Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Eiginkona mín, tengdadóttir, barnabarn, systir og systurdóttir, JÓNÍNA BJÖRK VILHJÁLMSDÓTTIR, (Nína), lést á Grensásdeild Landspítalans laugar- daginn 2. desember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 12. desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á minningarkort Heilaverndar í síma 588 9220. Þórsteinn Pálsson, Lilja Halldórsdóttir, Páll Vilhjálmsson, Leifur Steinarsson, Ingibjörg Brynjólfsdóttir, Daði Þór Vilhjálmsson, Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir, Dagný Hildur Leifsdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LOGI EINARSSON, fyrrv. hæstaréttardómari, Miðleiti 7, Reykjavfk, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 29. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð. Oddný Gisladóttir, Ýr Logadóttir, Hrund Logadóttir, Guðmundur Páll Pétursson, Sigríður Logadóttir, Hilmar Vilhjálmsson og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA SIGURVEIG EINARSDÓTTIR, Árskógum 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 16. desember kl. 14.00. Kveðjuathöfn verður í Seljakirkju miðviku- daginn 13. desember kl. 13.30. Helgi Hafliðason, Margrét Erlendsdóttir, Einar Hafliðason, Sigrún M. Magnúsdóttir, Sigurður Hafliðason, Kristrún Halldórsdóttir, Ragnar Hafliðason, Hansína Ólafsdóttir, Hafliði Hafliðason, Edda J. Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Búrfelli, Miðfirði, Furugrund 68, Kópavogi, fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 12. desember kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Tryggvi Eiríksson, Milla H. Kay, Guðmundur Eiríksson, Anna Sigurðardóttir, Flosi Eiríksson, Jón Eiríksson, Þórunn Eiríksdóttir, Guðjón Eiríksson, Helga Eiríksdóttir, Guðjón Bjarnason og ömmubörn. Sigurbjörg Geirsdóttir, Þorgeir Gunnlaugsson, Harpa Jónsdóttir, Jósef Pálsson, + Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, GUÐNI JÓNSSON, Vífilsgötu 14, Reykjavík, lést á öldrunardeild Landspítala Landakoti föstudaginn 8. desember. Svanborg Jónsdóttir, Jón Jónsson, Rannveig Jónsdóttir, Axel Guðmundsson, Sesselja Gísladóttir, Edda Kristjánsdóttir og bræðrabörn. JÓNA KRISTÍN MA GNÚSDÓTTIR + Jóna Kristín Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 14. nóvember 1917. Hún lést 29. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Soffía Jónsdóttir og Magnús Davíðsson. Systir Jónu Kristín- ar; Ragnhildur Dag- björt Jónsdóttir. Eiginmaður Jónu Kristínar var Magn- ús G. Jónsson. Synir þeirra eru Jón Ing- ólfur Magnússon og Magnús S. Magnússon. Utfor Jónu Kristínar fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 11. desember og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jóna Kristín Magnúsdóttir fædd- ist í Reykjavík 14. nóvember 1917 og ólst upp á heimili foreldra sinna, Soffíu Jónsdóttur frá Vík í Innra- Akraneshreppi, og Magnúsar Dav- íðssonar frá Ornólfsdal í Þverárhlíð. Faðir Soffíu, Jón Sigurðsson, rak allumfangsmikla útgerð og í áhöfn báta hans voru bændur úr hreppn- um og nærsveitum. Jón var ættaður frá Brautarholti á Kjalarnesi en Sólveig Ólafsdóttir móðir Soffíu var Borgfírðingur. Tvítug að aldri giftist Soffía Jóni Kristjánssyni af Weldingsætt í Hafnarfirði. Þau bjuggu að Eystra- Reyni í Innra-Akraneshreppi þar til Jón dó. Soffía og Jón eignuðust eina dótt- ur, Ragnhildi Dagbjörtu, og fluttust þær mæðgur til Hafnarfjarðar eftir lát Jóns og þaðan til Reykjavíkur. Seinna giftist Soffía Magnúsi Davíðssyni og var Jóna Kristín einkadóttir þeirra. Magnús fluttist ungur til Reykjavíkur. Hann vann sem ökumaður, átti hest og hest- vagn sem hann notaði til þess að flytja vörur fyrir fólk áður en bfla- öld tók að blómgast. Eftir það vann hann sem verkamaður lengst af hjá Böðvari Bjamasyni húsasmíða- meistara, eiginmanni Ragnhildar hálfsystur Jónu Kristínar. Magnús dó 1938 þegar Jóna Kristín var rösklega tvítug. Áður en Jóna Kristín giftist starf- aði hún ýmist við hjúkrun eða á barnaheimilum oftast sem forstöðu- kona. Það var áður en Fóstruskóli Islands tók til starfa og fóstrur/leik- skólakennarar urðu sérstök stétt. Árið 1946 giftist Jóna Magnúsi