Morgunblaðið - 10.12.2000, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SVEINN
SIGURÐSSON
+ Sveinn Sigurðs-
son fæddist í
Háagerði við Dalvík
9. ágúst 1919. Hann
andaðist í Dalbæ,
heimili aldraðra á
Dalvík, 30. nóvember
síðastliðinn. Hann
var sonur hjónanna
Kristínar Gunnlaug-
ar Jóhannsdóttur, f.
9. maí 1887, d. 20.
september 1982, og
Sigurðar Bjarnason-
ar, f. 14. ágúst 1881,
d. 10. janúar 1964.
Systkini Sveins voru
1) Rósa, f. 18. apríl 1910, d. 26.
október 1981, húsmóðir á Dalvík,
maki Haraldur Ólafsson, mat-
sveinn, f. 25. september 1900, d. 5.
nóvember 1963. 2) Jóhann, f. 18.
mars 1912, d. 11. júlí 1987, sjó-
maður á Dalvík, maki Ester Lár-
usdóttir húsmóðir, f.
9. júlí 1918, búsett á
Akureyri. 3) Frið-
leifúr, f. 30. desem-
ber 1913, d. 20. aprfl
1996, smiður á Dal-
vík, maki Aðalheiður
Árnadóttir, húsmóð-
ir, f. 23. nóvember
1921, nú á Dalbæ.
Sveinn hafði vél-
stjómar- og skip-
stjórnarréttindi á
minni báta. Hann
vann alla ævi við sjó-
mennsku og fisk-
verkun á Dalvík.
Sveinn var jarðsunginn frá Dal-
víkurkirkju 9. desember.
Rangt var farið með nafn
Sveins og hann sagður heita Rún-
ar Sveinn Sigurðsson. Hlutaðeig-
endur era beðnir velvirðingar á
mistökunum.
Sveinn frændi er dáinn. Hann dó
hægt og hljótt eins og hann lifði.
Sveinn móðurbróðir okkar var
yngstur systkinanna frá Háagerði,
sem nú eru öll dáin. Hann var sam-
ofinn iífi okkar frá upphafi. Hann
-kvæntist aldrei, en bjó lengstan
hluta ævi sinnar hjá foreldrum sín-
um í Svalbarði, en þar bjuggu einn-
ig foreldrar okkar og var sambýlið
því mikið og líka gott. Sveinn bjó í
litla herberginu uppi að vestan. Þar
átti hann m.a. „hvítan hest“ sem
hann notaði þó ekki mikið sjálfur,
en hafði gaman af að skenkja gest-
um. Sveinn stundaði lengst af sjó-
mennsku, bæði á vetrarvertíðum
fyrir sunnan og síldveiðum frá Dal-
vík. Eftir að hann kom í land vann
hann við fiskverkun. Hugur hans
var því jafnan tengdur sjósókn og
aflabrögðum. Síðustu árin hringdi
hann oftast daglega til að fylgjast
sem best með fiskiríinu. Sveinn
hafði gaman af laxveiðum á meðan
heilsan leyfði og nutum við systkin-
in oft góðs af feng hans. Einnig
naut hann ferðalaganna með vist-
fólkinu á Dalbæ eftir að hann flutt-
ist þangað. Sveinn var félagslyndur
og hafði mikla ánægju af vistinni á
Dalbæ og var einn af hinum lands-
frægu veðurspekingum Dalbæjar.
Síðasta ævidag sinn var Sveinn að
undirbúa sig fyrir ferð með félög-
um sínum í veðurklúbbnum á fund
heilbrigðisráðherra til að taka við
viðurkenningu. Hug sinn til Dal-
bæjar sýndi Sveinn m.a. með pen-
ingagjöf til kaupa á nuddpotti, á
tuttugu ára afmæli Dalbæjar, 1.
júlí 1999.
Sveinn frændi skilur ekki eftir
sig stóra minnisvarða, en hann skil-
ur eftir sig minninguna um þægi-
legan, góðviljaðan mann, sem
fylgdist vel með sínu fólki, ekki síst
unga fólkinu í ættinni. Sá sem læt-
ur sér annt um ungt fólk vill að
heimurinn batni. Þannig var
Sveinn frændi.
Systkinin frá Svalbarði.
Skilafrestur
minningar-
greina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
ELIN SKULADOTTIR
ELLEFSEN
+ Elín Skúladóttir
Ellefsen fæddist
4. júlí 1908. Hún lést
á hjúkrunarheimilinu
Garðvangi í Garði
hinn 17. nóvember
sfðastliðinn.
Elúi giftist Vilhelra
Ellefsen 1934 en
hann lést hinn 10. maí
1970. þau eignuðust
eina dóttur, Guðrúnu
Vilhelmsdóttur.
Elín var jarðsett
frá Keflavíkurkirkju
24. nóvember.
Eins og segir í ljóðinu: Það er
svo margt að minnast á og margar
glaðar stundir. Nú er elskuleg
t
Móðir okkar,
HALLDÓRA GUÐBRANDSDÓTTIR,
Brúartandi,
Mýrum,
lést á Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi
fimmtudaginn 7. desember.
