Skírnir - 01.01.1837, Page 9
liSið í Beijar en fekk mikið manntjón og gat ekki
unnið neitt á, og varð að hörfa aptur yfir Miklaíljót
(Rio Grande). Fjórum dögum seinna (2 Marts)
sögðu Texasmenn sig algjörlega úr lögum við Mex-
íkana, en skömmu eptir(6Marts) vann Sta. Ana borg
sem lieitir Alamó, og þrengði svo mjög að Texas-
mönnum að þeir hörfuðu allstaðar, og voru koranir
j'firtim ána Cólórados; en Sta. Ana ætlaði ser
að elta ílóttann sem aftæki, og fylgði þeira eptir
yfirum ána með meginherinn, en þegar hann var
kominn yfirum, kom vatnavöxtur í hana og komst
hann ekki yfirum aptur, komu þá Texasmenn að
honum og lögðu til orustu; misti hann þar mest-
allt lið sitt, en varð handtekinn sjálfur (24April)>
liann hafði verið griramur óvinum sínum, en
mitdur við Blökkumenn, og styrkt þá mjög til
réttinda við landa sína. Sagt var að Texasmenn
hefðu neyðt Sta. Ana í varðhaldi til at viður-
kenna frelsi þeirra og sjálfsvald, en Mexíkanar
gjörðu það hráðum þjóðkunnugt að allt skyldi
ógyldt sem hann gjörði fyrir kúgun þeirra, og
sendu nýann her af stað, undir forustu Kartígals
og Urreas; fengu þeir700 manna til þeirrar ferðar.
Texasmenn bjuggust við á móti, og skipaði forseti
þeirra Burnet ölluin, sem væru 16 vetra eða eldri,
að búa sig til varnar fósturjörð þeirra; urðu þó
eigi fleiri enn 1500 sem Texasmenn höfðu til
landvarnar um miðsumar, en seinna bættist þeirn
lið úr bandaveldum Norðurameríku, og urðu þeir
því svo fegnir að þeir fóru heim að heya, því
jarðir þeirra höfðu gróið í bezta lagi og enginn