Morgunblaðið - 24.12.2000, Page 54
54 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000
DÆGURTONLIST
MORGUNBLAÐIÐ
Brestur i RATM
FAAR hljómsveitir hafa notið ann-
arrar eins hylli hér á landi og
Rage Against the Machine, RATM,
um það leyti sem sveitin kom hingað
til lands á sínum tíma. Það er því
harmur kveðinn að fjölmörgum aðdá-
endum sveitarinnar að fregna að
söngvarinn Zack De La Rocha hafi
gengið úr skaftinu því þótt félagar
hans láti líklega með að ráða annan
söngvara verður það ansi ólík hljóm-
sveit ef af verður.
I samtali við Tom Morello, gítar-
leikara sveitarinnar, skömmu áður en
sveitin kom hingað til lands að leika í
Kaplakrika íyrir sjö árum, lýsti hann
undrun sinni á að sveitin nyti eins
mikiila vinsælda hér á landi og áhugi
fyrir tónleikunum benti til, en ekki
leið á löngu að sveitin naut viðlíka
vinsælda um heim allan.
Rage Against the Machine sendi
frá sér fyrstu skífuna 1992, sam-
nefnda sveitinni, en þótt hún hafi ver-
ið áberandi í fréttum og dugleg við
tónleikahald var hún ekki eins dugleg
að taka upp því ekki liggja eftir sveit-
ina nema fjórar breiðskífur, Rage
Against the Machine 1992, Evil Emp-
ire 1996, The Battle of Los Angeles
1999 og Renegades sem kom út íyrir
stuttu. Reyndar eru plötumar ekki
' nema þrjár með frumsöndu efni, því á
Renegades er að finna útgáfur þeirra
félaga af lögum eftir hina og þessa
tónlistarmenn sem þeir hafa dálæti á.
Þannig taka þeir og gera að sínum lög
eins og Microphone Fiend sem rapp-
tvieykið Eric B og Rakim gerði frægt
á sínum tíma, Street Fighting Man
Rolling Stones, Maggie’s Farm eftir
Bob Dylan, Cypress Hill-slagarann
35
Juan De Marcos og
Luis Frank.
Pio Leyv og
Rudy Calzado.
Kúbverskir
höfuðpaurar
Hljómsveitin Rage Against the Machine.
How I Could Just Kill a Man og rokk-
lagið fræga Kick Out the Jams sem
var bannað á sínum tíma með MC5.
Samstarfið innan RATM hefur
alltaf verið eldfimt, ekki síst þar sem
pólitísk sannfæring Zack De La
Rocha virtist vera sterkari en félaga
hans og hann hefur hvað eftir annað
lýst óánægju sinni með frægðina og
sölumennskuna sem henni fýlgdi.
Eins og getið er segjast þeir félagar
hans sem eftir sitja leita sér að öðrum
söngvara, en ekki er gott að segja
hver getur fetað í fótspor De La
Rochas.
Zack De La Rocha er fráleitt hætt-
ur í tónlistinni, er með sólóskífu í
smíðum, og herma fregnir að hún
verði rappskotnari en það sem hann
hefur áður komið að. Þó má ekki
gleyma stjörnuleik hans á Lyricist
Lounge-safnskífunni á þarsíðasta ári
þar sem hann fór á kostum með KRS
One og Last Emperor.
Cypress
Hill á tón-
* leikum
EKKI ER langt síðan menn
töldu rappflokkinn Cypress
Hill feigan, enda bentu yfirlýsingar
liðsmanna til þess að þeir væru
búnir að fá nóg í bili. Annað kom á
daginn, eftir sólóskífur og tilheyr-
andi útúrdúra tóku menn upp
þráðinn eins og ekkert hefði í skor-
ist; í sumar kom út sterk rokkuð
rappskífa og fyrir stuttu tónleika-
plata.
A annan áratug er liðið síðan
fyrsta Cypress Hill-platan kom út,
en eins og heyra mátti á plötu sem
þeir félagar sendu frá sér í vor,
Skull & Bones, voru þeir fráleitt
búnir með innblásturinn. Skífan
var enda tvöföld og vakti athygli að
annar diskurinn var hlaðinn rokk-
rappi af bestu gerð og rétt til að
undirstrika það var fyrsta smáskíf-
an af diskinum gefin út í tveimur
útgáfum, rokkaðri og rappaðri.
I kjölfar Skull and Bones lögðu
þeir Cypress-liðar upp í langt tón-
leikaferðalag, enda hefur sveitin
verið spilaglöð með afbrigðum. I
þeirri ferð tók sveitin meðal annars
upp tónleika í Filmore-tónleika-
höllinni í San Francisco í ágúst síð-
astliðnum og fyrir nokkrum dögum
^kom út safn laga frá þeim tón-
leikum. Á diskinum, sem kallast
einfaldlega Cypress Hill Live at
the Filmore, eru sautján lög og í
raun er hann líkari safnskífu bestu
laga en kynningu á Skull and Bon-
es, þvi ekki eru nema tvö laganna
sautján af skífunni, hitt allt gamlir
r Cypress-slagarar.
Andkristur
ÆÐIÐ fyrir kúbverskri tón-
list er fráleitt búið, enda af
nógu að taka. Allir þekkja Buena
Vista-ævintýrið þar sem gamlir
listamenn létu ljós sitt skína eftir
margra ára vanrækslu, en það eru
fleiri aldnir tónhöfðingjar í Hav-
ana eins og heyra má á nýútkom-
inni skífu, Soneros de verdad.
Höfuðpaur skífunnar er Luis
Frank, söngvari Afro Cuban AU
Stars, sem tileinkar hana Juan de
Marcos Gonzalez fyrir þann þátt
sem sá átti í því að koma Kúbu-
tónlist á kortið að nýju, en eins og
menn muna átti Marcos Gonzalez
hugmyndina sem varð að Buena
Vista Social Club-samstarfinu,
kvikmyndinni og skífunum ótelj-
andi.
