Morgunblaðið - 24.12.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.12.2000, Qupperneq 8
8 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ + Aðgerðin veldur ekki sársauka vegna þess að sárið lokast strax. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins aldrei tí!Ittt^ÍÍPpff ■ saff af að sjá GLERAUGU hafa um langan ald- ur verið notuð I bókmenntum og öðrum miðlum til þess að skapa persónur og andrúmsloft. Tilgang- urinn hefur verið margskonar. Karl setur t.d. upp gleraugu ef hann þarf að líta gáfulega út. Það kemur því ekki alveg á óvart að nærsýni hefur verið tengd við góða greind. Það er aftur á móti ekki fyrr en á síðari árum að konur fara að grípa til gleraugnanna í sama tilgangi enda taldist það ekki til kvenlegra dyggða á árum áður að vera gáfaður. Bandaríski rithöf- undurinn Dorothy Parker komst líka svo að orði árið 1926 að karlar stigu sjaldan í vænginn við konu með gleraugu. í þá daga voru kon- ur svo að segja upp á punt og þeirra meginmarkmið í lífínu var frekar að eignast góðan mann en að eiga í vitrænum rökræðum. Persónan sem Marilyn Monroe lék í kvikmyndinni How to Murry a Millionaire reyndi líka í lengstu lög að leyna því að hún þurfti að nota gleraugu, það var vissara ef takmark hennar um auðugan eig- inmann átti að nást. En það eru fleiri en dömur í bíó- myndum sem ekki geta sætt sig við að vera háðir gleraugum og vilja leggja ýmislegt á sig til að vera án þeirra. Það hefur m.a. komið í ljós á síðustu mánuðum þar sem rösklega 200 íslendingar hafa lagt leið sína í húsakynni ný- stofnaðs fyrirtækis, Laser-sjón, gengist þar undir aðgerð á augum og nánast ekið á brott gleraugna- lausir. Gildir þá einu hvort þeir voru nærsýnir, fjarsýnir eða með sjónskekkju. Snilldarleg sköpun og hæfíleiki Augun eru makalaust snilldar- verk. Milljónir frumna fléttast saman af aðdáunarverðri ná- kvæmni og gera okkur veröldina sýnilega. Búnaður af ýmsu tagi, svo sem augnhár, augnlok og augnabrúnir, mynda umgjörð í kringum augun og verja þau gegn hnjaski og áföllum. Oftast er sköpunin eins nálægt því að vera gallalaus og framast er mögulegt þegar lifandi efni á í hlut og sjónin ágæt eftir því. Mynd af því sem vel skapað auga horfir á varpast á hvolfi á sjónhimnuna aft- ast í auganu og þaðan fara upplýs- ingarnar um það sem fyrir augu ber í gegnum sjóntaug til heilans. Sérstakar frumur, svokallaðar keilur og stafir, eru í sjónhimn- unni. Keilurnar gefa okkur litina en stafirnir eru sérstaklega ljós- næmir og það er með þeirra hjálp Morgunblaöiö/Halldór Kolbeins Auður Bjarnadóttir hjúkrunarfrœðingur gerir klárt fyrir aðgerð. að við sjáum í rökkri. Fullkomn- ósvipað auganu. Ákveðnir vöðvar asti fjarskiptabúnaður nútímans fölnar í samanburði við sköpun og hæfileika augans. Myndavél vinnur í raun ekki Nærsýni: Brennipunktur lendir framan við sjónuna Eðlileg sjón: Brennipunktur lendir á sjónunni —— Fjarsýni: Brennipunktur lendir aftan við sjónuna — hafa það hlutverk að minnka og stækka sjáaldrið og stilla þannig hversu mikil birta berst inn í aug- að. Augasteininn breytir líka lögun sinni eftir því hversu nálægt hlut- urinn sem horft er á er. Með aldrinum minnkar hæfni augans til að breyta löguninni og fólk fær aldursfjarsýni. „Þetta kannast margir við, sem komnir eru á virðulegan aldur og eiga erf- itt með að lesa,“ segir Þórður Sverrisson augnlæknir og annar af læknunum í Laser-sjón. Aldurs- fjarsýni er ekki hægt að laga með skurðaðgerð, a.m.k. ekki enn sem komið er vegna þess að breytingar þessar verða í augasteini en skurð- aðgerðir beinast að hornhimnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.