Morgunblaðið - 24.12.2000, Síða 24
24 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Ljósmynd/Normann Heitkottcr
Rjúpan skiptir um meirihluta bolfiðursins tvisvar á ári (en um flugfjaðrir bara einu sinni) og líkist þá mjög umhverfinu. Þessi litabreyting er vöm gegn
ránfuglum. Hún er flókin og ekki eins hjá báðum kynjum. Hér sést par í vetrarbúningi; kvenfuglinn til vinstri, karlfuglinn til hægri.
enda kannski ekki að furða; um það
leyti er hún mest áberandi í lífi og
starfi fólks, enda ekki við margar
fuglategundir aðrar að keppa um at-
hyglina þá. Og hitt var náttúrulega
ekki síðra, að hún þótti einkar góður
veðurspáfugl. Kona ein í Öxarfirði í
Norður-Þingeyjarsýslu, fædd 1886,
segir t.d.: „Eg held að almennt hafi
verið álitið að ef rjúpum fjölgaði í
byggð að vetrarlagi væru hörkur í
nánd.“
I bók Jónasar Jónassonar frá
Hrafnagili, íslenzkir þjóðhættir, seg-
ir, að ólánsvegur hafi þótt og illa gert
að stunda rjúpnaveiðar, enda álit
manna að þær væru aldrei gróðaveg-
ur. Ætíð átti að vera „sultur og seyra
í því búi sem mikið er veitt af rjúp-
um“. Jón Árnason þjóðsagnaritari
kannast við þetta líka. En ekki tóku
allir mark á þessu. Og eitt af því sem
veiðimenn fylgdust náið með, var
sarpur rjúpunnar. Töldu þeir sig
geta ráðið af honum um veðurfar
komandi daga og vikna og jafnvel
mánaða. Hin almenna skoðun var sú,
að það boðaði illt ef rjúpur voru
styggar og ólmar að tína og mikið var
í sarp þeirra, en ef þær voru gæfar og
sarpur þeirra tómur, vissi það á gott.
Um aldamótin 1900 var sú trú við lýði
í Hörgárdal, að gengju ijúpur frem-
ur venju mjög ötullega að beit merkti
það að snjókoma væri í nánd. Og
væru sarpir veiddra rjúpna þá fullir,
mátti búast við mikilli snjókomu
næsta dag. Svipað var upp á teningn-
um í Aðaldal og Ljósavatnshreppi.
„Meðan margt var af rjúpum," segir
bóndi einn af þeim slóðum, fæddur
1897, „tóku fjármenn mark á því ef
þær gerðust nærgöngular við beit-
arféð og sóttu fast í krafstrana, þar
sem kindurnar kröfsuðu burt snjóinn
til þess að ná til jarðar. Þá töldu
menn líkur á stórhríðum og jarð-
bönnum. Nú taka menn síður eftir
þessu. Ber tvennt til, sauðfé er nú
miklu minna beitt en áður var, og
rjúpur mega nú teljast til sjaldgæfra
fugla hér um slóðir. Þegar ijúpur
voru veiddar var sarpurinn athugað-
ur. Ef mikið var í honum, hafði fugl-
inn vitað á sig illt veður. Tómur sarp-
ur boðaði gott.“ Og maður einn,
fæddur árið 1910, sem er með Tjör-
nes í huga, ritar: „Um rjúpuna er það
að segja að hún virðist furðu næm
fyrir veðurbreytingum. Tala ég þar
af eigin reynslu, meðan ég stundaði
ijúpnaveiðar. Ef vont veður var í að-
sigi, hópuðust ijúpumar saman og
söfnuðu af mikilli ákefð í sarpinn,
hlupu gjaman um og voru oft fremur
óvarar um sig. Er þær höfðu tínt í sig
um hríð, hófu þær sig á loft og
hreinsuðust burt og jafnan undan
veðuráttinni, oft um langan veg,
þangað sem skjólsælla var.“
Eins virðist þetta hafa verið á
Austurlandi. A.m.k. segir bóndi af
Fljótsdalshéraði, fæddur 1896, að
þegar rjúpan hafi verið sérstaklega
örðug við að tína í sarpinn á vetrum,
hafi það vitað á hríðarveður. Og ann-
ar, í Vopnafj arðarhreppi, fæddur
1910, segir: „Rjúpurnar tína í sarp-
inn fram í rauðamyrkur ef snjóhríð
er í aðsigi.“ Og í framdölum Skaga-
fjarðar og framhluta Eyjafjarðar var
sagt, að rjúpur kroppuðu mikið og
fylltu sig vel á undan illviðrum. Eins
var með Hálsasveit, Reykholtsdal,
Borgarfirði syðra, en þar segir mað-
ur fæddur 1927: „Háttemi ijúpu gat
og getur verið athugandi í sambandi
við veður: Þegar hún tínir af kappi í
góðu veðri veit það á hagleysu og
eins þegar hún færir sig á undan
stormi í skjól.“
„Rjúpan er venjulega þögul mjög í
vetrarkælum og safnar þá í kyrrþey í
sarp sinn. Kemur það þá oft á tíðum
íyrir, að ein rjúpan í stómm hópi rek-
ur upp ámátlegt ýlfur og flýgur hátt í
loft, ein út af fyrir sig, en brátt bæt-
ast fleiri við, unz allur hópurinn er
floginn á brott. Er þá segin saga, að í
vændum er verri tíð en áður og snjó-
koma mikil,“ ritar áðumefndur Jó-
hann Pálsson í viðbæti í Austantór-
um.
