Morgunblaðið - 31.12.2000, Síða 64

Morgunblaðið - 31.12.2000, Síða 64
.landsbanki.is ■ WT M^pósturinn R Einn heimur - eitt dreifikerfi! www.postur.is Alvöru þjónusta fyrir alvöru fólk Landsbankinn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBLJS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Samhæf- ingu þarf til að standaupp AÐ standa upp af stól krefst ná- kvæmrar samhæfingar er yfírskrift veggspjalds Maríu H. Þorsteinsdótt- ur, lektors á sjúkraþjálfunarskor Háskóla Islands, sem kynnt verður á ráðstefnu um rannsóknir í lækna- deild Háskólans 4. og 5. janúar. María segir markmið rannsóknar sinnar á þessari athöfn að skoða eðli- lega stjórn hreyfingarinnar. I ágripi kynningarinnar segir meðal annars: „Að standa upp af stól er algeng dagleg hreyfing sem sum- um reynist erfið. Hreyfingin felur í /—Mér tilfærslu á líkamsmassanum fram og upp, sem gerir kröfur um krafta og skriðþunga. Á sama tíma þarf að hafa nákvæma stjórn á jafn- vægi, sérstaklega þegar fært er af stórum undirstöðufleti (sitjanda) yf- ir á lítinn (fætuma).“ Um niðurstöður og ályktanir rannsóknarinnar segir að hraði á massamiðju líkamans fram á við hafi náð hámarki „stuttu áður en rass lyftist frá sætinu og lóðrétt hröðun upp átti sér stað samfara því“. Álykt- að er að hlutverk þessara krafta sé ( Mð dempa skriðþungann fram og þannig hafa stjórn á jafnvægi. „Dempunin verður að vera nákvæm- lega tímasett og hæfilega mikil til að stýra færslu massans og beina færsl- unni upp á við án þess að stöðva skriðþungann. Þannig fæst hag- kvæm og örugg hreyfing.“ -------------- Gleðilegasta umhverfis- fréttin ALÞJÓÐLEGUR samningur um ->itakmörkun á losun þrávirkra líf- rænna efna er tvímælalaust gleðileg- asta umhverfisfrétt ársins 2000 fyrir Islendinga að mati Sivjar Friðleifs- dóttur umhverfisráðherra. Siv kvað afskaplega gleðiiegt að upphafleg hugmynd íslendinga frá því á umhverfisráðstefnunni í Ríó de Janeiro hefði loks orðið að veruleika í Jóhannesarborg í byrjun desem- ber. Samningurinn hefði afar mikla þýðingu fyrir íslendinga enda leit- uðu þrávirku lífrænu efnin í lífríkið á norðurslóðum. Siv vakti athygli á því að horfur væru á að öll viðmiðunargildi varð- andi utanaðkomandi efni í matvæl- um yrðu hert í framtíðinni, enda jOjeinilegt að líkami manna væri við- ' “kvæmari fyrir slíkum efnum en hald- ið hefði verið fyrir nokkrum árum. Nú væri t.a.m. verið að rannsaka áhrif efnanna á taugakerfi líkamans. ■ ísiendingar drógu/20 700 millj. kr. úthlutað úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga Fjarðabyggð fær hæsta framlagið TÆPLEGA 300 milljónir af 700 milljóna kr. framlagi úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga, sem úthlutað var nú í lok ársins, komu samanlagt í hlut Norðurlandskjördæmis eystra og Austfjarðakjördæmis og tæpar 115 milljónir til viðbótar í hlut Vest- fjarða. Hins vegar fær Reykjavík lægsta framlagið, tæpar 22 milljónir króna og Reykjaneskjördæmi rúma 51 milljón. FRÁ 1. janúar 2001 hækkar áskriftarverð blaðsins úr 1.667 krónum í 1.842 krónur. Að við- bættum virðisaukaskatti breytist því áskriftarverðið úr 1.900 krón- um í 2.100 krónur. Grunnverð auglýsinga verður 885 krónur dálksentimetrinn án virðisaukaskatts. Lausasöluverð verður 165 krónur með virðisaukaskatti. Morgunblaðið kemur næst út miðvikudaginn 3. janúar. Framlögunum er í fyrsta lagi út- hlutað á grundvelli framlaga sveit- arfélaganna til þjónustu, í öðru lagi vegna fólksfækkunar og í þriðja lagi á grundvelli tekjujöfnunar milli þeirra. Mest er úthlutað á grundvelli fólksfækkunar 350 milljónum króna 280 milljónum vegna þjónustufram- laga og 70 milljónum til tekjujöfn- unar. Fjarðabyggð fær hæsta framlagið rúmar 43 milijónir kr., þar af 35 milljónir kr. vegna fólksfækkunar og rúmar 8 mifijónir vegna þjónustu- framlaga, en ekkert vegna tekjujöfn- unar. Isafjörður fær rúmar 40,6 milljónir kr., 26 millj. vegna fólks- fækkunar, 14,5 millj. vegna þjón- ustuframlaga og ekkert vegna tekju- jöfnunar. 