Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR10. DESEMBER 2000 41 » FRÉTTIR Fyrirlestur um stríðs- glæpi og þjóðarímynd VALUR Ingimundarson sagnfræð- ingur heldur fyrirlestur þriðjudag- inn 12. desember í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags íslands sem hann nefnir „Sagnfræðingar, stríðsglæparéttarhöld og sjálfs- mynd þjóða“. Fundurinn fer fram í stóra sal Norræna hússins, hann hefst kl. 12:05 og lýkur stundvís- lega kl. 13. Aðgangur er ókeypis og er allt áhugafólk um stjórnmál og menningu velkomið. I erindi sínu mun Valur fjalla um „pólitískan fortíðarvanda" þjóða og beina sjónum sínum að Þjóðverjum og Frökkum, þ.e. þeim sem sýnt hafa vilja til að dæma eigin þjóðfé- lagsþegna fyrir stríðsglæpi. Nokkr- um aðferðum hefur verið beitt til að glíma við slíka fortíð: Auk „hreins- ana“, „sögulegrar gleymsku" og sögukennslu, hafa stríðsglæparétt- arhöld átt að þjóna þeim tilgangi að upplýsa almenning um viðkvæma kafla í sögu þjóða og sjá til þess, að hlutur fórnarlambanna sé réttur. En þessi aðferð vekur margar áleitnar spurningar um sjálfsmynd og sögutúlkun, tilraunir stjórn- valda til að stjórna umræðu um for- tíðina, samskipti ríkja á spennutím- um, eins og t.d. í kalda stríðinu, og þjóðfélagslegt hlutverk sagnfræð- innar og sagnaritunar. Valur mun rekja nokkur dæmi um þetta en sérstaklega þó mál dæmds þýsks stríðsglæpamanns og afstöðu þýskra stjórnvalda og almennings til stríðsglæparéttarhalda og áhrif þeirra á samskipti Þýskalands og Bandaríkjanna. Þá mun hann einn- ig fjalla um stríðsglæparéttarhöld í Frakklandi og pólitíska notkun á minningunni um samvinnu Viehy- stjórnarinnar við nasista á stríðsár- unum, segir í fréttatilkynningu. Valur Ingimundarson er doktor í sagnfræði frá Columbia háskólan- um í New York en ritgerð hans ber titilinn „East-Germany, West- Germany, and U.S. Cold War Strategy, 1950-1954.“ í rannsókn- um sínum hefur hann einkum fjall- að um samskipti Bandaríkjanna við Þýskaland og ísland. Auk bókar- innar „í eldlínu kalda stríðsins. Samskipti Islands og Bandaríkj- anna“ liggja eftir hann margar greinar og bókarkaflar í erlendum og innlendum ritum. Valur kennir samtímasögu við sagnfræðiskor HÍ. Athygli skal vakin á að nú eins og á síðasta starfsári má lesa fyrir- lestra í fundarröðinni í Kistunni, vefriti um hugvísindi, á slóðinni www.hi.is/~mattsam/Kistan. Þar er einnig að finna skoðanaskipti fyrirlesara og fundarmanna. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Fimmtíu þúsund lítra olíutankur Jólasveinar Þj óðminj asafns- ins í Ráðhúsi Reykjavíkur SAMKVÆMT venju byrja íslensku jólasveinamir að koma til byggða 13 dögum fyrir jól. Þeir leggja leið sína í ráðhús Reykjavíkur dag hvem frá og með 12. desember og njóta til þess að- stoðar Þjóðminjasafnsins, Möguleik- hússins og íslandspósts. Sunnudaginn 17. desember munu þau Grýla og Leppalúði birtast í Ráð- húsinu ásamt Askasleiki, syni sínum. Jólasveinafjölskyldan skartar þjóð- legum búningum sem Bryndís Gunn- arsdóttir hannaði handa þeim í fyrra. íslandspóstur gaf í fyrra út frí- merki með mynd af jólasveinunum og í ár fá Grýla og Leppalúði sín frí- merki. Þjóðminjasafn íslands hefur gefið út 14 jólakort með jólasveinun- um, Grýlu og Leppalúða og em þau til sölu í Bókabúð Máls og menningar, Bókaversluninni Vedu, Bókabúð Böðvars í Hafnarfírði og Bókabúð Jónasar á Akureyri og hjá jólasvein- unum í Ráðhúsinu. Þriðjudaginn 12. desember Stekkj- arstam-; miðvikudaginn 13. desember Giljagaur; fimmtudaginn 14. desem- ber Stúfur; föstudaginn 15. desember Þvörusleikir; laugardaginn 16. des- ember Pottasleikir; sunnudaginn 17. desember Askasleikir, Grýla og Leppalúði; mánudaginn 18. desember Hurðaskellir; þriðjudaginn 19. des- ember Skyrgámur; miðvikudaginn 20. desember Bjúgnakrækir; fimmtu- daginn 21. desember Gluggagægir; föstudaginn 22. desember Gáttaþef- ur; laugardaginn 23. desember Ket- krókur; og sunnudaginn 24. desem- ber Kertasníkir. Jólasveinamir koma kl. 14 nema Kertasníkir sem kemur kl. 11 á að- fangadag. ------------------ Jólafundur