Morgunblaðið - 31.12.2000, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 31.12.2000, Qupperneq 64
.landsbanki.is ■ WT M^pósturinn R Einn heimur - eitt dreifikerfi! www.postur.is Alvöru þjónusta fyrir alvöru fólk Landsbankinn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBLJS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Samhæf- ingu þarf til að standaupp AÐ standa upp af stól krefst ná- kvæmrar samhæfingar er yfírskrift veggspjalds Maríu H. Þorsteinsdótt- ur, lektors á sjúkraþjálfunarskor Háskóla Islands, sem kynnt verður á ráðstefnu um rannsóknir í lækna- deild Háskólans 4. og 5. janúar. María segir markmið rannsóknar sinnar á þessari athöfn að skoða eðli- lega stjórn hreyfingarinnar. I ágripi kynningarinnar segir meðal annars: „Að standa upp af stól er algeng dagleg hreyfing sem sum- um reynist erfið. Hreyfingin felur í /—Mér tilfærslu á líkamsmassanum fram og upp, sem gerir kröfur um krafta og skriðþunga. Á sama tíma þarf að hafa nákvæma stjórn á jafn- vægi, sérstaklega þegar fært er af stórum undirstöðufleti (sitjanda) yf- ir á lítinn (fætuma).“ Um niðurstöður og ályktanir rannsóknarinnar segir að hraði á massamiðju líkamans fram á við hafi náð hámarki „stuttu áður en rass lyftist frá sætinu og lóðrétt hröðun upp átti sér stað samfara því“. Álykt- að er að hlutverk þessara krafta sé ( Mð dempa skriðþungann fram og þannig hafa stjórn á jafnvægi. „Dempunin verður að vera nákvæm- lega tímasett og hæfilega mikil til að stýra færslu massans og beina færsl- unni upp á við án þess að stöðva skriðþungann. Þannig fæst hag- kvæm og örugg hreyfing.“ -------------- Gleðilegasta umhverfis- fréttin ALÞJÓÐLEGUR samningur um ->itakmörkun á losun þrávirkra líf- rænna efna er tvímælalaust gleðileg- asta umhverfisfrétt ársins 2000 fyrir Islendinga að mati Sivjar Friðleifs- dóttur umhverfisráðherra. Siv kvað afskaplega gleðiiegt að upphafleg hugmynd íslendinga frá því á umhverfisráðstefnunni í Ríó de Janeiro hefði loks orðið að veruleika í Jóhannesarborg í byrjun desem- ber. Samningurinn hefði afar mikla þýðingu fyrir íslendinga enda leit- uðu þrávirku lífrænu efnin í lífríkið á norðurslóðum. Siv vakti athygli á því að horfur væru á að öll viðmiðunargildi varð- andi utanaðkomandi efni í matvæl- um yrðu hert í framtíðinni, enda jOjeinilegt að líkami manna væri við- ' “kvæmari fyrir slíkum efnum en hald- ið hefði verið fyrir nokkrum árum. Nú væri t.a.m. verið að rannsaka áhrif efnanna á taugakerfi líkamans. ■ ísiendingar drógu/20 700 millj. kr. úthlutað úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga Fjarðabyggð fær hæsta framlagið TÆPLEGA 300 milljónir af 700 milljóna kr. framlagi úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga, sem úthlutað var nú í lok ársins, komu samanlagt í hlut Norðurlandskjördæmis eystra og Austfjarðakjördæmis og tæpar 115 milljónir til viðbótar í hlut Vest- fjarða. Hins vegar fær Reykjavík lægsta framlagið, tæpar 22 milljónir króna og Reykjaneskjördæmi rúma 51 milljón. FRÁ 1. janúar 2001 hækkar áskriftarverð blaðsins úr 1.667 krónum í 1.842 krónur. Að við- bættum virðisaukaskatti breytist því áskriftarverðið úr 1.900 krón- um í 2.100 krónur. Grunnverð auglýsinga verður 885 krónur dálksentimetrinn án virðisaukaskatts. Lausasöluverð verður 165 krónur með virðisaukaskatti. Morgunblaðið kemur næst út miðvikudaginn 3. janúar. Framlögunum er í fyrsta lagi út- hlutað á grundvelli framlaga sveit- arfélaganna til þjónustu, í öðru lagi vegna fólksfækkunar og í þriðja lagi á grundvelli tekjujöfnunar milli þeirra. Mest er úthlutað á grundvelli fólksfækkunar 350 milljónum króna 280 milljónum vegna þjónustufram- laga og 70 milljónum til tekjujöfn- unar. Fjarðabyggð fær hæsta framlagið rúmar 43 milijónir kr., þar af 35 milljónir kr. vegna fólksfækkunar og rúmar 8 mifijónir vegna þjónustu- framlaga, en ekkert vegna tekjujöfn- unar. Isafjörður fær rúmar 40,6 milljónir kr., 26 millj. vegna fólks- fækkunar, 14,5 millj. vegna þjón- ustuframlaga og ekkert vegna tekju- jöfnunar. 