Morgunblaðið - 24.12.2000, Page 52

Morgunblaðið - 24.12.2000, Page 52
52 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ „Þaö er land nefnt Krít ímiðju hins vín-bláa vatns, myndarlegt land og frjósamt, sægirt, og þarbúa margar þjóöir, óteljandi; þar eru 90 borgir." Ódysseifskviöa Hómers, 19:172-174. Eftir Oddnýju Sv. Björgvins HANN sat og sló vefinn í miðri göngugötu Chania. Margslungin mynstrin renna fram úr skyttunni, bera í sér þjóðtrú og siðvenjur Krít- ar. „Nomatennur verja heimili þitt fyrir rógtungum, tvöfalda fiska- ^munstrið leiðir tii hagsældar og hamingju...“ segir Michalis vefari. Ferðamenn á rölti um miðbæ Chania ganga inn í Roga/Snælduna, verslun Michalis, heillast af litskrúð- ugum teppum sem skreyta veggi, borð og útskoma trébekkinn framan við vefstólinn. „Fólk kemur hér inn, segir varla gott kvöld, vill bara sjá mig vinna. Mér er vel við ferða- menn, skil bara ekki þessa þögn, hér á Krít segja menn kali mera!“ Já, það er von að Michalis skilji ekki hvað Norðurlandabúar, sem fjöl- 'wnenna til Krítar, em oft þungir á brún. Sjálfir em Krítverjar afar vin- samlegir og glaðvært kali mera mætir manni alls staðar. Ég var svo heppin að setjast eitt kvöld á út- skoma trébekkinn hjá Michalis. Annars hefði ég ekki skynjað hví- líkur heimspekingur situr við vef- stólinn. Það var Portia sálfræðingur frá Los Angeles sem vakti áhuga minn. Hún sat á bekknum hjá Mich- alis og fylgdist með eldlegum áhuga á vefnum sem rann undan skyttunni. „Hann er að vefa teppi undir borð- stofuborðið mitt,“ útskýrir Portia, „ég ætla svo sannarlega að opna kampavínsflösku þegar teppið kem- ur heim... ég sendi þér myndir,“ y_ segir hún við Michalis. „Viltu sjá fólkið sem kaupir af honum?“ Portia sýnir mér myndir af Tipper Gore (varaforsetafrú Bandaríkjanna) með Michalis. „Hún er nýbúin að vera héma, pantaði teppi bæði íyrir sig og Clinton. Þú getur farið út í næstu búð og keypt eitthvað sem sagt er vera handgert í Grikklandi, svo kemur í Ijós að það er verksmiðju- framleitt í Kína, svona er þetta um allan heim, dapurlegt! Óvíða sem hægt er að kaupa raunvemlegan listvefnað, eins og hjá Michalis. Hann var ellefu ára þegar hann óf fyrsta teppið sitt - hugsaðu þér!“ Portia, sem er opinská og dugleg að tala eins og flestir landar hennar, segist koma til Krítar á hveiju ári. „Eg flýg til Aþenu, stíg þar um borð í skútu sem ein af áhöfninni, sigli til Krítar og fleiri eyja. Ekki auðveld- asti ferðamátinn, en frábærlega skemmtilegt." Portia, sem er mynd- arkona með grásprengt hár, segist viss um að hafa verið grísk í fyrra lífi, svo margt kalli á sig hér. „Má ekki bjóða ykkur vínglas?" Michalis kemur með glös á bakka, býður að sjálfsögðu upp á eigið vin, árgerð 1970, afar ljúffengt. Roga er meira en verslun, hún er líka líflegur sam- komustaður þar sem vinir og ná- ígrannar koma inn til að spjalla, fá kaffi eða vínglas. Roga bergmálar af yasas (guð blessi þig) langt fram á kvöld. Umræðan spinnst stig af stigi um leið og teppið hennar Portiu rennur fram úr vefstólnum. Sagnalist við vefstólinn „Þið sitjið héma á ættarbekknum hjá síðasta karlvefaranum á Krít, hugsanlega er ég með þeim síðustu á Grikklandi. Mamma mín var vef- ari, amma mín, langamma, langa- langamma... en að strákar yrðu vef- arar var ekki til siðs,“ segir Michalis. A Krít var til siðs að