Morgunblaðið - 10.12.2000, Qupperneq 48
SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000
DAGBOK
MORGUNBLAÐIÐ
e
í dag er sunnudagur 10. desember,
345. dagur ársins 2000. Orð dagsins;
Jfkærleika sínum ákvað hann fyrir-
fram að veita oss sonarrétt í Jesú
Kristi. Sá var vilji hans og náð, sem
hann lét oss í té í sínum elskaða syni.
(Ef. 1,5.-7.)
Skipin
Rcykjavfkurhöfn:
Mánafoss, Selfoss og
Tornator koma í dag.
Selfoss fer á morgun,
Ýrina Articac kemur á
morgun.
Hafnarfjarðarhöfn:
Selfoss kemur á morg-
un.
Fréttir
Bókatíðindi 2000. Núm-
er sunnudagsins 10.
des. er 39846 og mánu-
dagsins 11. des. er
78775.
Mannamót
Aflagrandi 40. Á morg-
un kl. 8.45 leikfími, kl. 9
vinnustofa, kl. 10 boccia,
kl. 13 vinnustofa, kl. 14
iglagsvist, kl. 15 kaffí.
Árskdgar 4. Á morgun
kl. 9 pennasaumur og
harðangur, kl. 10.15
leikfimi, kl. 11 boccia,
kl. 13.30 féiagsvist, kl.
13 opin smíðastofan, kl.
16 myndlist.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9-16 handa-
vinna, ki. 9-12 búta-
saumur, kl. 10 sam-
verustund, kl. 13
Áiútasaumur. Dansað í
kringum jólatréð við
undirieik Ragnars Leví,
fostud. 15. des. ki. 14.
Félagsþjónustukórinn
syngur jólalög og jóla-
sveinninn kemur í heim-
sókn. Súkkulaði og kök-
ur. Ömmu- og afabörnin
velkomin. Skráning á
skrifstofu og í s. 568-
5052 fyrir kl. 16 á
fimmtud.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á mánud.
kl. 20.30. Skrifstofan
Gullsmára 9 er opin á
^orgun kl. 16.30-18 s.
Ö54-1226
Félagsstarf aldraðra
Lönguhiíð 3. Á morgun
kl. 9 myndlist, kl. 10
verslunin opin, kl. 11.20
leikfimi, kl. 13 handa-
vinna og föndur, kl.
13.30 enska framhald.
Félagsstarf, Furugerði
1. Aðventuskemmtunin
verður haldin þriðjud.
12. des. kl. 20. Veislu-
stjóri er sr. Hjálmar
Jónsson, tónlistaflutn-
ingur frá Tónskóla
Björgvins, einsöngur:
^rafnhildur Ólafsdóttir,
undirleikari Kolbrún
Sæmundsdóttir. Anna
Þrúður Þorkelsdóttir
les jólasögu og Furu-
gerðiskórinn syngur við
undirleik Ingunnar
Guðmundsdóttur.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18-20. Á
morgun kl. 9.45 leikfimi,
kl. 13 spilað (brids).
Félag eldri borgara í
Íafnarfirði, Hraunseli,
eykjavíkurvegi 50.
Púttæfing í Bæjar-
útgerðinni í fyrramálið
kl. 10-12. Tréútskurður
í Flensborg kl. 13. Fé-
lagsvist í Hraunseli kl.
13:30. Á miðvikudag
býður lögreglan í skoð-
unarferð í Nesstofu og
kaffi í Kaplakrika. Rút-
ur frá Hraunseli, Höfn
og Hjallabraut 33 kl.
13. Á fimmtudag verður
opið hús, jólafundur.
Gaflarakórinn, jóla-
saga: Hjördís Guð-
björnsdóttir, happ-
drætti, einsöngur:
Anna Pálína Árnadótt-
ir, jólahugvekja: Stefán
Már Gunnarsson, jóla-
kaffi.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Félagsvist
fellur niður hefst aftur
eftir áramót, nánar
auglýst síðar. Dansleik-
ur kl. 20 Caprí-Tríó
leikur fyrir dansi, síð-
asti dansleikur fyrir jól.
