Morgunblaðið - 10.12.2000, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000 37
MINNINGAR ~~ "
; hæðina. í prófum breyttist setustof-
an svo í vinnustofu þar sem við
kúrðum fjórir eða fimm, kófsveittir
yfir bókunum, undir vökulum aug-
um Magnúsar meðan frú Jóna
sinnti okkur einsog eigin sonum.
Hún var sannarlega frú í þess
orðs bestu merkingu. Ég minnist
þess ekki að nokkrir í allri þessari
hjörð hafi nokkru sinni nefnt hana
sín á milli, eða ávarpað, öðru vísi en
með frúartitlinum. Þó vorum við af
kynslóðinni sem varpaði þéringum
og titlatogi endanlega út í hafsauga.
® Það sýnir líklega best hvaða sess
hún hafði í huga okkar.
Frú Jóna hafði einlægan áhuga á
fólki og var fróðleiksbrunnur um
ættfræði.
Sjálfur vissi ég lítt um eigin upp-
runa og ættir á þessum tíma og skil-
greindi mig helst sem Dýrfirðing
sem væri uppalinn í Hlíðunum. Það
I þótti ákaflega slæm ættfræði í
Tjarnargötunni og frú Jóna var ekki
lengi að finna út að ég væri af
Fremra-Hálsættinni, sem væri
þekkt fyrir skemmtilega menn en
ölkæra! Þú verður að passa þig svo
þú verðir ekki einsog sumir frænd-
ur þínir, sagði hún og taldi upp
nokkra af bestu sonum Bakkusar.
Sjálf var hún Klingenberg og giska
stolt af því.
Ég minnist þessa heimilis alltaf
með eftirsjá og hlýju. Maður henn-
ar, Magnús franski, einsog gamlir
Í MR-ingar kölluðu hann yfirleitt, var
1 einskonar goðsögn í okkar hópi
enda litum við upp til hans með tak-
markalausri virðingu. Fijálslyndur
menntamaður á heimsvísu sem tal-
aði fjölda tungumála, hafði ferðast
vítt um heiminn, þekktur skák-
meistari, og bæði áttu hjónin það
sameiginlegt að tala við okkur
drengina einsog jafningja. Þannig
a hafði enginn talað við mig fyrr.
Kanski var það þess vegna sem mér
I fannst heimilið í Tjarnargötu 40
8 vera öðru vísi en nokkurt annað
heimili sem ég kom inn á í æsku
minni.
Frú Jóna rifjaði stundum upp alla
þá sem hún átti þátt í að koma til
manns.
Á hennar heimili voru öll blöðin
keypt og aldrei heyrði ég þau hjónin
gera upp á milli flokka. Seinna lenti
j ég af tilviljun inní skjalabúnka
gamla Alþýðuflokksins og sá þá að
|j við Magnús heitinn höfðum ekki
J lent víðs fjarri hvor öðrum í póli-
tískri fjöru. Frú Jóna sagði hins
vegar að það væri ekki slæmt hlut-
skipti að hafa átt þátt í uppeldi
þriggja ritstjóra Þjóðviljans sem
allir hefðu svo setið á þingi. En fyrir
utan okkur Mörð, sem drukkum
kaffið hennar um árabil, hafði nefni-
lega Svavar Gestsson, sendiherra,
a líka átt þar athvarf nokkrum árum
fyrr þegar hann vantaði skjól um
stundarsakir. Hún talaði jafnan um
3 hann af mikilli hlýju og gladdist yfir
að hann týndi henni heldur aldrei.
Örlögin sáu svo um það að tengsl-
in millum okkar frú Jónu rofnuðu
síður en svo með árunum. Við
Magnús Sigurður, eldri sonur henn-
ar, lentum nefnilega í því happi að
kvænast glæsilegum systrum. Þar
með vorum við frú Jóna í reynd
,, komin saman í fjölskyldu. Ekki
versnuðu kynnin við það.
Þegar ég hugsa til baka rennur
upp fyrú' mér að af óvandabundnum
sýndi mér líklega enginn jafn mikla
gæsku á þessum tiltölulega erfiðu
tímum og frú Jóna. Ég bjó þá í ör-
litlu þakherbergi undir rjáfri í Eski-
hlíðinni og var um sinn talsvert einn
í heiminum. Þá var eldhúsið í Tjarn-
argötu 40 miklu meira virði en frú
Jónu óraði nokkru sinni fyrir. Fyrir
það þakkaði ég aldrei að fullu. Ég
náði þó að ljúka því eina sem hún
H bað mig um. Nú kveð ég gamla vin-
konu með djúpu þakklæti og bið
® fjölskyldu þennar blessunar guðs.
Ossur Skarphéðinsson.