Frank og Marcos Gonzalez hafa
báðir starfað að tónlist frá því þeir
voru unglingar, en sá síðamefndi
var í fararbroddi ungra tónlistar-
manna sem tóku þátt í að endur-
eftir Árna
Matthíasson
FÁIR tdnlistarmenn
hafa vakið annað
eins umtal vestan hafs á
síðustu árum og Brian
Warner sem kallar sig
Marilyn Manson. Þótt Em-
inem virðist hafa tekið við
hlutverki skelmisins um þessar
mundir var
fátt betur til
þess fallið að
hleypa öllu í
bál og brand
en nefna nafh
Mansons á
kristilegum
samkomum
eða samráðs-
fundum for-
eldraráða um miðjan áratug-
inn.
Sex ár eru liðin sfðan fyrsta
breiðskífa Marilyn Manson
kom út, samnefnd sveitinni,
sem þá var hljómsveit. Smám
saman náði mesti villingurinn í
sveitinni, áðurnefndur Brian
Warner, yfirráðum í sveitinni
og tók sér á endanum nafnið
Marilyn Manson með góðum ár-
angri. Upp frá því má segja að
allt hafí snúist um hann og hug-
myndafræði hans sem gekk út á
þau einföldu sannindi að ekkert
er betur til þess fallið að vekja á
sér athygli en að ganga lengra en allir aðr-
ir. Þannig tók hann sitthvað sem aðrir
höfðu hneykslað með á undan honum,
Alice Cooper meðal helstu áhrifavalda,
og gerði enn betur, ýkti og afskræmdi.
Tónlistin var í upphafi fremur einfalt
þungt rokk en smám saman þyngdist
undiraldan, skrautið varð æv-
intýralegra og yrkisefnið óhugn-
anlegra og vinsældimar blöstu við.
Helsta skífa sveitarinnar að flestra
mati er Antichrist Superstar sem kom
út fyrir fjórum árum og seldist í millj-
reisa son-hefðina í Kúbu, meðal
annars með hljómsveit sinni
Sierra Maestra. í ítarlegum bækl-
ingi sem fylgir skífunni segir ein-
mitt að Frank hafi vfijað stefna
saman ungum listamönnum og
öldnum til að sýna og sanna að
hefðin lifir góðu lífi og að báðir
hafi sitthvað til málanna að leggja.
Hann kallaði því til hinn 85 ára
gamla söngvara Pio Leyva, Juan
de Marcos, Manuel „Puntillita"
Licea, sem er á áttræðisaldri en
var á sjötta áratugnum með
þekktustu son-listamönnum
Kúbu, og söngvarann Rudy Calz-
ado, sem er 71 árs.
Þessir eru helstir en við sögu á
skífunni koma einnig gítarleikar-
inn Manuel de la Cruz, píanóleik-
arinn goðsagnakenndi Guillermo
Rubalcaba, Yulien Oviedo Sánch-
es, Maracaibo Oriental og svo má
telja.
Þótt allir séu þeir félagar miklir
áhugamenn um son fara þeir um
víðan völl og bregða íyrir sig son,
danzón, djassi og svo má telja,
svona rétt til að sýna að enn sé
mikið ósagt í kúbverskri tónlist.
Nafnið á skífunni, sem má út-
leggja höfuðpaurar son-söngv-
anna, undirstrikar að fáir eru
betur til þess fallnir að segja það
sem þarf.
ónaupplagi. Manson, sem tók
upp á því að kalla sig And-
krist á þeim tíma, átti einkar
auðvelt, með að ná til utanveltu
ungmenna sem klæddust gjarn-
an svörtu og máluðu sig í takt við
það sem fyrirmyndin gerði á tón-
leikum og í myndböndum. Eftir
því sem vinsældirnar jukust jókst
og þrýstingur frá þeim sem vildu
banna tónlist Mansons og
texta og alsiða að tónleikum
væri mótmælt eða þeir blásnir
af fyrir atgang hægrimanna
eða trúarleiðtoga vestur í
Bandaríkjunum. Ekki varð
það svo til að draga úr deilum
um Manson þegar ungmenni
frömdu fjöldamorð í mennta-
skóla fyrir tveimur árum.
Margir urðu til að skella
skuldinni á Manson og ofbeld-
isfulla tölvuleiki og þótt deil-
urnar í kjölfarið hafí orðið til
þess að auka sölu á nýlegri
breiðskífu Mansons hefur
hann lýst því að allt þetta hafí
fengið á hann og um tíma var
sem hann héldi sig til hlés.
Eins og getið er í upphafí
hamast allir á Eminem nú um
stundir og því þarf meira en lítið til
að ná athygli vestan hafs, ekki síst ef
menn róa á sömu mið. Breiðskífan
Mechanical Animals sem kom út 1998
þótti mörgum heldur dauf og Iitlaus og
því þurfi Manson að leggja hart að sér til
að ná eyrum fyrrum aðdáenda sinna. Nið-
urstaðan varð Holywood, sem kom út í haust,
og þykir afbragðs rokkskífa, kraftmikil og vel
saman sett. Hneykslunarhellurnar fá svo sitt þeg-
ar þær heyra textana, því þeir eru uppfullir með
andkristilegan boðskap og daður við dimma dulspeki.
Þótt platan sé talin með þvf besta sem Marilyn
Manson og félagar hafa sent frá sér virðist sem tími
hans sé liðinn, því platan hefur ekki selst nema miðl-
ungi vel. Hann þarf því að grípa til enn róttækari
ráða vilji hann halda sér á toppnum.