Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ 100 ára aldamótabörn „Sjaldan verið iðjulaus“ Hundrað ára! Enn er á lífi um tugur Islend- inga sem fæddust aldamotaárið 1900 og nær þrefalt fleiri sem fæddust árið 1901. Guðni Einarsson hitti tvö aldamótabörn að máli sem bæði fæddust árið 1900. . ^ # Morgunblaðið/Jim Smart Ágúst Benediktsson AGÚST Benediktsson fædd- ist 11. ágúst 1900 í Steina- dal í Kollafírði og segist vera Strandamaður í húð og hár. Systkinin voru sex talsins en Agúst er einn eftir. „Ég byrjaði ung- ur að vinna, fór að sitja yfir ám sex ára og sat hjá til tólf ára aldurs. Þá var hætt að færa frá. Það var ekki verið að tala um lærdóm í gamla daga. Bara að vinna - það var númer eitt.“ Þegar Agúst var níu ára var hann lánaður að Valshamri í Geira- dal, þar sem móðurbróðir hans bjó, og þar var hann látinn sitja einn hjá ánum. „Með mér var drengur tvo fyrstu dagana. Þetta var langt frammi í heiði og langt frá öllum bæj- um. Þegar hann fór heim og ég vai' eftir einn leiddist mér heldur mikið. Mér leiddist svo mikið að ég hafði ekki lyst á að borða. Til þess að láta fólkið ekki vita skildi ég matinn eftir frammi á dal. Mér fannst svo aum- ingjalegt að geta ekki staðið mig í þessu. Það var oft kuldalegt og svo þokan! Manni var verst við hana. Þama var ekki einu sinni steinn til að standa undir og hlífðarföt voru nú ekki mikil í þá daga. En þetta lánaðist allt saman. Faðir minn drukknaði á Stein- grímsfirði þegar ég var 16 ára. Þá ílutti mamma með bömin og fór í húsmennsku í Hlíð í Kollafirði og ég var þar vinnumaður.“ Agúst var vinnumaður í Hlíð frostaveturinn mikla 1918. „Þá fór ég og fleiri menn með hest og sleða á hafís alla leið til Hólmavíkur að sækja vömr. ísinn fór aldrei alveg upp að landinu. Þegar lagði varð ísinn upp við landið alveg sléttur og þar fómm við með hestana og sleðana. Fómm ekkert lengra út á ísinn.“ Það kom iðulega hafís inn á Steingrímsfjörð og eitt vorið þurfti Agúst að leggja grásleppunetin á milli jakanna. Stundum fór jaki yfir net og þá varð að draga það daginn eftii-. Hann segist aldrei hafa séð ís- bjöm en mikið hafi verið talað um þær skepnur. Bóndi á Hvalsá Ágúst hóf búskap á Felli í Kolla- firði 1927 og bjó þar í tvö ár. Jörðina átti séra Jón Brandsson. Tveimur ár- um síðar flutti Ágúst á eigin jörð, Hvalsá, þar sem hann bjó í 42 ár. „Þegar ég flutti að Hvalsá átti ég orð- ið konu, Guðrúnu Þóreyju Einars- dóttur frá Þórastöðum í Bitm. Ég missti hana í haust. Hún var 92 ára þegar hún dó, við vomm 71 ár í hjóna- bandi.“ Ágúst og Guðrún eignuðust sjö drengi og misstu tvo þeirra eftir að þeir vom orðnir fullorðnir. „Harald- ur, sá elsti, var búinn að vera sjómað- ur í mörg ár. Aldrei komið neitt fyrir hann. Svo lendir hann í bílslysi. Júlíus dó úr krabbameini. Þeir sem eftir lifa era Benedikt, Einar Ingi, Óskar, Svavar og Gísli.