Morgunblaðið - 24.12.2000, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 24.12.2000, Qupperneq 40
40 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Brekkubærinn eins og hann lítur út í dag. Sá fáheyrði atburður átti sér stað nú á haust- dögum að langafí og langafabarn fóru saman í löglega fjárleit. Mátti vart á milli sjá hvor var liprari þar sem þeir snerust á hestbaki í kringum féð. Krístín Heiða Kristinsdóttir *.> sótti heim hinn eld- hressa og rúmlega átt- ræða Oskar Jóhann- esson og Hildi Guðmundsdóttur, konu hans. Gómsætir frá- sagnarmolar voru born- ir á borð ásamt öðrum kræsingum. Þ EGAR við renndum heim að bænum Brekku í Biskupstungum þennan haustsvala sunnudags- eftirmiðdag var Óskar úti við að taka saman rafmagnsgirð- ingu sem hann hafði notað til að af- marka beitarhólf fyrir hrossin. Kvik- ur í hreyfingum en þó með stóíska ró í augum bauð hann okkur inn í bæ þar sem Hildur tók á móti okkur með opinn faðminn og vísaði okkur til stofu. „Hann er alltaf að, hann Óskar, líka á hvfldardaginn. Það er eitthvað annað en pabbi hans sem bjó héma hjá okkur, hann var svo mikill sunnu- dagamaður. Hann hélt alltaf sunnu- daginn heilagan og þá var Óskar al- veg friðlaus! En um leið og gamli —•naðurinn dó voru engir sunnudagar lengur hér á Brekku." Oskar glottir út í annað og lætur ekkert uppi um hvort ásakanimar eigi við rök að styðjast. Hann segir mér frá fyrmefndri leit sem hann og Bergþór langafabam hans fóru í ásamt nokkrum öðmm smölum. Sú leit kallast „að fara í Sporðana" og í hana hefur Óskar farið öðru hverju síðastliðin fimmtíu ár. Þá er farið inn fyrir Kálfá og niður með henni alveg niður að Brúará. Einnig er farið í Brúarárskörðin og framan til í Út- hlíðarhraunið til móts við þá smala •feem koma innan úr Buðlungabrekk- um. Að sögn Óskars gekk þeim vel þennan daginn: „Bergþór var að fara í fyrsta skipti í Sporðana og stóð sig með mikilli prýði. Hann er ekki óvanur smali þótt hann sé aðeins 11 ára gamall, því hann hefur áður smalað með okk- __yr Brekkuhagana hér í heimaland- "< Langafafeðgar komnir til byggða. Óskar lætur sig ekki muna um að vippa hnakknum yfir öxlina en Bergþör unir sér vel á hestbaki. inu. Og þess má geta að þennan dag komu átta afkomendur mínir að smalmennsku, því fleiri leitir eru gerðar en Sporðaleitin. Að við bætt- um sjálfum mér og Sigurði tengda- syni mínum, vorum við því tíu héðan frá Brekkutorfunni og ég er nokkuð stoltur af því. Sjálfur hafði ég ekkert nema gott af þessu og ég held mér sæmilega liðugum með því að fara á hestbak þegar færi gefst. I það minnsta fór ég á bak um síðustu helgi með Oddi sonarsyni mínum sem er rúmlega tvítugur, og hann sagði: ,Afi ég held ég sé orðinn stirð- ari en þú!“ Gradhestatamningar og Tungufljótssund Þessi lipri langafi er fær í flestan sjó og tók sig til fyrir tveimur árum og tamdi graðhest, sem er ekki á færi hvers sem er. Öskari finnst það ekki í frásögur færandi, segir hest- inn hafa verið hrekklausan og tamn- inguna gengið alveg slysalaust. „Ég tamdi þann brúna að vetri til og jörðin var eitt ísstykki fyrst þegar ég fór á bak honum. Við vorum ný- búnir að skaflajáma hann rækilega en Palli sonur minn var með mér og vildi endilega hafa langan taum í honum til öryggis. En þess þurfti ekkert, hann sýndi ekki neina hrekki.