37 milljónir til Skagafjarðar Sveitarfélagið Skagafjörður fær úthlutað tæpum 37 milij. kr. Þar af eru tæpar 18,6 millj. kr vegna fólks- fækkunar, 12,7 vegna þjónustufram- laga og 5,5 vegna tekjujöfnunar. Hornafjörður fær 27,2 millj. kr., tæpar 10 millj. vegna þjónustufram- laga, 14,2 millj. á grundvelli fólks- fækkunar og tæpar 3,2 millj. vegna tekjujöfnunar. Þá fær Akureyri úthlutað rúmum 26 milljónum kr. Það er að lang- stærstum hluta vegna tekjujöfnun- ar, en tæpum 20 milljónum er út- hlutað vegna þess, rúmum 6,3 millj. vegna þjónustuframlaga, en engu er úthlutað til Akureyrar á grundvelli fólksfækkunar. Vestmannaeyjar fá úthlutað 23,5 millj. kr., 18 millj. á grundvelli fólksfækkunar, 5,5 millj á grundvelli þjónustuframlaga, en engu er úthlutað vegna tekjujöfnun- ar. Húnaþing vestra fær rúma 21 millj., 13 millj. á grundvelli fólks- fækkunar, 6,7 millj. á grundvelli þjónustuframlaga og 1,6 millj. á grundvelli tekjujöfnunar. Reykjavík fær 21,6 millj. kr. og er úthlutað því á grundvelli þjónustu- framlaga. Nokkur sveitarfélög fá engin framlög við þessa úthlutun. Þeirra stærst er Kópavogur og Sandgerð- isbær, en að auki fá tíu sveitahrepp- ar engu úthlutað að þessu sinni. Skógafoss í klakaböndum SKÓGAFOSS er ekki siður víga- legur á veturna en sumrin. Fossinn, sem steypist tugi metra niður, er ekki árennilegur íklæddur hrika- legri og úfinni klakabrynju. Sólríkt ár að baki TÍÐARFAR á árinu sem er að líða hefur lengst af verið hag- stætt, samkvæmt tíðarfarsyfir- liti Veðurstofunnar, og sumarið 2000 sker sig úr fyrir það hversu sólríkt það var, einkum norðan heiða. í yfirlitinu segir að sumarið verði að teljast fremur heitt og sólríkt. Það var það sólríkasta á Akureyri frá upphafi mælinga þar árið 1928 og sólskinsstund- ir þar á öllu árinu hafa heldur aldrei verið fleiri. Lengsti samfelldi kaflinn Sólskinsstundir í Reykjavík voru einnig nokkru fleiri en í meðalári og þar gerði einnig lengsta samfellda sólarkafla frá upphafi mælinga árið 1923 þeg- ar sólin skein meira en 10 klukkustundir á dag 12 daga í röð 14.-25. apríl. Finndu þína línu ® BÚNAÐARBANKINN Traustur batiki www.bi.is Slökkvilið og lögregla með aukinn viðbúnað um áramót Þrefalt fleiri menn á vakt SLÖKKVILIÐIÐ á höfuðborgar- svæðinu verður með aukinn viðbún- að um áramótin og verður fjölgað á öllum vöktum. Þá verða þrefalt fleiri lögreglumenn við störf en um venju- lega helgi. Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir að tveimur mönnum verði bætt við á vakt á öllum þremur slökkviliðsstöðvunum. Þá verði hægt að fá slökkviliðsmenn af Reykjavíkurflugvelli til aðstoðar ef þörf krefur en afar lítil umferð er að öllu jöfnu um flugvöllinn á gamlárs- kvöld. Alls verði því um 10 auka- menn til taks. Nýjar reglur um brennur og bál- kesti kveða meðal annars á um að brennur skuli ekki brenna lengur en í um fjórar klukkustundir. Munu borgarstarfsmenn fara á stjá um kl. 2 á nýársnótt og slökkva í brennum. Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, segir að mannafli á vakt verði þrefalt meiri en á venju- legri helgi. Hann segir mestan þunga í starfi lögreglunnar vera frá því klukkan 4-5 á nýársmorgni og fram undir hádegi á nýársdag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.