“ Ágúst segir að Hvalsá sé lítil jörð og flest árin hafi hann orðið að heyja á engjum, nema þau síðustu. Hann var með lítið bú, 130 kindur, fimm hesta og 2-3 kýr. Ágúst byggði allt upp á jörðinni, íbúðarhús og útihús. Burðarviðimir vom úr rekaviði sem Ágúst sagaði með handsög og stærstu raftana með tvískeftri sög. Hann drýgði tekjurnar með sjósókn, lagði grásleppunet á vorin og reri á haustin að lokinni slát- urtíð og alveg til jóla. „Fyrst var ég á árabáti og svo fékk ég 2-3 tonna trillu," segir Ágúst. „Á haustin reri ég með línu. Þegai- drengimir vom orðnh- það stórir að þeir næðu upp í balann fóra þeh- að beita. Þegar þeir fóm svo að stálpast, svona 10-12 ára, fóm þeir með mér á sjóinn. Áður var ég með vinnumann með mér. Sjósóknin Það sögðu sumir að ég væri vinnu- harður við strákana. En ég sagði að þeir fengju nóg að sofa og nóg að borða og þá væra þeir ekkert of góðir til að vinna. Það hefði ég orðið að gera.“ Aflinn var lagður upp að Smá- hömram, innar í firðinum, þar sem var fiskmóttaka fyrir kaupfélagið á Hólmavík. Þangað var klukkustund- ar stím á trillunni frá Hvalsá. Stundum gerði vond veður á sjón- um, einkum gat sjólagið orðið leið- inlegt í norðanátt. Stundum fékk Ágúst á sig brot, en aldrei gaf meira á en svo aðundan hefðist að ausa. Einu sinni þegar Ágúst var á sjó fórst bát- ur frá næsta bæ, Heydalsá, og með honum þrír menn. Framan við Hvalsá er mjög skerj- ótt og viðsjárverð siglingarleið. Það var einmitt á svonefndri grannleið, við Hvalsá, sem faðir Ágústs fórst ásamt þremur öðram. „Þeir vora að fai'a af vertíð í Þorpum, skammt inn- an við Hvalsá. Það var norðanátt og braut á skerjum. Þeir drukknuðu all- ir. Mér var stundum í huga þegar ég fór þama í gegn hvort ég ætti eftir að sæta sömu örlögum og faðir minn. Ég fór oft þai'na og stundum með hlaðinn bát. Áður en vegurinn kom var ég svo mikið í flutningum, bæði með vaming og fólk. Stundum sótti ég menn yfir á Hvammstanga á trillunni." Ágúst segist ekkert hafa átt við veiðar á landi, einu sinni keypti hann þó byssu en seldi hana aftur. „Ég hafði ekki kjark til að drepa rjúpuna. Hún var svo falleg. Á vorin komu oft selir í grásleppunetin og eitthvað vora þeir nýttir til heimilisins." Ágúst segist hafa verið orðinn slæmur fyrir brjóstinu og mæðinn um sjötugt. Hann brá búi 1972 og þá fluttu þau Guðrún suður. „Ég var hálfsmeykur við að flytja til Reykja- víkur. Var svo hræddur um að ég fengi ekkert að gera. Mér hefur alltaf liðið illa hafi ég ekki haft eitthvað handa í milli. Ég var ekki búinn að vera hér nema tvo eða þijá daga þeg- ar ég var beðinn að koma og salta grásleppuhrogn. Við þetta vann ég þrjú eða fjögur vor. Ég var vanur grásleppunni írá því fyrir norðan." Ágúst gerðist einnig netamaður og hafði mikið að gera. Hann keypti sjálfur slöngur og teina og setti upp net sem hann seldi Pétri og Páli. Seinustu netin setti hann upp á hundraðasta æviárinu. Hann segist aldrei hafa haft meiri tekjur á ævinni en í netamennskunni. I sveitinni sá hann aldrei peninga. Þar var allt lagt í reikning og síðan tekið út í vöram. Nútíminn Ágústi þykir ýmislegt að í nútím- anum og mikið hafa breyst frá íyrri tíð. „Það er margt öðravísi hér [í Reykjavík] en í sveitinni. Hér fá bömin ekkert að vinna. Mér finnst það líka að, hér í Reykjavík, að bömin era farin að stjóma heimilunum og of mikið látið eftir þeim. Það finnst mér vera of langt gengið.