Helga Brynjúlfsdóttir, Borge Jónsson,
Ólöf Brynjúlfsdóttir, Páll Sigurbergsson,
Ragnheiður H. Brynjúlfsdóttir, Haukur Arinbjarnarson,
Halldór Brynjúlfsson, Ásta Sigurðardóttir,
Brynjólfur Brynjúlfsson, Fanney Einarsdóttir,
Guðbrandur Brynjúlfsson, Snjólaug Guðmundsdóttir,
Guðmundur Þ. Brynjúlfsson, Ásdís Baldvinsdóttir
og fjölskyldur.
UTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþ j ónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri,
stmi 896 8242
Sverrir
Olsen
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen
útfararstjóri,
sími 895 9199
Útfararstofa fslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Súni 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
móðir mín farin heim.
Margar góðar minn-
ingar á ég frá barn-
æsku og margt
kenndi hún mér sem
ég hef varðveitt í
gegnum lífið. Hún
studdi mig í gegnum
súrt og sætt og var
alltaf tilbúin til að
rétta hjálparhönd.
Hún hugsaði ávallt
um þarfir annarra áð-
ur en hún hugsaði um
sínar eigin þarfir og
var mjög fórnfús. Hún
var trúuð kona og las
mikið Guðs orð og ýmis trúarleg
rit. Hún hjálpaði mér mikið þegar
ég var ung kona með þrjú börn
sem ólust upp í húsi foreldra
minna þangað til ég fluttist með
manni mínum og börnum til
Bandaríkjanna árið 1962. Foreldr-
ar mínir heimsóttu okkur oft þang-
að og eftir að faðir minn lést flutti
hún til okkar og bjó hjá okkur í
tvö ár. Síðar flutti ég aftur til ís-
lands til að vera hjá móður minni
síðustu æviárin hennar. Barna-
börnin eiga margar góðar minn-
ingar um ömmu sína, bæði héðan
af íslandi og frá dvöl hennar í
Bandaríkjunum. Þegar þau komu
og heimsóttu hana hingað voru
alltaf miklir fagnaðarfundir.
Ég og börnin mín viljum kveðja
móður mína með orðum Jesú: „Sá
sem trúir á mig mun lifa þótt hann
deyi.“ Jóh. 11:25.
Guðrún Vilhelmsdóttir.
Cacxv^s kom
v/ Possvo0sUi»*kjt4gc»^ð
Símii 554 0500
a
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
FRETTIR
Umhverfis-
verðlaun ISAL
veitt í fjórða sinn
ISAL, íslenska álfélagið, sem rekur
álverið í Straumsvík, hefur auglýst
lausa til umsóknar svonefnda um-
hverflsstyrki til rannsókna á nátt-
úru Islands fyrir árið 2001. Þetta er
í fjórða sinn sem fyrirtækið veitir
slíka styrki, að sögn Hrannars Pét-
urssonar, upplýsingafulltrúa ISAL.
„Umhverfismálin skipta æ meira
máli og hingað hafa fjölmargir að-
ilar leitað eftir stuðningi við rann-
sóknir sínar í gegnum árin. Með
umhverfisstyrknum var ákveðið að
beina slíkum umsóknum í einn
skýran farveg og laða um leið að
metnaðarfullar og áhugaverðar
rannsóknir," segir Hrannar.
Hann bætir því við að íslenskir
vísindamenn geti ekki leitað víða
eftir styrkjum og fslenska álfélagið
hafi orðið vart við mikla ánægju
með þetta framtak.
Sex rannsóknir hlotið styrk
ISAL auglýsti fyrst umhverfís-
styrki lausatii umsóknar árið 1998,
en þá hlutu tvær rannsóknir styrk-
inn; Ragnhildur Sigurðardóttir,
jarð- og líffræðingur fyrir áhrif
gróðurs á hraða og heildaruppsöfn-
un kolefnis í íslenskum vistkerfúm
og Þóra Ellen Þórhallsdóttir, pró-
fessor, fyrir rannsókn á æxlunar-
líffræði og nýliðun íslensku hálend-
isflórunnar.
Síðan þá hafa Ijórar rannsóknir
verið styrktar; Hafsteinn Helgason
verkfræðingur fyrir rannsóknir á
gleypnum leir (bentonite) sem
bindiefni og skammtara áburðar f
landgræðslu, Jóhanncs Sturlaugs-
son fyrir göngur dvergbleikju í
Straumsvík og Kaldá, Soffía Am-
þórsdóttir og Ásta Þorleifsdóttir
fyrir áhrif eðlis- og efnafræðilegra
umhverfísþátta á lágplöntu- og
lyngsamfélag í nágrenni stóriðju
og Sigríður Baldursdóttir í félagi
við Jónu Björk Jónsdóttur um teg-
undafjölbreytni og útbreiðsla ætt-
kvíslarinnar Micarea á Islandi.