En í Árneshreppi í Strandasýslu
horfðu menn enn lengra fram í tím-
ann. Ef mikið var í sarpnum, boðaði
það einfaldlega harðan vetur.
Sarpur ijúpunnar gagnaðist líka
með öðrum hætti til að ráða í veðrið,
því nota mátti hann uppblásinn fyrir
veðurvita, að sögn Jónasar Jónsson-
ar frá Hrafnagili. Ef sarpurinn var
harður boðaði það storm, en ef hann
var linur þá hægviðri og stillingu.
Annað atferli mátti líka hafa til vís-
bendingar, segir hann. Ef menn t.d.
sáu rjúpur í gili og þær héldu sig öðr-
um megin í því, mátti eiga von á illu
veðri og sátu rjúpumar þeim megin
sem hlé veitti.
Þá segir Guðmundur L. Friðfinns-
son á Egilsá í bók sinni, Þjóðlíf og
þjóðhættir: „í ljósaskiptum heyrðist
tíðum vængjablak í lofti og rjúpur
vældu eða ropuðu í brekkunni að
bæjarbaki. Ef mikið kvað að, var
þetta talið boða veðurbreytingu, allt
eftir flugstefnu og hljóði.“
Og gamall maður í Ámessýslu rit-
ar á einum stað: „Rjúpan er elskuleg-
ur fugl. Enginn vafi var á því að hún
vissi á sig vond veður. Ég tók eftir
því sjálfur þegar ég var í sveit, sem
var á Rangárvöllum, þá kom ijúpan
og gróf sig í snjóinn í grasigrónum
kálgarðsgörðunum sem vora hlaðnir
úr sniddu og sneri sér alltaf í veðrið
af hvaða átt sem var. Ég gleymi aldr-
ei hvað ég vorkenndi henni. Hún var
svo spök og elskuleg. En aldrei brást
að þetta vissi oftast á langar hörkur,
því máttum við trúa.“
Annað
Til lækninga var ýmislegt af rjúp-
unni gagnlegt: „Við augnveiki er gott
að bera í augun jafnt af hvora ijúpu-
gall og hunang. Við vatnsrennsli úr
augum skal bera í augun rjúpugall,
pipar og engifer samblandað," má
lesa hjá Jónasi Jónssyni frá Hrafna-
gili. „Við minnisleysi eða ónæmi er
gott að bera rjúpugall eða íjúpuheila
á gagnaugun á hverjum mánuði;
einnig er gott við þessu sama að
borða rjúpulifur," bætir hann við.
„Við augnavosi. Tak rjúpnagall og
ryð,“ upplýsir Sigfús Sigfússon.
„Til að kona elski bónda sinn, skal
gefa henni rjúpuhjarta að eta, saxað í
mat,“ ritar Jónas frá Hrafnagili enn-
fremur, „eða hafa tvær (rjúpu)tung-
ur undir tungu sér og kyssa hana.“
Að dreyma rjúpur var yfirleitt fyr-
ir snjókomu.
Að síðustu má nefna, að þegar
menn era hálfdottandi er það ýmist
kallað að „rota rjúpur" eða „draga
ýsur“.
