Morgunblaðið - 31.12.2000, Síða 43

Morgunblaðið - 31.12.2000, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 43 FRÉTTIR Afmælisár í Garðabæ 2001 25 ár síðan bær- inn fékk kaup- staðarréttindi má nefna skíðaviku Garðabæjar í febrúar en þá verður Garðbæ- ingum boðið á skíði í Bláfjöllum og málþing um bæjarbrag sem einnig verður haldið í febrúar. Haldnir verða tónleikar þekktra tónlistarmanna innlendra og er- lendra og þar má m.a. nefna Vil- bergsdaga í mars, djassdaga í maí, tónleika Vínardrengjakórs- ins í október og tónleika Sinfón- íuhljómsveitar Islands í nóvem- ber. Sérstakur fjölskyldu- og úti- vistardagur verður á vormán- uðum og fölskylduhátíð verður haldin í lok ágúst. I júní verður opnuð blönduð sýning í Garða- bæ þar sem sýndir verða ýmsir munir, ljósmyndir, skipulags- teikningar og fleira úr sögu Garðabæjar. Þetta er aðeins hluti af dag- skrá afmælisársins en áhuga- sömum er bent á að fylgjast með upplýsingum á vef Garða- bæjar, www.gardabaer.is þar sem fram koma ítarlegri upplýs- ingar þegar nær dregur hverj- um viðburði. Afmælisnefnd Garðabæjar hefur unnið að undirbúningi af- mælisársins um nokkurt skeið. Nefndina skipa: Asdís Halla Bragadóttir, Laufey Jóhanns- dóttir, forseti bæjarstjórnar, og Sigurður Björgvinsson bæjar- fulltrúi. Þrjú félög Búseta sameinast ÁRIÐ 2001 verða 25 ár síðan Garðabær fékk kaupstaðarrétt- indi. Þessum tímamótum verður fagnað með fjölbreyttri menn- ingar- og skemmtidagskrá í Garðabæ, sem stendur allt árið. Þegar Garðabær fékk kaup- staðarréttindi árið 1976 bjuggu í bænum um 4 þúsund manns. Frá þeim tíma hefur íbúafjöld- inn aukist stöðugt og nú búa um 8 þúsund manns í Garðabæ og þar þrífst einnig fjölbreytileg atvinnustarfsemi, mennta- og menningarlíf. í tilefni afmælis- ins þykir ástæða til að gera hið blómlega mannlíf sem þrífst í Garðabæ sýnilegt og auðga það enn frekar. Ýmis samtök, stofnanir, nefndir og fyrirtæki í Garðabæ taka þátt í hátíðarhöldunum og lista- og íþróttafólk í bænum lætur ljós sitt skína. I dag- skránni taka einnig þátt leik- skólabörn, nemendur í grunn- skólum, skátar og eldri borgarar auk fjölmargra ann- arra. Skíðavika og málþing Dagskrá afmælisársins hefst 1. janúar með hátíðaimessu í Vídalínskirkju þar sem Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri predikar. Meðal annarra dagskrárliða Á FÉLAGSFUNDUM Búseta Reykjavíkur, Búseta Garðabæ og Búseta Mosfellsbæ dagana 27. og 28. desember s.l. var samþykkt að sameina öll þrjú félögin undir merkjum Búseta Reykjavík. Hið nýja félag hefur um 2.200 félags- menn og um 400 íbúðir í rekstri og um 46 íbúðir í byggingu. og segir í tilkynningu að nýir félagsmenn séu ætíð velkomnir. Einnig segir: „Að áliti stjórna allra félaganna eru kostir samein- ingar ótvíræðir. Eftir sameiningu verður sameinað félag stærri og sterkari íbúðaeining sem styrkir stoðir reksturs Búseta Reykjavíkur og er til hagsbóta fyrir félagsmenn allra félaganna. Búseti hsf. Mos- fellsbær og Búseti Garðabær eru á félagssvæði Reykjavíkurfélagsins og er það til mikilla óþæginda fyrir félagsmenn að þurfa að greiða ár- gjöld í mörg félög til að geta sótt um allar þær íbúðir sem í boði eru á félagssvæðinu. Markmið með samruna félag- anna er að mynda öflugra félag svo og ná fram aukinni hagkvæmni í rekstri." Morgunblaðið/Þorkell Austurbakki styrkir barna- deildir AUSTURBAKKI hf. hefur ákveðið að styrkja nokkrar barnadeildir sjúkrahúsa um þessi jól rneð því að -gefa heilsudýnur fyrir böm frá Bay Jakobsen. Barnadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri liafa þegar ver- ið afhentar fjórar dýnur. Ámi Þór Ámason, framkvæmdarstjóri Aust- urbakka hf., afhenti Helgu Braga- dóttur, hjúkrunarsviðsstjóra og Svönu Pálsdóttur hjúkrunardeild- arstjóra á Barnaspítala Hringsins 5 dýnur 29. desember sl. Sjúkrahús Reykjavíkur fær á næstu dögum fjórar dýnur til notkunar á barna- deild sinni. Nýr fram- kvæmdastjóri á Akranesi INGIBJÖRG Pálmadóttir, heil- brigðis- og trygg- ingamálaráð- herra, hefur skipað Guðjón Bijánsson, fram- kvæmdastjóra Sjúkrahússins á ísafirði, fram- kvæmdastjóra Heilbrigðisstofn- unarinnar á Akranesi til næstu fimm ára. Níu sóttu um starfið. Sérstök nefnd, sem metur hæfi umsækjenda um stöður fram- kvæmdastjóra sjúkrahúsa, skv. lög- um nr. 97/1990, mat umsækjendur og komst að þeirri niðurstöðu að fimm umsækjenda um fram- kvæmdastjórastarfið uppfylltu skil- yrði um menntun og reynslu í rekstri og stjórnun. Að mati nefndarinnar var Guðjón Brjánsson hæfastur þeirra, sem sóttu um starfið, stjórn stofnunarinnar gerði tillögu um Guð- jón. ------♦-4-4----- Gámaþj ónustan styrkir FLOG GÁMAÞJÓNUSTAN hf. ákvað að senda viðskiptavinum sínum ekki jólakort í ár eins og venjulega hefur verið gert. í þess stað var andvirði korta og útsendingarkostnaðar, samtals 150.000 kr., látið renna til Landssambands áhugafólks um flogaveiki (FLOG). Á myndinni af- hendir Benóný Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Gámaþjónustunnar hf., Jóni Guðnasyni, framkvæmda- stjóra FLOG, gjöfina. Sencfum öífum uiÓsfipía^ u/num oÁÁar Sesíu jófa~ ocj nýdrsf ueójur ocj ósffum ýeinz ifarsœfcfar d nýju dri i-kmwm e Til leigu 180 fm á 1. hæð í einni alglæsilegustu skrifstofubyggingu landsins. Allur frágangur í algjörum sérflokki. Sérinngangur. Gegn- heilt harðviðarparket, stórir gluggar sem gefa mikla birtu, rafstýrð gluggaopnun og frábært útsýni yfir sundin blá. Einstök staðsetning og góð aðkoma. Laust 1. febrúar. GSM 893 4284. ■f ramóta Þökkuni vLðskipttn á Ltðnuni árun SAL.ON VEH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.