Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Annáll íslenskrar dægurtónlistar árið
Allt að gerast -
en ekki hvað?
Sálin sneri aftur á árinu með fyrstu skífu í fimm ár.
Morgunblaðið/Kristinn
Mínus og Bibbi voru áberandi í harðkjarnarokkinu á árinu.
Það var ýmislegt á seyði
í íslenskri dægurtónlist
áríð 2000. Arnar Eggert
Thoroddsen rífjar upp
það markverðasta.
ÉG BIÐ ykkur fyrirfram forláts því
minnið á alveg örugglega eftir að
svíkja mig í einhverjum tilfellum
hér á eftir og það er líkast til af-
farasælast að ímynda sér þetta sem
dægiljúft minningahjal yfir rjúk-
andi kaffi fremur en niðurnegldan
staðreyndabálk.
Tónlistarárin hérlendis byrja
vanalega fremur rólega, fyrstu þrír
mánuðirnir fara í það að jafna sig
eftir jólaáhlaupið mikla jafnframt
því sem drög eru lögð að vor- og
sumarútgáfunni.
Fyrsta plata ársins var þó óvenju
snemma á ferðinni. Hér var um að
ræða frumburð eyðimerkurrokkar-
anna í Brain Police, en þeir félagar
hlóðu plötunni Glacier Sun í heild
sinni inn á heimasíðuna sína nokkr-
um sekúndubrotum eftir að 1. janú-
ar gekk í garð. Gripurinn lét hins
vegar ekki á sér kræla í mannheim-
um fyrr en nokkrum mánuðum síð-
ar. Éinnig er vert að geta plötu
múmflokksins, Yesterday Was
Dramatic - Today Is OK, en platan
sú kom í búðir á hádegi á Þorláks-
messu árinu á undan og því ekki
vænieg til stórræðna í jólaöngþveit-
inu. En hún fór þegar að vekja á sér
verðskuldaða athygli strax á nýju
ári og hefur sveitinni, ásamt plöt-
unni, verið hampað nokkuð að und-
anfömu af erlendum tónlistarspá-
mönnum sem sérfræðingum.
Rappsveit sigrar Mtísó
í mars voru íslensku tónlistar-
verðlaunin haldin og fóru leikar
þannig að hljómsveitin Sigur Rós
sópaði til sín lunganum af verðlaun-
unum. Sveitin hafði heillað lands-
menn upp úr skónum með plötu
sinni Ágætis byrjun árinu á undan
og uppskáru þarna eins og sáð var.
A sama tíma var hinni rótgrónu
hljómsveitakeppni Músíktilraunum
hleypt af stokkunum en þessi hita-
kassi hæfileikanna hefur verið í
gangi allt frá árinu 1982. Rappsveit
hirti fyrstu verðlaun að þessu sinni,
110 rottweilerhundar, og var þar
brotið blað í sögu keppninnar sem
hefur venjulegast verið hallari und-
ir rokkvænni tóna.
í endaðan maí fór Listahátíð
Reykjavíkur svo fram og hvað okk-
ur popparana varðar voru tvennir
tónleikar Cesariu Evora í Broad-
way án efa minnisstæðastir en þessi
berfætta díva frá Grænhöfðaeyjum
nýtur alveg óhemju mikilla vin-
sælda hérlendis.
I blábyrjun sumarsins gaf akur-
eyrska sveitin 200.000 naglbítar svo
út aðra plötu sína, hina merku smíð
Vögguvísur fyrir Skuggaprins, sem
þykir vera með því besta sem út
kom á árinu.
Erlendir tónlistarmenn kíktu
reglubundið á klakann í ár en
merkasta heimsóknin verður nú að
teljast heimsókn hornspengdu of-
urstjörnunnar Eltons Johns sem
lék fyrir landsmenn á píanóið sitt á
Laugardalsvellinum, hvorki meira
né minna, hinn 1. júní. Ekki urðu
allir á eitt sáttir með framkvæmd
þessa risaverkefnis og mikið karp
fylgdi í kjölfarið. Elton sjálfur stóð
sig þó alltént með glans þrátt fyrir
norðannepjuna.
Mikil ritdeila upphófst um sum-
armál um gildi og gagn dægurtón-
listar á síðum þessa blaðs og sitt
sýndist hverjum - náttúrlega.
