Morgunblaðið - 31.12.2000, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Frá vinstri, Bessi, Magnús og Aðalsteinn.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Tölvustýrð lyfja-
skömmtun er framtíðin
mssapnmatmJF
Á SUNIMUDEGI
►Þrír vinir, tengdir Qölskylduböndum, hafa innleitt ný
vinnubrögð í lyfjaskömmtun hér á landi síðustu tvö árin og
starfrækja fyrirtæki undir nafninu LyQaver. Þetta hefur
valdið byltingu í þessum efnum og það er mikill hugur í
þremenningunum sem segja verulega akra enn óplægða.
Rr.9r. S a»il4'
Cr.íw. i
hUl\T vnvvm
wzl rv
Svona líta lyfjapokarair út.
Eftir Guðmund Guðjónsson
ramkvæmdastjóri Lyfja-
vers er Aðalsteinn
Steinþórsson, fæddur á
Egilsstöðum 1961. Hann
varð stúdent frá MA ár;
ið 1981 og viðskiptafræðingur frá HÍ
1987. Nokkru síðar réð hann sig sem
framkvæmdastjóra Blindravinnu-
stofunnar þar sem hann starfaði til
ársins 1994, þá var hann fram-
kvæmdastjóri hjá ÍMÚR til ársins
1997 og því næst hjá Steinsteypu
Hafnarfjarðar til þessa árs, er hann
fór alfarið til Lyfjavers. Þó hafði
hann starfað þar með starfi sínu hjá
steinsteypunni síðustu misseri. Eig-
inkona Aðalsteins er Bima Stefnis-
dóttir.
Bessi Gíslason er lyfjafræðingur
hópsins, fæddur að Kýrholti í Skaga-
firði árið 1949. Hann er stúdent frá
MA 1970 og lyfjafræðingur frá
Danska lyfjafræðiháskólanum árið
1979. Starfsferill hans er þannig að
hann var um skeið yfirlyfjafræðing-
ur Kópavogs- og Vesturbæjarapó-
teka, framkvæmdastjóri heildsölu-
sviðs Lyfjaverslunar ríkisins og
íslands. Síðan stofnaði hann Lyfja-
búðir ásamt fleirum og var lyfsölu-
leyfishafi þar til ársins 1997, en þá
var Lyfjaver að fæðast og hann fór
þangað til starfa og er einn þeirra
þriggja sem hafa starfað alfarið við
fyrirtækið frá byrjun, en það var
stofnað í september 1998. Eiginkona
Bessa er Una Þóra Steinþórsdóttir
og eiga þau fjögur böm.
Tölvunarfræðingurinn í hópnum
er Magnús Steinþórsson, fæddur á
Egilsstöðum 1966. Hann er stúdent
frá ME 1986 og útskrifaðist með BS-
gráðu í tölvunarfræði árið 1992.
Hann vann hjá Tryggingamiðstöð-
inni frá 1990-97 og var síðan í er-
lendum verkefnum fyrir EJS til árs-
ins 1999 er hann gekk til liðs við
Lyfjaver. Eiginkona Magnúsar er
Elsa Hartmannsdóttir og eiga þau
eitt barn.
Lyfjaver var stofnað í september
1998 eins og áður sagði og starfsleyfi
fékkst 12. ágúst 1999. Síðar í sama
mánuði, eða 81. ágúst, var skammtað
í fyrsta pokann og síðan hefur leiðin
legið upp á við. Það var Bessi sem
fyrstur kynntist tölvustýrðri lyfja-
skömmtun eins og hér er til um-
ræðu. Hann var þá staddur í Svíþjóð
þar sem farið var að nota þessa
tækni og varð honum þá hugsað til
stofnana hér heima þar sem hjúkr-
unarfræðingar sátu og tíndu lyf í
poka, jafnvel oft á dag. „Þarna skaut
rótum hugmynd um að innleiða
tölvustýrða lyfjaskömmtun á Is-
landi. Mikil undirbúningsvinna ligg-
ur að baki þeim árangri sem náðst
hefur. Fyrst þurfti að gera grein fyr-
ir uppbyggingu fyrirtækisins, finna
hentugt húsnæði, gera nýjan hug-
búnað og markaðssetja hugmyndina
meðal yfirmanna spítala og dvalar-
og hjúkrunarheimiia. Alls fór eitt og
hálft ár í þennan grunnundirbún-
ing,“ segir Bessi.