“ Af þessu má ljóst vera að maður- inn er óragur svo ekki sé kveðið fast- ara að orði. Tfl eru nokkrar sögur af þessu hreystimenni og ein þeirra er frá 1940. Þar segir frá því þegar Ósk- ar, þá 21 árs gamall, synti yfir Tungufljót sem þykir straumhart á köflum og í því rennur auk þess jök- ulvatn. Hann segist ekki muna til þess að sér hafi verið kalt. „Nei, ég fann ekkert sérstaklega fyrir því, við frænka mín lékum okk- ur að því að synda þarna fram og aft- ur og hvöttum aðra til að koma út í, en enginn varð við því. Á þessum tíma var ég vinnumaður á Sámsstöð- um og sá um að handmjólka 20 kýr sem þar voru á fjósi. Ég fékk vikufrí frá kúnum og pabbi kom úr Reykja- vík ásamt bróður mínum og við tjöld- uðum í túninu á Króki, en sá bær stendur á bökkum Tungufljóts. Þama eyddum við saman þessum vikutíma ásamt frænkum okkar og okkur varð ekld meint af volkinu." Ólæknandi bíladella og hernámsár Óskar er fæddur og uppalinn í Reykjavík og bjó lengst af á Nönnu- götu 6. Þá var borgin við sundin blá Svona leit Brekkubærinn út þegar Óskar og Hildur fluttu þangað 1946. Óskar og Hildur í bæjardyrun- um heima á Brekku sem hefur fústrað þau í rúma hálfa öld. önnur en hún er í dag. „Ég man vel eftir því þegar verið var að leggja Njarðargötuna, þá var engin byggð austan við hana. Og á Skólavörðu- holtinu lékum við okkur í bílaleik þar sem Hallgrímskirkja stendur í dag.“ Lítið var um vélknúin ökutæki í borginni á uppvaxtarárunum. Jó- hannes faðir hans keyrði út brauð á fjórhjóla hestvagni fyrir Alþýðu- brauðgerðina. Síðar keyrði hann brauðið út á vörubílum sem voru með þeim fyrstu sem komu til landsins. Það voru Ford-T bflar með númer- unum R-4 og R-5. Óskar fékk að sitja undir stýri með pabba sínum í þess- um framandi farartækjum og óhætt er að segja að þar hafi krókurinn snemma beygst, því bílar og vélar hafa síðan átt hug hans allan. Hildur segir þennan áhuga ekkert minnka með aldrinum: „Blessuð vertu, hann er enn að keyra gröfurnar og vöru- bflana hvenær sem tækifæri gefst.“ Óskar tók snemma meirapróf því næga atvinnu var að fá við akstur á stríðsárunum. Hann byrjaði á að keyra rútu frá Reykjavík til Kefla- víkur en síðan gerðist hann leigubfl- stjóri til tveggja ára. „Þá seldi ég bílinn og réð mig sem bflstjóra hjá ameríska Rauðakross- inum. Mér var falið að keyra amer- ísku konurnar sem störfuðu á þeirra vegum, en af einhverjum ástæðum máttu þær ekki keyra bíl hér heima á Islandi þótt þær hefðu bflpróf. Þær hlúðu að slösuðum hermönnum og sáu um endurhæfmgu þeirra. Þeir voru stundum að slasa sig hér á æf- ingunum. Ég man sérstaklega eftir þegar ég var að keyra í nágrenni her- búða sem voru í Kópavoginum og við komum að þar sem herbfll var á hvolfi og það lá maður undir pall- röndinni, nánast höggvinn í sundur. Ég skildi aldrei hvernig hann fór að því að velta bfl þama.“ Askar reyndist íslenskur sjarmör! Óskar kynntist þessum konum ágætlega og honum er minnisstætt að ein þeirra sagðist hafa beðið sér- staklega um það þegar hún réð sig í Rauðakrossinn, að vera ekki send til kaldra landa, „og svo senda þeir mig hingað þar sem ég þiðna aldrei!" kvartaði hún sáran. En varð enginn samdráttur meðal þessara Rauða- krosskvenna og íslenskra karl- manna? „Þær stöldruðu alveg nógu lengi við til að geta náð sér í menn, en það var engin þeirra sem gerði það mér vitandi. Ætli ég hafi ekki verið eini íslenski karlmaðurinn sem var í ástandinu," segir Óskar og hlær. „Nei, mér hugnuðust nú betur ís- lensku stúlkumar en þær amerísku, játar hann og gjóar glettnislega auga til Hildar. Hún veit alveg hvað klukkan slær og tekur við frásögn- inni: „Þetta vom allt uppþornaðar pip- arjónkur sem hann Óskar var að keyra, það var nú eitthvað annað en ungu hermennimir. Ég segi það nú stundum til gamans að ég hafi verið í ástandinu þegar ég náði í Óskar. Á þessum áram vann ég hjá Hans Pet- ersen og ég var stundum látin vera leiðsögumaður fyrir þessar konur hingað og þangað til að hafa ofan af fyrir þeim í frítímanum. Svo fór ég eitt sinn með þær á handavinnusýn- ingu hjá Húsmæðraskólanum í Reykjavík. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar að sýna þeim að íslensk-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.