Morgunblaðið - 31.12.2000, Síða 33

Morgunblaðið - 31.12.2000, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 33 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 30. desember sem bera sama eftirnafn. í gamla daga lauk refs- ingunni á einum sunnudegi við kirkjuna. Þá hlaut fólk refsingu eftir réttarhöld og dómsúrskurð, núna er gapastokkur fjölmiðlanna stundum miklu ven-i en dómarnir sem réttarkerfið kvað upp.“ Og Bore heldur áfram: „Ég hygg við getum ver- ið sammála um að ekki eigi að skerða tjáning- arfrelsið þegar það er notað til að hindra óréttlæti og leiðrétta mistök... Rannsóknarblaðamennska sækir í sig veðrið og það er gott fyrir samfélagið. En það er slæmt að stundum hafa fréttamenn sýnt óvarkámi og skaðað rannsókn lögreglu á málum með yfirgangi. Blöðin hafa oft varpað fram afdráttarlausum staðhæfingum allt of snemma og síðar hefur komið í Ijós að þau voru á villigötum. Oft er skaðinn mikill, fjárhagslegur og félagsleg- ur, fyrir einstaklinga sem verða fyrir barðinu á þessu þótt þeir reyni að rétta hlut sinn með mál- sókn... Lögbrot er lögbrot. En hvaða brot eru svo yf- irþyrmandi að ástæða sé til að fjalla mn þau á mörgum blaðsíðum og birta risastórar myndir. Fjölmennir flokkar ljósmyndara og fréttamanna eru á hælum hins ákærða, notaðar eru kvik- myndavélar og skær flassljós sem afhjúpa hveija einustu drætti og svipbrigði... Athafnir fjölmiðla í slíkum málum minna á al- þýðudómstóla; eintakafjöldinn, áherzlan, orðaval þar sem skoðanir fréttamanns koma skýrt í ljós og þeir bregða sér í mörg hlutverk í senn - þeir ann- ast rannsókn, eru ákærendur og dómarar auk þess sem þeir miðla upplýsingum til almennings... Það er gersamlega óverjandi að þvinga játn- ingar út úr fómarlambi með því að hóta að skýra frá upplýsingum sem hafa ekki fengizt staðfestar. Það er enn verra að birta óstaðfestar upplýsingar í trausti þess að fómarlambið þori ekki að bregð- ast við þeim. Það er svívirðilegt að nýta sér vitn- isburð barna eða annarra sem ekki era færir um að skilja hvaða afleiðingar orð þeirra geta haft. Enginn getur komizt undan ábyrgð með því að vísa til þess að fómarlambið hafi sjálft kallað yfir sig umfjöllun. Sá sem birtir fréttaumsögn hlýtur ekki eingöngu að ábyrgjast að hún sé sönn heldur einnig að virðingarverð ástæða sé fyrir birting- unni. Ég er sammála aðalritstjóra Washington Post sem segir að ekki sé nein ástæða til að segja frá einkalífi þekkts fólks nema framferði þess í einkalífinu geti haft áhrif á störf þess. Ef fólk í ábyrgðarstöðum tekur sér eitthvað fyrir hendur sem skerðir það traust sem almenningur verður að geta borið til viðkomandi einstaklings, getur einkalífið orðið viðfangsefni á opinberum vett- vangi...“ Bore fordæmir þá sem hann kallar hnýsla í fréttamennsku og telur að þeir geti kallað yfir fjöl- miðlana lög sem skerði frelsi þeirra. Viðhalda verði gagnkvæmu trausti almennings og fjölmiðla ef hinfr síðarnefndu vilja gegna hlutverki fjórða valdsins, „við verðum að halda okkur frá for- heimskunar- og léttmetisblaðamennskunni," seg- ir hann og bendir á að blaðamenn verði sjálfir að halda uppi siðferðislegum aga eins og Ibsen fjallar um í Rosmersholm. Og hann kallar Sigrid Undset til vitnis um grandvallaratriði því að hún sagði á sínum tíma að menning væri ,4 innsta eðli sínu ábyrgðartilfinning einstaklingsins". Hann varpar fram þeirri spumingu hvort ritstjórar ritstýri eða láti sér nægja að sjá um daglega stjóm. Spyr hvort ekki vanti hugmyndafræðilegan grandvöll á marga fjölmiðla. „Standa ritstjómimar í alltof litlum mæli á grunni hins trausta gildismats? Hlýtur ekki að vera fyrir hendi gildismat í hvert sinn sem tekin er ákvörðun í siðferðislegum efn- um?