Erlend þjóðtrú
í Noregi þekktist sú trú, eins og
hér, að yrðu rjúpur snemma hvítar,
benti það ótvírætt til harðs vetrar. Ef
mikið heyrðist í rjúpum um hábjart-
an dag eða væra þær óvenju styggar,
mátti búast við ofankomu. Kæmu
hópar úr fjöllum og niður í skóg, boð-
aði það óveður; tækju rjúpur upp á
því að nálgast hús var ill tíð í vænd-
um (eins í Norður-Svíþjóð), og menn
gátu átt á hættu að missa búpening.
En leituðu þær til fjalla, vissi á gott. í
Valdres í Austur-Noregi snérist
þetta við; kæmu rjúpumar heim á
bæi var milt veður framundan. Á Há-
logalandi sögðu menn, að ef heyrðist
í ijúpum árla dags, hátt og skýrt, í
óveðurstíð, myndi létta til innan
skamms.
Hvítur litur rjúpunnar var einnig
táknrænn; þetta var litur sálarinnar.
Af þessu leiddi, að flygju rjúpur með
óhljóðum yfir húsum manna boðaði
það feigð (eins í Norður-Svíþjóð), og
lægi einhver deyjandi með rjúpna-
fiður í fleti sínu átti það að gera bana-
leguna lengri og erfiðari en ella.
Samanber hér. Og að dreyma rjúpu
var einnig feigðarboði. Á Háloga-
landi var hún beinlínis kölluð „feigð-
arfuglinn".
Samar í Finnmörku í Norður-Nor-
egi (í Karasjok Kautokeino, Tana,
Nesseby og víðar) notuðu egg á
branasár, og þóttu rjúpueggin best.
Ekki dugðu fersk egg; þau urðu að
vera fúl, annaðhvort frá síðsumri eða
hausti.
í Japan er rjúpan helguð þramu-
guðinum og kölluð „raicho", sem
merkir þramufuglinn.
Á árlegri hausthátíð inúíta á
Grænlandi er sagt að eigist við í reip-
togi „endur“ (þ.e.a.s. menn fæddir
um vor eða sumar) og „rjúpur“
(menn fæddir um haust eða vetur) og
ráðist af úrslitum þeirrar viðureign-
ar hvemig tíðarfarið verður; séu end-
urnar hlutskarpari er góður vetur
framundan, en aftur á móti harður ef
rjúpur fara með sigur af hólmi.
Éinnig skoðuðu menn þar á haust-
in og í vetrarbyrjun í sarp ijúpunnar,
eins og tíðkaðist hér á landi, til að
komast að því hvernig myndi viðra.
Fullur sarpur merkti strangan vetur.
Þar var sagt, að veidda rjúpu mætti
ekki bera inn um dyrnar, heldur yrði
að fara með hana inn um strompinn;
þetta var til þess að sjávardýrin yrðu
ekki reið. Og þegar hún var reytt,
skyldu fjaðrimar teknar út þá sömu
leið, og einungis mátti kasta þeim á
bak við húsið.
Landfugl, og þá einkum rjúpuna,
mátti ekki sjóða í potti ásamt með
sjófugli, eins og t.d. hávellunni, því
slíkt bauð heim óveðri.
Á Nýfundnalandi réðu menn af
fótabúnaði rjúpunnar hvernig kom-
andi vetur yrði. Því loðnari sem hún
var niður um tær, þeim mun harðara
var framundan.
Um það hvemig rjúpan varð til, er
svo að lokum eftirfarandi sögu að
finna meðal inúíta við Hudsonflóa:
„Einu sinni bjó gömul kona í snjó-
húsi ásamt með bamabarni sínu.
- Amma, segðu mér sögu!
- Æ, ég kann enga sögu! Farðu nú
að sofa!
En svo ákvað hún að galsast aðeins
og sagði allt í einu:
- Nei, sjáðu! Þarna er hárlaus
læmingi! Og þarna er annar! Og einn
enn!
Og amma stökk hátt í loft upp og
æpti og lét sem hún væri dauðskelk-
uð. En þá varð bamið svo hrætt, að
það skrapp saman og varð að lokum
að tístandi smáfugli og flaug á braut.
Nú varð amma miður sín yfir að hafa
gert barnabami sínu þennan óleik,
svo að hún klóraði sig í andlitið,
hengdi framan á sig poka og stakk
nálum í stígvélin. I sömu andrá
breyttist hún í snærjúpu; pokinn
varð að maga hennar og nálarnar að
fótum. Og síðan þá hefur amman
flogið vítt um norðurhvel jarðar í leit
að bamabami sínu, kallandi í sífellu:
Hvar? Hvar? Hvar?“