Frestur til að senda inn umsóknir
vegna umhverfisstyrks ISAL fyrir
árið 2001, rennur út 10. febrúar á
næsta ári. Styrkupphæðin nemur
1.200 þúsund krónum.
Þjónustusvæði Tals stdreflist
Nær til 97%
landsmanna fyrir jól
TAL HF. er þessa dagana að taka í
notkun 23 nýja senda á höfuðborg-
arsvæðinu og á Snæfellsnesi. Jafn-
framt styttist í að viðskiptavinir
Tals geti nýtt sér reikisamband við
GSM-kerfi Símans á Vestfjörðum,
Norðurlandi vestra og á landinu
austanverðu.
Tal og Síminn gengu fyrir nokkru
frá reikisamningi. Starfsmenn Tals
og Símans hafa verið að undirbúa og
prófa reikisambandið að undan-
förnu og er stefnt að því að sam-
bandið verði virkt í vikunni fyrir jól.
Með uppbyggingu Tals og reiki-
samningnum við Símann mun þjón-
usta Tals ná til allra bæja á landinu
með fleiri en 200 íbúa.
Á höfuðborgarsvæðinu eru nú
fimmtán nýir GSM-sendar í upp-
setningu og munu þeir auka afköst
GSM-kerfis Tals verulega og mæta
vaxandi notkun í farsímakerfinu en
viðskiptavinum Tals hefur fjölgað
ört að undanfömu, segir í fréttatil-
kynningu.
Þá er uppsetningu á nýjum GSM-
sendum Tals á Snæfellsnesi að
ljúka. Tengingar við sendana eru að
hefjast og er gert ráð fyrir að þeir
verði allir komnir í loftið fyrir jól.
Nýju sendamir eru í Búðardal,
Stykkishólmi, Grundarfirði og
Ólafsvík, svo og á Hellissandi og
Rifi. í Vík í Mýrdal er einnig hafin
uppsetning á GSM-sendi Tals og er
vonast til að hann komist í þjónustu
fyrirjól.
Stjórnvöld hvött til
að gefa sér tíma
BÆNDASAMTÖK Islands, Lands-
samband stangaveiðifélaga, Lands-
samband veiðifélaga, Landvemd og
NASF, Vemdarsjóður villtra laxa
telja „alls ekki tímabært að landbún-
aðarráðherra heimili eldi á norskum
laxi í sjókvíum hér við land“, eins og
segir í sameiginlegri fréttatilkynn-
ingu frá hópunum, en talsmenn þeirra
áttu fund með landbúnaðarráðherra
síðastliðinn miðvikudag þar sem rætt
var um áform um að endurvekja sjó-
kvíaeldi á laxi hér við land.
I kjölfar fundarins tóku samtökin
saman yfirlýsingu um málið, en í
henni segir m.a., „margt er óunnið áð-
ur en unnt er að taka afstöðu til þess
hvort veita eigi leyfi til eldis á norsk-
um laxi í sjókvíum við ísland. í fyrsta
lagi verður að marka skýra stefnu um
vemdun íslenska laxins, bæði vegna
mikilvægis hans í lífríkinu og í efna-
hagslífi á landsbyggðinni. í öðm lagi
þarf að kanna hvemig sjókvíar yrðu
staðsettar með tilliti til farleiða villtra
laxa og hvemig lax af norskum upp-
mna hagar sér þegar hann sleppur út
í íslenskt lífríki. I þriðja lagi þarf að
ætla sér tíma til að endurskoða fisk-
eldiskafla í núgildandi lögum um lax-
og silungsveiði og setja sjókvíaeldi
skýran lagaramma sem myndi skapa
atvinnugreininni eðlilegt rekstrarum-
hverfi og tæki jafnframt fullt tillit til
náttúravemdarsjónarmiða. í fjórða
lagi þarf að þjálfa starfsmenn og
skipuleggja eftirlit með starfseminni
og völtun lífríkis sem hún kann að
ógna. Svo miklir hagsmunir em í húfi,
að stjómvöld verða að ætla sér nægan
tíma til undirbúnings og ákvörðunar-
töku. Kalla ber til hæfústu sérfræð-
inga á heimsvísu til ráðgjafar við mat
á áhættu og til að meta hvaða rann-
sóknir em nauðsynlegar til að afla
fúllnægjandi vitneskju um áhrif sjó-
kvíaeldis á norskum laxi.“
Lýst eftir
vitnum
LÖGREGLAN í Reykjavík lýs-
ir eftir vitnum að umferðar-
óhappi sem varð á Breiðholts-
braut við gatnamót Skógarsels,
föstudaginn 8. desember um kl.
17.55. Þama mun grárri bifreið
af gerðinni Toyota Camry hafa
verið ekið utan í bifreið af gerð-
inni Honda Civic, rauða að Iit,
sem ekið var austur Breiðholts-
braut og síðan ekið af vettvangi.
Þefr sem upplýsingar kynnu
að geta veitt um mál þetta em
vinsamlega beðnir að hafa sam-
band við lögregluna í Reykja-
vík.