“ Allt er þetta mikið íhugunarefni og ég tel að Bore fjalli skynsamlega um vandamálið. Ég er sammála öllum skoðunum hans og hvemig hann setur þær fram. Og þá ekki síður því sem hér fer á eftir: „Ef almenningi finnst að við umgöngumst ekki tjáningarfrelsið með virðingu eigum við á hættu að frelsið sem við höfum ekki efni á að glata verði skert. Þess vegna verðum við að halda verk- færum okkar í siðferðismálum vel við og slæva ekki virðinguna fyrir þeim ef við ætlumst til þess að vera tekin alvarlega í hvert sinn sem við drög- um að húni fána tjáningarfrelsisins. Fólk lætur sér fátt um finnast ef við vísum til hins heilaga frelsis í hvert sinn sem við gegnum störfum lög- reglunnar eða dæmum fyrirfram þá sem granaðir era um afbrot, læðumst inn í svefnherbergi þefrra sem njóta tímabundinnar frægðar eða látum móð- an mása um hvaðeina sem engu máli skiptir... Eðlilegt er að staldrað sé við og spurt: Eram við vitni að því hvemig fjölmiðlunum hrakar, hvernig þeir menga almenningsálitið með ofuráherzlu á einstaklinga og hneyksli fremur en að vera til upp- lýsingar?" Er tvenns konar fjölmiðlasiðferði að verða til, annars vegar þeirra sem leggja áherzlu á að Ritstjórar Morgunblaðsins á fundi Okkar manna, samtaka fréttaritara blaðsins á landsbyggðinni, ásamt Gísla Gíslasyni, bæjarstjóra á Akranesi, sem var fyrirlesari á fundinum. Slík námskeið fyrir fréttaritara hafa tíðkazt undanfarin ár og hefur Helgi Bjarnason haft umsjón með þeim. stundum hljóti tillit til einstaklinga að vega þyngst, hins vegar þeirra sem segja að tjáning- arfrelsið sé takmarkalaust og skýra megi frá öllu, ef það sé satt? Er raunveruleiki nútímafjölmiðl- unar þegar öllu er á botninn hvolft fyrst og síðast spuming um peninga? Fréttamenn þurfa sjálfir sama aðhald og þeir telja sér skylt að veita öðrum. En það er langt frá að á því sé almennur skilningur og um fjölda fréttamanna mætti hafa sömu orð og Bore notar um valdamenn: „Og aldrei megum við gleyma því að þeir sem af eðlilegum ástæðum era mikið í sviðsljósinu glata alltaf að nokkra leyti hæfileik- anum til að skilja gildi tjáningarfrelsisins og op- inberrar umræðu.“ Þetta á því miður við um allt of marga fjölmiðlamenn. Sumir þeirra vilja baða sig í sólskininu en þeim er nokkurn veginn sama þótt þetta sama sólskin valdi öðram brunasáram. Ékki sízt af þeim sökum er mikilvægt hverjir stjóma fjölmiðlum, nú og í framtíðinni - og er það að sjálf- sögðu algjörlega óháð tæknilegri þróun því að al- þýðudómstóll notar þau meðul sem nærtæk era hverju sinni. ■■■■■■■^■i FRAMTÍÐ íslenzkrar Amerískt íjölmiðlunar er óráðin. i'díhiíc? Margt bendir til að al- UtulUS. þjóðleg fjölmiðlun taki við af henni áður en langt um líður. Hún er fyr- irferðarmesti þátturinn í íslenzkum sjónvörpum. Erlendur skemmtiiðnaður er þar nánast allsráð- andi og engu líkara en metnaður íslenzkra sjón- varpsstöðva standi helzt til þess að verða eins kon- ar amerískt útihús hér norður í ballarhafi. Þetta er heldur dapurleg framtíðarsýn. En vonandi marka þessir fjölmiðlar sér íslenzka stefnu með þá arfleifð að bakhjarli sem er dýrmætasta eign okk- ar. Og þá helzt í anda gömlu Gufunnar. Hún hefur ekki gengið fyrir klámhöggum. Blaðamennska er samtíðin í rituðu máli; eins og Sturlunga. Morgunblaðið er blað allra lands- manna, í reynd. Það nýtur lýðhylli sem aldrei fyrr. Og umfram allt nýtur það nú meira trausts sam- kvæmt