Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1890, Side 18

Skírnir - 01.01.1890, Side 18
18 J?ERÐ STÁNLEÝS í AFRÍKU 1887—89. I nafni allra dýrlinga lofuðu þeir föður sínurn Emin hlýðni. þegar jeg spurði, hverjir vildu verða eptir, svöruðu tveir af þjónum Emins já; hinir, 134 menn, 84 giptar konur, 185 þjónustustúlkur og 109 börn, fóru með oss. Hinn 10. apríl lögðum vér af stað, 1500 manns, að meðtöldum 350 burðar- körlum. Eptir tvo daga komum vér til Mazamboni. þar varð jeg hættulega veikur, og var kominn að bana. Jeg lá í 28 daga, og Dr. Parke hjúkraði mér með miklum dugnaði. Lengi lá jeg fyrir dauðanum, þangað til jeg smámsaman fór að hress- ast. Meðan jeg var veikur, gerðu Egyptar samsæri, en það var brotið á bak aptur og oddvitarnir höggnir. Af bréfi frá Selim nokkrum í Wadelai sá jeg, að þeir höfðu ætlað að vinna oss bana. Hinn 28. maí lögðum vór aptur af stað, og var seinfarið yfir landið. Konungurinn í Unyoro ætlaði að banna oss að fara um land sitt, en vér sigruðum hann í bar- daga, og lofaði hann oss þá strax að fara um landið. því suunar sem vér komum, því fegurra varð landið. I Usangora urðum vér aptur að berjast. I Unyampaka hafði jeg komið 1876, og var oss þar vel fagnað. Margir veiktust, og í júlímán- uði dóu 141 egypzkir menn og konur. Enn fremur sendi Stanley bréf til Landkönnunarfélagsins í Lundúnum, og segir þar frá landinu og Ruvenzorifjöllunum, sem líka kallast »Mánafjöll». Stairs komst 10,000 fetupp eptir þoim, en þá tóku við djúpar gjár, vaxnar kjarrskógi, og fyrir ofan þær jöklar. Ruvenzori er 18,000 fet á hæð. 1 hlíðun- um allt að 8,000 fet upp á við bjuggu þjóðir, sem höfðu flúið þangað undan sléttubúum. það var vel vaxið og snoturt fólk, en fælið, og faldi sig eins og dýr. Neðst í hlíðum var þéttur bambusskógur, og sum tré þar 20 fet á hæð; lækkar skóginn eptir því sem ofar dregur, og er þá fjallið sumstaðar mosavax- ið og sumstaðar kjarrvaxið; margs konar ber og blóm voru færð Emin, til þess að hann gæfi þeim nöfn. Stairs var nótt í hlíðinni og var sárkalt. Tindarnir voru ekki grasi vaxnir og líktust gígum; þetta eru líklega útbrunnin eldfjöll. Lækir renna eptir gjánum frá tindum ofan í Albert Edward-vatnið. Með þeim flyzt mikið af leðju og grjóti, og hefur suður- endinn á Albert Nyanza fyllzt upp þannig. Snjórinn or svo djúpur, að einungis tveir svartir tindar standa upp úr
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.