Morgunblaðið - 24.12.2000, Síða 23

Morgunblaðið - 24.12.2000, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 B 23 Ljósmynd/Pál Hermansen Seint í ágúst stefna fullorðnar rjúpur inn á óbyggðir og upp til fjalla og safnast þar í urðir og snjódældir, oft við efstu eggjar. Fyrstu ungarnir koma á eftir, í september. í október eru flestar rjúpur horfnar af láglendi. Þegar svo byrjar að vetra af krafti á fjöllum sækja rjúpurnar niður á snjóléttar heiðar og í skóglendi að nýju og lifa þar helst á fjalldrapa, birki og rjúpnalaufi. Það bar svo við einn daginn, að rjúpnahópurinn fyllti tuginn og varð Páll þá argur í skapi, því að ekki hafði hann ætlazt til, að ókunnugum fuglum yrði boðið á moðjörðina. Þá gerði rjúpnamóðirin honum skiljan- legt, að hér væri ekki neinn utan- veltufugl kominn, heldur sjálfur karrinn, húsbóndi fjölskyldunnar. Lét Páll það sér vel líka og hélzt moðgjöfin til vordaga, því að það vor- ar líka um síðir á heiðinni, þó að hún verði seinna örísa en lágbyggðin.“ Einnig þekktist sú trú, að ef ófrísk kona borðaði rjúpu eða egg hennar átti bamið að verða freknótt. Og legði ófrísk kona sér til munns val- slegna rjúpu, þ.e.a.s. drepna af fálka, átti barn hennar að fæðast með valbrá. Hér mætti kannski skjóta því inn, að þegar valur hefir drepið rjúpu og er farinn að rífa hana á hol, rekur hann upp ámátlega skræki. Menn segja að það sé vegna þess, að þegar hann kemur að hjarta rjúpunnar, uppgötvar hann að hún er systir hans; þetta er m.ö.o. sorgarvein. Ekki mátti þunguð kona nota sæng með rjúpnafiðri í, þá átti fæð- ingin að verða „mjög treg ella ómöguleg" að því er Jón Arnason segir. Hins vegar mátti greiða fyrir örðugri fæðingu með því að skipta um sæng, bætir Jón við; eða leggja undir konuna rjúpnafjaðrir, að því er Jónas Jónsson frá Hrafnagili upplýs- ir. Ekki gat maður dáið, ef eintómt rjúpnafiður var í sæng hans. Ef karri ropar drjúgum á morgn- ana veit það á blotveður, en að kvöld- lagi hins vegar á gott, ritar Sigfús Sigfússon á einum stað í þjóðsagna- safni sínu, en á öðrum stað í ritverk- inu snýst þetta algjörlega við. En þar segir: „Þegar rjúpkarri ropar mikið á morgnana veit á gott, en ef hann gerir það á kveldin er misjafnt veður í vændum.“ Haust og vetur Haustið er ekki eins áberandi í ís- lenskri þjóðtrú um rjúpuna og vor eða sumar. Eitt af því fáa sem varð- veist hefur, er, að væru ijúpur brún- ar lengi frameftir, væri það fyrirboði um mildan vetur. Ef þær hins vegar tóku hvíta litinn snemma á haustin, boðaði það harðan vetur og mikinn snjó. í Eyjafirði, á Meðallandi í Vestur- Skaftafellssýslu og í Hvítársíðu í Borgarfirði var mælt, að sæktu rjúp- ur mjög í heimahaga eða að bæjum að hausti boðaði það harðan vetur, snjóasaman. „Þegar rjúpur fljúga af heiðum of- an niður á láglendi, er það oftast í harðindum og hagbönnum fyrir þær og fénað allan, en þá er eigi þess að vænta, að harðviðrin linni,“ segir Jó- hann Pálsson í bókinni Austantórur. „í hægviðri og stillum drítur rjúpan aflöngum, hörðum spörðum, en flytji hún sig til hálendis, hlíða og fjalla, má af slóð hennar sjá, að hún hefur þá þunnlífi mikið, og er það talið órækt merki um linviðri og vætu. Fyrir harða vorið 1881 komu rjúpur snemma vetrar heim á fjallabæi," bætir hann við. í Laugardal í Árnes- sýslu var merki um harðan vetur framundan, ef íjúpur komu snemma í skógana þar. Og í Eyjafirði sagði margt eldra fólk á öðrum og þriðja tug 20. aldar, að ef rjúpur héldu sig við bæi snemma vetrar vissi það á harðindi. Þegar svo líða tekur á þann árs- tíma fjölgar sögnum um rjúpuna, sími internet gsm gagnafiutningar millilandasímtöl Gleðileg jól Íslandssími býður þér að hringja fyrir 11,90 kr. til vina og ættingja erlendis. islandssimi.is Á aðfangadag og jóladag kostar aðeins 11,90 kr. á mínútuna fyrir viðskiptavini okkar að hringja til helstu viðskiptalanda. íslandssfmi óskar viðskiptavinum sínum og öllum landsmönnum gleðilegra jóla. íslandssfmi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.