Morgunblaðið - 24.12.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 24.12.2000, Síða 14
14 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Gekk fyrsturyfir Hofsjökul fyrir 7v árum Um 1930 kom austurrískur jarðfræðingur til Islands til að kanna jökla. Elín Pálmadóttir hafði nýlega uppi á dr. Josef Keindl, sem nú er 97 ára gamall, í Vínarborg og ræddi við hann um rann- sóknir hans hér fyrir 70 árum á Langjökli og Hofsjökli, sem nútíma rannsóknamönn- um jökla þykja hinar forvitnilegustu, enda var hann einn af fyrstu fagmönnum sem hingað komu í þessu skyni og fyrstur til að ganga yfír Hofsjökul. Á sínum tíma skrifaði dr. Keindl og flutti fjölda fyrirlestra um Island o g íslenska jökla. DR. JOSEF Keindl kom út að hlið- inu með stóra lyklakippu í hendinni þegar ég hringdi bjöllunni á húsi hans í einu af hinum gömlu hverfum Vínarborgar, lítill maður og visinn, i sparifötunum í tilefni heimsóknar- innar. Hann gekk öruggum skrefum niður tvennar tröppur frá húsinu. En í stórborgum þykir vissara að hafa garðhliðin ávallt læst. Hann tók hlý- lega á móti blaða- manni af íslandi og fylgdarmanni hans, dr. Helmut Neu- man, sem hafði komið mér á sporið þegar hann í kvöld- verði á heimili sínu og Marenar konu sinnar, sýndi mér rit dr. Frans heitins Stefans, sem var í Vatnajökulsleið- angrinum fræga 1935, og í tal barst að annar austurrísk- ur jöklarannsókna- maður hefði verið á Islandi á undan hon- um og sá enn verið á lífi fyrir nokkrum árum. Áhuginn var vakinn og dr. Neu- man hafði uppi á gamla manninum í húsinu hans í 13. hverfi í Vínarborg. Dr. Keindl, sem verið hafði menntaskólakennari og lektor við háskólann í Vín í 42 ár, hafði verið þar á eftirlaunum frá 65 ára aldri fyrir 35 árum. Hvílík sóun á hæfum starfskröftum! Hann bjó enn einn í íbúðinni sinni í gamla húsinu, enda sýnilega ekki gerðar miklar kröfur á mælikvarða nútímans. Pessi 97 ára öldungur er sjálfum sér nógur og sagðist vera við ágæta heilsu. Hann kvaðst eiga þrjá syni, en einka- dóttirin hafði drukknað í Drausey- vatni er hún synti of langt út. Þaö var stóra sorgin í hans langa lífshlaupi, segir hann þegar spurt er um heilsu oghagi. Mældu jökulsporða Langjökuls Jósef Keindl var fjarska hýr og glampi kom í augun þegar hann minntist íslandsferðanna sumurin 1929 og 1930 er hann m.a. gekk þvert yfir Hofsjökul. Það kom í Ijós að hann heyrir ágætlega og hafði skrif- að með læsilegri hendi svolitlar upp- lýsingar um Islandsleiðangurinn í til- efni heimsóknarinnar. A borðinu lágu fjölmörg sérprent af greinum og fyrirlestrum, sem hann hafði víða haldið árin eftir íslandsferðimar. Hann greip gleraugun og las hiklaust tilvitnanir úr vísindaritum sínum til að rifja upp eitthvað sem spurt var um. Verst hve kunnátta viðmælanda hans er léleg í þýskunni. En bót í máli að Helmut Neuman var nærtækur og heim var komið með titla á 18 slflcum greinum, sem Helga Bjömssyni jökla- fræðingi þótti strax fengur að þegar hringt var til hans við heim- komuna. Hann pantaði snarlega eina af þessum undirstöðugrein- um dr. Keindls handa blaða- manni og sjálfum sér um leið og hefur fullan hug á að kanna heim- ildir dr. Keindls um Langjökul og Hofsjökul frá því um 1930, enda hafa íslenskir jöklar tekið miklum breyt- ingum síðan og fengur að saman- burði. Josef Keindl kvaðst hafa verið 27 ára gamall, þegar hann lagði upp í íyrri íslandsferðina sumarið 1929 með vini sínum dr. Friedrich Kumel, þar sem þeir fóm að Langjökli