G. Jónssyni frönskukennara við Menntaskólann í Reykjavík, síðar dósent í frönsku við Háskóla ís- lands. Soffía bjó hjá þeim uns hún lést 1965. Eftir að Jóna giftist helgaði hún sig heimilinu. Þau Magnús bjuggu fyrst skamma hríð á Grundarstíg en keyptu síðan efri hæð og ris hússins Tjarnargötu 40 og bjuggu þar allan sinn búskap eða þar til Magnús lést 18. nóvember 1989. Jóna Kristín og Magnús eignuð- ust tvö syni, Magnús Sigurð, doktor í sálfræði og forstöðumann rann- sóknarstofu um mannlegt atferli við Háskóla íslands, og Jón Ingólf, doktor í stærðfræði og dósent við Háskóla íslands. Jóna Kristín var mikil fjölskyldu- manneskja. Hún lét hagi barna sinna og barnabama sig miklu skipta, fylgdist grannt með högum þeirra og ekkert var það sem hún vildi ekki fyrir þau gera. Hún var afskaplega ættrækin, vildi vera í góðum tengslum við ætt- ingja sína og var mikilvirk í að halda stórfjölskyldunni saman. Á heimilinu var gestkvæmt og oft líf- legar umræður í gangi. Oft hélt hún fjölskylduboð, hafði mikinn áhuga á matargerð og vildi þá hafa sem flesta í kringum sig. Þannig naut hún sín vel. Oft tók hún fólk að sér í lengri eða skemmri tíma ef á þurfti að halda. Ríkt var í Jónu að staða konunn- ar væri inni á heimilinu og átti hún alla tíð erfitt með að sætta sig við hvað við- yngri konur ynnum mikið utan heimilis. Hún lifði að sumu leyti í gamla tímanum hvað varðar hjónaband og uppeldi en var jafn- framt opin og á marg- an hátt ung í anda. Jóna var tilfinninga- rík og hrifnæm. Hún tók þátt í gleði manna og sorgum, stundum jafnvel úr hófi fram þannig að of nærri henni gekk. Hún tók líka mjög afgerandi afstöðu til manna og málefna og gat verið nokkuð dómhörð á stundum. Jóna hafði næma tilfinningu fyrir tónlist og ljóðum og setti stundum saman vísur sjálf en flíkaði þeim ekki. Hún var lengi virkur félagi í Ætt- fræðifélaginu og vel að sér um borgfirskar ættir. Hún sat í stjórn Sumargjafar og lét sig málefni þess félags miklu varða. Þá var hún einn- ig virk í kvennadeild Dómkirkjunn- ar. Eftir að ég giftist systursyni hennar 1966 var hún mér sem tengdamóðir. Hún lét sér afar annt um mig og mitt fólk og fáir voru þeir dagar sem við töluðum ekki saman. Hún hafði gaman af falleg- um hlutum og fallegum fötum. Hún hafði sérstakt yndi af því að aka um og skoða umhverfið, hýbýli manna eða fara í verslanir. Hún naut þess að fylgjast með þegar yngra fólk mótaði heimili sín og hafði sérstakt dálæti á bömum. Jóna var afar vin- föst og hélt tryggð við æskuvinkon- ur sínar fram á síðasta dag. Jóna og Magnús áttu einstakan vin, Halldór Hansen, sem hélt tryggð við Jónu, syni hennar og fjölskyldur þeirra eftir að Magnús dó. Halldór kom til Jónu nær dag- lega og var vinátta þeirra einkar traust. Jóna var myndarleg kona, bar sig vel, var beinvaxin og reisnarleg al- veg þar til hún veiktist síðasta vor en þá hrakaði henni mjög hratt. Hún lést miðvikudaginn 29. nóvem- ber á Landakoti. Við minnumst merkrar konu og þökkum henni langa og ánægjulega samfylgd. Guðrún Erla Björgvins- dóttir, Jón Böðvarsson. Fallin er velgerðarkona mín, Jóna Kristín Magnúsdóttir, lengst af í Tjarnargötu 40, Reykjavík. Hún varð 83 ára hinn 14. nóvember síð- astliðinn. Hafði þá verið ekkja í 11 ár rétt, eftir Magnús G. Jónsson frönskukennara. Hann lést einnig í nóvember; það var 30. nóvember 1989 að við fylgdum honum til graf- ar. Magnús og Jóna Kristín tóku á móti mér opnum örmum eitt haustið þegar ég hafði verið rekinn úr menntaskólanum fyrir fjarvistir. Hann beitti sér gagnvart skólanum fyrir því að ég yrði tekinn í sátt aft- ur, en hún tók á móti mér á heimil- inu. Drengurinn minn, var ég þá strax og svo alltaf síðan kallaður úr munni þeirrar konu, einnig eftir að ég varð fimmtugur. Það var ekki al- veg einfalt að koma þangað á sinni tíð fyrir mann með sært stolt sem ég hef sennilega yfirleitt haft full- mikið af. Þannig var að ég hafði ver- ið að vinna á Alþýðusambandsþingi sem þingsveinn. Það fór fram í KR- heimilinu og það voru að sjálfsögðu samfelldir næturfundir og því sam- fellt næturvinnukaup. Það voru því ómótstæðileg uppgrip fyrir menn sem höfðu reynt að lifa á kexi einu og