Mánudagur: Brids kl.
13. Danskennsla Sig-
valda kl. 19. fyrir fram-
hald og byrjendur kl.
20.30. Jólaferð á Suður-
nesin laugardaginn 16.
desember. Upplýst
Bergið í Keflavík skoð-
að. Ekið um Keflavik,
Sandgerði og Garð.
Súkkulaði og meðlæti á
Ránni í Keflavík. Brott-
för frá Ásgarði, Glæsi-
bæ kl. 15. Æskilegt að
fólk skrái sig sem fyrst.
Upplýsingar í síma 588-
2111.
Gerðuberg, félagsstarf.
Á morgun kl. 9-16.30
vinnustofur opnar, m.a.
fjölbreytt handavinna,
kl. 9.25 sund og
leikfimiæfingar í Breið-
holtslaug, spilasalur
opinn frá hádegi, kl.
15.30 danskennsla hjá
Sigvalda. Miðvikud. 13.
des. árleg ferð með lög-
reglunni, Olíufélagið hf.
ESSO býður akstur,
m.a. Laugarneskirkja
heimsótt, umsjón sr.
Bjarni Karlsson, öku-
ferð um Sundahöfn og
nýja bryggjuhverfið í
Grafarvogi. Kaffi í boði
Islandsbanka í Lóuhól-
um í Ásgarði í Glæsibæ.
Mæting í Gerðubergi
kl. 12.30 skráning í haf-
in. Allar upplýsingar
um starfsemina á
staðnum og í síma 575-
7720.
Gullsmári, Gullsmára
13. Matarþjónusta er á
þriðju- og föstudögum,
panta þarf fyrir kl. 10
sömu daga. Á vegum
bridsdeildar FEBK
spila eldri borgarar
brids mánudaga og
fimmtudaga. Skráning
kl. 12.45. Spil hefjast
stundvíslega kl. 13.
Leikfimi á mánud. kl. 9
og 10, vefnaður kl. 9.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun handa-
vinnustofan opin, leir
kl. 9-17, kl. 9.30
keramik, kl. 13.30
lomber og skák.
Hraunbær 105. Á
morgun kl. 9 postulíns-
málun og perlusaumur
og kortagerð, kl. 10.30
bænastund, kl. 14 sögu-
stund og spjall.
Hvassaleiti 56-58. Á
morgun kl. 9 keramik,
tau- og silkimálun og
klippimyndir, kl. 10
boccia, kl. 13 spilað.
Hæðargarður 31. Á
morgun kl. 9-16.30 opin
vinnustofa, handavinna
og föndur, kl. 14 félags-
vist.
Norðurbrún 1. Á morg-
un, bókasafnið opið frá
kl. 12-15, kl. 10 ganga.
Vesturgata 7. Á morg-
un kl. 9.15 handavinna,
kl. 10 boccia, kl. 12.15
danskennsla framhald,
kl. 13.30 danskennsla
byrjendur, kl. 13 kóræf-
ing. ___________
Vitatorg. Á morgun kl.
9 smiðjan kl. 9.30 bók-
band, bútasaumur og
morgunstund, kl. 10
fótaaðgerðir, kl. 13
handmennt, kl. 13. leik-
fimi, kl. 13 spilað.
Iláteigskirkja. Á morg-
un, opið hús fyrir 60 ára
og eldri, stund með Þór-
dísi kl. 10-12. Gengið
inn Viðeyjarmegin.
Félagsstarf SÁÁ. Fé-
lagsvist í Hreyfilshús-
inu (3. hæð) á laugar-
dagskvöldum kl 20.
Brids fellur niður í
kvöld.
GA-fundir spilafikla,
eru kl. 18.15 á mánu-
dögum í Seltjarnar-
neskirkju (kjallara), kl.
20.30 á fimmtudögum í
fræðsludeild SÁA, Síðu-
múla 3-5,og í Kirkju
Óháða safnaðarins við
Háteigsveg á laugar-
dögum kl. 10.30.