“ Hverju þakkar Ágúst langlífið? „Ég lifði á íslenskum mat og hef alltaf unnið, sjaldan verið iðjulaus." Hann segist hafa reykt á yngri áram. I stríðinu rak oft blikkdunka með síg- ai-ettum fyrir norðan. Rekabændur buðu nágrönnum tóbakið. Svo fór Ágúst að ftnna til fyrir bijóstinu og hætti þá að reykja og fór að taka í nefið. Eftir nokkurra ára neftóbaks- notkun fékk hann miklar og kvala- fullar blóðnasir sem læknir þurfti að stöðva. „Það voru mestu kvalir sem ég hef tekið út. Þá ákvað ég að hætta að taka í nefið og stóð við það.“ Ágúst var meðhjálpari í þrjá ára- tugi á Kollafjarðamesi og segist vera trúaður. „Ég trúi á skapara himins og jarðar og kvíði ekkert fyrii' að deyja,“ segir Ágúst. „Ég les bænir á hverju kvöldi, bæði bænir sem ég lærði sem barn og aðrar sem hafa bæst við. Fyi-st og fremst Faðirvorið." Meðan við sátum að spjalli kom nágranni Ágústs til að sælga hann í samsöng. Sá sagði að Ágúst væri forsöngvari og vildi fá hann með. En hvað stend- ur upp úr á langri ævi? „Ég held að það hafi verið erfiðast að alast upp. Þegar alltaf var verið að lána mann - kannski í ókunna staði. Þá leið manni ekki alltaf vel. En ég átti góða konu og gott samneyti við hana. Mér hefur alltaf liðið vel og farnaðist vel í bú- skapnum," segir Ágúst. x »i r . -,,• Morgunblaðið/Jim Smart Ingibjorg Narfadottir „Það var sveit í okkur báðum“ INGIBJÖRG Narfadóttir er fædd 13. júm 1900 þar sem nú eru Sólheimar í Grímsnesi en hét Hverakot þegar Ingibjörg fæddist. Hún kennir sig alltaf við gamla bæjamafnið. Foreldrar Ingi- bjargai- bjuggu að Hverakoti og eignuðust fjögur börn, Ingibjörgu og þijá syni. Móðurmissir Ingibjörg segist hafa verið heilsu- hraust alla ævi og það sé langlífi í ættinni. „Amma varð gömul en mamma varð ekki langlíf. Hún dó af slysförum. Brenndist. Rann með fæt- urna ofan í hver. Hún var víst að þvo og ekkert byggt yfir hverinn. Allt opið. Hún kvaldist mikið í tvö ár og gat ekki unnið,“ segir Ingibjörg hugsi. Hún bendir á mynd sem tekin er um 1905 og sýnir móður hennar sitjandi framan við bæinn í Hvera- koti. Húsin eru skæld eftir jarð- skjálfta og móðir hennar með sára- umbúðir um fæturna alveg upp að mjöðmum. „Þetta er eina myndin sem til er af henni. Ég var svo heppin þegar ég átti afmæli að þá fannst þessi mynd. Þetta var gjöf frá Guði. Eg trúi á Guð. Þér er óhætt að skrifa það. Hann bjargar mér og hefur gert. Guð er æðsturog svo mennimir í mínum huga. Ég ólst upp á trúuðu heimili og bý að því. Það er gott að búa að því sem maður lærir ungur, sé það gott. Ég hef verið reglusöm alla ævi og aldrei smakkað brenni- vín og ekki reykt eina einustu sígar- ettu.“ Á Kiðjabergi Pabbi Ingibjargar bjó í tvö ár eftir slysið. „Ég man Iítið eftir mér hjá pabba,“ segir Ingibjörg. „Ég ólst upp á Kiðjabergi í Grímsnesi og kom þangað rétt áður en ég varð átta ára. Móðurlaus. Þar var ég þar til ég var rúmlega tvítug og 1922 fór ég al- farin að heiman. Það var allt svo gott heima á Kiðjabergi. Það var stórbýli. Tuttugu manns vanalega og komst upp í þijátíu á sumrin." Borg í Grúnsnesi var aðal- skemmtistaðurinn og unga fólkið lét skemmtanir ekki framhjá sér fara. „Ég hafði voða gaman af að fara þangað. Svo fór ég á hestbak þegar ég gat. Var svolítið fyrir hesta og sótti þá alltaf. Svo bara leið mér svo vel.