En hvað raorgunn mildi
minnir á allt sem var;
gleðina, gæfuna, lífið.
Guð, hvað ég þakka það.
(Jóna Kristín Magnúsdóttir.)
Jóna Kristín Magnúsdóttir var
mikil vinkona Guðrúnar móður okk-
ar. Þær voru samtímis í 12 ára bekk
án þess að þekkjast náið, þegar
mamma kom frá Kanada og var
heima einn vetur. Er hún fluttist al-
komin aftur til íslands 1935 var hún
dag einn á leið með strætó úr
Skerjafirði í Kennaraskólann. Þar
var Jóna Kristín og þekkti hana um
leið, var sjálf á leið í Kennó, og allt
frá þessari strætóferð var vináttan
náin. Þegar heiðar eða haf skildi
þær að fóru mörg bréf í milli, ann-
ars voru nær dagleg símtöl eða
langar samverustundir. Vinskapur-
inn styi’ktist gegnum sokkabandsár
og námsár, sameiginlega vinnu á
barnaheimilum, giftingu og barn-
eignir, og að lokum ekkjustand með
nokkurra ára millibili. Óg þessi vin-
skapur var enn jafn sterkur er Jóna
Kristín nú lést, þær báðar famar að
líkamskröftum en andleg heilsa ósk-
ert og minni á öll þau ár sem þær
hafa gengið þennan veg saman.
Jóna Kristín, Magnús heitinn,
Soffía heitin, og strákarnir urðu
eins konar framlenging á okkar
stóru fjölskyldu. Þau eru mörg
sporin sem við minnumst að hafa
tiplað upp tröppumar á Tjarnar-
götu 40, bakdyramegin hvunndags
og aðaldyramegin þegar höfðingleg
boð Jónu voru haldin, þar sem borð-
in svignuðu undan kræsingum, hill-
urnar undan bókakostinum og
frönsku stólamir undan þeim fjöl-
mörgu gestum á öllum aldri sem
daglega heimsóttu þetta gestrisna
heimili. Fyrir barninu var Jóna sem
engill, hlý, mjúk, glaðvær og áhuga-
söm um velferð okkar eins og svo
margra annarra. Signý var stundum
búin að taka svo bókstaflega boð
Jónu um að flytja til sín að hún var
búin að pakka niður og skildi ekkert
í því hvers vegna hún fékk ekki að
flytja á þetta yndislega heimili, þótt
henni þætti nú sitt eigið harla gott
en fullfjölmennt til að ná þeirri at-
hygli sem heimili Jónu bauð upp á.
Þegar við vorum komin á legg
uppgötvuðum við smám saman nýj-
ar hliðar á Jónu. Hún var til dæmis
mikill ljóðaunnandi og skáldmælt
þótt hún flíkaði því ekki. Hún hafði
yndi af bókmenntum, tónlist, mál-
aralist, leiklist og yfirleitt öllu því
sem fegrað og bætt getur heiminn.
Hún var á eilífum þönum við að
sinna sjúkum og öldruðum og mátti
yfirleitt ekkert aumt sjá án þess að
reyna að bæta úr því. Hún var alltaf
glæsileg og mikil selskapskona, gat
haldið uppi skemmtilegum samræð-
um við hvem sem var, jafnt há-
menntaða prófessora sem fákunn-
andi börn. En gmnnurinn í eðli
hennar lá í manngæskunni, henni
þótti svo ofurvænt um þá sem hún
elskaði og vildi svo gjarnan að þeim
liði sem best og hjarta hennar var
stórt. Okkur tók það sárt að vita af
veikindum hennar, hefðum viljað
sýna það betur í verki, en nú er
komið að leikslokum og við viljum
þakka Jónu Kristínu fyrir alla þá
ástúð og tryggð sem hún sýndi
fjölskyldu okkar alla tíð. Móður
okkar þótti vænt um að hafa getað
heimsótt Jónu á Landakot á afmæl-
isdegi hennar 14. nóv. sl. og átt
hlýja samverustund með vinkonu
sinni.
Guð blessi minningu Jónu
Kristínar og gefi Magnúsi, Jóni og
öðram ástvinum hennar styrk í
sorginni.
Stefán, Sesselja, Páll Amór,
Signý, Þórunn, Sigþrúður,
Anna Heiða og Ivar, böm
Guðrúnar Stephensen og
Páls S. Pálssonar.
Kalli tímans hefir verið hlýtt og
farsælli lífsgöngu mikilhæfrar konu
er lokið. Jóna Kristín Magnúsdóttir
lést á líknardeild Landakotsspítala
að kvöldi 29. nóvembers síðastliðins
eftir skamma sjúkralegu.