vítamíni með rýrum - bókstaf- lega - árangri um nokkurra mánaða skeið. Mér hafði láðst að óska eftir leyfi úr skólanum sem að sjálfsögðu notaði tækifærið og beitti agavaldi sínu. Magnús franski, eins og Magnús G. Jónsson var alltaf kall- aður, kunni ekki að meta þetta. Hann sneri þessari ákvörðun við og bauð mér að koma í skólann aftur og í hálft fæði til sín. Það þótti mér í fyrstu lýsa engu betur en innræti borgarastéttarinnar. Aldrei hafði ég heyrt neitt eins fráleitt. Þangað til Jón Böðvarsson systursonur Jónu Kristínar tók sig til og talaði við mig. Beitti þeim rökum sem dugðu síðan á mig í 40 ár; það er hreyfing- unni fyrir bestu að þú klárir menntaskólann og takir þessu boði Magnúsar. Það gerði ég og þau tóku mér öll opnum örmum, Magnús, Jóna Kristín og strákarnir þeirra, Magnús og Jón. Sérstaklega auð- vitað Jóna Kristín. Hún passaði alls ekki í þá mynd sem ég hafði búið mér til af húsfreyjum í Tjarnargöt- unni. Drengurinn minn. Og svo var ég þar viðloðandi í tvö og hálft ár. Þar kynntist ég henni, Magnúsi og strákunum sem eru enn haldnir þessum sömu eigindum og þá: Fyr- irhafnarlaust skemmtilegir og viðsýnir strákar. Þannig varð brott- reksturinn úr menntaskóla einhver mesta heppni ævi minnar. Jóna Kristín stjórnaði þessu öllu. Hún hafði undarlegt lag á því að ráða úrslitum í öllum málum á heimilinu smáum og stórum ef hún vildi það. Hún var þó ekki ráðrík en hafði sterkan vilja. Það er allt of oft búið að segja í minningargreinum um fólk að það hafi gott hjartalag. Það hafði hún. Hún var jafnaðar- sinni. Hún hafði líka þá eiginleika að hún lét sér ekki nægja að tala um hlutina. Hún vildi gera það sem hægt var í málunum. Þannig tóku þau fleiri skólakrakka en mig upp á sína arma í menntaskóla. Sumir voru teknir í fæði, aðrir klæddir upp. Jóna Kristín var því í rauninni eldróttæk í viðhorfum miðað við samtíð sína. Hún starfaði að félags- málum í Bandalagi kvenna í Reykjavík og tók virkan þátt í margvíslegum félagsmálum. Hún var eins langt frá því og hægt var að vera yfirstéttarleg, snobb; mynd- in sem ég hafði gert mér af hús- mæðrum í Tjarnargötu breyttist til muna þegar ég hitti hana. Eftir þennan tíma minn í Tjarn- argötu varð mikið minna um sam- fundi okkar en hefði þurft að vera; nú þegar hún deyr sækir á mig eft- irsjá og samviskubit í senn. Það síð- ara fyrir að hafa ekki hitt hana oftar til að tala við hana, hlusta á hana segja frá og kynnast fjölskyldu hennar á ný. Eftir að ég fór í út- legðina hér í vesturheimi hafði ég aldrei hitt á hana en hafði sett mér fyrir í hvert skipti sem ég fór heim að ég ætti nú að fara að hitta hana. Af því varð ekki og nú er Jóna Kristín horfin úr þjóðskránni. Eftir situr í mér allt til loka minning um konu sem gaf fjölda manns nýtt líf og bjartsýni þegar illa stóð á; sem hafði hjartalag og viljafestu í senn til að láta athafnir fylgja orðum. Konu sem mér þótti vænt um og mun alltaf finnast einnig eftir að hún er fallin. Við Guðrún sendum með þessum fáu línum samúðar- kveðjur til Magnúsar og Jóns og fjölskyldna þeirra bræðra með þakklæti. Svavar Gestsson. Ósmár hópur góðra en nokkuð villtra drengja átti sér skjólgott athvarf í Tjamargötu 40 á árunum upp úr 1970. Þar var húsráðandi Magnús G. Jónsson, kennari í frönsku við MR og dósent við Há- skóla Islands, en sannkölluð móðir hússins var frú Jóna, einsog við kölluðum hana alltaf. Hún sparaði hvorki kaffi, meðlæti né móðurlega hlýju og þeir sem einu sinni voru komnir inn fyrir þröskuldinn yfir- gáfu það hús eiginlega aldrei síðan. Jón Ingólfur, sonur hennar, varð bekkjarfélagi minn og vinur þegar við lentum saman í eðlisfræðideild MR í fimmta bekk. Fyrr en varði var ég orðinn heimagangur hjá hon- um, hluti af undarlega stórum hópi sem leit nánast á Tjamargötu 40 einsog sitt annað heimili. Tæpast leið sá dagur að við litum ekki inn í eldhúsið eða setustofuna hjá frú Jónu til að ræða málin, hvort heldur var um pólitík eða bókmenntir. Öll- um sýndi hún áhuga, vakti yfir vel- ferð okkar og vandamálum, og virt- ist gleðjast af einlægni dag hvern þegar þetta lífsglaða stóð fyllti neðri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.