Árný - 01.01.1901, Page 4
4
biskups og yfirdómaranna og sýslumanna, áður en
þeir svöruðu stjórnarráðinu. Leið þá lángur tími áður
en tillögur þeirra kæmi til stjórnarráðsins, og svo
þegar þær loksins komu, þá kom hver tillagan sitt
úr hverju horni, svo stjórnarráðunum lá nærri við að
drukna í tómum tillögum. Ekkert færi var fyrir menn
á Islandi að bera sig saman um málin, og því voru
tillögurnar oft svo sundurleitar og andstæðar hver
annari, að stjórnarráðin vissu eigi eftir hverju skyldi
fara og sáu eigi út úr öllum glundroðanum. Varð þá
oft eigi neitt úr neinu, og stjórnarráðin vildu eigi
innleiða neina rjettarbót, nema allir væru með henni.
Til þess að ráða bót á þessu stakk Grímur
Jónsson amtmaður upp á því við stjórnina, að ís-
lenskir embættismenn ættu stundum fund með sjer
til þess að bera saman skoðanir sínar og ræða mál-
efni þau, sem stjórnin legði fyrir þá. A þann hátt
gætu þeir komist að sameiginlegri niðurstöðu, um
hvað gagnlegast væri, og sent síðan stjórninni sam-
eiginlegt álit sitt. En þessari viturlegu tillögu sinnti
Kancellíið alls ekki.
II.
Litlu eftir júlíbyltínguna á Frakklandi 1830 og
frelsishreifíngarnar þá víðsvegar um Evrópu fóru ein-
staka menn fyrst að hugsa nánar um ofurlitlar breyt-