Jóna Kristín fæddist við Lauga-
veginn í Reykjavík og ól nærfellt
allan aldur á Skólavörðuholtinu og
við Tjömina. Hún sá borgina vaxa
og dafna, hafði séð hús og götur, er
nú teljast til gamla miðbæjarins,
rísa úr grasi og kunni flestum betri
skil á sögu samferðamanna sinna.
Ættir átti hún hinsvegar að rekja til
byggða Borgarfjarðar og lagði
ávallt ríka áherslu á borgfirskann
upprana sinn, þar átti hún til mætra
og styrkra stofna að telja. Á ætt-
mennum sínum kunni hún glögg og
greinargóð skil enda snarpgreind
og margfróð.
Jóna Kristín var yngri dóttir
móður og einkabarn föður, hún naut
mikils ástríkis í æsku, þess bar hún
merki æ síðan, alúð og tryggð m’ðu
hennar aðalsmerki. Hún hlaut á
þeirrar tíðar mælikvarða fjölþætta
og góða undirstöðumenntun þrátt
fyrir erfið veikindi í æsku. Að al-
mennu námi loknu stundaði hún um
skeið nám við Kennai-askóla Is-
lands, sótti söngtíma, nam matar-
gerðarlist og í kvöldskóla lærði hún
vefnað og postulínsmálun. Tvítug
sigldi hún til sumardvalar í Eng-
landi og síðar til ársdvalar í upp-
eldisfræðum í Svíþjóð.
Störf Jónu Kristínar urðu marg-
vísleg á áranum milli tvítugs og
þrítugs, auk þess að hafa verið, við
góðan orðstír, fýrsti matreiðslu-
kennari við Húsmæðraskólann á
Löngumýri í Skagafirði, helgaði hún
sig mestmegnis aðhlynningar- og
uppeldisstörfum. Hún hjúkraði
sjúkum um hríð en starfaði lengst
af á hinum ýmsu barnaheimilum
Sumargjafar og Rauða krossins.
Aðeins 22 ára að aldri var hún orðin
forstöðukona bamaheimilis Rauða
krossins á Laugum í Sælingsdal.
Þar starfaði hún í þrjú sumur.
Til þess var tekið hvað hinni ungu
forstöðukonu fóra störf þar vel úr
hendi. Bar þar margt til, fjölþættir
hæfileikar Jónu Kristínar fundu sér
þar verðugan farveg, skipulags-
hæfni hennar, áræðni og útsjónar-
semi auk góðvildar og listrænna
eiginleika nýttust vel við uppeldis-
og stjórnunarstörfin. Orð fór af því
hve samstarfsfólk og börn undu sér
vel. Söngur var í hávegum hafður
og börnin hlutu í veganesti sjóð
laga, ljóða og leikja, en sjálf var
Jóna Kristín allt í senn ljóðelsk og
tónelsk enda hagmælt og gædd
prýðilegri söngrödd. Sigríður Sig-
urðardóttir húsfreyja í Sælings-
dalstungu tileinkaði Jónu eftirfar-
andi vísu þá er þær voru þar
nágrannar:
Ég þekki fljóð með funheitt blóð,
fagra drauma í ungri sál.
Hún elskar ljóð og listaslóð
og leggur rækt við hjartans mál.
Hér var því um mikinn kvenkost
að ræða þá er hún, komin undir
þrítugt, kynntist og giftist síðar
Magnúsi G. Jónssyni, franskmennt-
uðum gáfu- og drengskaparmanni.
Jóna og Magnús vora samvalin svo
að eftir var tekið, tveir kostum
prýddir einstaklingar tókust á við
tilverana hlið við hlið. Þau reistu
rausnargarð í fögra húsi við Tjarn-
argötu þar sem menning, smekkvísi
og hlýtt viðmót réðu ríkjum. Þar
bar margan gestinn að garði, heim-
ilið stóð opið háum sem lágum og
fáir munu hafa farið óbættir af
þeirra fundi. Fáar ef nokkrar sam-
tímakonur Jónu Kristínar hér í bæ
munu hafa tekið á móti öðrum eins
fjölda franskra fyrirmanna á heimili
sínu. Á þeim vettvangi hafði hún allt
til að bera og sló þar áreiðanlega
aldrei feilnótu, kom þar til meðfædd
reisn, næmi fyrir stund og stað og
ríkt mannlegt innsæi, en það að tak-
ast á við háþróaða franska um-
gengnishætti, svo vel sé, er ekki á
allra færi.
