Árný - 01.01.1901, Side 2
2
stjórnarráðunum í Kaupmannahöfn, einkum Kancellí-
inu og Rentukammerinu. Kancellíið hafði dóms-
mál, lögreglumál og kirkju- og kennslumál undir sjer,
en Rentukammerið öll atvinnumál og skattamál.
Allir þeir menn, sem sátu í ráðum {»kollegier'f)
þessum, áttu atkvæðisrjett og var það andstætt því,
sem nú er í ráðaneytunum. Málin voru því rædd
ítarlegar, en nú er tíðkað, og var það kostur og
tryggíng gegn því, að eigi væri beitt gjörræði. En
hins vegar fylgdi stjórnaraðferð þessari sá ókostur,
að allt gekk mjög seint og óskilmerkilega. Kom þetta
eigi síst fram í íslenskum málum, því bæði voru
menn ókunnugir öllu á Islandi og samgöngurnar voru
litlar milli landa. Brjefaduggan fór á vorin frá Is-
landi og kom aftur á haustin, og lá svo um veturinn
í Hafnarfirði.
Fjárhagur Islands var þá sameinaður fjárhag
Danmerkur. Oregla og ruglíngur var á allri fjár-
hagsstjórn ríkisins; eingin áætlun um fjárhaginn nje
fjárlög voru samin fyrirfram. Reikníngsskil voru gerð
eftir á og urðu þau oft svo lángt á eftir tímanum að
árum skifti.
011 sú stjórn, sem var innanlands, var embættis-
mannastjórn; eingar »neíndir« og eingin »ráð« voru
til, og alþíngi var afnumið með öllu; eigi heldur var
nein umræða á meðal landsmanna um málefni lands-