Hvítasunnuhelgin var hins vegar
undirlögð af stærstu alþjóðlegu
tónlistarhátíð sem ýtt hefur verið
úr vör hérlendis og bar hún hið
fróma heiti Reykjavik Music Festi-
val. Metnaðarfull hátíð, sæmilega
vel sótt og fram komu listamenn
eins og Ray Davies, Ian Brown,
Kent og Youssou N’Dour. Senu-
þjófarnir voru hins vegar vitleys-
ingamir í bandarísku bullrokks-
sveitinni Bloodhound Gang sem
létu öllum illum látum á vægast
sagt klikkuðum tónleikum. Erlend
tímarit fjölluðu aðallega um fylliríið
sem hátíðinni íylgdi - sem var nú
eðlilegt á íslenskan mælikvarða en
virðist jafnan gefa öðrum þjóðum
færi á sleggjudómum um íslenska
æsku sem menningu.
Jóhönnujól
Dregur nú lítt til tíðinda fyrr en
komið er fram á haust. Þá hrúgast
hvorki meira né minna en þrjár
stórar tónlistarhátíðir saman á einn
mánuð. Orðið tónlist - alþjóðleg há-
tíð sem hafði samslátt orða og tón-
listar að tema, Iceland Airwaves -
alþjóðleg tónlistarhátíð ætluð leynt
og Ijóst til kynningar á íslenskum
hljómsveitum og ART 2000 - al-
þjóðleg raf- og tölvutónlistarhátíð.
Er ekki sagt að helvíti sé þegar
Englendingar sjá um matinn, Svíar
um skemmtiatriðin og íslendingar
um skipulagninguna? Síðasta stað-
hæfingin sannaðist alla vega vel hér
og þeir sem guldu fyrir það voru
Jóhanna Guðrún, tíu ára, er vin-
sælasta söngkona landsins f dag.
Morgunblaðið/Golli
Elton John hélt tónleika á Laug-
ardalsvelli í júní.
Morgunblaðið/Björg
Söngkonan seiðmagnaða, Ces-
aria Evora frá Grænhöfðaeyj-
um, hélt tvenna tónleika á
Broadway í tengslum við
Listahátið Reykjavíkur.
auðvitað fyrst og fremst áhugafólk
um tónlLst.
Hátíðirnar sem slíkar voru hins
vegar hinar skemmtilegustu. Orðið
tónlist skartaði fimm tíma mara-
þonveislu fyrir eyru og augu enda
þótt sumir óstöðugir hefðu verið að
ærast undir það síðasta. Iceland
Airwaves var hin skemmtilegasta,
fór fram úti um allan bæ, og fólk
rölti hýrt á brá á milli staða. Sigur
Rós hélt tónleika í Fríkirkjunni og
var eftirvæntingin eftir þeim við-
burðinum með mesta móti. ART
2000 fór fram með ró og spekt; afar
metnaðarfull og áhugaverð hátíð
sem var þó, eðlis síns vegna, í sér-
hæfðara lagi og seint myndi hún
teljast fjölsótt.
Og svo komu jólin. Á þau hlaðast
um 80% allrar íslenskrar útgáfu að
því er virðist, og er þá mikið um
húllumhæ á öllum vigstöðvum á
meðan á þeim baminginum stend-
ur. Mikið var um enduútgáfur og
tökulagaplötur og útgáfan þetta ár-
ið ekkert voðalega beysin verður að
segjast. Hin tíu ára gamla Jóhanna
Guðrún stal hins vegar senunni og
seldi og seldi og seldi af fyrstu
plötu sinni.
Annað markvert var að gras-
rótarplötubúðin Hljómalind ákvað
að leggja upp laupana eftir tíu ára
starfsemi, harðkjarnarokkið
blómstraði sem aldrei fyrr og Sálin
hans Jóns míns gaf út sína fyrstu
hljóðsversskífu í fimm ár, og var
eftirvænting landsmanna mikil eftir
þeirri skífu. Önnur sveit og ekki
síður vinsæl, Skítamórall, hætti
störfum og ekki má gleyma raftón-
listartröllum eins og Virknihópn-
um, TFA, og 360° félagsskapnum
sem hafa hamast mikið í því að
flytja inn erlenda tónlistarmenn og
plötusnúða til landsins þótt leynt
fari.