Skírnir - 01.01.1835, Blaðsíða 26
honum liertoginn af Treviscí, og hann sitr ennþá
í embætti, þó cigi þjki hann í öilu vel falliun til
þeirrar viröíngar; en nú er og sagt hann ætli aö
gánga úr völdum. FulltrúaráðiÖ koin saman aÖ
nýu í árslokin, bjrjuöu þá aptr nýar þrætur í
málstofunum, og varð samsætið lieldr rostusamt.
Mest þrætuefni var fruravarp það, er gjört hafði
verið, að byggja skyldi nýtt þinglnis fyrir jafn-
íngaráðið, til að yfirheyra þá, er sekir voru í
uppreistinni í París og Lyon, er áðr var frásagt;
lauk þó svo, að því varð framgeingt, og þótti þó
miðr enn skyldi, þarsem það atríði að vísu frestar
um of máissókiiiiiiii, en þeir, er lilut eiga að máli,
sitja í þraungu varðhaldi; hefir og fleira orðið til
tíðinda í fulltrúaráðinu, þó eigi verði her frásagt.
Við önnur ríki áttu Frakkar vináttu, og þó helzt
við Enska, einsog að undaiiförnu; en fullyrdt er
það, að lítið se enn i vináttu inilli Frakka og
Rússa, og má þó verða miðr, ef Frakkar eigi
gegna skuldakröfu þeirri, er Rússar nú telja til
lijá Frökkum, fyrir liðveizlu Póiskra við Napole-
on, þegar hann var á lierferð þar eystra, og stór-
hertogadæmið Warschau var uppi; nemr skuld sú
eigi minna enn 25 mill., og þykjast Frakkar eigi
skyldir til að borga Rússum þá skuld, þótt þeir
að öðruleiti kannist við lögmæti hennar; má eigi
fyrirsjá hvörnig það muni aðsýslast. Norðr-
Ameríku fríveldi heimtu og á þessu timabili mikl-
ar skaðabætr af Frökkum fyrir óskunda þann, er
kaupför þeirra og verzlun varð fyrir á striðsár-
uiium þeim síðustu; höfðu Frakkar lofað að
undanförnu að greiða af hendi feð, eu það dróst
jafnan undan, og í fyrra varð sú ályktan í málstof-