og skoðuðu rönd suðausturhluta jökuls- ins, einkum Bláfellsjökul. Hann hafði þá tiitölulega nýlega lokið prófi í landafræði og jarðfræði við háskól- ann í Vínarborg. ,,Við voram fátækir námsmenn. En Island var í okkar augum eins og draumaland," úi> skýrði hann. „Kannanir á Norður- pólnum og Suðurpólnum voru mikið í sviðsljósinu í upphafi 20. aldar. En þar fyrir utan vora ýmis svæði á jarð- kringlunni sem nær engin mann- eskja hafði sóst eftir að kanna. Eitt þessara landsvæða utan troðinna slóða var ísland með sínum Hofsjökli sem freistaði okkar. í okkar augum var það landsvæði sem enginn hafði Dr. Josef Keindl komið til áður.“ En fjárhagslega var þetta við- fangsefni mjög erfitt, aðeins ungir ofurhugar hefðu látið sér detta það í hug, útskýrir Josef Keindl. Ferð til íslands var mikið fyrirtæki í þá daga og dýrt. Þeim tókst þó að kría út svo- lítinn styrk hjá austurrísku Vísinda- akademíunni. En þá var lítið um pen- inga í Austurrfld, svo þeir sóttu líka um styrk frá Vísindasjóði Þýska- lands. Fengu alls um 5000 austur- ríska skildinga, sem umreiknað á nú- virði mundu vera um 30.000 skildingar eða um 150 þúsund ís- lenskar krónur. Hitt urðu þeir að sjá um sjálfir, sem var erfitt, enda hafði hann í laun um 300 skildinga á mán- uði. En ungu mennimir létu það ekki á sig fá og héldu til íslands með skipi frá Hamborg með viðkomu í Fær- eyjum. Voru 10 daga á leiðinni. Þá var Reykjavík eins og lítið þorp, seg- ir gamli maðurinn og fær að vita að það sé nú orðið æði breytt. En að Langjökli urðu þeir félagarnir að fara fótgangandi og bera farangur sinn. Þar mældu þeir jökulsporða og könnuðu jökuljaðarinn. Þetta ferða- lag var ólýsanlegt, segir Josef Keindl, sem kveðst muna það ákaf- lega vel. Fyrir Vínarbúa var þetta draumalandið. Að vísu ekki eins mik- ið sólskin og heima í Austurríki, held- ur nær því að vera haustveður, en birtan svo einstök og víðsýnið svo mikið, sást alla leið út á sjó frá jökl- unum. Ekki eins og þröngu dalirnir í Austurríki. Stórkostlegt! Augun ljóma þegar hann segir írá íslands- ferðinni og hann lyftir báðum hönd- um til að leggja áherslu á lýsingarn- ar. Sumarið eftir fór hann aftur í leið- angur til íslands. Þá með Josef Gipt- ner og í það skiptið með skipi frá Kaupmannahöfn, sem tók fimm daga. Nú var ferðinni aðallega heitið á Hofsjökul, sem dr. Keindl hafði haft fyrir augunum þegar þeir félag- arnir voru að vappa með brún Lang- jökuls og á B láfellsj ökli sumarið áður (SA-hluti Langjökuls bar þá nafnið Bláfellsjökull). Þá höfðu þeir fyrir augunum Kerlingarfjöllin og horfðu löngunaraugum til Hofsjökuls yfir Kjalveg. Nú fengu þeir bfl með sig að Geysi, þar sem þeir fengu hesta til að flytja sig að Hvítárvatni en þaðan héldu þeir fótgangandi með allan sinn farangur, sem var þungur þótt þeir hefðu ekki getað haft mikinn út- búnað vegna fjárskorts. Þegar spurt er hvort hann viti hvaða íylgdarmað- ur hafi flutt þá að jöklinum þar sem hann sneri við, svarar þessi 97 ára gamli öldungur eins og afsakandi: Nei, nafnið man ég ekki, minnið er ekki orðið neitt til að hrósa sér afi. En hann man vel eftir því þegar þeir komu að Gullfossi og sáu hið merka fjall Heklu. Gengu yfir þveran Hofsjökul Félagarnir Josef Keindl og Josef Giptner urðu fyrstir manna til að ganga þvert yfir hábungu Hofsjök- uls. Tæpum tveimur áratugum áður eða á árinu 1911 fór Þjóðveijinn Ludvig Wunder á hestum upp á vest-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.