Árný - 01.01.1901, Side 3
3
ins. Pjóðin hugsaði eigi um neitt slíkt, en svaf og
treysti »landsföðurlegri umhyggju« konúngsins. í
broddi embættismanna stóð stiftamtmaður, er einnig
var amtmaður víir Suðuramtinu, og amtmennirnir tveir.
Peir höfðu mest vald á íslandi og voru þeir eins og
smájarlar hver í sínu ríki. Amtmennirnir áttu bein við-
skifti við stjórnarráðið í Kaupmannahöfn og meira vald,
en amtmenn hafa nú; hins vegar höfðu þeir að stift-
amtmanninum meðtöldum miklu minna vald en lands-
höfðíngi hefur nú, en stjórnarathöfninni var þannig
farið, að þeirra gætti mikið að tiltölu.
Allt, sem fór milli stjórnarráðanna og embættis-
manna og annara manna á Islandi, gekk í gegnum
hendur amtmannanna, nema um kirkjumál væri að
ræða; — þá kom biskup í stað amtmannanna, eða
stiftsyfirvöldin (stiftamtmaður og biskup), ef þau áttu
að fjalla um málin. — Ef stjórnarráðin vildu taka í
lög einhver ný lög eða nýmæli á íslandi, þá þurftu þau
eigi annað en láta lesa hin nýju lög upp í landsyfirrjett-
inum. Gerðu þau það framan af öldinni venjulega að
öllum Íslendíngum fornspurðum, en eftir 1820 tóku
þau að ráðfæra sig við helstu embættismenn landsins
um lög, sem voru gefin handa Danmörku og eigi
þótti sjálfsagt að lögleiða óbreytt á Islandi. Kancellíið
ritaði þá til amtmannanna og leitaði álits þeirra og
ljet þá spyrja um álit annara embættismanna, einkum
1*