Aðalsteinn bætir við að vélin sem
vinnur verkin sé japönsk og hafi ein
og sér ekki verið stærsta fjárfest-
ingin, heldur kostnaður við gerð og
hönnun hugbúnaðar og vinna við
þróun gæðakerfis og vinnuferla. Og
hann heldur áfram: „Við lögðum
mikla vinnu í að kynna hugmyndina
og yfirmenn Hrafnistu í Hafnarfirði
sýndu hugmynd okkar áhuga. Vitað
er að Islendingar eru afar opnir fyrir
nýjungum og þeir hjá Hrafnistu
voru tilbúnir að hlusta á okkur. Það
var stór stund þegar þeir tóku
ákvörðun um að gera við okkur til-
rauna- og þróunarsamning. Þar gát-
um við þróað hugmyndir okkar í
samvinnu við hjúkrunarfræðinga og
lækna, gert nauðsynlegar breyting-
ar og séð hvemig hlutirnir gengu
fyrir sig. í kjölfarið kom hver stofn-
unin af annarri í viðskipti, næst
Uppsalir á Fáskrúðsfirði, þá félags-
svið Kópavogsbæjar, apótek Land-
spítalans og síðan Sæborg á Skaga-
strönd. Nú eru í viðskiptum við
okkur 14 aðilar sem eru með drjúgan
hluta íbúa á dvalar- og hjúkrunar-
heimilum, eða samtals rúmlega
1.100 manns. Þetta hefur gengið
framar vonum og því er í undirbún-
ingi að bæta við vél til að auka fram-
leiðslugetuna."
Heildarlausnir
Þeir Aðalsteinn og Bessi (Magnús
var vant við látinn) röktu fyrir blaða-
manni að þetta fyrirkomulag hefði
marga góða kosti og væri rétt að
reifa nokkra.
„Til að byrja með,“ sögðu þeir, „er
skortur á hjúkrunarfræðingum en
lyfjatiltekt hefur yfirleitt verið á
þeirra ábyrgð. Tölvustýrð lyfja-
skömmtun sparar vinnu á stofnun-
um og eykur öryggi í lyfjatiltekt og
lyfjagjöf.
Okkar starf byrjar í raun með því
að við fundum með læknum, hjúkr-
unarfræðingum og forstjórum, kom-
um í heimsókn, skoðum aðstæður og
gerum síðan tilboð. Tekin er ákvörð-
un um hvenær skömmtun hefst.
Útbúin eru lyfjakort íbúa eftir fyr-
irmælum lækna. Skömmtunarvél
tekur við fyrirmælunum, skammtar
lyfin í poka, einn fyrir hverja inn-
töku. Pokamir mynda lyfjarúllu,
venjulega til tveggja vikna. Að lok-
um eru lyfin afhent ásamt öðrum
lyfjum, s.s. augndropum, smyrslum
o.fl. sem eru, eins og lyfjarúllurnar,
merkt hverjum einstaklingi. Þá má
nefna, að lyfjalager er yfirfarinn og
endurskipulagður. Þá aðstoðum við
við öll vandamál sem upp kunna að
koma. Þannig veitum við heildar-
lausnir á öllum lyfjamálum fyrir við-
skiptavini okkar.“
Margþættur ávinningur
Hver er þá ávinningurinn fyrir
stofnanir afað skipta við ykkur?
„Hann er margs konar,“ segja Að-
alsteinn og Bessi. „Þær geta minnk-
að lager sinn verulega, það næst
betri nýting á lyfjum, þau fymast
síður en það ræðst af því að við af-
hendum það magn sem þarf hveiju
sinni. Regluleg vinna við skömmtun
hættir. 80 til 85% lyfja em í merkt-
um pokum. Meðferðarheldni batnar,
til vitnis um það em m.a. sænskar
athuganir, en Svíar em framarlega í
lyfjaskömmtun gf þessu tagi. Þá er
auðveldara að hafa eftirlit með lyfj-
um íbúa, skömmtun og rekjanleiki
verður ömggari þar sem hver lyfja-
máltíð er í lokuðum merktum poka.
