Skírnir - 01.01.1837, Page 8
ameríku; hefir þafc lánast vel þaS sem af er, svo
land þeirra blómgast aS velgengni og framförum,
og er þa5 þó miÖt innanum óeyrðirnar. þar er
öilum mönnura heimil landsvist, hvörrar triiar sem
eru, og njóta allir jafnt laganna verndar, vilja því
margirvera þarheldur enn aunarstaðar í Vesturálfu.
Mexikó (eSa Mejico) liggur næst norönr frá
Guatímaia, sem áður er sagt; hún hefir verið band-
aveldi síðan 1823, og er mikið land, því 19 stærri
og 5 minni fvlki samlöguðu sig tii að taka sig
undan j firráðum Spánar, og var það land ullt kallað
Mexíkó. Stjórnin hefir gengið risjótt í þessum
' parti Vesturálfunnar, hefir þar verið bæði róstu-
samt af skógarmönnum, sem liafa tekið sig saman
í hópa og gjört margt illt, og Jíka hefir landið
aldrei rett svo við að það hafi getað biómgast
að kanpverzlun , aðdráttum, eða öðru sem þjóðbú-
skapurinn þarf með. Af þessu hefir kviknað óá-
nægja meðal fólksins, og hefir sumt gjört sig bert
að opinberum upphlaupum. Texas (Teijas) hét eitt
af stærri fylkjunum norðast i bandavcldinu; það
sagði sig úr lögum við Mexíkósmenn í fyrra, einsog
Skírnir drap á, og var strax sendur her þángað,
en Texasmenn brugðust vel við, héldu til orustu
og höfðu sigur; má þá nærri geta að þeir muni
ekki hafi gengið til hlýðni eptir það, og það varð
heldur ekki, því þá tóku þeir til láns 200,000
silfurdala til að halda áfram stríðinu. Mexíkós-
menn gátu, þó ógreiðlega gengi, búið út 11,000
manna fyrir þorrann í fyrra vetnr (11 Jan.) og
fengu þeir liann til umráða herforíngja sinnm sem
liet Santa Ana. Ilann átti orustu fyrst við selu-