Skírnir - 01.01.1837, Qupperneq 2
4
framfara á komandi tíöum, og væri óskandi aS
þeim lánaÖist að koma lioniim á þann flötinn sem
óvalltastur er. En — það eru ekki einúngis þessar
þjóðir, sem á umliðnu ári liafa haldið á-fram að
spyrja sjálfar sig um, hvörnin helzt ætti að fara
að svo landstjórn færi best fram og hagur þjóð-
anna gæti blómgast, því það eru allar þær þjóðir
sem nokkurs eru ráðandi í sjálfra þeirra málcfn-
um, og hefir greiðst,úr þeirri spurningu hjá sum-
um eigi lítið, en aðrar eru þeim mun nær enn
áður, að þær kannast við að í mörgu se ábótavant,
og getur það orðið mikils vísir. Sumar þjóðirnar
sem mest þykjast eiga undir sér vilja líka skipa
hinum, sem minni máttar eru, og gengur það eins
í þjóðalifinu einsog manna í milli, að sá verður að
lúta sem lægri liefir dyrnar, og mátti það sannast
á viðureign Frakka og Sveissa, sem- síðar mun
sagt verða. þessar enar voldugu þjóðir eru Rúss-
land, Frússaiand, Aiisturríki, Frakkland og England,
og kallast þær stórveldi Norðurálfu (Europas store
Magter). þessi stórveldi hafa tekið fyrir sig að
miðla málum allra Norðurálfu þjóða, eða jafnvel
allrar jarðarinnar, þar sem þau komast að, og eins
á milli sín sjálfra, en það er einkum Prússa og
Austurrikis veldin, sera þar eru meðalgaiingumenn,
og þau liggja líka hentugast til þess; Frakkar og
Bretar aptur á móti hafa á seiuustu árum gjört sér
mikið far um að hindra veldisauka Rússa keisara,
sem óðum vex, cn bera sig þó að stilla svo til,
að þjóðúuum ekki lendi saman í fjandskap. Til
þessa miða, að okkur sýnist, enar iniklu útgjörðir,
8em hvör þessara þjóðaliefir á vorum, og sem menn