Skírnir - 01.01.1890, Blaðsíða 47
JBOTJLANGrEK.
47
í desember 1888 dó einn af þingmönnum Parísarborg-
ar. Samkvæmt kosningarlögunum um listakostningar (scrutin
de liste) áttu allir kjósendur í öllum kjördæmum Parísar að
taka þátt í aukakosningunni og kjósa þingmann í stað þessa
manns. Kjósendur í París eru um 564,000. Boulanger bauð
sig fram; þetta var gott tækifæri til að sjá, hvort París væri
með eða móti honum. Hann þóttist fær í allt, ef París yrði
með sér. Stjórnin var lengi að finna mann á móti honum, en
kom sér loks niður á Jacques, formanni í sýslunefnd Seine-
fylkisins (département de la Seine). Plest blöð í París voru
andstæð Boulanger, svo Jacques hafði góðar vonir. Síðan bvrj-
aði börð og löng kosniugarrimma og reyndu hvorir um sig
með öllu móti að veiða kjósendur. Avörp frá báðum þing-
mannaefnunum voru límd á götuhorn og alstaðar þar sem
þeim varð komið fyrir; hverju ávarpinu var skellt ofanáann-
að, því sendimenn Boulangers b'mdu ofan í ávörp Jaeques og
Jacques sendimenn ofan í Boulangers, þangað til úr ávörp-
unum urðu pappírskökur, maiga þumluuga á þykkt, og var
marga daga verið að hreinsa París á eptir kosninguna. Næstu
daga á undan kosningunni gengu sendimenn Boulangers um
göturnar syngjandi vísur um Jakob (Jacques); «Aumingja
Jakob, hvar ertu?# og icþekkið þið Jakob?# Hinn 27. janúar
fór kosningin fram og var allt með spekt. Parísarbúar voru
samt á fótum þangað til lokið var að telja atkvæðin nokkru
eptir miðnætti. Boulanger fékk 244,000, Jakob 162,000 og
ýmsir aðrir nokkur atkvæði. Sama daga var aukakosning í
fylkinu Cöte d’Or; Boulanger bauð sig þar ekki fram, en þó
völdu 11,700 kjósendur liann til þingmanns þar. Nú Btóð
vegur Boulangers sem hæst. Allir héldu, að hann gæti sóp-
að Carnot burt, þegar hann vildi, og gerzt forseti, en hann
hafðist ekki að um sinn. Honum var spáð, að hann mundi
halda ræðuna 6. maí, er hin mikla sýuing í minning stjórnarbylt-
iugarinnar væriopuuð. þingmenn og aðrir málsmetandi menu
fóru að viðra sig upp við hann. Allt lék í lyndi fyrir houum.
Sumir fylgismenn hans höfðu sér að gamni að breyta mynd
Napoleons þriðja á peningum í Boulangers og setja Boulanger
fyrsti uudir. En það fór hér, sem optar á Frakklandi, aö
fljótt skiptist veður í lopti.
Floquet varð svo tíaumósa, að lianu ætlaði að segja af sér,
en Carnot bannaði honum það. Hann lagði þá fyrir þing