt að sækja um námsstyrk fyrir ungt fólk, sérfræðiaðstoð, útfarar- styrk, tannlæknastyrk og lán eða styrki vegna sérstakra erfiðleika. Allar umsóknir um undanþágur séu skilyrtar og miðist gjarnan við að umsækjandi sé undir tekjumörkum og/eða eigi við félagslega erfiðleika að stríða. „Einnig er boðið upp á fé- lagslega aðstoð við einstaklinga og börn og er þá átt við að fólk getur komið og fengið aðstoð hjá félags- ráðgjöfum í hinum ýmsu málum - hvort heldur fólk þekki ekki rétt sinn hjá hinum ýmsu stofnunum eða vegna persónulegra vandamála,“ sagði Páll og tók að lokum fram að félagsþjónustan byði íbúum Reykja- víkur uppá ókeypis fjölskyldu- ráðgjöf. Eins væru umsóknir um heimaþjónustu og húsaleigubætur afgreiddar af félagsþjónustunni. Á næsta fræðslufundi í Miðstöð nýbúa verður fjallað um heilbrigðis- kerfið, læknisskoðun, sjúkra- og slysatryggingu. Mikilvægt að allt gangi vel fyrir sig Arkadivsz (Arek) Preuss er 30 ára og kom til Seyðisfjarð- ar frá Póllandi fyrir tveimur árum. „Vinur minn var að vinna í Vélsmiðjunni Stáli á Seyðisfirði. Eigandann vant- aði fleiri starfsmenn og spurði vort að hann viss af einhveijum í Póllandi. Um leið og allir pappírarnir voru frágengnir kom ég og starf- aði hjá fyrirtækinu fram á síðasta vor. Þá kom ég til Reykjavíkur og þurfti að finna mér nýja vinnu. Ég þurfti ekki að leita lengi, opn- aði bara símaskrána og hringdi í fyrsta fyrirtækið með „stál“ í nafninu. Núna vinn ég hjá Arentsstál á Eir- höfða 17,“ segir sjóðameist- arinn Arek og lætur vel af sér á íslandi. „Ég hef stundum sagt heima í Póllandi að Islendingar séu með heit hjarta í köldu landi." Arek er farinn að hlakka til að fara heim til fjölskyldu sinn- ar í Póllandi um jólin. „Ég á konu og tvö börn, 11 ára stelpu og 1 árs strák, heima í Póllandi. Konan mín vill flytja með börn- in til íslands og vonandi getur orðið af því næsta sumar. Við ætlum að kejra til Danmerkur og koma hingað með skipi. Mér finnst mjög mikilvægt að allt gangi vel fyrir sig og konunni geti líkað jafn vel á Islandi og mér þessi tvö ár. Þess vegna er mjög gagnlegt að koma á svona fundi og fá upplýsingar frá Morgunblaðið/Ámi Sæberg fyrstu ekki hendi. Upplýsingar í gegnum aðra útlendinga er ekki alveg jafn traustar." Réttar upplýsingar frá fyrstu hendi Svetlana Makarycheva er 28 ára. „Ég kom hingað frá Eistlandi til að gerast fim- leikaþjálfari hjá Gerplu fyrir sex árum. Hér hefur mér liðið vel og ætla að sækja um ríkisborgararétt þegar ég get átt von á því að fá hann lögum samkvæmt. Lífskjörin á Islandi eru mjög góð. I Eistlandi eru algeng mánaðarlaun um 50 dollarar (um 4.500 ísl. kr.). Hér eru launin um 20 til 30 sinnum hærri. Samfélagið er rólegt og fáar hættur,“ segir hún og grípur í son sinn, Leon Markus, tveggja og hálfs árs, áður en hann er þotinn á eftir blöðrunni sinni. Svetlana segist hafa sótt tvo fræðslufundi um íslenskt samfélag í Miðstöð nýbúa. „Ég verð að játa að eftir sex ár vissi ég ótrúlega lítið um réttindi og skyldur útlendinga á íslandi. Eins er því miður farið með stóran hóp út- lendinga. Sumir þora ekki að spyrja og aðrir eiga erfitt með að tjá sig. Hér fáum við réttar upplýsingar frá fyrstu hendi og skiljum hvert einasta orð af því að allar upplýsingarnar eru túlkaðar fyrir okkur á rússnesku. Ég og þeir sem ég þekki á fundinum eru mjög ánægðir með framtakið." Morgunblaðið/Ámi Sæbetg Islenska er Lidia Piecychna er 20 ára og kom hingað frá Póllandi í júní. „Islendingar eru ágætir og lífskjörin mun betri held- ur en í Póllandi. Hér getur almenningur lifað mannsæm- andi lífi. Maðurinn