Móður sína aldraða annaðist Jóna
Kristín vel á annan áratug af fórn-
fýsi og dyggð. Eiginmanninn studdi
hún með ráðum og dáð og í minnurir
er haft allt það er hún lagði a3
mörkum til vaxtar og viðgangs AIl-
iance Frangaise, einkum og sér í
lagi stofnunar bókasafns þess fé-
lags. Annáluð voru kaffi-, köku- og
kertaljósakvöld á heimilinu í Tjarn-
argötu er léttu mörgum lund við
viðamikil og fórnfús störf í þágu
fransk-íslenskra menningartengsla.
Barnalán Jónu Kristínar og
Magnúsar var mikið, synirnir tveir,
Magnús og Jón, uxu úr grasi og
menntuðust vel. Þeir urðu er fram
liðu stundir gildir þegnar og fjöl-
skyldufeður. Tímamót urðu þá er
fjölskyldan stækkaði með tilkomu
tveggja mætra tengdadætra, þeirra
Ágústu og Ellenar, svo og barna-
barnanna fimm. Þau eru: Hulda
Hlín, Magnús Davíð, Margrét,
Kristín Soffía og Valgerður, öll eru
þau góðum gáfum gædd og gjörvi-
leg, þau urðu umsvifalaust þunga-
miðja tilvera ömmu og afa sem
hvort fyrir sig fylgdust grannt með
vexti þeirra og viðgangi til hinstu
stundar.
Komið var að lokaþætti í lífi Jónu
Kristínar, þá er hún, að Magnúsi
látnum, vel á áttræðisaldri ákvað að
yfirgefa fágætlega fagurt heimili
sitt við Tjamargötu og koma sér
fyrir í smærri íbúð við Lönguhlíð.
Til þess að hefja búskap í áður
óþekktu bæjarhverfi við breyttar
aðstæður þurfti kjark og dug, aldrei
hafði hún búið svo langt frá gamla
miðbænum, en hér tókst henni sem
fyrr að skapa sér hlýlegt og fallegt
umhverfi þar sem gott var að koma
og þar undi hún hag sínum, þegar
upp var staðið, vel í nálægð fjöl-
skyldu og vel valinna vina.
Það var öldrað kona en hnarreist
og ennþá kvik í hreyfingum sem síð-
sumars tók við endanlegum niður-
stöðum um að gamall sjúkdómur
hefði tekið sig upp. Þeim skilaboð-
um tók hún af raunsæi og djörfung
og gætti þess að aðrir yrðu sem
minnst varir við alvöra málsins.
Hún var sátt við lífið og full þakk-
lætis fyrir þá farsæld er henni hafði
fylgt. Lokastigið var friðsælt og
fagurt, úr djúpum svefni sveif hún
inn á æðra tilverastig í faðmi nán-
ustu fjölskyldumeðlima. Kær vin-
kona er kvödd, henni þakkar undir-
rituð ótal margar góðar og gefandi
samverastundir. Blessuð sé minn-
ing Jónu Kristínar.
Ragna S. Sveinsdóttir.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir og amma okkar,
HALLDÓRA KRISTJANA
SIGURÐARDÓTTIR,
Bakkaseli 6,
áður Austurbrún 25,
verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn
12. desember kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Krabbameins-
félagsins.
Baldur Sigurjónsson,
Ólöf S. Baldursdóttir, Gústaf Halldór Gústafsson,
Baldur Freyr Gústafsson, Laufey Helga Gústafsdóttir.
+
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og lang-
afa,
HALLDÓRS JÓNSSONAR
frá Asparvík,
Hamraborg 14,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimilis- og öldrunarþjónustu Kóþavogs-
bæjar ,og starfsfólks á deild A7 á Landspítalanum í Fossvogi.
Guðmunda S. Halldórsdóttir, Samúel Richter,
Ólöf Svava Halldórsdóttir, Ágúst Árnason,
Gísli Halldórsson, Ása Margrét Ásgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Við þökkum af heilum huga auðsýnda samúð,
vináttu og hlýhug vegna andláts föður míns og
afa,
ÁRNA KRISTJÁNSSONAR
(Arne),
Vindási,
Reykjavegi 52A,
Mosfellsbæ.
Guð blessi ykkur öll.
Rósa Árnadóttir,
Ingimar Þór Þorsteinsson,
Árni Jökull Þorsteinsson,
vinir og vandamenn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við fráfall og útför ástkærrar konu
minnar, móður okkar, tengdamóður, systur,
ömmu og langömmu,
ÞORGERÐAR NÖNNU ELÍASDÓTTUR,
Bústaðavegi 63,
Reykjavík.
Valdimar Karlsson,
Guðrún Guðlaugsdóttir, Guðmundur Páll Arnarson,
Einar Elias Guðlaugsson, Auður Egilsdóttir,
Kristján Guðlaugsson, Marit Wilhelmsen,
Guðmunda Elíasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.