skoðanakönnun en nokkurn tíma áður. Af því er ég hvað stoltastur, þegar horft er um öxl. Ritmálstraust hlýtur að vera markmið þeirra blaðamanna og rithöfunda sem vilja vanda til verka. Það var leiðarþós Sturlu Þórðarsonar, þessa snillings samtímasögunnar. Tölvulaus samdi hann forritið sem hefur dugað betur en nokkur önnur. Kalda stríðinu er lokið. Það var ægileg eldraun, einnig fyrir Morgunblaðið. Nú lifum við á svo köll- uðum þveipólitískum tímum. Þeir era eins og kyrrlátt sumarkvöld miðað við óveðrið áður. Nota- leg umskipti, en ekki átakamikil. Markaðshyggja í algleymingi. Oftrú á einfaldar lausnir. Hið eilífa samtal anda og efnis og engin niðurstaða! Afstaða Morgunblaðsins hefur verið öllum ljós, ekki sízt í umhverfis- og auðlindamálum og þá einnig til Evrópusambandsins. En Schengen er erfið áskorun og ekki hættulaus. Erlend fjárfest- ing í sjávarútvegi íhugunarefni. Á Morgunblaðinu er hæfileikaríkt starfsfólk; hógvært og hreykir sér h'tt. En það hefur nægan metnað til að gefa út gott blað. Ég mun sakna þessara samstarfsmanna, þessa gamla og góða Morgunblaðsanda. Lesendur njóta góðs af hon- um. Hann er dýrmætasta eign blaðsins. Og þá hef- ur hann ekki sízt verið notadijúgur ýmsum þeim sem horfið hafa til annarra starfa. Óvænt ráðning mín í ritstjórastarf á sínum tíma hefúr að því er virðist ratt blaðamönnum leið til áhrifa og ábyrgðar; vonandi þá einnig lesendum til góðs og blaðinu tU framdráttar. En forsenda þess er þó sú að unnið sé af hrokalausri auðmýkt og virðingu fyrir umhverfinu og þeim gildum sem nefnd hafa verið í þessu bréfi. Ungt fólk á að fá tækifæri en það á ekki að rétta því spegil tU að baða sig í. Fjölmiðlar hafa því miður færzt mjög í þá átt. En þeir geta verið gagnlegir, þegar þeir fjalla um merkileg efni. Blaðamennska er ekki lítilsiglt starf eins og stundum heyrist, en hefur að öðra jöfnu tUhneig- ingu til að vera jafn merkUeg eða ómerkUeg og þjóðfélagið sjálft. Mannlífið einkennist að vísu ekki af jafnvægi, heldur slagsíðu. Ég hef einhvern tíma líkt Morgunblaðinu við torg þar sem fólk safnast saman og skeggræðir. Ef það er rétt að ís- lenzkir Ijölmiðlar séu slíkt torg þá heyrist því mið- ur aldrei í neinum Sókratesi fyrir hrópum og há- reysti. Og þá er það ekki heldur eðli markaðarins að hyggja að verðmætum, ekki endilega. Hann er óhstvænn. En tíminn vinsar úr. Tómas skáld Guðmundsson sagði eitt sinn við mig: Annaðhvort verðum við að leggja niður fjöl- miðlana eða tunguna, þetta tvennt fer ekki saman. Holtaþokuvælið sem Jónas talaði um er að vísu í æ meiri metum með hrakandi smekk. Og enginn Fjölnir í augsýn, því miður. TUþrifalaus flatstfll í hávegum. En þó von. Tómas var tákngervingur hins listræna eða estetíska smekks og gamalgróinnar ritlistar, en fjölmiðlarnir fylltu hann bölsýni. Mér er þó nær að halda þetta hafi verið óþarfa svartsýni. Vonandi halda íslenzk tunga og dýrmætur ritlistararfur velli, hvað sem öðra hður. Ég á ekki betri ósk okk- ur til handa en svo megi verða. Með þá ósk í huga kveð ég mitt gamla blað og lesendur þess og þakka langa og góða samfylgd. Matthías Johannessen. Framtíð íslenzkrar fjölmiðlunar er óráðin. Margt bend- ir til að alþjóðleg íjölmiðlun taki við af henniáður en langt um h'ður. Hún er fyrirferðarmesti þátturínn í íslenzk- um sjónvörpum. Er- lendur skemmtiiðn- aður er þar nánast allsráðandi og engu líkara en metnaður íslenzkra sjónvarps- stöðva standi helzt til þess að verða eins konar amerískt úti- hús hér norður í ballarhafí. %

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.