faðir gæfi dóttur vefstól og tréstóla í brúðargjöf - því viðameiri sem út- skurðurinn var á tréveridnu þeim mun ríkari var fjölskyldan. Michalis er stoltur af fagurlega útskorna ætt- arbekknum sínum og við Portia vel meðvitaðar um sætið okkar. Klið- mjúk rödd vefarans færir okkur ára- tugi aftur í tímann: )yAmma mín söng og sagði sögur, þegar hún sat við vefstólinn og við krakkarnir sát- um og hlustuðum. Eitt af því sem hún sagði var þetta: Fyrir langa- löngu voru karimenn vefarar, en eft- ir að Tyrkir réðust inn í landið okkar fórum við konumar að vefa, því að Tyrkir létu flesta karlmenn í nauð- ungarvinnu. Ef við förum enn lengra aftur í tímann, þá var það bara „fjallafólkið" sem óf, fjallabændur með kindur vildu koma ullinni í verð og höfðu nógan tíma til að sitja við vefstólinn á vetuma. „Dalafólkið" sá um ræktunina. Ef dalbúi settist við vefinn varð hann miklu litskrúðugri, vegna þess að hann sá svo marga liti í plöntunum sínum. Svo gekk vefaraiðnin í erfðir frá móður til dóttur, en hvernig stóð á því að hann, strákurinn, varð vefari? „Ég var svo óþekkur, var alltaf að stela ávöxtum, svo að mamma lét mig sitja tímunum saman við hliðina á sér þegar hún var að vefa, án þess að segja orð við mig - hræðileg refs- ing fyrir lítinn strák! Fyrst þoldi ég ekki vefstólinn, en smám saman fór ég að spyija og með tímanum fékk ég að spinna á snælduna, mamma gerði allt til að halda mér frá hrekkjabrögðum, en þegar hún sá að ég fór að hafa áhuga á vefnaði - gerði hún allt til að ýta mér frá vef- stólnum." Michalis setur sig í stell- ingar og horfir á mig. „Veistu hvem- ig krítverskur karlmaður á að vera? Ef þú veist það ekki skaltu fara í næstu búð og skoða styttu eða mynd af karlmannsímynd Krítveija. Krít er karlaveldi skal ég segja þér. Stoltur Krítverji státar af þykku yf- irvaraskeggi, vefur svörtum höfuð- klút um enni sér, klæðist svartri skyrtu og svörtum stígvélum. Ofinn niu metra vafningur kemur í belt- isstað og heldur uppi buxunum og þar er silfurhnífnum stungið sem er hluti af þjóðbúningi Krítar. Þú getur ekki ímyndað þér hvað mamma varð hrædd um að ég næði ekki þessari ímynd þegar ég fór að sýna áhuga á vefnaði - að sonur hennar yrði spottaður fyrir kvenlegar hvatir! Henni til mikils léttis var ég með eðlilegar karlmannshvatir sem ung- lingur, slátraði kindum og kjúkling- um, tróð vínberin í víngerðina og sá um „strákastörfin" á bænum. - Móðir mín var dreki!“ segir Michalis með stolti og sýnir mynd af móður sinni, bráðmyndarlegri konu, en býsna ákveðinni að sjá. „Hér á Krít læra strákar þá hluti sem þeir verða að gera í lífinu af feðrum sín- um, en mikilvægustu lífsspekina læra þeir hjá mæðrum sínum. „Þú átt að lifa með opið hjarta, barma- fullt af ást, agape toutheru, láta elsku Guðs búa innra með þér,“ sagði mamma við mig.“ Ólst upp í „gecko“-húsi Þú ólst upp hérna í Chania, segðu okkur aðeins frá því, hvernig var að alast upp í þessari fallegu borg sem nú er full af ferðamönnum. „Ég ólst upp í ást. Þótt við værum mjög fá- tæk var heimili okkar „gecko“-hús. Gecko er lítil veggeðla sem veiðir moskítóflugur. Að vera með veg- geðlu innandyra þýðir að húsið sé fullt af hamingju. Pabbi var lög- regluþjónn og vildi að ég yrði liðs- foringi, en mamma sá að ég elskaði liti; börn sjá margar dyr opnast í litatónunum; vissi þess vegna að ég