Kirkjustarf aldraðra,
Digraneskirkju. Sein-
asta opið hús verður
þiðjudaginn 12. des. Op-
ið hús á þriðjud. frá kl.
11 leikfimi, helgistund
og fleira. Jólagleðin
verður 28. des. í Hjalla-
kirkju kl. 14.
Kvenfélag Bústaða-
sóknar heldur jólafund
sinn í Safnaðarheimilinu
11. desember kl. 19.15.
Jólamatur, upplestur,
happdrætti og helgi-
stund.
Heimaeyjarkonur mun-
ið jólafundinn 11. des. í
Ársal Hótel Sögu, húsið
opnað kl. 19.
Slysavarnadeildin
Hraunprýði. 70 ára af-
mælis og jólafundur
verður haldinn í Skút-
unni þriðjud. 12. des. og
hefsþ með borðhaldi kl.
19. Álftagerðisbræður
syngja, happdrætti,
jólahugvekja. Aðgöngu-
miðar seldir í Verslunni
Gjafakort, Strandgötu
29, milli kl. 14 og 18 frá
4. des.
Kvenfélag Grensás-
sóknar. Jólafundur
verður 11. des. kl. 20 í
safnaðarheimilinu. Góð
dagskrá og góðar veit-
ingar.
Slysavarnadeild
kvenna á Seltjarnarnesi
og Kvenfélagið Seltjörn
verða með sameiginleg-
an jólafund mánud.ll.
dese. kl. 20 í sal Sjálf-
stæðisfélags Seltirninga
að Austurströnd 3,3.
hæð. Gestur fundarins
er Miriam Óskarsson.
Félagskonur, vinsam-
lega tilkynnið þátttöku
til formanna.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavfk. SÍMAR: Skiptiborð: 669 1100. Auglýsingar:
£69 1111. Áskriftir: 669 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 669 1329, fréttir 669 1181, íþróttir 669 1156,
Cfblöð 669 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1116. NETFANG:
RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innaníands. í lausasölu 150 kr. eintakið.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Flest orkar
tvímælis,
þá gert er...
MÁLVERND og virðing
fyrir íslenskri tungu er
lofsverð og það átak ráðu-
neytis-mennta að velja nú
fæðingardag Jónasar Hall-
grímssonar dag málræktar
er fagnaðarefni. Sem og að
verðlauna á þeim degi þann
mann, sem þriggja manna
nefnd hinna hæfustu
manna sameinast um að
telja mestu hafa áorkað í
ræðu eða riti íslenskunni til
verndar og prýði.
Starf nefndarinnar er
erfitt, úr svo mörgu er að
velja t.d. ritstjórann Matt-
hías, skáldin æði mörg, ég
nefni Hannes Pétursson og
Gunnar Dal, að ógleymdum
Gísla Jónssyni, sem hefur
ritað af snilli um íslenskt
mál til margra ára, margir
eru þarna verðugir sem
betur fer.
Magnús Þór Jónsson var
valinn, hinn mætasti mað-
ur, ríkur af húmor og syng-
ur á lægri nótunum. Ég hef
hvorki séð né heyrt texta
eftir hann sem geisla svo af
íslensku að það réttlæti
verðlaunaveitinguna, hún
virkar á mig sem biturt
háð.
Nefndin hlýtur að hafa
byggt niðurstöðu sína á
nýlegum verkum Magnús-
ar og ég óska eftir að hún
fái þessi verk birt í MB.
Ég set traust mitt á son-
ardóttur hins virta ís-
lenskumanns Sigurðar
Nordals og treysti henni til
að láta alþjóð fá að lesa
snilldina, þá kann svo að
fara að þeir efagjörnu verði
trúaðir og númer eitt að
verkin nýtist íslenskri
tungu til eflingar.
Pálmi Jónsson,
Sauðárkróki.
Þakklæti
ÉG var ein af þeim sem
handleggsbrotnaði mánu-
daginn 27. nóvember sl.