minn kom hingað fyrst til þess að vinna. Ég kom á eftir og hef verið að vinna á Droplaugarstöð- um. Vonandi get ég síðan lát- ið gamlan draum minn um að læra læknisfræði rætast,“ segir Lidia. Hún segir að fundurinn um atvinnuleit, atvinnuleyfi, atvinnuleysisbætur og fé- lagslega þjónustu sé fyrsti erfið fræðslufundurinn hennar. „Ég varð talsvert fróðari á fundinum. Alltaf er gott að vita meira en minna. Engu að síður vonast ég til að þurfa ekki að nota upplýsingarnar, t.d. um félagslegu þjónustuna. Ég er alveg viss um að ég og maðurinn minn komum á fleiri fundi því að farið verður yfir vítt svið og oft getur verið erfitt að átta sig á því hvernig kerfið á íslandi virkar,“ segir hún og er spurð að því hver séu önnur helstu vandamál út- lendinga á íslandi. Ekki stendur á svarinu. „Tungu- málið, íslenska er erfið.“ Morgunblaðiö/Ámi Sæberg Upplýsingar um allt sem skiptir máli Ludmila Titova er 49 ára og fluttist til íslands frá Suður- Rússlandi í apríl í fyrra. „Mað- urinn minn kom hingað fyrst til að þjálfa handboltamenn hjá íþróttafélaginu Fram. Ég kom á eftir með börnin okkar tvö, 7 og 10 ára. Okkur hefur líkað vel að búa á íslandi og erum búin að kaupa okkur íbúð,“ segir Ludmila stolt í bragði og á skýrri íslensku. Þegar hanni er hrósað fyrir tungumálahæfnina segist hún hafa farið á íslenskunámskeið hjá Námsflokkunum og hlotið heilmikla þjálfun í vinnunni á leikskólanum Marbakka. „Ég hef grætt heilmikið á því að sækja alla fræðslufundina í vetur,“ segir hún og útskýrir að þar hafi hún fengið heilmik- ið bæði af hagnýtum upp- lýsingum og útskýringum á lögfræðilegum málefnum. „Fundirnir hafa greinilega spurst út því að mætingin verð- ur sífellt betri. Fólk gerir sér grein fyrir því að hér er hægt að nálgast traustar upp- lýsingar um allt sem skijitir máli fyrir útlendinga á Islandi. Fræðslufundirnir eru virkilega gott framtak.“ Fræðsla um íslenskt samfélag Haldnir verða fræðslufund- ir í Miðstöð nýbúa í vetur þar sem fjallað verður um allt mögulegt sem út- lendingar þurfa að vita um íslenskt samfélag. Túlkað verður á 4 tungumál: ensku, pólsku, tailensku og rússnesku. Fræðslan fer fram í Miðstöð nýbúa við Skeljanes (strætó nr. 5) kl. 20 eftirfarandi daga og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Fræðslan fer þannig fram að fyrst munu aðilar frá viðkomandi stofnunum segja frá mikil- vægustu atriðum og síðan svara spurningum þátt- takenda. Þessi fræðsla um íslenskt samfélag er ókeyp- is. 12. desember: Heilbrigð- iskerfið - læknisskoöun - sjúkratrygging - slysa- trygging (pólska + rúss- neska) 9. janúar: Skattar og skattaskýrsla (enska + taí- lenska) 16. janúar: Skattar og skattaskýrsla (pólska + rússneska) 6. febrúar: Ungbarnaeftir- lit - fæðingar - barnabætur - mæðralaun - fæðingar- orlof (enska + taílenska) 13. febrúar: Ung- barnaeftirlit - fæðingar - barnabætur - mæðralaun - fæöingarorlof (pólska + rússneska) 13. mars: íbúóarleit - leigusamningur - húsa- leigubætur - íbúðarkaup (enska + taílenska) 20. mars: íbúðarleit - leigusamningur - húsaleigu- bætur - íbúöarkaup (pólska + rússneska) 10. april: Hjónaband - gifting - skilnaður - réttindi við skilnað - forræði - með- lag (enska + taílenska) 17. april: Hjónaband - gifting - skilnaður - réttindi við skilnað - forræöi - með- lag (pólska + rússneska) 8. maí: Skólakerfið - leik- skólar - skólaskylda - for- eldrasamstarf - móðurmálið (enska + taílenska) 15. maí: Skólakerfið - leikskólar - skólaskylda - foreldrasamstarf - móður- málið (pólska + rússneska).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.