var skapandi persónuleiki og kenndi mér að vefa. Fyrsta sem ég lærði var að sópa gólfið. Annað var að ná í laufblöð af stóra moltuberjatrénu til að lita ull- ina hjá gömlu herbúðunum við Sankti Katarínu-virkið, þar sem fá- tæka fólkið byggði sér hús eftir „Þjóðverjastríðið“ (seinni heims- styrjöldina). Trén sem fólkið plant- aði þar eru núna „skuggatré" (veita skjól fyrir sól) og ólífutrén eru enn nógu ung til að bera ávöxt á hverju ári í stað annars hvers. Það voru líka möndlutré við gamla virkið. Og þeg- ar ég fór að tína lauf fyrir mömmu náði ég í möndlufræ til að selja. Möndlufræ eru mjög bragðgóð, ég fékk yfirleitt eina drökmu (20 aura) fyrir 5-10 fræ. Á mínum uppeldis- árum söfnuðu allar ungai- stúlkur sér í heimanmund fyrir hjónaband- ið. Venjulegur heimanmundur var tíu teppi, fimm gólfmottur og nokk- ur púðaver, auk koparpotta og panna. Mamma óf allan veturinn upp í pantanir á heimanmundi. Og koparsmiðir kepptust við að búa til potta og pönnur í brúðargjafir. Nú er koparsmíðin að deyja út. Einn af síðustu koparsmiðunum kom fram í sjónvarpinu nýlega og bað fólk að koma til sín. „Ég skal kenna ykkur það sem ég kann - og gefa nýjum lærlingi öll áhöldin mín,“ sagði hann. Hvað haldið þið að hafi margir komið? Michalis ber með flötum lófa á enni sér til áherslu að hætti Krít- verja. „Enginn kom, enginn vildi þiggja boð koparsmiðsins!" Michalis er þögull um stund, en slær skyttunni því fastar. Segir síðan: „Veistu, að ég kann sex þúsund mynstur, en amma mín kunni átta þúsund. Á að- eins sextíu árum hafa tvö þúsund mynstur glatast. Eins er það með litunina á ullinni. Gömul vinnubrögð sem gengu í arf frá kynslóð til kyn- slóðar eru að deyja út. Mamma kenndi mér að búa til mína eigin liti á ullarbandið. Hún lærði það af ömmu sem lærði af langömmu sem lærði af langalangömmu o.s.frv. Amma þurfti aðeins að ganga nokk- ur skref frá torginu við enda Chali- don-strætis til að tína jurtir og sprek (ferðamenn á Krít þekkja leigubílastæðið við torgið) sem við notuðum til að kveikja eld á húsþak- inu okkar, hérna beint fyrir ofan vefstólinn,11 segir Michalis og bendir upp fyrir sig. Núna þarf Michalis að fara lengra til að safna jurtum í liti. Á sunnudögum eru brúnir tréhlerar fyrir dyrum Roga, þá eru Michalis og Anja úti í sveit að safna jurtum. Ég sé þau í anda koma heim með fulla sekki af eikarlaufum, valhnetu- laufum, moltuberjalaufum og blóm- um sem ég kann ekki íslensk heiti á. Hver árstími á sinn jurtalit, „ólíf- urnar eru bestar í október“, segir Michalis, sem er sérfræðingur í öllu sem viðkemur jurtalitun. „Jurtalitir eru mjög flóknir, stundum gefur rót- in einn lit, stöngullinn annan og ber- in enn annan. Við erum alltaf að reyna að finna nýja liti og nýjar jurt- ir, en blómafræ geta borist með fuglum. Ef við uppgötvum jurt sem gefur lit vitum við ekki hvort lit- urinn er góður fyrr en við erum búin að sjóða hana eða hvort liturinn end- ist eftir að edik og salt er komið út í. Gula litinn fáum við úr blómum sem vaxa undir ólífutrjánum á vorin. Blómin verðum við að tína í apríl, sem er versti árstími moskítóflugna- bita, eins gott að flýta sér svo að moskítóflugan drepi okkur ekki þarna undir ólífutrjánum! Ferða- menn eru hrifnir af blómamyndum, en litir blómanna gefa okkur meira í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.