Skírnir - 01.01.1837, Page 19
21
I Kákasus hiíðum býr„ þjóð sein Norðurálfubygg-
jar almennt kalla Sirkassa (Tscherkasser); sú þjóS
kallast sjálf vera frjáls, en Rússakeisari þykist
hafa fengið landið í friðarsamnínguin við Persa
og Tyrkja. f>ar varð mikill órói í fyrra: Svo-
nefndir upplilanpsmenn komu hópum saman ofan
af fjöllunum, og slóust margir í flokk með þeim;
unnu peir bráðum Stauraborg (Stawropol) og hand-
tóku 300 manna en drápu suma. Síðan hefir
ekki heyrst hvör endir liefir orðið á þeim óspekt-
um. Önnur óeyrðin í ríki Nikulásar keisara er
ekki miður liættuleg og djúpsett, en það er Pó-
lakka; hefir meðferð Nikulásar á þeim aflað hon-
um ens mesta ámælis af mörgum mönnum. Ræðan
sem hann helt í hittið fyrra, og sem mæltist illa
fyrir í Skírui og víðar í útlöndum, sýnir, að það
er full alvara Nikulásar keisara að kúga Pólakka
og svipta þá öllu þjóðerni; að þessu lýtur mörg
ráðstöfun sem gjörð hefir verið síðan í Pólinalandi:
Skírnir í fyrra gat 4im kastalann sera bygður er
í Warschau, mikill og rambyggilegur, og er honum
svo hagað að úr honum verður skotið útí borgina
öllumcgiu ef á þarf að halda; tollheimtumenn
rússneskir eru settir allstaðar á landamæri Pólína-
lauds og þýzkálands, til að sjá um að ekkert se
flutt þeimmegin inn af ueinum varníngi; Pólskum
mönnum er blandað saman við Rússa í herfylk-
ínguin, og fá þeir ekki að vera útaf fyrir sig; fast-
eignir flóttamanna eru allar gefnar rússneskum
aðalsmönnum eða hermannaforíngjum scm keisar-
anum eru þekkir, og konum þeirra fölinu eða
burtflæmdu liefir verið skipað að gipta sig rúss-