Lyfjaverð lækkar þar sem keyptar
em ódýmstu og stærstu fáanlegu
pakkningar í miklu magni.
Af þessari upptalningu má síðan
glöggt sjá hver markmið okkar em.
Þau era að skammta Iyf fyrir ein-
staklinga eftir þörfum hvers og eins.
Að bjóða hagkvæmar heildarlausnir
í lyfjamálum og að tryggja öragga
skömmtun, m.a. með sérhæfðum
búnaði.“
Þetta hljómar eins og eitt ailsherj-
ar ævintýri. Hafa alls engin vand-
kvæði mættykkur?
„Við gátum þess nú í byrjun að
þetta var þrotlaus og flókin vinna í
upphafi, einkum sú vinna sem sneri
að því að sannfæra fólk um að þetta
væri góð hugmynd. Það var tímabil
sem við höfðum lagt í mikla vinnu en
vissum ekkert hvernig þessu myndi
reiða af. En læknar og hjúkmnar-
fræðingamir hafa tekið okkur vel og
ekki síst íbúarnir sjálfir. Þegar við
kynntumst þessu voram við mest
undrandi á því að þessi tækni væri
ekki löngu komin á hérlendis miðað
við hve Islendingar em fljótir að til-
einka sér nýjungar."
En hvernig má búast við að þjón-
usta Lyfjavers þróist á næstu miss-
erum?
„Við höfum þegar hafið samstarf
með öldrunarlæknum á Hrafnistu og
munum í samvinnu við þá til dæmis
standa fyrir athugunum á milliverk-
un lyfja, gæta þess að einstaklingar
fái ekki lyf sem þeir hafa ofnæmi
fyrir og hafa eftirlit með reglulegum
lyfjamælingum. Við emm enn frem-
ur að búa okkur undir að auka af-
kastagetuna með tilkomu nýrrar
vélar. Það er stærri og öflugri vél
sem von er á í upphafi næsta árs.
Þegar við tölum um framtíðina
kemur upp brandari frá tölvunar-
fræðingnum okkar um að þróunin
hljóti að enda með því að fólk þurfi
ekki einu sinni að opna lyfjapoka
sína, heldur éti þá bara líka.“
Þið töluðuð áðan um „drjúgan
hluta sjúkrarúma" sem þið þjónustið
nú þegar. Hver er hlutdeildin íraun ?
„í opinberam skýrslum er talað
um að í heild séu 3.800 rúm á öldr-
unar- og sjúkrastofnunum hér á
landi. Þar af sinnum við nú rúmlega
1.100. Við þjónum því hartnær þriðj-
ungi, en það er stutt í að við getum
sinnt öllum og setjum að sjálfsögðu
stefnuna á það. Sem stendur emm
við einir á þessu sviði, hvað svo sem
síðar verður, og þar með höfum við
visst forskot á þá aðila sem kynnu að
vilja veita samkeppni. Samkeppni er
alltaf af hinu góða og við myndum
mæta henni óhræddir ef til þess
kæmi.“
Ef þið ætlið í nýja markaðssókn
með aukinni afkastagetu, þurfíð þið
þá ekki að fjölga stöðugildum og
stækka, ef þannig mætti að orði
komast?
„Það er alveg rétt, við emm ungt
fyrirtæki. Auk okkar þriggja stofn-
enda og eigenda em hér þrír starfs-
menn og allir ganga í flest störf. Það
er alltaf einhver á vakt og bakvaktir
um kvöld og helgar. Þetta kostar
mikla yfirlegu, en það er eðli þess að
bjóða og standa við heildarlausnir.
Jú, við þurfum að fjölga starfsfólki
samhliða stækkun. En við þurfum
ekki að bæta við okkur húsnæði. Það
var valið í byrjun til að þola umsvif-
in.“
Ogþað eru sóknarfæri?
„Ný sóknarfæri em ávallt fyrir
hendi á markaðnum því að tölvu-
stýrð lyfjaskömmtun hentar flestum
þeim sem þurfa að taka nokkur lyf
að staðaldri. Auk þess er enn
óplægður akur á dvalar- og hjúkr-
unarheimilum.“