37 milljónir til Skagafjarðar Sveitarfélagið Skagafjörður fær úthlutað tæpum 37 milij. kr. Þar af eru tæpar 18,6 millj. kr vegna fólks- fækkunar, 12,7 vegna þjónustufram- laga og 5,5 vegna tekjujöfnunar. Hornafjörður fær 27,2 millj. kr., tæpar 10 millj. vegna þjónustufram- laga, 14,2 millj. á grundvelli fólks- fækkunar og tæpar 3,2 millj. vegna tekjujöfnunar. Þá fær Akureyri úthlutað rúmum 26 milljónum kr. Það er að lang- stærstum hluta vegna tekjujöfnun- ar, en tæpum 20 milljónum er út- hlutað vegna þess, rúmum 6,3 millj. vegna þjónustuframlaga, en engu er úthlutað til Akureyrar á grundvelli fólksfækkunar. Vestmannaeyjar fá úthlutað 23,5 millj. kr., 18 millj. á grundvelli fólksfækkunar, 5,5 millj á grundvelli þjónustuframlaga, en engu er úthlutað vegna tekjujöfnun- ar. Húnaþing vestra fær rúma 21 millj., 13 millj. á grundvelli fólks- fækkunar, 6,7 millj. á grundvelli þjónustuframlaga og 1,6 millj. á grundvelli tekjujöfnunar. Reykjavík fær 21,6 millj. kr. og er úthlutað því á grundvelli þjónustu- framlaga. Nokkur sveitarfélög fá engin framlög við þessa úthlutun. Þeirra stærst er Kópavogur og Sandgerð- isbær, en að auki fá tíu sveitahrepp- ar engu úthlutað að þessu sinni. Skógafoss í klakaböndum SKÓGAFOSS er ekki siður víga- legur á veturna en sumrin. Fossinn, sem steypist tugi metra niður, er ekki árennilegur íklæddur hrika- legri og úfinni klakabrynju. Sólríkt ár að baki TÍÐARFAR á árinu sem er að líða hefur lengst af verið hag- stætt, samkvæmt tíðarfarsyfir- liti Veðurstofunnar, og sumarið 2000 sker sig úr fyrir það hversu sólríkt það var, einkum norðan heiða. í yfirlitinu segir að sumarið verði að teljast fremur heitt og sólríkt. Það var það sólríkasta á Akureyri frá upphafi mælinga þar árið 1928 og sólskinsstund- ir þar á öllu árinu hafa heldur aldrei verið fleiri. Lengsti samfelldi kaflinn Sólskinsstundir í Reykjavík voru einnig nokkru fleiri en í meðalári og þar gerði einnig lengsta samfellda sólarkafla frá upphafi mælinga árið 1923 þeg- ar sólin skein meira en 10 klukkustundir á dag 12 daga í röð 14.-25. apríl. Finndu þína línu ® BÚNAÐARBANKINN Traustur batiki www.bi.is Slökkvilið og lögregla með aukinn viðbúnað um áramót Þrefalt fleiri menn á vakt SLÖKKVILIÐIÐ á höfuðborgar- svæðinu verður með aukinn viðbún- að um áramótin og verður fjölgað á öllum vöktum. Þá verða þrefalt fleiri lögreglumenn við störf en um venju- lega helgi. Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir að tveimur mönnum verði bætt við á vakt á öllum þremur slökkviliðsstöðvunum. Þá verði hægt að fá slökkviliðsmenn af Reykjavíkurflugvelli til aðstoðar ef þörf krefur en afar lítil umferð er að öllu jöfnu um flugvöllinn á gamlárs- kvöld. Alls verði því um 10 auka- menn til taks. Nýjar reglur um brennur og bál- kesti kveða meðal annars á um að brennur skuli ekki brenna lengur en í um fjórar klukkustundir. Munu borgarstarfsmenn fara á stjá um kl. 2 á nýársnótt og slökkva í brennum. Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, segir að mannafli á vakt verði þrefalt meiri en á venju- legri helgi. Hann segir mestan þunga í starfi lögreglunnar vera frá því klukkan 4-5 á nýársmorgni og fram undir hádegi á nýársdag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.