Kvenréttinda- félags Islands JÓLAFUNDUR Kvenréttindafé- lagsins verður haldinn þriðjudaginn 12. desember kl. 20. Fundurinn verð- ur haldinn í Skólabæ við Suðurgötu 26 (Skólabær stendur á horni Kirkjugarðsstígs og Suðurgötu). Á jólafundinum lesa rithöfundar upp úr verkum sínum og sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir flytur jólahug- vekju. Rithöfundarnir sem lesa upp eru: Guðrún Helgadóttir, Linda Vil- hjálmsdóttir, Rúnar Helgi Vignisson og Vilborg Dagbjartsdóttir. Sú síð- astnefnda les uppúr æviminninga- bók sinni sem skráð er af Kristínu Mörju Baldursdóttur. Aðgangseyrir er 500 krónur og innifalið er kakó/kaffi og piparkökur. Allir eru velkomnir á jólafund Kven- réttindafélags íslands Hnappavöllum - Að undanfömu hafa verktakar unnið að því að sefja niður 50 þúsund lítra birgða- tank fyrir olíu og bensín við verslun Kaupfélags Austur-Skaftafellssýslu á Fagurhólsmýri. Þetta er einn tankur með skilrúmi og tvöföldu byrði en þar á milli er skynjari sem gefur til kynna ef einhvers staðar fer að leka. Olfufélögin eru nýlega farin að taka svona tanka í notkun en þeir standast kröfur ESB og munu leysa af hólmi tanka sem sett- ir vom fyrir rúmum 30 árum. Þarna verður settur upp sjálfsali þannig að vegfarendur geta í fram- tfðinni alltaf fengið eldsneyti á Fag- urhólsmýri. Þorláksmessuskata Verslanir — veitingahús — mötuneyti Eigum fyrirliggjandi ekta vestfirska skötu, vel kæsta. Óskar Friðbjamar, harðfisk- og hákarlaverkun Hnífsdal, simi 456 4531 og 862 9868. Blikanes 22, Gbæ. \ , 4 . Glæsilegt einbýlishús, mikið endurnýjað að utan og innan. Laust fljótlega. Lyklar á skrifstofu. EIGNA §999 NAUST 1160 Þórarinn Jónsson hdl., löggiitur fasteignasali. Svavar Jónsson sölumaður, Jón Kristinsson sölustjórí. Björt og hlýleg 3ja herb. íbúð á 1. hæð í litlu fjölbýli. Merbau-parket á allri íb. Nýlegar innréttingar. Sérgarður. Til afh. strax. Góð langtímalán áhv. 5,7 millj. Verð 11,6 millj. 4663 FOLD FASTEiGNASALA, sími 552-1400 fax 552-1405. OPIÐ HÚS í DAG MILLI KL. 14-16 í FLÉTTURIMA 12. LÁRA 0G SKARPHÉÐINN TAKA VEL Á MÓTI YKKUR Suðurlandsbraut 52, við Faxafen ° Fax 530 1501 * www.husakaup.is Laugavegur - fjárfestar Til sölu er þetta glæsilega 440 fm verslunarhúsnæði Hans Petersens hf. á Lauga- vegi 178. Húsnæðið er allt nýstandsett og vandað í alla staði. Um húsnæðið er í gildi nýr 10 ára leigusamningur. Hér er á ferðinni einstaklega góður og trautur fjárfesting- arkostur [ húsnæði á besta stað þar sem leigutaki er mjög traustur. Húseign í v góðu ástandi og verið að Ijúka við endurgerð sameignar sem verður mjög glæsileg. FLLAcÉ^STLICNASALA Æák, ,©5301500 EIGNASALAN ll HUSAKAUP Hjallabraut, Hafnarfirði - 5 herbergja Til sölu fallegt 110 fm 5 herbergja íbúð á 3ju hæð í vel staðsettu álklæddu fjölbýli. Stór stofa, 4 svefnherbergi og sjónvarpshol. Sérþvottahús í íbúð. Flísalagt bað. Parket. Búið að byggja yfir tvennar svalir. Áhv. byggsj. 2,2 millj. Verð 11,9 millj. FÉLAcflKsTtlGNASALA , (f) 530 1 500 EIGNASALAN ■■ HUSAKAUP Suðurlandsbraut 52, við Faxafen • Fax 530 1501 • www.husakaup.is OPIÐ HUS SUNNUDAGINN 10. DES. BÁSENDI - 8 LAUS FLJÓTLEGA Nýkomin í einkasölu mjög góð 122 fm íbúð neðri sérhæð í tvíbýlishúsi. Á hæðinni eru m.a. 2 svefnherbergi, stofur, eldhús og baðherbergi en í H kjallara eru 2 herbergi, geymsla, sér !1 a * , þvottahús o.fl. Nýlegt eikarparket á i ■m E I I i fe gólfum efri hæöar. Góð, eldri máluð innrétting í eldhúsi. Áhv. 6,6 millj. ___I húsbréf. Verð 14,4 millj. Árni og Ingibjörg taka á móti ykkur í dag á miili kl. 14,00 og 16,00 LYNGMÓAR - 4 GARÐABÆ LAUS STRAX Nýkomin í einkasölu falleg og björt 60 fm 2ja herb. íbúð á 3. hæð ásamt bílskúr. íbúðin er með yfirbyggðum svölum sem hægt er að nýta sem herb. Svalir ekki inni í fm. Hátt til lofts og vítt til veggja. Frábært útsýni. Hús klætt að utan Áhv. 3,1 millj. byggsj. verð 9,9 millj. Ásta tekur á móti ykkur í dag á milli kl. 14,00 og 16,00 GIMUGIMLI FASTEIGNASALAN GIMLI, ÞÓRSGÖTU 26, FAX 552 0421, SÍMI 552 5099 Lj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.