“ Leiðin lá til Reykjavíkur og fór Ingibjörg til móðursystur sinnar. Hún gerðist hjálparstúlka hjá hjón- um í bænum og vann hjá þeim í tvö ár. „Ég gifti mig þegar ég var 25 ára. Maðurinn minn hét Frímann Kristófer Sehram og var Ingvars- son. Hann var frá Þóroddsstöðum í Grúnsnesi. Hann var sjómaður þeg- ar ég kynntist honum, svo varð hann símamaður. Við bjuggum í Reykja- vík þangað til hann dó.“ Ingibjörg og Frímann eignuðust fjögur börn. Elstur var Ámi, sem er látinn, svo komu Dóra Guðríður, Katrín og Ögmundur. Ingibjörg var alltaf heimavinn- andi eftir að hún gifti sig. „Ég vann ekki einn einasta dag utan heimilis. Var bara heimaað hugsa um minn mann og börn. Ég var búin að vinna í sveitinni, orðin svolítið þreytt á því. Þar var stórt heimili og nóg að gera. Maður var látinn vinna og kennt að vinna. Það er nauðsynlegt að læra að vinna.“ Ingibjörg segir að lífsbaráttan hafí verið ólíkt harðari þegar hún var að alast upp en nú. „Ég myndi ekki geta gert eitt einasta handtak nú. Þetta er allt svo ólíkt.“ Eftír efnum og ástæðum Ingibjörg og Frímann keyptu hús á Grettisgötu 53A og þar fæddust börnin, nemaþað yngsta. „Við átt- um heima í ósköp lélegu húsi, en gerðum það soldið betra. Það bless- aðist allt saman og hægt að lifa það af. Við vorum vön að vera í þrengslum heima. Ég kalla Kiðja- berg alltaf heim. Það eru allir farnir þaðan sem ég ólst upp með.“ En hvemig gekk þeim að komast af og fyrirvinnan ein? „Hann var mikið duglegur mað- urinn minn og vinnusamur. Var allt- af í súnavinnu, fastamaður í Bæj- arsímanum. Ég þurfti ekkert að gera. Bai'a hugsa um heimilið, börn- in og mat og svoleiðis. Það var vel farið með mig. Það var svo lítið af tækjum á Grettisgötunni fyrst þegar við komum þangað að ég þurfli að fara í önnur hús að þvo þvottinn. Það var erfitt. Kona sem ég þekkti niður á Hverfisgötu leyfði mér að fara í vaskahúsið sitt. Það tók sinn túna að koma heimilinu í gang. Svo keypti hann þvottavél, en þær vom ekki einu sinni alltaf til. Við bjugg- um bara eftir efnum og ástæðum. Stóðum alltaf í skilum. Vorum ekk- ert að heimta af bænum. Þetta gekk bara vel. Smátt og smátt. Hann átti bíl og var bílstjóri sjálf- ur, það bjargaði miklu.“ Okst þú bflnum? „Almáttugur! Nei. Það vai' í mesta lagi að ég keyrði hjólbörur. Við vor- um alltaf með kartöflugarð inni í Tungu, alveg innst á Laugaveginum. Við höfðum mikið, mikið gaman af því. Það var sveit í okkur báðum.“ Ingibjörg býr nú hjá Katrínu dótt- ur sinni í Kópavogi og segir að sér líði vel. „Þau hugsa mikið vel um mig, börnin, og ég er hér á góðu heimili. Ég á svo góð börn. Þau eru hérna rétt hjá mér og bera mig á höndum sér. Af því fer ég ekki á elli- heimilið. Ég er svo heppin," segir Ingibjörg og hlær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.