Það keyrði bfll fram á mig;
þar sem ég lá í götunni. I
bflnum voru þrjár konur,
tvær úr Kópavogi og ein úr
Garðabæ. Þær hjálpuðu
mér á fætur og keyrðu mig
niður á slysavarðstofu. Þar
er tekið á móti háum sem
lágum af læknum, lækna-
nemum og hjúkrunarfólki
og öðru starfsfólki af mikilli
alúð.
Ég lenti í því að vera eina
nótt á gjörgæsludeild og
ekki var fólkið síðra þar. Á
þönum alla nóttina að sinna
veiku fólki. Það á þakklæti
mitt skilið. Ég óska ykkur
góðrar framtíðar og gleði-
legra jóla.
230826-2859.
Tapað/fundid
Grænn poki
tapaðist
GRÆNN poki með sund-
dóti tapaðist frá Háaleitis-
hverfi og niður í Laugardal
í síðustu viku. Skilvís finn-
andi er vinsamlegast beð-
inn að hafa samband í síma
553-8971.
Ljósblá snyrtitaska
tapaðist
LÍTIL ljósblá snyrtitaska
tapaðist miðvikudaginn 6.
desember sl. Hún hefur
sennilega tapast í Fjarðar-
kaupum í Hafnarfirði.
Þetta er mikill missir fyrir
eigandann. Upplýsingar í
síma 861-3136.
Dýrahald
Snúlii
Snúlli
er týndur
SNÚLLI okkar er týndur.
Hans er sárt saknað. Snúlli
er hvítur persneskur högni,
mjög gæfur. Hann er
eymamerktur inni kisi,
mikið loðinn. Ef einhver
hefur orðið hans var, þá bú-
um við í Hlíðunum og sím-
inn okkar er 552-2805 eða
695-8528.
Krossgáta
LÁRÉTT:
1 blíða, 8 smákvikindi, 9
mannsnafn, 10 skartgrip-
ur, 11 hendi, 13 tarfs, 15
kuldastraum, 18 hrópa,
21 búinn, 22 víkka, 23
raunveruleiki, 24 log-
andi.
LÓÐRÉTT:
2 einn postulanna, 3 upp-
hefð, 4 hitann, 5 skútu, 6
fita, 7 öruggur, 12 álít,
14 fæða, 15 spendýr, 16
snákur, 17 þreytuna, 18
ker, 19 launung, 20 bára.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 ámóta, 4 hægur, 7 japla, 8 rósum, 9 ráf, 11
nom, 13 þrír, 14 æskir, 15 fjör, 17 ásar, 20 fló, 22 vakur,
23 ljóri, 24 sárið, 25 neita.
Lóðrétt: 1 áþján, 2 óspar, 3 afar, 4 horf, 5 gusar, 6 róm-
ur, 10 Áskel, 12 nær, 13 þrá, 15 fávís, 16 öskur, 18 skóli,
19 reisa, 20 frið, 21 óíán.
Víkverji skrifar...
UNGUR sonur Víkverja, sem er
nýorðinn læs, varð glaður í
bragði þegar hann sótti póst heimil-
ins að útidyrunum fyrr í vikunni.
Það er ekki á hverjum degi sem eitt
bréfanna er handa honum sjálfum.
Af og til hefur hann fengið bréf frá
Umferðarskólanum og nokkrum
sinnum kort frá vinum og vanda-
mönnum erlendis en aldrei stórt
bréf með nafninu hans prentað utan
á, svona bréf eins og pabbi og
mamma eru alltaf að fá. Eftirvænt-
ingin var því mikil þegar ungi mað-
urinn opnaði bréfið og honum fannst
innihaldið eiga við sig sérstakt er-
indi.
Bréfið góða var frá Afa, sem sér
um barnatíma Stöðvar 2.
Hann var að láta bömin vita
hvaða barnadagskráin á Stöð 2 væri
skemmtileg á aðventu og jólum og
bjóða þeim að taka þátt í verðlauna-
samkeppni. Með fylgdi veggspjald
um jólasveinana, Afa og Stöð 2.
