Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1914, Page 95

Skírnir - 01.04.1914, Page 95
Dómur Dr. Y. Gr. um „Hrannir“. 207 burð lesandinn nefir, þannig myndar t. d. »sand a« og »land-stein« rím ef sagt er land stein, sem er jafnrótt mál og lann-stein. Þegar ýmislegur framburður er á einu og sama orði, án þess sagt verði að nokkur þeirra só óleyfilegur, eins og t. d. »kyrr«, sem líka er rit- að og borið fram »kyr« eða jafnvel »kjurr« eða »kjur«, þá finst mér skáldiou eigi að vera heimilt að nota þá myndina er fellur bezt i hvert skiftið, enda hafa skáldin á öllum öldum leyft sér þetta. E. B. hefir ekki fyrstur látið þolfallið af »hver« vera »hvörn« í rími. Matthías hefir rímað »hvörn« á móti »Björu« (í Friðþjófssögu), og Grímur Thomsen rímar »hvör« á móti »snör« í Gunnarsrímu. Og hún er dálítið barnaleg þessi trú sumra mál- fræðinganna á það, að sú stafsetning er þeir sjálfir hafa só ein heilög og sáluhjálpleg. Dr. V. G. andæfir því sem eg sagði í Skírni um íslenzkuna á kvæðum E. B. og segir: »Og sannleikurinn er sá, að fáir menn eða engir nauðga íslenzkunni og misþyrma um þessar mundir eins og einmitt E. B. Hann afbakar orðmyndir og breytir merkingu þeirra og réttri orðaskipun, eftir því sem hann þarf á að halda, til þess að geta rímað«. Dæmin sem Dr. Y. G. tekur til að réttlæta þennan áfellisdóm sinn eru auk rímsins, sem eg hefi minst á, þau er nú skal greina: E. B. hefir haft orðið »hof« um kirkjur kristinna manna, um helli er munkar höfðu að guðshúsi, og svo kallar hann bæjarrúst- irnar á Bergþórshvoli »hofrústir«. »Orðið »hof« merkir aldrei ann- að en musteri heiðingja«, segir Dr. V. G. En að »hof« táknaði líka blátt áfram hús, sézt t. d. á Hýmiskviðu: »Þat’s til kostar, ef koma mættið út ýr óru Ölkjól hofi«. Hví má eigi skáldið nota það í þeirri merkingu, og hvað er á móti því að nota þetta fagra orð um guðshús alment, þar sem textinn sýnir hvað það þýðir? Þá eru nokkrar orðmyndir sem Dr. V. G. hneykslast á: »alt- ar«—»öltur« fyrir »altari«—ölturu«; »fiðrilds« fyrir »fiðrildis«, »heið« fyrir »heiði«, »þrim« fyrir »þröm«, »ýmst« fyrir »ýmist«. Skal eg láta hvern og einn sjálfan um það hve mikil málspell hann tel- ur að þessu. Hins vegar finst mór hart að banna að segja »óvins« sem kemur fyrir í fornu máli fyrir »óvinar« og »viðs« fyrir »viðar«; »viður« beygist eins og »liður«, sem stundum hefir myndina »liðs«
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.