Víkverji tók þátt í gleði unga
mannsins en undir kraumaði í hon-
um reiði í garð fyrirtækisins sem
hafði gert bamið að fórnarlambi
nýjustu markaðsherferðar sinnar.
Óll 3-8 ára börn á heimilum
áskrifenda Stöðvar 2 fengu sams
konar bréf og það sem syni Víkverja
barst. Auðvitað er það engin tilvilj-
un að bréfið barst inn á heimilin degi
áður en nýtt áskriftartímabil hófst.
Þessar fjölskyldur greiða Stöð 2
um það bil 5000 krónur í áskriftar-
gjöld mánaðarlega. Á tímum harðn-
andi samkeppni á innlendum sjón-
varpsmarkaði er augljóst að Stöð 2
stendur illa að vígi gagnvart því að
selja dýrum dómum erlent efni sem
nýjasti aðilinn á markaðnum, Skjár
1, kostar með auglýsingatekjunum
eingöngu.
Það ber örvæntingu Stöðvar 2
órækt vitni að ætla að standa vörð
um markaðshlutdeild sína með því
að senda saklausum börnum
ísmeygilegan áróður sinn.
Nú er Víkverji ekki sérfræðingur
í beinni markaðssetningu af þessu
tagi en hann hefur staðið í þeirri trú
að stofnanir á borð við Tölvunefnd
(Persónuvernd) og Samkeppnisráð
hefðu eitthvað um það að segja
hvernig fyrirtæki stæðu að því að
velja einstaklinga í markhópa sína.
Víkverji trúir því ekki að óreyndu að
viðkomandi eftirlitsstofnanir leggi
blessun sína yfir þessi vinnubrögð.
XXX
VÍKVERJA hefur borist bréf frá
Ágústi Tómassyni, sem hefur
umsjón með Textavarpi Ríkisút-
varpsins, í kjölfar þess að hann velti
upp ástæðum breytinga á Texta-
varpinu eftir flutning Sjónvarpsins
upp í Efstaleiti. Er Víkverja bæði
ljúft og skylt að birta hér bréfið:
„Ágæti Víkverji. I framhaldi af
skrifum þínum um Textavarpið á
sunnudaginn langar mig til þess að
leiðrétta útbreiddan misskilning
sem þar kemur fram. Þú telur að
biðtími eftir síðum Textavarpsins
hafi lengst, þessu er öfugt farið, bið-
tímjnn hefur styst.
Útsendingu Textavarpsins hefur
að sönnu verið breytt. Breytingin
kemur m.a. fram í því að „teljarinn"
er hættur að rúlla á sama hátt og áð-
ur. Þegar teljarinn hættir að rúlla
og verður grænn er það merki um
að hann „rúlli“ áfram, bara í öðru
síðuhundraði en því sem valið var.
Textavarpið er sent þannig út að
ein síða er send út á eftir annarri,
þetta getum við kallað útsendingar-
hring til hægðarauka. Áður voru all-
ar síðurnar sendar út í einum hring,
nú eru þær sendar út í tveimur
hringjum. Síður sem byrja á 1, 3 og
4 eru sendar út saman, í hinum
hringnum eru síður sem byrja á 2,5,
6 og 7.
Tilgangur breytingarinnar er sá
að stytta biðtímann eftir síðum sem
byrja á 1, 3 og 4, en aðgangstími
þeirra hefur styst um helming frá
því sem áður var. Aðgangstími ann-
arra síðna er óbreyttur því stærri
hluti sjónvarpsmerkisins er nú not-
aður undir Textavarpið en áður var.
Þessu til viðbótar má svo geta
þess að sumar síður eru sendar út
með enn styttri biðtíma, t.d. dag-
skrársíður Sjónvarpsins og yfirlit
innlendra og erlendra frétta og
helstu veður- og íþróttasíður."
Víkverji þakkar Ágústi fyrir skýr-
ingarnar, en endurtekur þá skoðun
sína að notendaviðmót Textavarps-
ins hafi verið vingjarnlegra fyrir
breytingar en eftir.